Morgunblaðið - 07.06.2009, Side 12

Morgunblaðið - 07.06.2009, Side 12
12 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson | orri@mbl.is Ljósmyndir Árni Sæberg | saeberg@mbl.is Eigi alls fyrir löngu var EinarÓlafsson ásamt hópi fólks ísiglingu. Skyndilega þurftiskipstjórinn að bjarga brókumsínum og bað Einar að taka við stýrinu. Sá síðarnefndi horfði á hann í for- undran: „Ertu ekki með öllum mjalla, mað- ur? Ætlarðu að láta mig, Einar áttavillta, taka stýrið? Hvar í ósköpunum heldurðu að við endum?“ Þessi skondna saga er dæmigerð fyrir af- stöðu Einars til lífsins og tilverunnar í dag. Hann hefur náð fullum sáttum við fortíð sína sem barnastjarna og getur gert stólpagrín að henni þegar svo ber undir. Það hefur ekki alltaf verið þannig. „Ég var mjög lengi að sætta mig við þetta skeið í lífi mínu og allt sem því fylgdi. Lengi vel gat ég ekki talað um þetta og eftir að ég byrjaði að geta það var ég alltaf með hnút í maganum. Hló spastískum hlátri. Í dag er ekkert mál fyrir mig að ræða þetta. Ég er sáttur,“ segir hann. Einar fæddist árið 1963 og kom fyrst fram opinberlega aðeins fimm ára gamall. Hann var á kafi í kórum og tónlistarstarfi og eitt leiddi af öðru. „Ætli ég hafi ekki verið svona níu eða tíu ára þegar farið var að pota mér fram meira en góðu hófi gegnir,“ segir hann. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hvers vegna það gerðist en barnastjörnur voru í tísku á þessum tíma. Hanna Valdís kom fram um svipað leyti og Ruth Reginalds skömmu síðar.“ Kippt út úr veruleikanum Einar kom reglulega fram á skemmtunum og fór með hlutverk í Þjóðleikhúsinu. Þegar hann var tíu ára kom síðan út hljómplata með lögunum Sumar á sænum og hinu víð- fræga Þú vilt ganga þinn veg. Þar með voru örlög Einars ráðin. „Athyglin varð meiri en venjulegur tíu ára strákur þolir. Mér var eiginlega kippt út úr veruleikanum. Það var bara ein sjónvarps- stöð og ein útvarpsrás á þessum árum og nóg að stinga höfðinu örlítið upp úr fjöldan- um til að athyglin yrði gríðarleg. Það yrði ekki svona mikið fjaðrafok út af þessu í dag.“ Hann segir það ekki óumflýjanlegt en hætt sé við því að börn höndli ekki svona mikla athygli og komi til með að missa fót- anna á einhverjum tímapunkti í lífinu. „Ætli besta dæmið um það sé ekki Michael Jack- son. Svo virðist sem hann sé enn að vinna úr sínum málum.“ Einar segir barnastjörnur lenda milli tveggja heima. Þær séu ekki lengur börn en ekki heldur orðnar fullorðnar. „Ekki mis- skilja mig, það var ákaflega spennandi að fá alla þessa athygli, ég bara kunni ekki að bregðast við henni. Það fer enginn í gegnum svona án þess að breytast. Ég veit ekki hvernig líf mitt hefði þróast hefði ég ekki upplifað þetta en ég er viss um að það hefði orðið öðruvísi. Það hefur stefnu- og karaktermótandi áhrif á einstakling að vera barnastjarna.“ Endaði með einelti Athyglin var bæði jákvæð og neikvæð. „Meðan fullorðna fólkið hældi mér stríddu jafnaldrarnir mér upp til hópa. Sú stríðni jókst með árunum og endaði með einelti. Tíu ára strákur hefur ekki hugmynd um hvernig hann á að bregðast við mótlæti af þessu tagi og enginn útskýrði það fyrir mér. Foreldrar mínir vissu ekki hvernig átti að taka á þessu og kennararnir ekki heldur. Springi blaðra í skólastofu í dag fær allur bekkurinn áfalla- hjálp. Því var ekki að heilsa á þessum tíma. Eftir á að hyggja hefði mér líklega ekki veitt af áfallahjálp. Þegar mér leið verst langaði mig helst að skríða niður í næsta niðurfall.“ Einar segir eineltið hafa staðið lengi. „Þegar ég var barn hugsaði ég alltaf með mér að þetta myndi líða hjá þegar ég yrði eldri en það gerði það ekki. Í staðinn lærði ég að skilja þessar aðstæður og sætta mig við þær.“ Innan við áratugur er síðan síðast var hrópað á eftir honum niður Laugaveginn. „Það voru einhverjir jafnaldrar mínir, komn- ir fast að fertugu.“ Þegar Einar var þrettán ára flutti hann ásamt fjölskyldu sinni í eitt ár til Svíþjóðar. Hann segir það hafa verið frábært ár. „Ég var gríðarlega feginn að komast í burtu og búa á stað þar sem enginn þekkti mig eða hæddist að mér.“ Flúði í annað umhverfi Við heimkomuna fór allt í sama farið. Við- brögð Einars voru að draga sig út úr hópi jafnaldra sinna og koma sér inn í annað um- hverfi með eldri krökkum. „Það er ekki æskilegt að fjórtán ára krakki sé mikið að umgangast sautján og átján ára unglinga. Ég myndi alltént ekki vilja að mín börn gerðu það. Það er mikill munur á þroskastigi og hætt við að sá sem er fjórtán ára missi tals- vert úr.“ Þetta gerði það að verkum að Einar varð snemma mjög sjálfstæður. Hann fór sextán ára að heiman og fór að sjá fyrir sér sjálfur. „Stundum vann ég, stundum ekki. Ég bjó um tíma hjá bróður mínum sem reyndist mér mjög vel á þessum árum. Ég fór ungur að ferðast mikið og oftar en ekki einn. Síðan fékk ég mér vinnu sem sölumaður, keyrði um landið og seldi sælgæti. Það var mjög þroskandi og skemmtilegur tími. Ég er með veiðidellu og veiðistöngin og byssan voru aldrei langt undan. Ég kynntist mörgu góðu fólki á ferðum mínum og þekki landið mitt mjög vel. Ætli ég hafi ekki keyrt a.m.k. fimmtíu sinnum í kringum Ísland.“ Einar kveðst hafa verið sautján eða átján ára gamall þegar hann ákvað að sættast við fortíðina. En hvenær náði hann settu marki? „Tuttugu árum síðar,“ svarar hann að bragði. „Nánar tiltekið árið 2000. Þá varð al- gjör hugarfarsbreyting hjá mér. Ég mætti Guði mínum – frelsaðist, eins og það er kall- að. Ég fór á kristilega samkomu hjá Kross- inum og það var eins og eldingu lysti niður í höfuð mér. Mér leið eins og ég hefði end- urfæðst.“ Sprikl og hnefasteytingar Einar segir nýja huglæga vídd hafa opnast fyrir sér og honum hafi tekist í eitt skipti fyrir öll að greiða úr þeim farangri sem hann hafði rogast með gegnum lífið. „Hver ertu og hvað ertu? spyr trúað fólk sig reglulega. Svarið er einfalt: Þú ert allt það sem þú fæð- ist með og allt það sem þú hefur upplifað fyrir utan það sem Guð er búinn að lækna.“ Einar segir allar tilraunir sínar til að sætt- ast við sjálfan sig hafa verið „óttalegt sprikl og hnefasteytingar“ þangað til hann hóf að ganga með Guði. „Það hefur leyst nýja hæfi- leika úr læðingi að ganga með Guði. Ég get gert hluti sem ég gat ekki áður. Þroskaferlið mun standa til æviloka en ég hef náð mjög góðum árangri undanfarin níu ár. Ég er hættur að láta skömm vegna lags sem ég söng níu ára gamall stjórna lífi mínu.“ Einar náði árangri á fleiri sviðum. Hann hætti meðal annars að drekka og reykja. „Ég tók tíu ára tímabil í mikilli óreglu, þar af þrjú ár í dagdrykkju. Ég vann allan þenn- an tíma – eins og hægt er í þessu ástandi. Opnaði meira að segja pústverkstæði ásamt félaga mínum árið 1992. Ég var í því með svipuðum árangri og öðru sem ég tók mér fyrir hendur í lífinu. Eftir fyrstu kristilegu Búinn að ná Þú vilt ganga þinn veg, eg vil ganga minn veg, söng hann sem frægt er snemma á áttunda áratugnum. Einar Ólafsson var barnastjarna með allri þeirri athygli og háði sem því getur fylgt. Hlaut m.a. viðurnefnið Einar áttavillti. Hann segir þessa upplifun hafa haft stefnumótandi áhrif á líf sitt og það tók hann hátt í þrjá áratugi að gera upp við fortíðina. Það gerði Einar á endanum með góðum styrk frá Guði og í dag er lífið „bjart og yndislegt“. Frjáls Einar Ólafsson er mikill áhugamaður um gömul mótorhjól. Hér er hann á Hondu 500/four árgerð 1973. Hún er ekin 6 þúsund mílur frá upphafi. Einar keypti þetta hjól í Bandaríkjunum fyrir rúmum tveimur árum og minnir að kaupverðið hafi verið 120 þúsund krónur (gengi dollars á þessum tíma var rúmar 60 kr.) Hann á þrjú önnur hjól, öll frá fyrri hluta áttunda áratugarins. Einar Ólafsson er mikill áhugamaður um ferða- lög og hefur víða drepið niður fæti um dagana. Spurður um áhrifamestu ferðina nefnir hann Rúanda en þangað kom hann árið 2004 þegar tíu ár voru liðin frá borgarastyrjöldinni í land- inu og þeim voðaverkum sem henni fylgdu. Tvö stórveldi eru í miklum metum hjá Einari, annars vegar Kína og hins vegar Bandaríkin. Hann kom fyrst til Kína fyrir tæpum tíu árum. „Því háttaði þannig til að við Rúnar bróðir minn ákváðum að flytja inn flugelda frá Kína. Við höfðum engin áform þegar við lentum en á þessum tíma kostaði ekkert að ferðast um Kína, bara eins og að fara í strætó hér heima.“ Bræðurnir höfðu spurnir af konu sem rekur flugeldaverksmiðju í litlum bæ í Hunan-héraði, þar sem Maó formaður fæddist. Samningar náðust við konuna og hefur tekist mikill vin- skapur með þeim Einari síðan. Hann hefur raunar fært sig upp á skaftið og flytur nú líka inn stál og annað hráefni frá Kína fyrir púst- verkstæði sitt. „Við erum orðnir sjálfum okkur nógir um hráefni og framleiðum jafnóðum í hvert farartæki fyrir sig. Frasinn „það er ekki til hjá Einari“ þekkist ekki.“ Einar sækir Kína heim árlega og blandar iðu- lega saman leik og starfi. Hann velur orðið „æðisgengið“ til að lýsa landinu. „Eins og margir fékk ég vægt kúltúrsjokk þegar ég kom fyrst til Kína en þegar maður er búinn að jafna sig á því er landið æðislegt. Náttúran er stór- brotin, maturinn góður og fólkið yndislegt.“ Talandi um mat viðurkennir Einar að hann viti ekki alltaf hvað hann sé að panta á veit- ingastöðum. „Það hefur bara einu sinni klikk- að að panta út í loftið. Þá fékk ég andasúpu og þegar ég tók lokið af pottinum blöstu ekki bara við mér tugir lítra af súpu, heldur líka heil önd. Ég missti matarlystina. En það kom ekki að sök, þetta kostaði sama og ekkert.“ Einar segir umferðarmenninguna óhefð- bundna í Kína. „Vegirnir eru fínir, alla vega þar sem ég hef komið, en maður getur átt von á óvæntum uppákomum á hraðbrautunum. Einu sinni þegar ég var þar á ferð sá ég að allir bíl- arnir fyrir framan mig sveigðu skyndilega til hægri eða vinstri. Hvað heldurðu að hafi valdið því? Gamall bóndi kom þá lullandi á kornskurð- arvélinni sinni á móti umferðinni. Það kippti sér enginn upp við þetta – nema kannski ég.“ Fékk hjartslátt þegar björninn nálgaðist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.