Morgunblaðið - 07.06.2009, Page 13
samkomuna hætti ég að drekka með það
sama. Ég þurfti ekki á neinni áfengismeðferð
að halda, mig langaði bara ekki lengur að
drekka. Skömmu síðar hætti ég að reykja
með sama hætti. Lífsviljinn og heilbrigðið
urðu óreglunni yfirsterkari.“
Laufin eru græn
Einar seldi pústverkstæðið og tók sér góð-
an tíma til að rækta sjálfan sig. „Ég átti það
inni hjá mér að slaka á og njóta lífsins. Ég
las mikið á þessum tíma og byggði mig upp.
Síðan naut ég þess bara að sjá sólina koma
upp á morgnana og horfa á laufin á trjánum.
Ég var löngu búinn að gleyma því að þau
væru græn.“
Þegar Einar var búinn að taka sér ársfrí
frá vinnu hringdi félagi hans, Elvar Örn
Magnússon. „Hann hafði víst vaknað með þá
flugu í höfðinu að ég ætti að leigja af honum
húsnæði á Smiðjuveginum. Nú? sagði ég
bara. Hvað á ég að gera þar? Við veltum
þessu aðeins fyrir okkur og komumst að
þeirri niðurstöðu að ég ætti að opna púst-
verkstæði. Ég kynni það fag. Eitt leiddi af
öðru og skömmu síðar kom Elvar inn í þetta
með mér. Það samstarf hefur gengið eins og
í sögu enda hugsum við mjög svipað – sem
eru ef til vill engin meðmæli með honum,“
segir Einar og glottir.
Elvar hafði ekki komið nálægt pústkerfum
áður en næmari manni kveðst Einar ekki
hafa starfað með í greininni. „Það leikur allt
í höndunum á honum. Hann hefur ótrúlega
tilfinningu fyrir þessu.“
Dóttirin líka með veiðidellu
Spurður um persónulega hagi upplýsir
Einar að hann sé einhleypur um þessar
mundir. Skildi fyrir nokkrum árum. Hann á
fimmtán ára gamla dóttur, Hrafnhildi, sem
er hjá honum aðra hverja viku. „Hún er ynd-
isleg og ekki spillir fyrir að hún er með
veiðidellu.“
Einar hefur aldrei hætt að syngja. Á efri
unglingsárum var hann í sveitaballa-
hljómsveitum en kveðst ekki hafa fundið sig
sem skyldi í því hlutverki. „Þetta var hvorki
fugl né fiskur.“
Eftir það kom Einar ekki fram um langt
árabil eða þangað til hann gekk til liðs við
gospelhópinn GIG (Gospel Invation Group)
fyrir nokkrum árum. „Við höfum aðallega
séð um lofgjörð í kirkjum. Þetta hefur verið
mjög skemmtilegt. Að vísu er ég í fríi núna
vegna anna í vinnunni en vonast til að taka
upp þráðinn sem fyrst aftur,“ segir Einar
sem leikur einnig á píanó.
Trúin er helsta haldreipi hans í tilverunni í
dag. „Það er ekkert langt síðan ég gerði mér
grein fyrir því að ég þorði ekki að lifa fyrr
en daginn sem ég hætti að vera hræddur við
að deyja. Núna veit ég hvert ég er að fara.
Það er klárlega líf eftir þetta líf. Ég hef allt-
af gert mér grein fyrir tilvist Guðs enda er
það mín skoðun að allir menn fæðist með trú
– sumir velja bara henda henni út. Trúin er
ekki rökrétt og þess vegna fáum við hana í
vöggugjöf. Alveg eins og skynsemina. Áður
en ég fór að ganga með Guði hafði ég aftur á
móti óbeit á trúfélögum. Ruglaði þeim saman
við Guð. Þar sem Jesús gleymist eru alltaf
vandræði.“
Hefur fyrirgefið eineltið
En hvernig skyldi Einar hugsa í dag til
þeirra sem lögðu hann í einelti í æsku. „Ég
hef fyrirgefið þeim,“ segir hann eftir stutta
umhugsun. „Auðvitað hef ég velt því mikið
fyrir mér hvers vegna krakkarnir létu svona
og hef komist að þeirri niðurstöðu að þetta
hafi verið eðlileg óöryggisviðbrögð. Þeim leið
illa sjálfum. Ég veit til dæmis að manneskjan
sem lagði sig einna mest fram um að vera
andstyggileg við mig var aðallega að draga
athyglina frá sjálfri sér og fela það sem var
að gerast heima hjá henni. Óttinn við að vera
afhjúpaður getur náð töluverðum hæðum.“
Líf Einars Ólafssonar hefur verið við-
burðaríkt og um margt óvenjulegt. Í dag lít-
ur hann sáttur yfir farinn veg. „Ég hef gert
mistök gegnum tíðina. En skaði maður eng-
an og læri af mistökunum eru þau bara hluti
af þroskaferlinu. Ég breyttist ekki í fullkom-
inn einstakling þegar ég mætti Guði en ég er
skárri í dag en ég var í gær. Það má hins
vegar bæta miklu við.“
Hann er bjartsýnn á framtíðina. „Lífið er
bjart og yndislegt. Og fullt af tækifærum. Ef
þú horfir í augun á mér sérðu að ég meina
það.“
áttum
Einar heimsækir Bandaríkin líka reglulega
og hefur tekið sérstöku ástfóstri við Alaska.
„Það byrjaði þannig að ég kynntist manni
frá Alaska sem er með blæðandi veiðidellu.
Hann var hér á ferð fyrir um tíu árum og lík-
lega hefur einhver bent honum á að ég væri
með lausa skrúfu eins og hann.“
Í framhaldi af því hélt Einar sem leið lá til
Alaska og féll kylliflatur fyrir stórbrotinni nátt-
úrunni sem hann segir sambland af Bandaríkj-
unum og Íslandi. „Síðan er andrúmsloftið svo
afslappað þarna. Það bregður ekki nokkrum
manni þótt bangsi róti í ruslatunnunni hjá hon-
um. Elgir eru líka víða á vappi.“
Sjálfur komst Einar einu sinni í návígi við
björn. Þá var hann að veiða lax ásamt leiðsögu-
manni sem heitir því ágæta nafni Olafur – með
sérstakri áherslu á effið. „Allt í einu gerðum
við okkur grein fyrir því að björn stefndi hrað-
byri á okkur. Olafur var alveg pollrólegur en
lagði til að við hörfuðum í rólegheitunum. Allt-
af nálgaðist samt björninn og ég viðurkenni að
ég var kominn með hjartslátt. Olafur fullviss-
aði mig hins vegar um að ég þyrfti ekki að hafa
áhyggjur, björninn myndi beygja af leið þegar
hann væri kominn í 20 metra fjarlægð. Það
stóðst. Hann var bara að setja okkur mörk.“
Einar hefur hvergi séð aðra eins laxagengd
og í Alaska. „Það er meiri lax í ánum þarna en í
laxeldisstöð. Ég hef séð menn standa úti í
miðri á og moka laxi á land með háfinn einan
að vopni. Það er ótrúleg sjón.“
Einar hefur kynnst mörgu góðu fólki í
Alaska, þar á meðal eldri íslenskri konu. „Það
var undarleg tilviljun. Við Gunnar Þorsteinsson
í Krossinum vorum staddir á McDonald’s-stað í
litlum bæ þegar ungur maður gaf sig á tal við
okkur og spurði hvaðan við værum. Við tjáðum
honum það og hann rak upp stór augu: „Amma
er líka þaðan.“ Í ljós kom að hún bjó þar rétt
hjá og við drifum okkur strax til hennar. „Býr
Íslendingur hér?“ spurði Gunnar hátt og
snjallt þegar dyrnar opnuðust. Gamla konan
kom hlaupandi á móti okkur og beygði hrein-
lega af. Svo glöð var hún að sjá Íslendinga.“
Laghentur Einar á pústverkstæðinu sínu. Frasinn „það er ekki til hjá Einari“ þekkist ekki.
13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009