Morgunblaðið - 07.06.2009, Side 29

Morgunblaðið - 07.06.2009, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 Guðrún „Ég var orðin vön því að eignast nýtt og nýtt systkini þegar Margrét bættist í hóp- inn. Þegar hún kom heim af spítalanum man ég eftir því hvað mér þótti strax undurvænt um hana og hvað ég hlakkaði til að koma heim úr skólanum og standa við vögguna og horfa á hana. Þessi tilfinning hefur fylgt mér síðan. Það hefur auðvitað sett mark á hana að hún er yngst og lengi framan af þurfti hún að berjast fyrir plássinu í systkinahópnum. Hún var mjög viðkvæm fyrir því, þegar henni fannst við hin eldri vera fullorðin en ekki hún. Hún var lengi litla barnið í hópnum og það hefur ekki alltaf verið gaman.“ Sigurvegari „Við elskuðum hana öll en ekki á jafn- ingjagrundvelli. Að hluta til á ég það til að mæðra hana og stundum hefur það pirrað hana en það er eins með hana og dætur mínar þrjár að sambandið við þær og hana er miklu meira jafningjasamband en áður. Segja má að kynslóðirnar hafi ruglast vegna þess að hún var átta ára þegar ég eignaðist mína fyrstu stelpu, Sóleyju. Þær hafa alla tíð verið mjög nánar og meira systur en eitthvað annað. Þær voru svo nánar að ef önnur datt og meiddi sig eða var skömmuð þá grenjaði hin. Í gegnum Sóleyju hefur Margrét verið með Sól- eyjarkynslóð og Sóley heimtar að vera hluti af okkar kynslóð í gegnum Margréti. Þær hafa alltaf brúað bil fyrir hvor aðra. Nýlega áttaði ég mig á því hvers konar þroska og reynslu hún hefur aflað sér í gegn- um tíðina. Hvernig hún til dæmis tekur á mál- um þegar upp kemur ágreiningur eða einhver gengur á hennar rétt. Þá hef ég oft orðið fjúk- andi reið fyrir hennar hönd en svo átta ég mig á því að hún hefur þann sjaldgæfa þroska að lyfta sér yfir aðstæður og kemur dúndursterk út úr því, kemur út sem sigurvegari.“ Afkastamikil „Það fyrsta sem mér dettur í hug, þegar ég er spurð um Margréti, er að hún er eina mann- eskjan í lífi mínu sem fær mig til þess að finn- ast ég tiltölulega aðgerðalítil, bara sunnudaga- skólastúlka, vegna þess að hún er svo gífurlega afkastamikil. Hún ræður við að hafa svo margt í gangi í einu og gera það vel að ég veit engin dæmi slíks. Mér finnst ég til dæmis hafa verið tiltölulega dugleg í vor. Ég er búin að ganga á Esju, Akrafjall og Leggjarbrjót og að Glym. Á föstudag fyrir rúmri viku kom hún frá Los Angeles og það var ferming hjá henni á sunnudag. Á mánudag hljóp hún á Eiríks- jökul og á þriðjudag á Snæfellsjökul. Í sam- anburði er það sem ég hef verið að ganga eins og að ganga út í búð. Um daginn var hún á spítala eftir aðgerð og á vöknuninni lauk hún við að fara yfir essin í orðabókinni sem hún er að vinna að meðfram öllu öðru. Eftir hnéaðgerð fór hún beint úr að- gerðinni í kennslu, það leið yfir hana og það varð að ná í hana. Þetta er dæmi um að stund- um kann hún sér ekki hóf. Hún er eldklár. Í skóla tók hún gjarnan helmingi meira nám en aðrir og á helmingi styttri tíma. Hún reif upp spænskudeildina í Háskóla Íslands og nemendum þar fjölgaði mikið. Hún kom á alþjóðlega stöðluðum próf- um til þess að tryggja að námið stæðist kröfur hvar sem væri. Ég veit að hún hefur afkastað miklu í HR líka. Hún er margra manna maki. Hún tók doktorsprófið með þrjú lítil börn og var meira eða minna í fullri vinnu allan tím- ann. Síðan tók hún MBA-námið við HR líka í fullri vinnu með börnin heima. Heimilið henn- ar er eins og umferðarmiðstöð rétt eins og heimili okkar var í gamla daga og kannski líka heimilið hjá mér. Oft hafa strákarnir hennar spurt hver kæmi í mat í kvöld en ekki hvort einhver kæmi í mat í kvöld. Hún er alltaf með fólk. Við í fjölskyldunni köllum það al- þjóðadeildina og erum pínulítið afbrýðisöm, því hún eyðir miklum tíma í það fólk sem hún laðar að sér. Hún er alltaf með hóp af útlend- ingum, börnum, sjúklingum og öldruðum und- ir væng sínum. Þegar þau bjuggu í Sevilla á Spáni fórum við hjónin í heimsókn til þeirra. Við vorum rétt komin á staðinn þegar síminn hringdi. Það var kona sem hún hafði hitt í veislu og var við það að fæða barn en þær höfðu sammælst um að Margrét færi til Madr- ídar og yrði viðstödd fæðinguna. Við það sama hoppaði Margrét upp í lest til þess að vera við- stödd fæðingu hjá konu sem við þekktum ekki neitt. Hennar síðustu orð áður en hún kvaddi var að brýna fyrir okkur að hugsa vel um norska skiptinemann sem við höfðum rétt hitt úti á götu í Sevilla. Hún hafði boðið honum í dagsferð með þeim hjónum og okkur og var hrædd um að við þrjú myndum ekki sinna hon- um nægilega vel.“ Takmörk Margrét er gífurlega örlát og eitt af því mikilvægasta og fallegasta sem hún hefur gert fyrir mig var þegar hún tók elstu dóttur mína að sér. Okkur hafði lengi dreymt um að fara til útlanda og læra og þegar kom að því neitaði 16 ára dóttirin að fara með okkur. Við vorum í ákveðinni klemmu en Margrét bauð Sóleyju heim til sín og hafði hana í heimili hjá sér í tvö ár. Þá var hún nýbyrjuð að búa með sínum manni en gerði þetta af svo miklum rausn- arskap og stórhug að það var næstum eins og ég væri að gera henni greiða. Þetta var mér al- gerlega ómetanlegt. Margrét er mjög fljót að öllu sem hún gerir. Fyrir skömmu vorum við saman á matsölustað á Spáni. Ég var rétt sest og varla búin að taka við matseðlinum þegar Margrét var búin að „mynda“ allan matseðilinn, velja sér rétt og panta hann. Ég var ekki búin að lesa fyrstu línuna þegar hún var búin að afgreiða málið. Hún fer gjarnan fram úr mér og það eru fáir sem standast henni snúning. Það er aldrei ónotuð stund hjá henni. Hún er alltaf á hlaup- um og hún hringir gjarnan þegar hún er að keyra á milli staða eða á göngu einhvers stað- ar. Ég hef sagt henni að mörkin mín séu þar að ég er hætt að tala við hana þegar hún er að ryksuga og þegar hún er með hrærivélina í gangi. Ég nenni því ekki. Mér finnst eins og ég sé aldrei nógu góð við hana. Ég skamma hana stundum eins og dæt- ur mínar og átta mig svo á því að ég er að skamma hana fyrir þætti sem eru alveg eins hjá sjálfri mér. Það finnst mér ískyggilegt. Hún er mjög góð mamma. Strákarnir henn- ar eru ekki mjög vel tamdir, enda ekki uppeld- islegt markmið, en þeir eru vel ræktaðir og hún hefur lagt sig fram um að rækta stelp- urnar mínar líka. Hún á það til að gefa gjafir sem eru alveg út úr kortinu en þær eru alltaf gefnar af heilum hug.“ Gæðastundir „Eftir að kreppan skall á ákváðum við að stofna ferðasnyrtistofu og við litum hárið hvor á annarri. Kristín, systir okkar, er líka í því kompaníi og úr þessu hefur okkur tekist að búa til algerar gæðastundir. Þá naglalökkum við okkur, sem við gefum okkur annars aldrei tíma til, litum á okkur augabrýrnar og hlæjum og flissum. Það er einmitt klassískt fyrir Mar- gréti að hún er alltaf að gera margt í einu. Þegar við hittumst til að lita á okkur hárið þá erum við að hittast til þess að njóta samvista en erum jafnframt að gera eitthvað. Ég held að við séum báðar flinkar í því að hafa það skemmtilegt og njóta lífsins alveg í botn. Að sjá möguleikana. Við sjáum þá alltaf og það er skemmtilegast þegar við sjáum þá saman.“ Eins og sunnudagaskólastúlka við hlið hennar ‘‘OFT HAFA STRÁKARNIR HENN-AR SPURT HVER KÆMI Í MAT ÍKVÖLD EN EKKI HVORT EIN-HVER KÆMI Í MAT Í KVÖLD. HÚN ER ALLTAF MEÐ FÓLK. SUÐURLANDSBRAUT 6 – REYKJAVÍK TEL. 354 588 8600 • FAX. 354 588 4464 Til hamingju með daginn! Sjómenn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.