Morgunblaðið - 07.06.2009, Page 18

Morgunblaðið - 07.06.2009, Page 18
18 Afmæli MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 Andrés Önd er heldurgrunnhyggin önd og af-skaplega skapbráð.Hann virðist ekkert róast með aldrinum, þótt hann telj- ist orðinn 75 ára. Afmæli hans er miðað við 9. júní 1934, þegar fyrsta teiknimyndin með honum í aðal- hlutverki var sýnd, myndin The Wise Little Hen, eða Litla, vitra hænan. Í henni var Andrés í hlut- verki heldur latrar andar, sem reyndi að koma sér undan verk- efnum, allt þar til vitra hænan kenndi honum gildi vinnu. Tíu árum síðar, í kvikmyndinni The Three Caballeros (Kúrekarnir þrír), var sagt að Andrés hefði fæðst „föstudaginn þrettánda“, en það skens vísaði fyrst og fremst í óheppni steggsins, en ekki réttan fæðingardag. Enn síðar var hann sagður eiga afmæli 13. mars og sú dagsetning vafalaust einnig valin með tilliti til lánleysis andarinnar. Kvakið fyrst, öndin svo Andrés hefur ávallt talað heldur ógreinilega, sem engan þarf að undra, enda er hann önd. Nær óskiljanlegt kvakið í honum samt líkar öllum vel við Drésa. Clarence Nash kvakaði rödd Andrésar næstu áratugina, en þjálfaði svo arftaka sinn, Tony An- selmo, sem tók við 1985. Um allan heim starfa raddsetjarar, sem kvaka fyrir Andrés, hver á sínu tungumáli. Buxnalaus, nema í sundi Í fyrstu var Andrés spengilegri og smáfættari en hann er nú, en með auknum þroska hefur botninn breikkað og sundfitin breitt úr sér. Hann er þó enn í matr- ósaskyrtu og með sjóliða- húfu í stíl, gengur líka ávallt með slaufu, en er buxnalaus. Nema þegar hann fær sér sundsprett, þá fer hann úr skyrtunni og í sundbuxur! Buxnaleysi Andrésar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Aðrir kippa sér ekkert upp við að önd skuli ekki ganga í buxum og telja önnur vandamál mun brýnni í heim- inum. Að sama skapi láta sumir fara í taugarnar á sér að Andrés ali upp þríburana, frændur sína. Það á sér hins vegar sína eðlilegu skýringu. Systir Andrésar, Della, er móðir andarunganna og sendi þá til Drésa eftir að faðir þeirra lenti á spítala. Pörupiltarnir, eða pöruandarung- arnir, sprengdu kínverja undir stól föður síns og hann er greinilega és svo sannarlega sótt í sig veðrið. Hann getur verið óþolandi uppal- andi Ripp, Rapp og Rupp, vonlaus kærasti Andrésínu, hörmulegur ná- granni Jónasar og enn verri starfs- maður, hvort sem það er hjá Jóa- kim frænda eða vandalausum. En hefur þó fremur aukið vinsældir hans en hitt. Í tilviki Andrésar fæddist röddin á undan steggnum. Skapari hans, Walt Disney, heyrði raddsetjarann Clarence Nash lesa upp ljóð með andakvakinu sínu og ákvað að teikna önd. Sú önd átti ekki að vera ljúf og góð, eins og Mikki mús var þá orðinn, held- ur varð að hafa ýmsa skap- gerðarbresti. Þar hefur Andr- enn að jafna sig. Andrés hefur upplifað margt á langri ævi. Hann lék til dæmis í áróðursmyndum í síðari heims- styrjöldinni. Í myndinni Der Fue- hrer’s Face (andlit Foringjans) fékk hann taugaáfall í vopnaverk- smiðjunni í Nutzi-landi (Þýskalandi nazismans) þar sem hann varð í sí- fellu að heilsa að nasistasið þegar andliti Hitlers brá fyrir. Í lok myndarinnar kom í ljós að allt var þetta vondur draumur. Vinsæll á Norðurlöndum Andrés Önd nýtur mikilla vin- sælda á meðal Norðurlandaþjóða og er þar vinsælasta persóna Disn- ey-fjölskyldunnar. Í Noregi – þar sem fyrsta Andrésar Andar Syrpan var gefin út árið 1968 – eru seldar rúmlega 4 milljónir af Syrpum ár- lega, sem gerir hana að vinsælustu myndasögubókum á Norðurlöndum og slær þá jafnvel út metsölubækur á borð við Söguna um Ísfólkið, Morgan Kane og Harry Potter. Í Finnlandi hefur vikublaðið Andrés Önd 1,3 milljónir lesenda, sem jafn- gildir því að 25% þjóðarinnar séu í tengslum við Andrés. Á hverju ári frá 1959 hefur jóla- þáttur Disney „From All of Us to All of You“ verið sýndur í sjónvarpi í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, og er órjúfanlegur þátt- ur af jólahaldi margra fjölskyldna. rsv@mbl.is Söngleikurinn Grease verðurfrumsýndur í Loftkast-alanum á föstudag. Hannhefur áður verið sýndur hér á landi, en í dag eru rétt 37 ár frá því að hann var fyrst sýndur á Broad- way í New York. Þá var Barry Bost- wick í hlutverki töffarans Danny Zuko. Hann öðlaðist þó meiri frægð sem Brad í söngleiknum Rocky Hor- ror Picture Show árið 1975 og síðar sem borgarstjórinn í sjónvarpsþátt- unum Spin City, þar sem Michael J. Fox lék aðstoðarmann hans. Í fyrstu uppfærslu söngleiksins í London ár- ið 1973 lék hinn óþekkti Richard Gere aðalhlutverkið, en hann hafði verið forfallaleikari í uppfærslunni í New York. Söngleikurinn hét upphaflega Grease Lightning og var settur á svið í Chicago árið 1971. Þar vakti hann athygli leikhúsmanna frá New York, sem gerðu ýmsar endurbætur og settu hann á svið þar í borg í febr- úar 1972. Hann fékk frábærar við- tökur og framleiðendurnir fluttu hann hið snarasta í Broadhurst- leikhúsið á Broadway. Eftir fimm mánuði í Broadhurst var söngleikurinn fluttur í Royal- leikhúsið á Broadway og þar voru sýningar í rúm sjö ár. Loks var Maj- estic-leikhúsið lagt undir og þar voru síðustu sýningar, af hvorki fleiri né færri en 3.388. Jafn vinsæll söngleikur hlaut að verða kvikmyndaður. John Travolta og Olivia Newton-John gerðu þau Danny og Sandy ódauðleg í mynd- inni frá 1978. Og enn er söngleikurinn settur á svið um allan heim. Í maí 1994 hóf- ust aftur sýningar á Broadway í New York og urðu alls 1.505 talsins. Þar stigu margar stjörnur á svið, til dæmis léku þær Brooke Shields og Rosie O’Donnell hlutverk hinnar frökku Rizzo. Leikhópurinn ferðað- ist um Bandaríkin í nokkur ár og þar sáust á sviði m.a. Debbie Gibson, fé- lagarnir Mickey Dolenz og Davy Jones úr The Monkeys, Mackenzie Phillips og Jasmine Guy, sem áður var þekktust fyrir að leika hina of- ursnobbuðu Whitley Gilbert í sjón- varpsþáttunum A Different World. Fjölmargir aðrir leikarar hafa glímt við hlutverk í Grease. Patrick Swayze og Treat Williams voru einu sinni Danny og Linda Blair, sem enn er þekktust fyrir hlutverk sitt í Sær- ingamanninum (The Exorcist) lék eitt sinn Rizzo. Á þessum degi 7. JÚNÍ 1972 GREASE Á BROADWAY Töffarar Söngleikurinn um bandarísku unglingana hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Frægust Aðalleik- arar kvikmyndar- innar eru án efa frægasta Grease- parið. Fyrsta Andrésblaðið á íslensku kom út fyrir 25 árum. Þar voru Danir að verki, þeir sömu og gáfu út Andrés á dönsku. Á Íslandi höfðu sumir áhyggjur af dönskuþekkingu landans því áratugum saman höfðu Íslend- ingar haldið dönskukunnáttu sinni við með lestri á Andrési og félögum. Árið 1991 fékk bókaforlagið Vaka- Helgafell rétt til þess að gefa út blöð- in um Andrés og félaga í samvinnu við danska forlagið. Það má því segja að Andrés hafi flutt til Íslands 5. ágúst 1991. Myndasögublaðið um þá félagana kemur nú út vikulega.. Árið 1984 hlotnaðist Andrési einn mesti heiður sem hlotnast persónum í kvikmyndaiðnaðinum. Þá skildi hann eftir fótspor sín í blautri steypu við hið heimsfræga Chinese Theatre í Hollywood. Sá heiður fellur sjaldan ómennskum stjörnum í hlut. Fyrsti varningurinn sem tengdist Andrési Önd var settur á markað á fjórða áratugnum. Þar mátti meðal annars finna dúkkur, kökukrúsir, lampa, brauð og appelsínusafa, svo eitthvað sé nefnt. Myndasögublöð og -bækur um þennan skapvonda stegg hafa verið þýddar, lesnar, prentaðar og endur- prentaðar í milljónum eintaka um heim allan. Skapstyggi steggurinn 75 ára  Martröð Andr- és í vopnaverk- smiðjunni, óskaplega pirr- aður á Foringj- anum. Buxur! Andrés á leið í sund, en annars klæðist hann aldrei öðru en skyrtu. Kátur Andrés Önd gleður börn og full- orðna um all- an heim. Hvernig segirðu gisp! á íslensku? Námsbrautir til stúdentsprófs: félagsfræðibraut málabraut náttúrufræðibraut viðskipta- og hagfræðibraut viðbótarnám til stúdentsprófs Starfsnám Heilbrigðisskólans: heilsunuddarabraut heilbrigðisritarabraut lyfjatæknabraut læknaritarabraut sjúkraliðabraut brúarnám á sjúkraliðabraut tanntæknabraut Almenn námsbraut Skólameistari Innritun fyrir haustönn 2009 Eftirtaldar námsbrautir eru í boði: Innritun fyrir haustönn 2009 stendur nú yfir. Umsóknar- frestur er til 11. júní. Rafræn innritun fer í gegnum www.menntagatt.is. Umsóknareyðublöð fást á skrif- stofu skólans sem er opin 8.00-15.00 eða á heimasíðu skólans, www.fa.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.