Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 30
30 Sjómannadagurinn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 Ljósmyndir: Árni Sæberg Varðskip Landhelgisgæslunnar, Ægir og Týr, sinna fjölbreyttum verkefnum í landhelgi Íslands en hlutverk Gæslunnar er að standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu í kringum landið og gæta ytri landamæra. Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófar- enda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti. Kjörorðið „við erum til taks“ vísar á breiðum grundvelli til starfsemi Landhelgisgæslunnar í nútíð og framtíð. Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, kynntist lífinu um borð í Ægi af eigin raun á dögunum. Hann var um borð í tvo sólarhringa og myndaði skipverja að störfum. Tilefnið var að Kristján Þ. Jónsson skipherra var í sinni seinustu ferð með skipinu en Kristján, sem er 61 árs, hefur verið á varðskipi frá því hann var fjórtán ára, lengst af á Ægi sem var sjósettur árið 1968. Að sögn Kristjáns hefur aðbúnaður skipverja batnað til muna frá þeim tíma. Sem dæmi sá áhöfnin um árabil ekki dagblöðin nema þegar þyrla Gæslunnar hafði tækifæri til að láta þau falla niður til hennar. Í dag hlaða menn blöðunum einfaldlega niður af netinu á morgni hverjum. Raunar hef- ur ákveðinn vélstjóri það verk með höndum og er fyrir vikið aldrei kallaður annað en „blaðberinn“. Rúm vika er síðan Kristján kom í land og þegar Morgunblaðið heyrði í honum hljóðið fyrir helgi var hann önn- um kafinn. „Það er nóg að gera hjá mér. Ég er í hörkuvinnu við að passa barn.“ orri@mbl.is Um borð Varðskipsmenn nýfarnir um borð í Aðalbjörgu RE 5 í hefðbundið eftirlit. Tveir menn verða eftir um borð en hinir snúa aftur til varðskips á léttbátnum. Eftirlitið felst í því að fara yfir afla, veiðarf Viðhald H Rekald Ægir hífir upp rekald sem þyrla Landhelgisgæslunnar hafði komið auga á skömmu áður vestur af Hvaleyjum á Mýrum. Rekaldið reyndist vera búkki sem notaður er við slipptöku skipa og hefði hæglega getað gatað smá- báta hefðu þeir rekist á hann. Reköld eru hífð úr hafi annað veifið. Ægir gætir öryggis sjófarenda í landhelginni Eftirlit Haffærisskírteini kannað með hefðbundnum hætti við Þormóðssker. Köfun Kafari Gæslunnar gerir sig kláran um borð í léttbátnum. Auðkenning Varðskipsmenn á leið til að auðkenna þýska skútu, Pagan frá Bremen. Skútan var á skemmtisiglingu og var vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.