Morgunblaðið - 07.06.2009, Síða 10
fram breytingar í stjórnum lífeyrissjóðanna og
manna þær með eigin fulltrúum? Hvað segir Gylfi
Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, við
því? Eða er launþegaelítan kannski áfram um að
vera áfram í elítuklúbbi með atvinnurekendaelít-
unni?
Vilhjálmur nefnir ekki einu orði að atvinnurek-
endur eru í stjórnum lífeyrissjóða að ráðskast
með fjármuni sem þeir eiga ekki krónu í. Kannski
var það einhvern tíma gild röksemd, þótt ég dragi
það stórlega í efa, að atvinnurekendur hefðu svo
miklu meira vit á fjárfestingum en fulltrúar laun-
þega, að launþegar þyrftu á atvinnurekendum að
halda sér til halds og trausts, í stjórnum lífeyr-
issjóðanna, svo þeir tækju nú ekki bara eintómar
vitlausar ákvarðanir.
Varla átti það við þegar lífeyrissjóðir ákváðu
miklar fjárfestingar í hlutabréfum gömlu við-
skiptabankanna, þ.e. Landsbanka, Kaupþings og
Íslandsbanka (Glitnis), og fjárfestingarbankanum
Straumi. Fjárfestingar sem á einni nóttu urðu að
engu. Varla átti það við þegar lífeyrissjóðir voru
að kaupa stóra hluti í fyrrverandi almennings-
hlutafélögum, sem eru ýmist komin lóðbeint á
hausinn, eru í greiðslustöðvun eða í gjörgæslu-
rekstri ríkisins. Fjárfestingar sem í dag eru lítils
eða einskis virði.
Nei, Vilhjálmur og aðrir fulltrúar atvinnurek-
enda mættu líta sér nær, í staðinn fyrir að
hrökkva af hjörunum af vandlætingu og bræði, við
það eitt að fá smá gagnrýni á sig, gagnrýni sem ég
og raunar mjög margir aðrir teljum fullkomlega
réttmæta og tímabæra.
Varðandi þátttöku stjórnarmanna í boðsferðum
fyrirtækja og banka á tímum uppgangs og útrásar
ætla ég Vilhjálmi ekki þá fávísi sem hann reynir
að skýla sér á bak við í „svargrein“ sinni. Það
hljóta nú að vera hæg heimatökin hjá fram-
kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að ræða við
félaga sína og fyrrverandi félaga í SA um að fá að
kíkja aðeins á þátttakendalista í boðsferðunum
rómuðu frá uppgangsárunum. Eða hvað?!
Í fræðum um mannauðsstjórnun, sem er mikið
tískufyrirbæri á stjórnunarsviðinu um þessar
mundir, er það rækilega undirstrikað, að fyr-
irtæki er ekkert annað en fólkið í fyrirtækinu.
Þeim mun betra starfsfólki sem fyrirtækið hefur
yfir að ráða, þeim mun öflugra og dýrmætara
hljóti fyrirtækið að teljast. Launþegar eru oftast
stoltir af því að starfa hjá fyrirtæki sem þykir búa
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, sá ástæðu til þess að svara pistli
mínum frá því síðasta sunnudag í löngu máli sl.
miðvikudag. Það kom ekki á óvart. Það kom held-
ur ekki á óvart að Vilhjálmur kaus að svara ekki
þeirri gagnrýni sem ég setti fram, í þá veru að at-
vinnurekendur eiga ekkert í lífeyrissjóðum okkar
launþeganna og eiga þess vegna ekki að fá að
ráðskast með fjármuni okkar. Við eigum þá, við
sömdum við atvinnurekendur um að ákveðinn
hluti launa okkar væri greiddur í lífeyrissjóð, sem
væri okkar eign, ekki sameign okkar og atvinnu-
rekenda. Þannig ættum við lífeyri til þess að
fleyta okkur í gegnum efri árin.
Því setti ég fram þá skoðun að það væri tíma-
skekkja að atvinnurekendur ættu fulltrúa í stjórn-
um lífeyrissjóða og þá tímaskekkju bæri að leið-
rétta. Þótt ég hafi tilgreint nöfn Vilhjálms og
Helga Magnússonar, formanns Samtaka iðnaðar-
ins í stjórnum lífeyrissjóða, þá tók ég það sér-
staklega fram að ég vildi alla fulltrúa atvinnurek-
enda úr stjórnum lífeyrissjóða
landsmanna. Þannig að það
er voðalegt væl í Vilhjálmi
að ég hafi sér í lagi talið
það tímaskekkju að hann
og Helgi sætu í stjórnum
lífeyrissjóða.
Er ekki lag nú fyrir laun-
þegahreyfinguna á Ís-
landi, að ná völdum í eig-
in sjóðum og knýja
yfir miklum mannauði og í slíkum fyrirtækjum
skapast oftar en ekki mikil hollusta í garð fyr-
irtækisins (e. Loyality – To Be Company Minded).
Launþeginn á þó sjaldnast nokkurn hlut í fyrir-
tækinu, en vinnur því samt sem áður heilt, því
hagur fyrirtækisins er um leið hagur hans. Laun-
þeginn hugsar kannski með stolti til þess, að
vegna þess að hann og starfsfélagar hans vinna
gott starf gengur fyrirtækinu vel, en það er ekki
þar með sagt að launþeginn geri kröfu um að fá að
sitja í stjórn fyrirtækisins, taka þátt í því að
ákveða fjárfestingarstefnu þess eða stefnu yfir-
leitt. Launþeginn veit sem er, að þeir sem eiga
fyrirtækið vilja ráða sínu fyrirtæki, stefnu og
ákvörðunum, þótt vitrir vinnuveitendur séu vissu-
lega jákvæðir gagnvart uppbyggilegum ábend-
ingum og hugmyndum, án þess þó að vera skuld-
bundnir á nokkurn hátt til þess að fara eftir þeim.
Þar sem Vilhjálmur virðist alfarið vera þeirrar
skoðunar að hann og aðrir fulltrúar atvinnurek-
enda eigi að fá að ráðskast
með fjármuni sem við
launþegar eigum væri
fróðlegt að forvitnast
um hvert hans viðhorf
væri til þess hvort ekki
væri bara réttast að
launþegar ættu fulltrúa
í stjórnum fyrirtækja,
a.m.k. á meðan ekki
verður hróflað við
fulltrúum
atvinnu-
rekenda í líf-
eyrissjóðum
okkar laun-
þeganna.
Hvernig líst
Vilhjálmi á
þá hug-
mynd?
agnes@mbl.is
Agnes segir …
Voðalegt væl í Vilhjálmi
Atvinnurekendur
Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri
SA vill ekki missa
tökin í lífeyrissjóðum
launþega.
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
HÆTTUM AÐ SELJA DÝNUR
Allar
dýnur
–40%
Opið virka daga
kl. 11-18
Ármúla 44 • Sími 553 2035
Steingrímur J. Sigfússon fjár-málaráðherra sagði í Zetunni,
umræðuþætti á mbl.is, hinn 23.
mars sl. þegar
lýst var efasemd-
um við hann um
að Svavar Gests-
son væri heppi-
legasti maðurinn
til þess að leiða
samninga-
viðræður við
Breta vegna Ice-
save-deilunnar:
„Ég treysti Svav-
ari Gestssyni. Ég
veit að hann er að gera góða hluti
og ég lofa þér því að það er í sjón-
máli að hann landi – og hans fólk –
glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur.“
Nokkrum dögum síðar dró ráð-herrann að vísu aðeins í land
um glæsileika niðurstöðunnar, en
nú liggur hún fyrir.
Íslenska ríkið hefur skuldbundiðsig til þess að greiða 630 millj-
arða króna vegna Icesave. Vextir
verða 5,5% og ekki þarf að greiða
af höfuðstól lánsins fyrr en að sjö
árum liðnum, en þannig hækkar
höfuðstóllinn frá ári til árs og
verður að sjö árum liðnum kominn
vel yfir 900 milljarða króna, verði
ekkert greitt niður af láninu fyrr
en að þeim tíma loknum.
Er það eitthvað til þess að hrópahúrra fyrir?
Með öllu er óljóst nú hversu há-ar fjárhæðir munu fást fyrir
eignir Landsbankans, sem til
stendur að reyna að selja á næstu
sjö árum og láta andvirði þeirra
ganga upp í skuldbindingarnar
vegna Icesave, og það liggur sömu-
leiðis ekkert fyrir um það hversu
miklum tekjum „heilbrigð lána-
söfn“ Landsbankans í Bretlandi
munu skila.
Því fer víðs fjarri að niðurstaðan
sem nú liggur fyrir geti talist
„glæsileg“. Er fjármálaráðherra
kannski á annarri skoðun?
Steingrímur J.
Sigfússon
Er einhver ástæða til að fagna?
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 9 alskýjað Lúxemborg 8 skúrir Algarve 18 léttskýjað
Bolungarvík 7 alskýjað Brussel 8 léttskýjað Madríd 11 skýjað
Akureyri 6 súld Dublin 7 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað
Egilsstaðir 6 rigning Glasgow 8 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 10 alskýjað London 11 súld Róm 21 skúrir
Nuuk 3 alskýjað París 10 skúrir Aþena 24 heiðskírt
Þórshöfn 4 skýjað Amsterdam 11 heiðskírt Winnipeg -1 heiðskírt
Ósló 7 heiðskírt Hamborg 11 heiðskírt Montreal 15 heiðskírt
Kaupmannahöfn 11 léttskýjað Berlín 12 heiðskírt New York 14 alskýjað
Stokkhólmur 7 alskýjað Vín 13 skýjað Chicago 18 heiðskírt
Helsinki 6 skýjað Moskva 9 þoka Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
7. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 0.05 0,7 6.05 3,4 12.10 0,7 18.28 3,8 3:08 23:46
ÍSAFJÖRÐUR 2.14 0,5 7.56 1,8 14.09 0,5 20.24 2,1 2:09 24:55
SIGLUFJÖRÐUR 4.08 0,2 10.42 1,1 16.23 0,4 22.29 1,2 1:47 24:43
DJÚPIVOGUR 3.07 1,8 9.13 0,5 15.41 2,2 21.56 0,6 2:26 23:27
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á mánudag, þriðjudag og
miðvikudag
Hæglætisveður, skýjað að
mestu og dálítil úrkoma með
köflum í flestum landshlutum.
Hiti yfirleitt á bilinu 7 til 15 stig.
Á fimmtudag og föstudag
Útlit fyrir austlæga átt með
vætu sunnan- og austanlands,
annars yfirleitt þurrt. Áfram
milt í veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Hæg, suðlæg eða breytileg átt,
léttir til um norðaustanvert
landið, annars skýjað og lítils-
háttar væta með köflum. Hlýj-
ast suðvestantil í dag.
Verkalýðsforystan
Vill Gylfi Arn-
björnsson, forseti
ASÍ ná völdum í
sjóðum launþega?