Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 20
20 Flóttamenn
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
Meirapróf
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737
Næsta námskeið byrjar 10. júní 2009
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur
sigridurv@mbl.is
H
vernig er að búa í tjaldi
í eyðimörk um hásum-
ar og komast hvergi í
skjól undan brennandi
sólinni?
Hitinn er lamandi, ætlar alla að
kæfa, hér er engan skugga að fá.
Ljósgulur sandurinn er eins og gló-
andi kol en inni í tjaldinu er enn
heitara, nærri 50°C. Sól er hátt á
lofti en á samt enn eftir að rísa
hærra. Getur ekkert skyggt á hana?
Kannski að sandstormur geti
dregið ský fyrir sólu. Hann veitir þó
ekki mikið skjól heldur – fínn sand-
urinn fyllir öll vit, smýgur inn í
tjöldin, inn undir fötin, ofan í lung-
un, kæfir þá sem húka inni í þunn-
um tjöldum með slæðu fyrir vit-
unum. Og bíða. Bíða eftir að
storminn lægi, bíða eftir að komast í
burtu úr einskismannslandinu. Ein-
hver hlýtur að heyra um neyð
þeirra og láta sig hana varða.
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna hefur þegar allt kemur til
alls ítrekað varað við lífsskilyrðum í
Al Waleed. Þetta eru ómann-
eskjulegar aðstæður, svæði sem
engan veginn er fallið til búsetu.
Ískaldar nætur
En kannski eru viðbrögðin við
neyðinni lítil sem engin. Sandurinn í
stundaglasinu rennur hljóðlega nið-
ur, rennur saman við sandstorma,
vikur verða að mánuðum og mán-
uðir að árum. Steikjandi sumarhitar
víkja fyrir nístandi vetrarkuldum.
Þá skjálfa tjaldbúarnir í eyðimörk-
inni og skríða undir teppi, en það er
sama hversu teppin eru mörg, þeim
hitnar ekki.
Næturnar eru verstar. Ísköld
nóttin er óralöng og virðist aldrei
ætla að víkja fyrir morgunbirtunni.
Endalaus skjálftinn þreytir en það
er of kalt til að ná að festa blund.
Einn veturinn snjóar meira að segja
í Al Waleed og tjöldin falla saman
undan snjóþunganum. Kuldinn nær
inn að beini og börn með bláar varir
velta fyrir sér hvort fólki geti í al-
vörunni orðið kalt á beinunum.
Hvort er betra að kafna úr hita eða
frjósa úr kulda?
Til Akraness
Einu sinni í mánuði kemur starfs-
fólk Flóttamannastofnunar Samein-
uðu þjóðanna í eyðimerkurbúðirnar.
Einstaka sinnum eru sendinefndir
frá öðrum löndum með þeim – einn
daginn frá Íslandi. Þeim Línu,
Aydu, Manal, Fatin, Narjis, Saws-
an, Abeer og Wafa er boðið að flytja
á Akranes ásamt börnum sínum.
Börnin eiga kost á framtíð, í Al Wa-
leed er engin framtíð.
En sendinefndirnar eru fáar.
Áhugi stórþjóðanna ekki nægur,
pólitískur vilji ekki til staðar. Börn-
unum með bláu varirnar er hins
vegar sama um allt heimsins skrif-
ræði eða skrýtnar útskýringar á því
af hverju þau eiga ekkert heimaland
– þau vilja bara komast í burtu.
Í Al Waleed eru ekki sinni millj-
ónir af fólki. Í tjöldunum hírast rétt
um 1500 manns. Væri viljinn til
staðar mætti leysa búðirnar upp
strax á morgun. Ef Ísland með sína
300.000 íbúa gat tekið 29 manna
hóp, hvað ættu Bandaríkin þá að
geta tekið marga? Bretland? Þýska-
land? Ástralía? Spánn? Einhver?
Heyrir einhver í mér af þeim sem
réðust á Írak?
Sá sem hírst hefur í tjaldi í eyði-
mörk í þrjú ár getur ekki annað en
spurt sig. Öskrað sig hásan. Verst
að það heyrist ekki út úr sandflæm-
inu.
Sprengingar og mannshvörf
Rowaydu Falah grunaði ekki að
hún myndi eignast sitt fyrsta barn
búandi í tjaldi. Hún er systir hennar
Línu sem flutti á Skaga. Lína er 29
ára gömul og Rowayda 26 ára.
Reyndar grunaði þær systur
heldur ekki að þær ættu eftir að
upplifa sjálfsmorðssprengingar og
mannshvörf. Hvað þá að þær
myndu neyðast til að segja skilið við
lífið í borginni og enda í tjaldi í eyði-
mörk – eða að önnur færi alla leið til
Íslands.
Í Bagdad áttu þær heimili – fal-
legar stofur með fallegum munum,
hús með þaki og þykkum veggjum.
Í borginni fóru börnin í skóla, for-
eldrar í vinnu; á helgum voru ætt-
ingjar heimsóttir, kannski skroppið
í skemmtigarð. Lífið gekk sinn
vanagang og líf í þunnu tjaldi var
Strand í sandi
Hvar finnurðu steikjandi sumarhita, reglubundna
sandstorma og eyðimörk með snákum og sporð-
drekum? Bættu svo við þunnum tjöldum og
ískulda á vetrum – og þú gætir verið í Al Waleed-
flóttamannabúðunum í Írak. Flóttafólkið sem flutti
á Akranes síðastliðið haust kom frá Al Waleed.
Eyðimörk Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ítekað varað við lífsskilyrðum í Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak þaðan sem flóttafólkið á Akranesi kom síðastliðið haust.
Morgunblaðið/Sigríður Víðis
Ættingjar Systir og systurdóttir Wafa Nabil sem flutti á Akranes.
-Hvernig stendur á því að fólkið
er Palestínumenn en samt frá
Írak?
Flóttafólkið í Al Waleed – og hóp-
urinn sem endaði á Akranesi – eru
Palestínu-Írakar. Þau eru fædd og
uppalin í Írak en eru annarrar,
þriðju og fjórðu kynslóðar palest-
ínskir flóttamenn.
-Af hverju endaði fólkið í Írak?
Fyrstu Palestínumennirnir í Írak
komu þangað eftir að hafa flúið
borgina Haifa þegar Ísraelsríki var
stofnað árið 1948. Haifa sem áður
hafði tilheyrt Palestínu varð nú
hluti af Ísrael. Palestínumenn sem
bjuggu á svæðinu dreifðust víðs-
vegar og um 5.000 þeirra enduðu
í Írak. Flestir töldu að þeir yrðu í
Írak einungis stutta stund – þeir
hlytu að endurheimta aftur heimili
sín í Haifa. Síðan liðu sextíu ár og
Palestínumennirnir og afkom-
endur þeirra eru enn í Írak.
-Hvernig var Palestínumönnum
tekið í Írak?
Palestínska flóttafólkið fékk nið-
urgreidda húsaleigu og aðgang að
ýmsum opinberum störfum.
Saddam Hussein hélt vernd-
arhendi yfir því. Ósáttir Írakar
dirfðust ekki að setja sig upp á
móti því sem þeir sáu sem sérrétt-
indi palestínsku flóttamannanna.
Flóttafólkið fékk á hinn bóginn
ekki ríkisborgararétt í Írak og hafði
því hvorki ríkisborgararétt í Írak né
í Palestínu.
-Af hverju hófust síðar ofsóknir
gegn þeim í Írak?
Daginn eftir að Saddam-stjórnin
féll – í apríl 2003 – var mörgum
Palestínumönnum gert að yfirgefa
húsnæði sitt. Í lögleysunni og ring-
ulreiðinni sem jókst síðan jafnt og
þétt hófust skipulegar ofsóknir
öfgahópa sjíta-múslíma gegn Pal-
estínumönnum – þeir skyldu burt
úr Írak. Sjítum hafði lengi verið
haldið niðri af Saddam Hussein og
sumir þeirra horft löngunaraugum
á hlutskipti palestínska flóttafólks-
ins.
Ný ríkisstjórn Íraks breytti lög-
unum um Palestínumenn þannig
að nú þurfa þeir að endurnýja
landvistarleyfi sitt á tveggja mán-
aða fresti, þótt þeir hafi búið í Írak
alla sína ævi. Ferlið er ógagnsætt
og getur tekið marga daga.
Vegabréfslausir og ríkisfangslausir
hafa flóttamennirnir ekki getað
komið sér yfir landamærin og í
burtu. Margir enduðu því úti í eyði-
mörkinni nálægt landamærum
Sýrlands og Jórdaníu þangað sem
þeir sóttu frið fyrir ofsóknunum.
S&S