Morgunblaðið - 07.06.2009, Side 35
ið á lifandi samskiptum milli lista-
manna í Winnipeg og Reykjavík. Það
hefur verið frábært að kynnast þess-
ari góðu listasenu í Winnipeg. Það
hafa myndast vináttu- og listræn
tengsl og svo komst ég náttúrlega í
kynni við Banff Center.“
Til nánari skýringar var Ragnar í
hópi sex íslenskra nútímalistamanna
sem voru með sýningu hjá Sundogs í
Truck Gallery í Calgary 2008, en um
samvinnuverkefni Truck og núna
(now) var að ræða. Í þeirri ferð heim-
sóttu listamennirnir Banff Art Cent-
er í nágrenninu. Þar kynntist Ragnar
starfsemi listamiðstöðvarinnar og svo
fór að hann var fyrsti styrkþegi sjóðs-
ins The Benediktson Fellowship for
Icelandic Artists, sem er bundinn við
BAC og var stofnaður af Adriana og
Stephan Benediktson, dóttursyni
Stephans G. Stephanssonar. Í ægi-
fegurð og skjóli Klettafjallanna að-
stoðaði BAC hann við að gera mynd-
bandsinnsetningu, sem er hluti
framlags hans á Feneyjatvíær-
ingnum, og síðar verður afrakstur
Ragnars á Feneyjatvíæringnum
meðal annars sýndur hjá BAC.
,,Tannhjól í stóru verki“
Tristin segir að Atli og Janis John-
son hafi kynnt sér, John Samson og
Arne McPherson hugmyndina yfir
rjúkandi kaffi og hjólin hafi þegar
farið að snúast. ,,Atli þekkti okkur og
plantaði fræjunum sem síðan hafa
blómstrað og aldrei meir en nú. Við
lögðum strax til að Erika McPherson,
Caelum Vatnsdal og Freya Olafson
yrðu með okkur í listráðinu og John
lagði til að Robbie sæi um að semja
um sýningarstaði. Í listráðinu var
sérfræðingur á hverju sviði og frá
byrjun hefur John til dæmis lagt á
ráðin um tónlistina, Freya hefur séð
um dansinn, Arne um leiklistina, Ca-
elum um kvikmyndirnar, ég um bók-
menntirnar og Erika um myndlistina.
Við höfum öll farið til Íslands til þess
að fá listamenn á hátíðina og höfum
þannig líka tengst mörgum sem við
hefðum annars ekki haft tækifæri til
þess að kynnast. Ég er til dæmis í
góðu sambandi við listamenn sem
komu á hátíðina fyrsta árið og þeir
benda mér gjarnan á áhugaverða
listamenn. Þannig hleður þetta allt
saman utan á sig og þessi tenging er
sérlega áhugaverð og gefandi. Það er
ekki leiðinlegt til þess að vita að við
vorum fyrst til þess að fá Megas og
Lay Low til þess að syngja í Kanada.
Ég er mjög hreykin af því að vera
hluti af þessu ævintýri.“
,,Það var virkilega gaman að spila
fyrir þetta fólk,“ segir meistari Meg-
as, sem kom fram með Senuþjóf-
unum, og áréttar mjög góðar mót-
tökur. Hann segir að þó gestir á
tónleikunum í Winnipeg hafi ekki tal-
að mikla íslensku hafi sér og hljóm-
sveitinni tekist að trekkja upp mikla
stemmningu. Hins vegar hafi ís-
lenskukunnátta gesta á Gimli og í Ri-
verton verið allt önnur og meiri.
,,Sumir töluðu mjög fallegt mál, rifjar
hann upp. ,,Það er lærdómsríkt að
fara þangað og heyra málið talað
rétt.“
Baggalútur, Senuþjófarnir og
Megas slógu í gegn en Megas er lítil-
látur þegar kemur að hans hlut í núna
(now). ,,Við vorum lítið tannhjól í
stóru verki,“ segir hann. Megas bætir
við að augljóslega sé mikið menning-
arstarf unnið vestra og núna (now)
standi fyrir stóra hluti. ,,Það lögðu sig
allir vel fram og þessir frændur okk-
ar fyrir vestan eiga allt gott skilið.“
Gordon Reykdal einstakur
Listráðið hefur unnið vel saman og
Tristin segir að það hafi ekki síður
verið gefandi að vinna með öllu þessu
frábæra fólki. ,,Fyrstu tvö árin feng-
um við mjög góðan fjárhagsstuðning
frá íslenskum fyrirtækjum en nú
koma styrkir mest frá kanadískum
fyrirtækjum í eigu fólks af íslenskum
ættum. Í þessu sambandi má nefna
að Gordon Reykdal, ræðismaður Ís-
lands í Edmonton og eigandi öflugs
fjármálafyrirtækis í Kanada, var
langmesti styrktarmaður hátíð-
arinnar í ár, en hann hefur auk þess
lagt mjög mikið af mörkum til styrkt-
ar blaðinu Lögbergi-Heimskringlu,
Þjóðræknisfélaginu í Norður-
Ameríku og öðrum félögum sem
tengjast Íslandi. Samanlagt nema
styrkir hans til þessara mála hundr-
uðum þúsunda dollara. Icelandair
hefur einnig verið mikilvægur bak-
hjarl hátíðarinnar.“
Tristin segir að nánast allt hafi
gengið upp. Einna ánægjulegast hafi
verið, þegar áhugafólk um listir, fólk
utan íslenska samfélagsins, hafi kom-
ið til sín og þakkað fyrir að hafa feng-
ið tækifæri til þess að kynnast
ákveðnum listamönnum og verkum
þeirra.
Tim segir að margt hafi stuðlað að
góðu gengi. Í fyrsta lagi nefnir hann
fjölbreytta dagskrá og í öðru lagi sé
hátíðin skipulögð af fólki um og undir
40 ára aldri með sama aldursflokk
fyrst og fremst í huga þó auðvitað sé
lagt upp úr því að allir finni eitthvað
við sitt hæfi. ,,Okkur tókst að halda
fyrri kynslóðum virkum í samfélag-
inu og með núna (now) náum við til
nýrrar kynslóðar.“
Tim bætir við að listamennirnir nái
ekki síður til eldri kynslóða og nefnir í
því sambandi að fulltrúar á þjóð-
ræknisþinginu á Gimli, sem hafi flest-
ir verið í eldri kantinum, hafi kunnað
sérlega vel að meta Baggalút, Senu-
þjófana og Megas. ,,Þeir slógu í gegn
og þingfulltrúarnir skemmtu sér eins
vel og yngri gestir gerðu á tónleik-
unum í Winnipeg og aðrir aldurs-
hópar í Riverton. Fyrirlestrarnir á
Gimli eru annað dæmi. Þeir voru
fræðandi, höfðuðu til allra og tengdu
þetta allt saman saman. Það er ekki
hægt að halda fólki áhugasömu um
eitthvað nema það höfði til þess og
það er einmitt það sem núna (now)
gerir.“
Tim rifjar upp að íslenskir lista-
menn hafi af og til heimsótt Manitoba
en aldrei fyrr hafi þeir unnið með
kanadískum listamönnum eins og í
núna (now). ,,María Markan var ein
sú fyrsta til að syngja hérna og marg-
ir aðrir frábærir íslenskir listamenn
hafa heimsótt okkur en skipulagið
hefur aldrei verið í líkingu við það
sem við sjáum á þessari hátíð. ,,Það
komust færri að en vildu og það segir
sína sögu.“
Opnar dyr
,,Nær allt í sambandi við hátíðina
hefur komið mér á óvart,“ segir Cael-
um Vatnsdal, ritstjóri LH. Hann seg-
ir að listráðið hafi rennt blint í sjóinn
og ekki gert sér grein fyrir árangr-
inum. Hugmyndin hafi alltaf verið að
vekja fyrst athygli á hátíðinni innan
vesturíslenska samfélagsins og vinna
áhugann þaðan út til hins almenna
borgara. ,,Það hefur tekist og við get-
um ekki annað en verið ánægð.“
Caelum segir að áhuginn á Íslandi
hafi líka komið sér á óvart. Hann hafi
farið tvisvar til Íslands á nýliðnum ár-
um og fundið fyrir ótrúlega miklum
stuðningi innan íslenska listheimsins.
,,Það er mjög uppbyggjandi að finna
fyrir þessum stuðningi og áhuga,“
segir hann.
Lokaatriði hátíðarinnar að þessu
sinni var sýning leikritsins Brims eft-
ir Jón Atla Jónasson. Arne McPher-
son leikstýrði og var ánægður með
útkomuna. ,,Þetta gekk mjög vel,“
segir hann.
Allir eru sammála um að núna
(now) hafi aldrei gengið betur en í ár.
,,Við fengum mjög góða aðsókn á alla
viðburði og sérlega jákvæð við-
brögð,“ segir Arne. ,,Við höfum sent
skýr skilaboð til samfélagsins og nú
er fólk farið að hlakka til viðburð-
anna. Fyrsta árið vissi enginn fyrir
hvað við stóðum en síðan hefur þetta
spurst út og núna (now) er orðin
þekkt hátíð.“
Áhorfendur á Brimi klöppuðu há-
tíðinni lof í lófa og sérstaklega var
Rob Rousseau þakkað fyrir skipu-
lagninguna í heild. ,,Það er ein-
staklega gaman að skipuleggja núna
(now) og vinna með eins skapandi
fólki og raun ber vitni,“ segir hann.
Rob bendir á að margar hátíðir í
Winnipeg eigi sér langa sögu og
mikla hefð, en núna (now) hafi farið
mjög vel af stað og vegna fjölbreyti-
leika sé ástæða til að ætla að hátíðin
eigi bjarta framtíð. ,,Með hátíðinni í
ár styrktum við ræturnar í samfélag-
inu og í því sambandi hafði mikið að
segja að dreifa viðburðunum á fimm
helgar með áherslu á sérstaka list-
grein um hverja helgi. Hátíðin gekk
vel fyrstu tvö árin og núna fór hún á
flug. Góð aðsókn var á alla viðburði,
listamennirnir fengu fín viðbrögð og
vonandi getum við gert sambærilega
hluti á Íslandi í náinni framtíð.“
35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
Peter Bjornson,
mennta-
málaráðherra
Manitoba, segir
að fylkið sé eins
öflugt og það er
vegna fjölmenn-
ingarinnar. Þjóð-
arbrotin hafi
komið með
menningu sína
með sér og lagt
rækt við hana.
Hvergi í Kanada séu fleiri lista-
menn miðað við fólksfjölda og
Manitobafylki leggi mikið upp úr
menningar- og listalífi. „Það er
mikill akkur í hátíð eins og núna
(now), því hún er ekki aðeins til
vitnis um íslenskan menningararf
heldur eflir öflugt listalíf í fylk-
inu.“
Íslensk tónlist
Gegnt Lakeview-hótelinu á
Gimli eru nokkrir veitingastaðir
og þegar gengið er framhjá Kris’s
Fish má heyra tónlist með Megasi
og Baggalúti, listamönnum sem
skemmtu í Winnipeg, Riverton og
á Gimli síðustu helgina í apríl,
þegar þjóðræknisþingið fór fram á
Gimli. „Ég fór á tónleikana hjá
þeim og skemmti mér kon-
unglega,“ segir Nick Batger sem
rekur veitingastaðinn. Hann bætir
við að tónlist Megasar og Bagga-
lúts sé honum að skapi og hann
vilji leyfa gestum og gangandi að
njóta tónlistarinnar með sér.
Nick segist hafa hlustað á ís-
lenska tónlist lítillega en þetta
hafi verið fyrstu tónleikarnir með
íslenskum tónlistarmönnum sem
hann hafi farið á. „Tónleikarnir
færðu mig nær uppruna mínum
og höfðu mikil áhrif á mig.“
Gimli hentar vel
Tammy Axelsson, bæjarstjóri á
Gimli, segir frábært að hafa feng-
ið hluta hátíðarinnar til Gimli og
aðsóknin hafi sýnt að bæjarbúar
og aðrir hafi kunnað að meta sýn-
ingarstaðinn og listamennina.
„Það hentar mjög vel fyrir alla að
hafa hluta hátíðarinnar á Gimli,“
segir hún. „Menning og listir eiga
sér mikla hefð á Gimli og hér hafa
alist upp margir listamenn á ýms-
um sviðum.“
Gimli er hjarta Nýja Íslands,
eins og stendur á skilti við þjóð-
veg númer 8, og margir íslenskir
listamenn hafa komið fram á
Gimli undanfarin ár. Tammy segir
að séu listamenn óþekktir sé allt-
af erfitt að fá áhorfendur og það
eigi við um Gimli eins og aðra
staði. Hins vegar sé alltaf mikill
áhugi á íslenskum listamönnum,
þegar þeir komi til Gimli. „Ís-
lenskir tónlistarmenn eins og til
dæmis Björk, Sigur Rós og Magni,
sem hafa skapað sér nafn erlend-
is, hafa rutt brautina fyrir aðra og
því er alltaf góð aðsókn á Gimli
þegar íslenskir tónlistarmenn eru
á ferðinni,“ segir hún. Tammy
bætir við að óvenjuleg list eigi
líka upp á pallborðið á Gimli.
„Fólk er spennt fyrir hinu óþekkta
og sýning Haraldar Jónssonar er
gott dæmi um það.“
Tammy segist þegar hafa greint
skipuleggjendum hátíðarinnar frá
því að hún voni að Gimli verði
áfram vettvangur hátíðarinnar að
einhverju leyti. „Við höfum góða
aðstöðu fyrir hina ýmsu list-
viðburði, staðarblaðið Interlake
Spectator sinnir þeim vel og við
viljum taka þátt í þessu verkefni.“
Eflir listalífið í Manitoba
Peter Bjornson
menntamála-
ráðherra Manitoba.
Tammy Axelsson,
bæjarstjóri á
Gimli.
Nick Batger við
veitingahús sitt á
Gimli.
Núna (now) (www.nunanow.com) er listahátíð ungs
fólks af íslenskum ættum í Vesturheimi og á Íslandi.
Hún fór fram í apríl og maí og var þetta í þriðja skipti
sem hátíðin er haldin. Megináhersla er á Winnipeg og
þar hafa flestir viðburðir verið, en einnig í Calgary, To-
ronto, Gimli og Riverton. Tugir íslenskra og kanadískra
listamanna hafa tekið þátt í hátíðinni og nokkrir kan-
adískir listamenn hafa einnig farið til Íslands á vegum
núna (now). ,,Árangurinn er ótrúlegur og það er frá-
bært að hafa fengið tækifæri að vera með í uppbygg-
ingunni frá byrjun,“ segir Freya Olafson, dansari og
stjórnarmaður í listráði sýningarinnar.
Listahátíð ungs fólks
Freya Olafson,
balletdansari í
Winnipeg.
Guðmundur Pálsson, söngvari Baggalúts, segir að þátttakan skilji eftir
frábærar minningar. Gífurleg stemning hafi verið á öllum stöðum. And-
rúmsloftið á tónleikunum í Winnipeg hafi verið eins og á hverjum öðrum
tónleikum í stórborg en á litlu stöðunum úti á landi hafi allt verið heim-
ilislegra og líkara samkomum. „Tónlistin féll ekki síður í kramið hjá eldra
fólkinu og auðvitað fundum við meiri tengingu við Ísland á þjóðrækn-
isþinginu á Gimli og í Riverton en á tónleikunum í Winnipeg enda hikaði
fólk ekki við að koma til okkar og ræða málin á íslensku. Það var mjög
sérstök upplifun.“
Guðmundur bætir við að það hafi líka verið einstök upplifun að spila í
Icelandic State Park skammt frá Mountain í Norður-Dakóta, en diskurinn
nefnist einmitt Sólskinið í Dakota og verður væntanlega gefinn út á Ís-
landi innan skamms.
„Sérstök upplifun“
TIL LEIGU TVÆR ÍBÚÐIR Í AUSTURSTRÆTI 12 Í REYKJAVÍK.
Annars vegar er um að ræða 2ja herbergja íbúð á 4. hæð hússins, alls um 65 fm.
Nýlegar innréttingar og parket. Lítur mjög vel út og snýr að Austurstrætinu.
Hins vegar 4ra herbergja íbúð á 5. hæð hússins, alls 110 fm. Svalir Austurvallarmegin.
Nýlegar innréttingar, parket og flísar á öllu. Lítur vel út.
Báðar íbúðirnar eru lausar til afhendingar.
Íbúðir til leigu í 101
Vinsamlegast sendið tölvupóst á irj@landicproperty.is
til þess að nálgast umsóknir og frekari upplýsingar.
Kringlunni 4–12 103 Reykjavík www.landic.is