Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 14
Það vakti mikla athygli er Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráð-herra Frakklands, gagnrýndi François Mitterand harðlega í árs-lok 1998, tæpum þremur árum eftir fráfall Mitterands, en það hefur varla komið mörgum á óvart. „Það sem ég átti erfiðast með að sætta mig við varðandi Mitterrand var að hann var ekki heiðarlegur maður,“ sagði hann meðal annars. Lengi var hörð barátta milli François Mitterand Frakklandsforseta og Michels Rocard um völdin í franska sósíalistaflokknum. Rocard bauð sig tvisvar fram til forseta, 1981 og 1988, en í bæði skiptin hafði Mitterand sigur. Átökin þeirra á milli áttu þó lengri aðdraganda, en þeir tókust fyrst á innan herbúða sósíalista á sjöunda áratugn- um. Michel Rocard fæddist 23. ágúst árið 1930. Hann er yfirvegaður og rökfastur og hefur yfirleitt notið vin- sælda meðal almennings, þótt hann félli ekki í kram- ið hjá flokksforystunni. Svo fór að hann varð ekki sniðgenginn sem forsætisráðherra árið 1988. En hann sagði af sér árið 1991 þegar hann lenti í mikl- um mótbyr og rifjaði upp síðar að Mitterand hefði lagt hart að sér að hætta. Sagði Rocard að líklega væru engin dæmi um stirðara samband milli for- seta og forsætisráðherra í franskri stjórn- málasögu. En Rocard var ekki dauður úr öllum æðum og varð leiðtogi franska Sósíalistaflokksins eftir hallarbyltingu árið 1993. Honum var ýtt til hliðar ári síðar eftir að flokkurinn hafði beðið afhroð í kosningum til Evr- ópuþingsins og enn voru það stuðn- ingsmenn Mitterands sem áttu stærstan þátt í að bola honum í burtu. Rocard náði hinsvegar kjöri til Evrópuþingsins, hefur setið þar síðan og átt stóran þátt í að fá lög- gjöf samþykkta um stytt- ingu vinnutímans. Hann heldur því fram að sú aðgerð hafi fjölgað störfum og dregið úr at- vinnuleysi. Þ egar „háttsettir embætt- ismenn“ hitta fjölmiðla á vegum franska utanrík- isráðuneytisins eru fund- irnir haldnir í íburð- armiklum sölum móttökuhallarinnar, sem í daglegu tali er nefnd Quai d’Orsay eftir götunni sem hún stend- ur við. Þennan dag er það Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra og for- maður franska Sósíalistaflokksins, sem hittir íslenska fjölmiðlamenn í salnum sem kenndur er við Napóleón þriðja. Rocard var nýlega skipaður sendi- herra Frakka gagnvart heimsskaut- unum, en framundan eru krefjandi viðræður um framtíð norðurskauts- ins. „Það er mikið í húfi,“ segir hann. „Ný hafsvæði eru að opnast vegna hlýnunar jarðar og þar getur skapast veruleg togstreita milli þjóða, meðal annars út frá skiptingu hafsvæðisins, fiskveiðum og öryggismálum.“ Það er mikilvægt að líta á hætt- urnar sem skapast við þessa þróun út frá hinu stóra samhengi, að sögn Roc- ards. „Framtíð norðurskautsins varð- ar allt mannkyn, enda er talið að 25- 30% af gas- og olíuauðlindum heims- ins liggi undir ísnum. Ef þær orkulindir yrðu nýttar, þá gæti það magnað verulega gróðurhúsaáhrifin, og það er eitt af því sem margir vís- indamenn óttast.“ Rocard segir að ekki þurfi að orð- lengja, hversu mikilvægt það er fyrir fiskveiðiþjóðirnar, að sett verði aflahámark til þess að koma í veg fyr- ir ofveiði og eins að öryggis verði gætt til hins ýtrasta. Drottningin og forsetinn Ástæðan fyrir því að Rocard var fenginn til verksins er að hann hafði sem forsætisráðherra frumkvæði að því, ásamt Robert Hawke, forsætis- ráðherra Ástralíu, að nýir samningar náðust um umhverfisvernd Suð- urskautslandsins, sem undirritaðir voru árið 1991, og kváðu á um að það yrði helgað friði og vísindum í hálfa öld. Með því var tryggt að auðlindir þar mætti eingöngu nýta í vísinda- legum tilgangi og að skylt væri að fara með allar mannanna gjörðir í umhverfismat, þar með talið á sviði ferðaþjónustu. Svo mikill áfangi var þessi samn- ingur, að talað hefur verið um að nota þá umgjörð ef til þess komi að skipta upp tunglinu, að sögn Rocards. „Það var mikill áfangi að Suð- urskautslandinu skyldi ekki vera skipt með landamærum eða girð- ingum. Það hjálpaði til í þeirri bar- áttu að sjávarlíffræðingurinn Jac- ques-Yves Cousteau lagði málstaðnum lið. Það auðveldaði mér að afla fylgismanna í senatinu og styrkti stöðu mína gagnvart [Mitter- and], forseta Frakklands.“ Hann stenst ekki mátið að skjóta á Reuters Hlýnun jarðar Ógnir og tækifæri fylgja hlýnun jarðar. Rostungur hefur hreiðrað um sig á ísjaka, en gæfan virðist þó ætla að verða fallvölt. Ísbrjótur Grænfriðunga, Arctic Sunrise, er í baksýn. Frakkar hafa komið sér upp „sendiherra“ fyrir heimsskautin, þrátt fyrir að nyrsti hluti Frakk- lands sé 1.500 kílómetrum frá heimskautsbaugn- um. Pétur Blöndal hitti að máli Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka, og kafaði ofan í togstreituna sem framundan er um hlutdeild í haf- svæðum sem opnast vegna hlýnunar jarðar. Tekist á um framtíð norðurskautsins Sendiherrann Michel Rocard segir framtíð Norðurskautsins varða heimsbyggðina alla. 14 Umhverfismál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 MICHEL ROCARD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.