Morgunblaðið - 07.06.2009, Page 4
4 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
eru komin
Silkiblómin frá Soldis eru til í
Blómavalsverslunum um land allt.
1990
Skútuvogur - Grafarholt - Akureyri
Egilsstaðir- Selfoss - Reykjanesbær
Kringlan - Smáralind
kr
Silkiblóm
í pottum
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is
Í
slenskir námsmenn erlendis hafa ekki
farið varhluta af efnahagsástandinu á
Íslandi síðastliðna mánuði. Búast má við
að nemar leiti í lakari háskóla á jað-
arsvæðum til að vega upp á móti aukn-
um rekstrarkostnaði ef fram heldur sem horfir.
Þetta er óheillavænleg þróun þar sem menntun
erlendis í góðum háskólum hefur löngum verið
talin hafa mikið hagnýtt gildi fyrir þjóðina.
Margt leiðir til þess að nemar þurfa að endur-
skoða áform sín; peningafærslur á milli landa
hafa farið aftur á síðustu öld í hraða, margir
námsmenn sitja uppi með skuldbindingar á Ís-
landi, sérstaklega þeir sem hyggjast bíða af sér
kreppuna, og svo hefur gengið hrunið með til-
heyrandi kostnaði fyrir þá sem lifa af íslenskum
krónum í útlöndum. Námsmenn sem fluttu út til
Danmerkur 2004 fengu um það bil 100 danskar
krónur fyrir hverjar þúsund íslenskar, en um
þessar mundir fást aðeins 42 danskar krónur.
Námslánin eru tengd genginu en ekki dugar
það til því til viðbótar hefur verðlag í Danmörku
hækkað verulega og auk þess eru sveiflur ís-
lensku krónunnar afar miklar á milli mánaða og
því geta nemar sem best lent í því að millifæra
mánaðarlega pening til Danmerkur á genginu
19-20 íslenskar krónur fyrir eina danska yfir
önnina en svo þegar kemur að útborgun náms-
lána getur gengið verið nær 24 krónum íslensk-
um fyrir eina danska. Námsmenn þurfa því að
reyna að segja fyrir um gengisbreytingar, hvers
útkoma er líklega aðeins óáreiðanlegri en krist-
allskúluspá, ef ekki á að verða af fleiri þús-
undum danskra króna. Eftir erfitt haust með
mjög veikri krónu vegna bankahruns lenda
námsmenn mögulega í því að millifæra á sterk-
ara gengi upp úr áramótum og þá getur munað
fyrir fjögurra manna fjölskyldu rúmum 200 þús-
und íslenskum krónum á því sem fæst úr náms-
lánunum og því sem þegar hefur verið eytt á
haustönninni. Það er því vandlifað fyrir náms-
menn um þessar mundir sem líklegast er þó
engin nýlunda.
Dýrt, dýrara, dýrast
Danmörk er með dýrustu löndum að búa í og
ekki mikill eftirbátur Noregs, sem líklega trónir
á toppnum eða nálægt honum. Sem dæmi má
nefna að tíu ávextir í poka kosta 25 danskar
krónur eða um 600 íslenskar, en kostuðu 2004
ekki nema 100-150 krónur íslenskar. Þá þurfti
einungis að punga út tíu íslenskum krónum fyrir
eina danska og tíu stykki af ávöxtum kostuðu þá
iðulega 10-15 danskar krónur. Þetta er um það
bil sexföldun á verði reiknað í íslenskum krónum
og skiptir þá í heildina litlu þegar námslánin eru
reiknuð í dönskum krónum því námslánaskuld-
irnar verða bara hærri sem því nemur. Með
sanni má segja að 2004 hafi ávextirnir verið
ódýrir og íslenska krónan sterk en verðlagið í
Danmörku var vissulega hluti af aðdráttaraflinu
fyrir námsmenn þegar krónan var hvað sterk-
ust.
Daglegt líf
Hingað til hefur verið auðveldast fyrir náms-
menn að fara til Danmerkur eða annarra Norð-
urlanda í nám. Húsaleiga og annar fastur
rekstrarkostnaður er hins vegar orðinn svo gríð-
arlega hár að líklegt má telja að fólk sjái sér
hreinlega ekki fært að hefja nám í þeim skólum
sem hingað til hafa verið taldir hvað álitlegastir.
Húsaleiga fyrir fjögurra herbergja íbúð í Ála-
borg eða Horsens er hæglega um sex þúsund
danskar kr. á meðan sambærilegt hús í Árósum
kostar nær tíu þúsundum. Kaupmannahöfn get-
ur svo verið enn dýrari. Húsaleigubæturnar geta
verið í kringum þrjú þúsund og það má vera
ljóst að verðlagið hlýtur að ýta fólki frá helstu
byggðakjörnum, og þar með kannski þekktustu
háskólunum, yfir á jaðarsvæðin þar sem ódýrara
er að lifa. Fram til þessa hafa flestir farið í nám
til Norðurlandanna en líklegt er að fólk verði að
skoða nám á svæðum þar sem rekstrarkostn-
aðurinn er lægri, Suður-Ítalíu frekar en Norður-
Ítalíu, í sveitahéruðum Þýskalands eða Frakk-
lands frekar en stórborgum í sömu löndum.
Meiri rekstrarkostnaður námsmanna þýðir
lakari lífsgæði og meiri einangrun frá Íslandi og
því má spyrja sig hvort grasið sé raunverulega
grænast í Danmörku þegar háskólanám er skoð-
að.
Ítalía 60Spánn 49
ÍSLAND
Kanada 40
Bandaríkin 356
Svíþjóð 171
Bretland 406
Holland 96
Vinsælustu löndin
Þau lönd sem flestir Íslendinga hugðu á
háskólanám í, samkvæmt talningu umsókna
um námslán hjá Lín fyrir námsárið 2008-2009.
Danmörk 1.234
Þýskaland 58
Noregur 56
Ungverjaland 68
Grasið grænna?
Margir hyggja á nám til þess að bíða af sér kreppuna, en valið flækist vegna ástandsins
Háskólar á Norðurlöndum hafa verið vinsælir en dvöl þar er dýr sem stendur
Morgunblaðið/Golli
Sparað Námsmenn geta sparað sér miklar upp-
hæðir með því að hjóla allan ársins hring.
Námsmenneru yfirleitt
kaffiþyrstir með
eindæmum og
fyrir þá sem að-
hyllast gæði um-
fram magn er
eftirsóknarvert
að laga sér
espresso-
kaffibolla. Í
kaffibúð í miðbæ
Álaborgar kostar 250 g kaffipoki
fyrir espresso hvorki meira né
minna en 65 danskar krónur, eða ríf-
lega 1.500 krónur íslenskar. Á kaffi-
stað á Íslandi fyrir skömmu fengust
300 grömm fyrir um það bil 600
krónur. Ef keyptur er cappuccino á
staðnum, í stað þess að laga bollann
sjálfur heima, kostar lítill bolli 32
danskar krónur eða tæplega 800 ís-
lenskar krónur.
Venjuleg fjölskylduferð í bíó og ápítsustað er orðin dýr í Dan-
mörku. Þrjár níu tommu pítsur, tvö
lítil bjórglös og tvö lítil glös af gosi
á pítsustað og 100 grömm af sæl-
gæti í poka, barnatilboð á poppi og
gosi fyrir tvo, ein vatnsflaska og ein
millistærð af gosi í bíó kostar rúm-
lega 16.500 íslenskar krónur. Var þó
þriðjudagstilboð í bíó þar sem tveir
miðar fást fyrir einn. Ef ekki væri
fyrir tilboðið væri upphæðin yfir 20
þúsund. Upphæðin er ríflega eitt
prósent af námslánum fjögurra
manna fjölskyldu sem fer í það sem
einhvern tímann hefði verið talin
hófleg leið til að skemmta fjölskyld-
unni.
Námslánin fyrir Danmörku eruþau sömu, hvort sem búið er í
miðborg Kaupmannahafnar eða úti
á landi. Það getur hins vegar munað
miklu á leiguverði og öðrum rekstr-
arkostnaði eins og rafmagni og hita.
Þannig kostar 50 fermetra íbúð mið-
svæðis í Kaupmannahöfn um sex
þúsund danskar krónur á mánuði í
leigu með hita en án rafmagns. Fyrir
sama verð fæst íbúð miðsvæðis í Ár-
ósum í sömu stærð en þá í nýju húsi.
Í Álaborg fæst hins vegar 120 fm
íbúð miðsvæðis eða nálægt háskól-
anum fyrir sama pening og það jafn-
vel í nýju húsnæði. Fjölskyldufólk er
því í raun tilneytt að skoða nám ann-
ars staðar en í höfuðborgunum.
Stiklur
Í samtali við Hjördísi Jónsdóttur,framkvæmdastjóra Sambands
íslenskra námsmanna erlendis
(SÍNE), kom fram að Íslendingar
gætu neyðst til að sækja aðra skóla
en þá sem hafa verið vinsælastir til
þessa. „Við höfum enn sem komið
er ekki fengið miklar upplýsingar
um að fólk velji sér nýja staði til
náms. Mér þykir samt sem áður
ekki ólíklegt að þróunin verði sú,
þegar litið verður á tölurnar eftir
nokkrar vikur. Þótt þetta sé ekki
komið fram núna gæti einmitt vel
verið að þetta yrði niðurstaðan.
Fólk er hins vegar þegar í virkileg-
um vandræðum og það er það sem
við heyrum mest um núna, t.d. að
fólk sem er nú þegar í námi eigi erf-
itt með að halda áfram og þá skipt-
ir litlu máli hvort fólk er í námi í
Horsens eða Kaupmannahöfn. Við
erum mjög hrædd um að fólk fari
að flosna upp úr námi við þessar
aðstæður,“ segir Hjördís. Gjör-
breyttar forsendur þýða því að
nemar geta neyðst til að endur-
skoða áform sín. „Norræna ráð-
herranefndin hefur lagt til hliðar
peninga til að styrkja íslenska
námsmenn í þessari stöðu,“ segir
Hjördís en í vikunni var tilkynnt að
Íslendingar gætu sótt um fram-
færslustyrk hjá nefndinni. „Það er
ekki hægt að setja allt á ís vegna
ástandsins. Margir skólar erlendis
hafa komið til móts við námsmenn
frá Íslandi, t.d. í Bretlandi, og styrk-
ir Norrænu ráðherranefndarinnar
skipta líka máli.“ Í dag fer tæplega
helmingur íslenskra námsmanna
hins vegar til Danmerkur í nám og
verður forvitnilegt að sjá hvort ein-
hver brögð verði að því að fólk velji
t.d. Svíþjóð fremur en Danmörku
vegna kostnaðar, eða aðra fjarlæg-
ari staði.
Erfiðleikar við breyttar aðstæður
SKOÐUN
Hjördís Jónsdóttir
Viðmælandi er framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra námsmanna
erlendis (SÍNE).
Morgunblaðið/ÞÖK