Morgunblaðið - 07.06.2009, Side 34
34 Vesturheimur
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
Innritun fyrir haustönn 2009
Öflugur skóli með mjög fjölbreytt nám!
Skoðið heimasíðuna! www.fg.is
Skólameistari.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þ
etta er stórkostlegt, tær
snilld,“ segir Atli Ás-
mundsson, aðalræð-
ismaður Íslands í Winni-
peg í Kanada, um nýjan
disk Baggalúts, en lögin eru samin
við kvæði skáldanna K.N. (Kristjáns
N. Júlíus) og Stephans G. Steph-
anssonar í Vesturheimi í tengslum við
þátttöku hljómsveitarinnar í listahá-
tíðinni núna (now). ,,Með disknum
hafa íslensku listamennirnir sam-
einað tvo menningarheima í einn.
Þannig viðhalda þeir menningar-
arfleifðinni og það er einn helsti til-
gangur hátíðarinnar, að reyna að
leiða saman menningarstraumana í
Vesturheimi og á Íslandi,“ bætir Atli
við.
Guðmundur Pálsson, söngvari
Baggalúts, segir að eftir heimsókn
hljómsveitarinnar í Íslendinga-
byggðir í Manitoba og Norður-
Dakóta í fyrra og kynni af góðu fólki
af íslenskum ættum á svæðinu hafi
diskurinn orðið til. ,,Það kom okkur
mjög á óvart hvað kvæðin eftir K.N.
og Stephan G. eru rík í huga fólks-
ins,“ segir Guðmundur og bætir við
að eftir heimsóknina hafi hljómsveitin
skoðað betur ljóð eftir fyrrnefnd
skáld og komist að þeirri niðurstöðu
að það lægi vel við að syngja mörg
þeirra. ,,Við heilluðumst af þessu og
ákváðum að þakka fyrir okkur með
þessum hætti.“
Ný kynslóð virkjuð
Hugmyndin að hátíðinni varð til í
eldhúsinu hjá Atla og Þrúði Helga-
dóttur. Hjónin höfðu lengi velt fyrir
sér nýjum möguleikum til að viðhalda
og styrkja íslensku menningar-
arfleifðina vestra og voru fljótlega
sannfærð um að best væri að virkja
nýja kynslóð, stuðla að virkri þátt-
töku ungs listafólks með því að koma
kanadískri og íslenskri list saman á
framfæri. Listir urðu fyrir valinu
vegna þess hve listalífið er líflegt í
báðum menningarheimunum. Atli
hafði fengið hóp þekkts fólks af ís-
lenskum ættum vestra til þess að
vinna að hugmyndum til að efla sam-
starf Íslendinga og fólks af íslenskum
ættum og þetta útspil hans hitti í
mark. ,,Atli átti hugmyndina að
listahátíðinni og síðan útfærðum við
hana saman,“ segir Tim Samson, lög-
fræðingur, en auk hans og Atla voru í
hópnum Janis Johnson, öld-
ungadeildarþingmaður, Neil Bardal,
útfararstjóri, Eric Stefanson, við-
skiptaráðgjafi og fyrrverandi ráð-
herra, Davíð Gíslason, bóndi, og Bill
Pearlmutter, endurskoðandi.
Atli áréttar að hugmyndin með
listahátíðinni hafi verið að virkja ungt
fólk, sem ekki hafi verið áberandi í
samstarfi fólks af íslenskum ættum
og Íslendinga. Hvort sem litið hafi
verið til Íslands eða Kanada hafi mátt
sjá fjölda mjög hæfra listamanna í
tónlist, myndlist, leiklist og svo fram-
vegis. ,,Þegar við skoðuðum þetta
nánar kom í ljós að margt hæfi-
leikafólk í listum í Manitoba var af ís-
lenskum ættum og hafði áhuga á rót-
um sínum og sögu forfeðra sinna.
Síðan kom upp sú hugmynd að reyna
að fá þetta fólk, sem við kynntumst,
til að vinna með íslenskum listamönn-
um og halda hér uppákomur. Það
sem mestu skiptir er að nú er fjöl-
margt fólk á svæðinu, bæði af íslensk-
um ættum og aðrir, orðið mjög
áhugasamt um Ísland og sérstaklega
um íslenskar listir. Íslensk tónlist er
æ meir spiluð hjá útvarpsstöðvunum í
Winnipeg og heilmikið er fjallað um
Ísland og íslenska list og núna (now) í
blöðum, sjónvarpi og útvarpi.“
Núna (now) og
Feneyjatvíæringurinn
,,Strax í byrjun reyndi stjórnin að
gera listráðið ábyrgt fyrir eins miklu
og hægt var,“ segir Tim. Hann segir
það hafa verið lykilatriði að stofna
listráðið og ráða Rob Rousseau sem
framkvæmdastjóra. Eftir að listráðið
hafi verið stofnað hafi stjórnin ákveð-
ið að senda tvo listráðsmenn til Ís-
lands til þess að fá listamenn á hátíð-
ina enda hafi þessir listamenn næmt
auga fyrir því hvað eigi við og hvað
ekki. Tristin Tergesen og Caelum
Vatnsdal fóru í fyrstu ferðina
snemma árs 2007. ,,Atli lagði okkur
lífsreglurnar og auk þess þekktum
við nokkra listamenn sem komu okk-
ur áfram,“ segir Tristin. ,,Við byggð-
um upp góð sambönd og fengum
meðal annars hjónin og myndlist-
armennina Ragnar Kjartansson og
Ásdísi Sif Gunnarsdóttur til að sýna á
fyrstu hátíðinni.“
Ragnar segir að það hafi verið frá-
bært að taka þátt í núna (now) og
blandast þannig saman við senuna í
Winnipeg. Hátíðin sé líka svo heim-
ilisleg og vingjarnleg. ,,Þetta er eitt-
hvað það skemmtilegasta sem ég hef
tekið þátt í,“ segir hann og bætir við
að hátíðin hafi gríðarlega mikla þýð-
ingu við að mynda tengsl milli nýja og
gamla Íslands. ,,Atli hefur haft vit á
því að fá framsækna listamenn í
Winnipeg til liðs við sig og þess vegna
er þetta ekki búrókratahátíð enda
hefur hún haft heilmikil áhrif og kom-
Fjarlægir heimar leiddir saman
Hin árlega listahátíð
núna (now) hefur fest
rætur í annars fjöl-
breyttu listalífi Winni-
peg í Kanada og tugir
íslenskra listamanna
hafa tekið þátt í henni
frá því henni var hleypt
af stokkunum vorið
2007.
Listin Leona og Stephanie Johnson fylgjast með atriði á Gimli. Ánægð Þrúður Helgadóttir og Atli Ásmundsson, aðalræðismaður.
asdf
Áhugi Fjölmenni fylgdist með hljóðinnsetningu Haraldar Jónssonar.
Haraldur Jónsson var með hljóð-
innsetningu á Gimli og var orðlaus
yfir fjölda gesta og sýndum áhuga.
„Það er mjög spennandi og áhuga-
vert að sýna í Manitoba,“ segir
hann, en Haraldur tók þátt í sam-
sýningu í Winnipeg fyrir um þremur
árum. Hann segir að engar tvær
sýningar séu eins og hver sýning sé
í nýju samhengi. „Mér finnst mjög
gaman að sýna í opnu rými eins og
á Gimli og segja má að þar sé
draumaaðstaða.“
Haraldur minnir á að núna (now)
sé til þess að brúa bilið á milli
menningarstrauma vestan hafs og
austan. Sýningu á Gimli fylgi marg-
brotnar tilfinningar og þeim megi
líkja við tilfinningar sem fólk af ís-
lenskum ættum á svæðinu hafi til
Íslands. Þannig nái hátíðin mark-
miði sínu. „Mér finnst að þau
tengsl sem ég upplifi í gegnum sýn-
inguna séu eins og sterk fjöl-
skyldutengsl.“ Hann leggur áherslu
á að listamennirnir skapi hátíðina
hverju sinni og það sé ánægjulegt
að vera í hópi þessara listamanna
sem hafi vakið mikla athygli vegna
listarinnar. „Hátíðin hefur skartað
frábærum listamönnum og hún er
að mörgu leyti sambærileg við
Listahátíð Reykjavíkur, sem ég
sýndi á í fyrra.“
John K. Samson og Erika
McPherson heimsóttu íslenskar
vinnustofur í vetur í þeim tilgangi
að fá listamenn á hátíðina og tóku
meðal annars hús á Haraldi. „Það
myndaðist tenging og ég er rosa-
lega glaður yfir því að fá að sýna í
svona samhengi sem hefur mikla
virkni. Listheimurinn er einangr-
aður heimur eins og heimur raf-
virkja eða lækna eða laxveiðimanna
eða golfara og að fá að sýna í
miðbæ Gimli, lífæðinni, gerir mér
kleift að ná nánast til allra bæj-
arbúa. Það er draumur allra lista-
manna að fá svona hámarksáhorf.“
Draumur listamanna
Samskipti Haraldur Jónsson ræðir við Brent Johnson á Gimli.