Morgunblaðið - 07.06.2009, Side 8
8 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
Mama mia! Ítalir eru upp
til hópa tilfinningaverur og
Carlo Ancelotti lætur ekki
sitt eftir liggja í tvísýnum
kappleikjum. Fróðlegt
verður að fylgjast með því
hvernig breska pressan
kemur til með að með-
höndla kappann.
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
S
eint verður sagt að starf
knattspyrnustjóra enska
úrvalsdeildarfélagsins
Chelsea sé það örugg-
asta í heimi. Frá því
Dave Sexton hvarf á braut árið
1974 hefur enginn setið lengur í
þessu funheita sæti en fjögur ár.
Heldur hefur meðaltíminn líka verið
að styttast eftir að Roman Arka-
dyevich Abramovich festi kaup á fé-
laginu fyrir sex árum enda er rúss-
neski auðkýfingurinn þrútinn af
metnaði. Eftir að „hinn útvaldi“,
José Mourinho, lét óvænt af störf-
um fyrir rúmum 20 mánuðum hafa
eigi færri en þrír menn komið og
farið.
Avram Grant fékk það vanþakk-
láta hlutverk að feta í fótspor Mo-
urinhos og enda þótt hann skilaði
liðinu alla leið í úrslitaleik Meistara-
deildar Evrópu sá hann sæng sína
uppreidda. Grant þótti ekki nógu
svipmikill fyrir Chelsea. Það kom
sér því öðrum þræði vel að víta-
spyrna Johns Terrys skyldi skripla
á skötunni í Moskvu. Það er alltaf
auðveldara að segja upp manni sem
hafnað hefur í öðru sæti.
Hiddink lét ekki freistast
Luiz Felipe Scolari kom inn með
lúðrablæstri og söng en Gene Hack-
man-glottið gufaði fljótt upp. Scol-
ari var ekki vandanum vaxinn. Þá
leitaði Chelsea á náðir Guus Hidd-
inks, sem raunar náði fljótt prýði-
legum tökum á liðinu og gerði það
m.a. að bikarmeistara um liðna
helgi. Margir eru líka á því að
Chelsea hafi fallið óverðskuldað úr
keppni í undanúrslitum Meist-
aradeildarinnar gegn Barcelona. En
engu tauti var við Hiddink komið,
hann unir hag sínum best í faðmi
rússneska bjarnarins austur í
Moskvu.
Þá er komið að Carlo Ancelotti að
stinga höfðinu í gin ljónsins. Ítalinn,
sem verður fimmtugur á miðviku-
daginn, tekur við stjórnvelinum um
næstu mánaðamót. „Carlo er rétti
maðurinn í starfið,“ sagði í yfirlýs-
ingu frá Chelsea þegar ráðningin
var kunngerð. „Hann hefur marg-
sannað að hann hefur burði til að
byggja upp lið sem geta náð ár-
angri í mótum heimafyrir og í Evr-
ópu.“
Ljóst er að hvergi verður slegið
af væntingum. Chelsea hefur ekki
unnið ensku úrvalsdeildina í þrjú ár
og á enn eftir að fara höndum um
æðsta kaleikinn, sjálfan Evrópubik-
arinn. Þar hefur Ancelotti raunar
forskot á hina nýju húsbændur sína.
Hann lyfti honum tvívegis sem leik-
maður og það sem meira er, einnig í
tvígang sem knattspyrnustjóri AC
Milan. Við erum að tala um mann
sem er skraufþurr bakvið eyrun.
Ancelotti var lykilmaður í af-
burðaliði Milan fyrir um tveimur
áratugum og lék 26 landsleiki fyrir
Ítalíu. Hann tók við starfi knatt-
spyrnustjóra hjá Mílanó-liðinu árið
2001 og stýrði því einu sinni til
meistaratignar heimafyrir, 2003-04.
Þá eru ítalski bikarinn (2002-03) og
heimsbikar félagsliða (2007) einnig
á afrekaskránni, auk Evróputitl-
anna tveggja. Ancelotti ætti því
ekki að fara á límingunum and-
spænis viðfangsefni sínu nú.
Mikilvægast að vinna sigra
Mál hans í vikunni hefur líka
örugglega hljómað eins og hugljúf
kadensa eftir Rachmaninoff í eyrum
Abramovich. „Hér er ég kominn
með reynslu mína og kosti og það
sem er mikilvægast er að vinna
sigra.“
Og áfram hélt Ancelotti: „Ég
gjörþekki ensku knattspyrnuna og
Chelsea er frábært félag með stór-
kostlega leikmenn innanborðs.
Minn siður er að mynda tengsl við
leikmennina og félagið. Ég hef yndi
af samræðum og trúi á samvinnu.“
Spurður um Meistaradeildina
sagði Ancelotti að hún væri sterk-
asta keppni í heimi og öll félög
dreymdi um Evrópubikarinn. „Það
er frábær árangur hjá Chelsea að
hafa komist fimm sinnum í undan-
úrslit á sex árum. En nú er kominn
tími til að vinna mótið!“
Enskir fjölmiðlar hafa verið að
máta Ancelotti við tvo af risunum á
Ítalíu, Arrigo Sacchi og Fabio Ca-
pello, sem nú stýrir sem kunnugt er
enska landsliðinu. Í samtali við dag-
blaðið The Sun kvaðst Ancelotti
upp með sér vegna þess sam-
anburðar en hann gagnrýndi Ca-
pello sem frægt er í endurminn-
ingum sínum fyrir skort á
samskiptahæfileikum. „Við eigum
vissulega eitt sameiginlegt – góðan
árangur,“ sagði Ancelotti. „Að mínu
viti er nálgun okkar Capellos samt
ólík og lið okkar leika mismunandi
bolta. Öðru máli gegnir um Sacchi.
Ég vann lengi með honum og lærði
margt bæði sem leikmaður og þjálf-
ari. Sacchi kom fótunum undir mig
og gott betur.“
Nú reynir á kunnáttuna!
Höfði stungið í gin ljónsins
Carlo Ancelotti fær það erfiða verkefni að stýra enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea á næstu
leiktíð en húsbændur á Stamford Bridge þykja kröfuharðari en gengur og gerist í sparkinu
Reuters
Carlo Ancelotti er margt til lista
lagt. Það er ekki á allra vitorði að
hann hefur leikið í þremur kvik-
myndum um dagana. Þeirra fræg-
ust er Don Camillo frá árinu 1983,
þar sem enginn annar en gamla
hasarmyndahetjan Terence Hill
fór með aðalhlutverkið.
Í myndinni er Ancelotti í hlut-
verki knattspyrnumanns sem leik-
ur fyrir lið erkióvinar Dons Camil-
los, Peppones bæjarstjóra. Hann
er ekkert lamb að leika sér við,
skellir andstæðingum sínum flöt-
um hverjum af öðrum uns aum-
ingja Don Camillo er kominn í
þrot með leikmenn.
„Þetta er kappleikur milli engla
og djöfla og það var mér sönn
ánægja að leika í myndinni þar
sem Don Camillo fæddist stein-
snar frá mínum æskustöðvum. Ég
þekki söguna því vel. Þetta var
skemmtileg upplifun enda þótt ég
hitti Terence Hill ekki nema í
fimm mínútur,“ sagði Ancelotti
við breska blaðið The Sun í vik-
unni.
Hinar myndirnar sem Ancelotti
hefur leikið í eru líka sparktengd-
ar. Mezzo destro, mezzo sinistro
og L’Allenatore heita þær fyrir þá
sem hafa hug á að skella sér út á
næstu leigu.
Ancelotti upplýsir að hann sé
mikill kvikmyndaaðdáandi en ætti
hann að velja milli kvikmyndar og
knattspyrnuleiks færi það bara á
einn veg. „Ég veldi leikinn án
þess að hika. Engir tveir leikir eru
eins. Maður getur aftur á móti
horft tíu sinnum á sömu myndina
og það breytist aldrei neitt.“
Lék leggjabrjót í Terence Hill-mynd
Svalur Gamla brýnið Terence Hill.
Carlo Ancelotti er einn sex mannasem orðið hafa Evrópumeist-
arar bæði sem leikmenn og knatt-
spyrnustjórar. Hann var leikmaður
AC Milan 1989 og 1990 og stjóri
sama félags 2003 og 2007.
Hinir fimm eru Miguel Muñoz
(leikmaður Real Madrid 1956 og
1957 og stjóri sama félags 1960 og
1966); Giovanni Trapattoni (leik-
maður AC Milan 1963 og 1969 og
stjóri Juventus 1985); Johan Cruyff
(leikmaður Ajax 1971, 1972 og 1973
og stjóri Barcelona 1992); Frank
Rijkaard (leikmaður AC Milan 1989
og 1990 og stjóri Barcelona 2006)
og Josep Guardiola (leikmaður
Barcelona 1992 og stjóri sama fé-
lags 2009).
Sigursæll í Evrópu
Carlo Ancelotti er þriðji Ítalinnsem sest í stól knattspyrnu-
stjóra á Stamford Bridge. Fyrstur til
að spreyta sig var Gianluca Vialli
sem lék ennþá með liðinu þegar
hann var ráðinn til starfans í febrúar
1998. Hann þótti ná góðum árangri
með Chelsea, vann deildarbikarinn
og Evrópukeppni bikarhafa 1998 og
enska bikarinn vorið 2000. Besti ár-
angur hans í deildinni var 3. sæti
1998-99. Eigi að síður var Vialli lát-
inn taka pokann sinn haustið 2000.
Við af honum tók Claudio Ranieri
sem stýrði liðinu í tæp fjögur ár. Vék
fyrir José Mourinho sumarið 2004.
Ranieri vann ekki til metorða á
Brúnni en síðasta veturinn sem
hann var með liðið, 2003-04, hafn-
aði það í 2. sæti úrvalsdeildarinnar.
Einstaklega áhugaverð ferð með skírskotun til sögunnar, með fararstjóra sem
bjó í Austur- Þýskalandi áður en múrinn féll. Flogið til Berlínar og ekið til
borgarinnar Leipzig sem Goethe kallaði „sína litlu París“. Gist í hjarta Leipzig í
4 nætur og farið í skoðunarferð um borgina. Frá Leipzig er farið í skoðunarferð
í þjóðgarðinn Sächsische Schweiz eða „demantinn við Saxelfi“. Þjóðgarðurinn
hefur í gegnum aldirnar verið vinsæll viðkomustaður landslagsmálara, sem
segir kannski það sem segja þarf. Förum einnig til Dresden sem er þekkt fyrir
listasöfn, hallir og Semper-óperuna. Eftir ánægjulega daga í Leipzig er haldið til
Berlínar og farið í skoðunarferð um Potsdam, einn vinsælasta ferðamannastað
Þýskalands. Gist í 3 nætur í Berlín og höfuðborgin skoðuð ásamt því að eiga
frjálsan dag áður en flogið er heim á leið.
Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir
Verð: 149.880 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu,
hálft fæði og íslensk fararstjórn.
SUMAR 9
13. - 20. ágúst
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar
Leyndar perlur
Austur - Þýskalands