Morgunblaðið - 07.06.2009, Síða 25
Leitað er eftir þátttakendum í klíníska rannsókn á nýju rannsóknarlyfi
Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga öryggi og verkun mismunandi skammta rannsóknarlyfsins
við meðhöndlun á þrálátum háþrýstingi, samanborið við lyfleysu og virkt, markaðssett lyf.
Aðalrannsakandi er Karl Andersen, sérfræðingur í lyflækningum og hjartalækningum. Rannsóknin fer
fram á Rannsóknarsetri Íslenskra lyfjarannsókna ehf. - Encode, Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík.
Hverjir geta tekið þátt?
· Konur og karlar á aldrinum 18-75 ára með þrálátan háþrýsting (efri mörk =140 mmHg
og <180 mmHg).
· Einstaklingar á stöðugri þriggja lyfja meðferð við háþrýstingi sem eru þrátt fyrir það
með of háan blóðþrýsting. Lyfjameðferðin má vera flóknari, þ.e. fleiri en þrjú lyf
notuð, en eitt lyfjanna skal þó vera þvagræsilyf.
Hvað felur rannsóknin í sér?
Þátttaka varir í allt að 14 vikur og gert er ráð fyrir um 13 heimsóknum á rannsóknarsetur á tímabilinu.
Heimsóknirnar taka u.þ.b. 1 til 4 klst. Gerðar verða blóðþrýstingsmælingar, bæði á rannsóknarsetri
og með notkun blóðþrýstingsvaktara yfir sólarhring. Blóðsýni verða tekin í flestum heimsóknum.
Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum
og ófyrirséðum. Ekki er hægt að tryggja að þátttakendur fái tímabundinn bata en niðurstöður
rannsóknarinnar geta leitt til framfara í meðferð sjúkdómsins.
Greitt verður fyrir þátttöku og rannsóknareftirlit verður þátttakendum að kostnaðarlausu.
Frekari upplýsingar
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast hafðu samband við hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar
í síma 510 9911 milli kl. 8 og 16 eða með því að senda tölvupóst á clinic@encode.is.
Tekið skal fram að einstaklingar sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka
þátt í rannsókninni. Ákveði þeir að taka þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er,
án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni.
Rannsóknin hefur fengið leyfi Lyfjastofnunar, Vísindasiðanefndar og Persónuverndar.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
Það er vissulega mikið að gera allan
daginn en fólk fer heim klukkan
fimm eða sex. Í Berlín kynntist ég 14
tíma dögum með óborgaðri yf-
irvinnu. Ég velti fyrir mér hvenær í
ósköpunum ég gæti hitt vini mína
eða ætti að njóta þess að vera í Berl-
ín.“
En finnst henni Íslendingar þá
ekki eins stressaðir og þeir telja sig
sjálfir vera? „Mér finnst Íslendingar
mjög óstressaðir. Þeir eru kannski
stressaðir milli níu og fimm en það
góða við að vera hér er að þú veist að
þetta reddast allt á endanum. Ég
varð miklu stressaðari í Þýskalandi
og vissi að margir hlutir myndu ekki
reddast. Hér er fólk opið fyrir því að
redda og hjálpa til og finnst það ekk-
ert mál.“
Nicole finnst Íslendingar sumsé
ekkert sérstaklega stressaðir en þá
víkur hugurinn að annarri mýtu um
landann, að það sé svo erfitt að kynn-
ast fólki hér.
Almenningssamgöngur erfiðar
„Það er erfitt því Íslendingar eru
frekar lokaðir og erfitt að komast
inn í hóp. Ég er að vinna í því að
stofna minn eigin saumklúbb og það
gengur bara ágætlega! Ég á marga
góða vini en samskiptin eru samt
öðruvísi en í Þýskalandi. Ef þú ert
útlendingur án fjölskyldu og æsku-
vina er þetta erfitt og gæti verið ein-
manalegt. Ég vildi að ég gæti sagt að
þetta væri ekki satt en þetta er því
miður rétt. En maður þekkir hins
vegar alla ef maður labbar Lauga-
veginn! Ég neita því ekki en það er
kannski meira á yfirborðinu.“
Nicole hefur kynnst mörgum hlið-
um landsins og landans sem henni
líkar vel við en eitt sem fellur henni
ekki eins vel í geð er almennings-
samgöngurnar. „Þær geta verið
hræðilegar. Ég bjó í Grafarholtinu
og var þá tvo og hálfan til þrjá tíma á
leiðinni í vinnuna hér í 66° Norður.
Ég þurfti að skipta tvisvar og leggja
af stað klukkan sjö til að vera
kannski komin hálftíu, ef ég hefði
ekki misst af einhverri tengingu,“
segir hún en það segir sig sjálft að
við þetta ástand var ekki hægt að
búa og er Nicole nú flutt í Vesturbæ
Reykjavíkur. „Ég er fegin að vera
flutt, núna er ég 45 mínútur á leið-
inni og skipti einu sinni. Allt annað
líf. Ég var á bíl í fyrra og það er
vissulega meira frelsi sem fylgir því
þegar almenningssamgöngurnar eru
svona.“
Fjölbreytilegt starf
Nicole hefur tileinkað sér ákveðna
fjölbreytni í vinnu sinni sem graf-
ískur hönnuður eins og sjá má á vef
hennar, nicolenicolaus.com. „Mér
finnst gott að geta verið fjölbreytt,
geta prófað ýmislegt í stað þess að
festast í einum stíl. Auðvitað hefur
maður vissan stíl en ég er ekki alltaf
með sama teikningastílinn. Mér
finnst gaman að nálgast verkefni frá
mismunandi sjónarhornum og prófa
nýjar leiðir. Ég held að með þessu
hafi ég meira upp á að bjóða og fái
fleiri verkefni,“ segir Nicole, sem sér
ekki eftir starfsvalinu. „Ég elska
starfið mitt mjög mikið, það er svo
fjölbreytt og skapandi. Það er mjög
skemmtilegt. Ég held ég hafi ekki
séð eftir þessu einu sinni. Það er allt-
af gaman að prófa eitthvað nýtt og
láta reyna á hvar mörkin manns
liggja.“
Morgunblaðið/Ómar
Barnafatalínan Föt úr línunni ÍSlendingar sem unnin var fyrir Hagkaup,
ásamt litríkum blöðrum og litabók með karakterunum.
EITT af verkefnum Nicole er
barnafatalína fyrir Hagkaup, sem
hún vann með vinkonu sinni, fata-
hönnuðinum Elmu Backman. Línan,
sem ber nafnið ÍSlendingar, var
gerð í kjölfar þess að þær unnu
hönnunarkeppni Hagkaups 2008
fyrir barnafatalínu og er hún ný-
komin í verslanir. Línan er skreytt
ÍSlendingum, skrautlegum karakt-
erum, sem bera nöfn eins og Álfadís
og Rokkís, og líkjast ísi í formi.
„Hugmyndin kom, eins og það er
oftast, þegar maður býst alls ekki
við því. Ég var í Washington en við
hjá Fíton fórum í árshátíðarferð
þangað. Ég byrjaði að teikna á fundi
en það var mjög heitt úti og mér
datt í hug að gera persónur úr ís. Ég
geymdi teikningarnar í skissubók-
inni minni, fannst þetta skemmtileg
hugmynd en gerði ekkert meira við
hana þá.“
Það breyttist þegar hún lenti í
árekstri í fyrra og vantaði 200.000
krónur í viðgerðarkostnað. „Þá aug-
lýsti Hagkaup hönnunarsamkeppni
og þar voru 200.000 krónur í verð-
laun. Þá fór ég í skissubókina og
velti fyrir mér hvort ég ætti eitthvað
sem ég gæti notað,“ segir Nicole,
sem endurnýjaði kynnin við ÍS-
fólkið og vann hugmyndina frekar.
„Fötin eru nýkomin í búðir og mér
skilst að viðtökurnar hafi verið góð-
ar. Ég hef aldrei unnið svona langt
verkefni áður en þetta tók alveg
heilt ár og heilmikið ferli að baki.
Það er mjög gaman að geta loksins
sýnt fólki þetta,“ segir hún, en fata-
línan ÍSlendingar samanstendur
m.a. af hettupeysum, buffum, legg-
ings, nærfötum og bolum og fæst
bæði sérstök stráka- og stelpulína.
„Ég skapaði karaktera sem ég
ímyndaði mér að krakkar á aldrinum
2-7 ára hefðu áhuga á,“ segir hún en
fötin koma í stærðum 92-122 cm.
Borða ís í hvaða veðri sem er
Ísinn er bæði notaður lítill í
mynstri og stór á sumum flíkunum.
„Svo gerðum við líka blöðrur og lita-
bók þar sem karakterunum er lýst.“
Hún segir línuna „snúast ekki síst
um hvað Íslendingar eru skemmti-
legir og jákvæðir, því þeir borða ís í
hvaða veðri sem er, það skiptir ekki
máli hvort það er sól, snjór eða rign-
ing! Íslendingar borða alltaf ís. Í
Þýskalandi borðar maður bara ís á
sumrin. Ég fór um daginn í ísbúðina
við Hagamel og það var biðröð út úr
dyrum. Þessir Íslendingar, hugsaði
ég með mér, þeir eru alltaf að fá sér
ís.“
ÍS-fólkið lifnar við
KRINGLUNNI // SMÁRALIND // KEFLAVÍK
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
VÖRUM AÐEINS Í DAG
SUPER SUNNUDAGUR
20%
Í BLEND