Morgunblaðið - 07.06.2009, Page 28
28 Tengsl
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Margrét „Mamma er byltingarforinginn okk-
ar, gáfaðasta kona sem ég þekki, og við
systkinin lærðum að lesa í bananabílnum hjá
pabba, blíðasta pabba í bænum. Guðrún syst-
ir er hins vegar pólstjarnan í lífi mínu. Hún
var fyrst systkina minna til þess að eignast
barn og ég var strax mikið með henni og
Tomma, manni hennar. Ég veit ekki hvort
Sóley, elsta dóttir þeirra, er dóttir mín, systir
mín eða systurdóttir mín enda sagði hún
gjarnan, þegar hún var lítil, „mamma, æ, nei
Margrét“, þegar hún talaði við mig. Ég hef
fengið óheftan aðgang að því að elska dætur
Guðrúnar og það er mjög rausnarlegt af þeim
að taka mig þannig inn í sinn hóp. Langt
fram eftir aldri flokkaði hún mig tilfinn-
ingalega með dætrum sínum en ekki systrum
og ég var brjáluð vegna þessa fram eftir
aldri. Nú geri ég mér grein fyrir að hún
flokkaði mig í hóp með þeim vegna væntum-
þykju. Ég þurfti líka að hafa mikið fyrir því
hjá Guðrúnu að fá inngöngu í samfélag full-
orðinna og fá hana til þess að taka mark á
mér. Ég var til dæmis oft æf á unglingsárun-
um þegar hún notaði virka hlustun á mig
enda fannst mér það vera ofbeldistæki. Þá
var ég mjög óörugg með sjálfa mig og vildi
láta taka mig alvarlega.“
Allt leikur
„Guðrún varð ófrísk á síðasta ári í mennta-
skóla og ég man eftir henni sippandi á stofu-
gólfinu heima þegar hún var komin einhverja
daga fram yfir áætlaða fæðingu. Þegar vin-
konur hennar voru allar fínar í stúdents-
drögtum með stúdentshúfu sat hún skelli-
hlæjandi í eldhúsinu með hlandbleyju af
barninu sínu á hausnum.
Ég hef elt það sem Guðrún hefur verið að
gera og hef endalaust verið full aðdáunar á
henni. Hún er afburðanámsmaður og al-
gjörlega jafnvíg á hug- og félagsvísindi og
raungreinar. Það er ævintýri að ganga með
henni um náttúruna. Hún þekkir allt, sér allt,
stoppar allt í einu bílinn og bendir þér á
hreiður í fjörunni. Hún er afskaplega mikið
náttúrubarn, les vel í náttúruna þannig að
hún verður leikur. Í raun verður allt leikur í
kringum Guðrúnu og við erum alltaf í leik og
nennum að leika saman, þó við séum orðnar
fullorðnar. Það verður allt skemmtilegt því
hún sér spaugilegu hliðarnar á hlutunum og
sjálfri sér. Svo er hún mjög fyndin og gagn-
rýnin og alltaf má treysta því að hún fer aldr-
ei venjulega leið.
Hugmyndafræðilega hef ég fyrst og fremst
tekið hana mér til fyrirmyndar. Ég var mjög
ung þegar ég vandi komur mínar á Hótel Vík,
þar sem Kvennalistinn kom saman. Á marg-
an hátt var ég að spegla mig í stóru systur.
Hún og mamma innprentuðu skýran og
skemmtilegan femínisma í fjölskylduna og
þannig hafði hún mikil áhrif á mig.“
Í beinni fyrir misskilning
„Guðrún getur verið algjör hryllingur og
sérstaklega á íþróttasviðinu. Hún er alltaf að
byrja í átaki í leikfimi og alltaf að fara að
„meika“ það. Einu sinni fór hún að hlaupa
með Tomma, sem er fyrrverandi Íslands-
meistari á skíðum og mikill íþróttagarpur, en
það mælist ekki íþróttaáhugi í systur minni.
Hún fór í gamlan, rifinn og ógeðslegan
íþróttagalla af Tomma og ákvað að nú ætlaði
hún að taka á því. Þegar hún kom út úr klef-
anum í Laugardalslauginni sá hún hvergi
Tomma. Hvar er hann? sagði hún við sjálfa
sig, en lét ekki þar við sitja heldur skokkaði
út á Laugardalsvöll, þar sem þau ætluðu að
hlaupa. Hún hljóp hring eftir hring á vell-
inum og heyrði alltaf öðru hverju hrópað og
kallað „vá, hey, koma svo“, en sá hvergi
Tomma. Hann hafði hins vegar séð það sem
hún sá ekki, að það var Íslandsmeistarahlaup
karla í hindrunarhlaupi á vellinum, og fór því
annað að hlaupa. Þegar sýnt var frá þessu í
sjónvarpinu mátti alltaf sjá Guðrúnu hlaupa
hring eftir hring. Þessi útsending af henni
hlaupandi í rifna hlaupagallanum af Tomma
er mjög skemmtileg.“
Guðrún er mjög frjó og það er mikið í höfð-
inu á henni hverju sinni. Hún er alltaf að fá
hugmyndir og höfuðið gneistar. Allt gerist
mjög hratt. Hún sér stóru myndina og nennir
ekki í smáatriðin. Stundum finnurðu banana í
uppþvottavélinni hjá henni eða kaffivélina
inni í ísskáp. Það gengur svo mikið á og það
sem öðrum finnst aðalatriðið að framkvæma
mælist ekki sem verkefni hjá henni því hún
er alltaf að vinna í stóru málunum. Það er oft
erfitt fyrir aðra að meðtaka hvað hún er fljót
að sjá hlutina og því er hún stöðugt að ögra.“
„Þegar hún flutti til Noregs ætlaði hún í
doktorsnám í líffræði. Það er skipulagt þann-
ig að þér er úthlutað verkefnum og eitt rann-
sóknarverkefnanna var að vera sérfræðingur
í bjarnarskít. Hún gat auðvitað ekki hugsað
sér það, þannig að hún lærði félagsráðgjöf.
Þar nýttist henni það sem hún lærði í
kvennahreyfingunni og áður en ég vissi af
var hún búin að stofna norræn samtök
kvennaathvarfa sem urðu svo að heims-
samtökum. Síðan kom hún heim og fór að
vinna hjá Stígamótum. Strax var hún orðin
leiðandi, ekki aðeins á Norðurlöndum eða í
Evrópu heldur um víðan heim og einmitt á
næsta ári gengst hún fyrir heimsráðstefnu í
sínum málaflokki. Hún er alls staðar leiðtogi
þar sem hún kemur, brautryðjandi. Hún er á
undan sinni samtíð og það er ekki einfalt, því
þeir sem eru á undan sinni samtíð fá ekki
fylgismennina strax um borð. Helsti gallinn
við Guðrúnu er hvað hún er allt of hógvær.
Þetta er eitthvað sem hún hefur lært af
mömmu, að láta verkin tala, og margir halda
að hógværð hennar þýði að hún láti vaða yfir
sig. Þeir komast fljótt að því að svo er ekki.
Það kveður mikið að henni í starfi og í
grasrótarhreyfingum og auk þess er hún
dásamleg fjölskyldumanneskja. Hún er límið
í fjölskyldunni og nýtur þess sem hún gerir.
Við erum stundum nefndar Jónsdæturmafían
enda erum við sem ítölsk fjölskylda þar sem
mikið gengur á, mikið talað, mikið hlegið og
pláss fyrir marga einstaklinga.“
Alltaf á hjartabílnum
„Guðrún vinnur mikið en hefur samt pláss
fyrir aðra í lífi sínu. Hún er einstaklega trygg
og það er mjög gaman að vera í stemningu
með henni. Líffræðingarnir, vinir hennar,
fara í brjálæðislegustu gönguferðir á landinu
og eru alltaf með svo góðan mat enda er Guð-
rún dásam- legur kokkur. Ég er
svolítið afbrýðisöm út í þennan hóp. Hún á
líka margar góðar, ungar vinkonur í kvenna-
hreyfingunni og er frábær mentor þeirra.
Hún talar við þær sem jafningja og er svo ör-
lát. Þetta gífurlega örlæti, hvort sem það eru
veraldlegir eða andlegir hlutir, er svo magn-
að við Guðrúnu. Hún gefur endalaust af sér.
Þrátt fyrir allt fæ ég nægan tíma með
henni. Það eina sem er erfitt er þegar við Sól-
ey, dóttir hennar, tölum saman í síma. Hún
er svolítið afbrýðisöm út í það og treður sér
alltaf inn í símtalið. Ef Guðrún er hjá mér og
ég er að tala við Sóleyju tekur Guðrún sím-
ann af mér og ef hún er með Sóleyju tekur
hún símann af Sóleyju.
Eitt það besta sem hún hefur gert mér var
þegar ég var veik með strákana litla heima.
Hún kom, tók börnin og sagði: „Farðu í
sturtu og vertu lengi.“ Hún er svo næm á að
lesa í þarfir, er alltaf á hjartabílnum og veit
hvenær hún þarf að koma.“
Morgunblaðið/Ómar
Pólstjarnan í lífi litlu systur
Margrét og Guðrún, dætur Kristínar
Njarðvík, leiðsögumanns og frum-
kvöðlakonu, og Jóns Bergþórssonar,
búfræðings og stofnanda Nýju sendi-
bílastöðvarinnar, hafa alltaf verið sam-
rýmdar þrátt fyrir nokkurn aldursmun.
Hún fæddist 21. apríl 1954. Hún tók stúdentspróf
við Menntaskólann við Tjörnina 1974, BA-próf í líf-
fræði við Háskóla Íslands 1978 og í félagsráðgjöf í
Noregi 1994.
Eftir að hafa kennt við HÍ varð hún starfskona
Kvennalistans og síðar Kvennaathvarfsins í Reykjavík.
Hún vann að stofnun Stígamóta, var framkvæmda-
stjóri Kvennaathvarfahreyfingarinnar í Noregi eftir
nám þar í landi og tók síðan aftur við fram-
kvæmdastjórastarfi Kvennalistans, en hefur verið
talskona Stígamóta frá 1999.
Guðrún stofnaði samtök 225 kvennaathvarfa á
Norðurlöndum 1994, hóf útgáfu fréttablaðs sam-
takanna og var fyrsti ritstjóri þess. Hún er enn í
skipulagsnefnd samtakanna, sem sér m.a. um árs-
þing, ráðstefnur og fundi. Hún hefur verið leiðandi í
stofnun kvennaathvarfa og stuðningi við þau í Eystra-
saltslöndunum og víðar í Evrópu.
Hún hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir störf
sín, meðal annars var hún sæmd riddarakrossi, heið-
ursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir störf að vel-
ferð og réttindum kvenna 2006.
Eiginmaður hennar er Tómas Jónsson og eiga þau
dæturnar Sóleyju, Þóru og Kristínu og þrjú barnabörn.
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
Hún fæddist 6. mars 1966 og varð stúdent
frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1986. Hún
tók BA-próf í spænsku við Háskóla Íslands 1991
og varð doktor í spænskum bókmenntum við
Princeton-háskólann í New Jersey í Bandaríkj-
unum 2001. Síðan lauk hún MBA-námi frá Há-
skólanum í Reykjavík 2006.
Margrét er forstöðumaður alþjóðaskrif-
stofu Háskólans í Reykjavík og hefur verið
dósent í spænsku við skólann frá 2005, en
hóf þar störf 2003. 1995-2003 var hún lekt-
or í spænsku við HÍ og kenndi spænsku við
ýmsa skóla frá 1990.
Hún hefur skrifað fjölda greina, rit-
gerða og bóka um tungumálanám og
fleira og haldið mörg erindi um sérsvið
sitt. Meðal annars ritstýrði hún Spænsk-
íslenskri orðabók sem kom út árið 2007.
Hún hefur verið í ótal nefndum og stjórnum
og er meðal annars vararæðismaður Spánar
á Íslandi.
Eiginmaður hennar er Már Jónsson,
prófessor í sagnfræði við HÍ, og eiga þau
synina Ara, Bergþór og Snorra.
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR