Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 1
7. J Ú N Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
152. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
GUÐRÚN OG
MARGRÉT
JÓNSDÆTUR
ALLT
GERIST
ALLTAF
HRATT
ANDRÉS
ÖND
75 ára
afmæli
NICOLE
Hannar
ÍSlendinga
TENGSL:
MANSTU
EFTIR
TÍVOLÍ Á
ÍSLANDI?
SUNNUDAGUR
GRASIÐ GRÆNNA?»4 Á FÖLSKUM FORSENDUM»6
MARGT bendir til þess að efnahags-
ástandið geti haft áhrif á val íslenskra
námsmanna á háskólum. Danmörk
hefur verið langvinsælasta landið hing-
að til en nám þar er dýrt sem
stendur, sérstaklega í höf-
uðborginni Kaupmannahöfn
þar sem húsaleiga er hærri en
á landsbyggðinni. Munu Ís-
lendingar þurfa að stunda
nám í auknum mæli á jað-
arsvæðum? Hjördís Jónsdóttir
hjá SÍNE telur ekki ólíklegt að
þróunin geti orðið sú.
Dýrt nám á
Norðurlöndum
Morðið á Benno Ohnesorg í Vestur-
Berlín 2. júní 1967 hleypti illu blóði í
samskipti stúdenta og yfirvalda og var
kveikjan að hryðjuverkahreyfingum átt-
unda áratugarins. Karl-Heinz Kurras,
lögreglumaðurinn sem skaut
Ohnesorg, reyndist á mála hjá
Stasi og margir sjá nú söguna í
nýju ljósi, bæði hvað snertir
hægri öflin, sem vörðu Kurras,
og vinstri öflin, sem gerðu
hann að birtingarmynd fasískra
tilhneiginga vestur-þýska rík-
isins.
Stasi og morð-
ið á Ohnesorg
SJÓMANNADAGURINN er haldinn hátíðlegur um allt land í
dag í 71. sinn. Á þessum árlega hátíðisdegi sjómanna liggja
flestar fleytur bundnar við bryggju og sjómenn og fjölskyldur
þeirra gera sér glaðan dag. Sjómannadagurinn er reyndar
sannkölluð þjóðarhátíð, enda vandfundinn sá Íslendingur sem
ekki tengist hetjum hafsins á einhvern hátt. Í sérhverju
mannaeyja úr róðri í síðustu viku í blíðskaparveðri. Þá kættist
fuglinn yfir slóginu sem kastað var yfir borðstokkinn og tróð í
sinn gogg.
Árni Sæberg ljósmyndari var um borð í varðskipinu Ægi,
sem sinnti reglubundnu eftirliti á miðunum, og notaði tæki-
færið til að mynda Aðalbjörgu og önnur fley. | 28
sjávarplássi klæðist fólk í sitt fínasta púss, tekur þátt í fjöl-
breyttum hátíðahöldum og heiðrar aldnar kempur, sem nú
eru komnar í land eftir ævistarf á sjó.
Kríur, mávar og múkkar munu líklega hafa sig hæg í dag,
enda lítil von um æti frá fiskiskipum á þessum degi. Það var
hins vegar nóg að fá þegar Aðalbjörgin RE var á leið til Vest-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HÁTÍÐ SJÓMANNA UM ALLT LAND
Hlé á veisluhöldum hjá sjófuglinum á meðan skipin liggja bundin við bryggju
„FRAMTÍÐ norðurskautsins varðar allt mannkyn,
enda er talið að 25-30% af gas- og olíuauðlindum heims-
ins liggi undir ísnum,“ segir Michel Rocard, fyrrverandi
forsætisráðherra Frakka, sem tekið hefur að sér að
vera sendiherra Frakka gagnvart heimskautunum.
„Ef þessar orkulindir yrðu nýttar, þá gæti það magn-
að verulega gróðurhúsaáhrifin, og það er eitt af því sem
margir vísindamenn óttast.“
Framundan eru erfiðar samningaviðræður um skipt-
ingu hafsvæðanna, sem opnast vegna hlýnunar jarðar.
„Það er mikið í húfi,“ segir Rocard. „Með hlýnun
sjávar má gera ráð fyrir að ný fiskimið verði til og að
fiskiskipaflotinn fylgi í kjölfarið. En þarna eru engir vit-
ar, engir björgunarbátar, engin sjúkraþjónusta, engin
landamæri og ekkert aflahámark.“
Rocard segir að samningarnir séu mun flóknari en
þeir sem gerðir voru um suðurskautið, en hann átti
stóran þátt í þeim í forsætisráðherratíð sinni. „Þar
voru bara mörgæsir og engir kjósendur,“ segir hann
brosandi. „Við stöndum hins vegar frammi fyrir því að
það búa um fjórar milljónir manna norðan heim-
skautsbaugs.“ | 14
„Það er mikið í húfi“
Framtíð norðurskautsins varðar allt mannkyn
Ný fiskimið verða til og fiskiskipaflotinn fylgir í kjölfarið