Morgunblaðið - 07.06.2009, Side 36
36 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
Kauptækifæri á Búlgaríu
Þú borgar í Íslenskum krónum
BORGARTÚN 29
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
REYNIR BJÖRNSSON
ELÍAS HARALDSSON
L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R
Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI
Um er að ræða fallega 84 fm 3ja herb. íbúð á 2 hæð í glæsilegu 7 hæða
lyftuhúsi (byggt 2007) á Sunny beach ströndini við Svartahaf. Verð 19,8
millj.
• Fullbúin íbúð með öllu innbúi
• Þvottavél í íbúð
• Loftkæling og kapalsjónvarp
• Garður með sundlaug + barnalaug, sólbaðsaðstöðu og
veitingastöðum
• Móttaka (lobby) og húsvörður
Upplýsingar veitir Elías Haraldsson löggiltur fasteignasali
í síma 898 2007
RE/MAX Torg - Garðatorgi 5 - 210 Garðabær - Sími 520 9595 - www.remax.is
TIL LEIGU Í NORÐURTURNI
KRINGLUNNAR
með stórkostlegu útsýni
Stórglæsilegt skrifstofurými 130 fm. Fjórar til fimm vinnustöðvar auk móttöku-
ritara. Húsnæðið sem er mjög glæsilegt að öllu leyti, leigist með vönduðum
húsgögnum Í EITT TIL TVÖ ÁR eða lengur eftir nánara samkomulagi.
Húsnæðið getur losnað mjög fljótlega. Tilvalið fyrir t.d. lögmenn, ráðgjafa eða
aðra sem gera miklar kröfur.
Upplýsingar gefur
Bjarni Pétursson
hjá Remax Torg
í síma 772 9040
25.
J
esús kenndi í brjósti um mennina (Matt. 9,36),
vorkenndi þeim, svo hraktir og vegavilltir og
þjáðir sem þeir eru. Hann þráði ekkert heit-
ar en að fá að hjálpa, styðja, græða, bjarga.
Það var og er kvölin hans, að mennirnir sjá
ekki þörf sína og loka á hann.
Og Jesús veit, hvernig Guð hugsar. Hver sem sér
mig sér föðurinn, segir hann (Jóh. 14,9). Orðin mín eru
ekki mín, heldur hans, höndin mín er ekki mín, heldur
hans. Ég er kominn til að sýna hann og boða ríki hans.
Og ríki hans er náð. Þar sem Guð ríkir og ræður þar er
allt náð, eilíf náð. Í þessu ljósi getum við séð, að það er
náð að þessi heimur er til.
Það er náð, að þú færð að vera til. Það er náð, að
þessar dularfullu dyr að baki þér opnuðust og þú fékkst
að koma út um þær hingað í heim. Það er náð, að hinar
dyrnar framundan þér, ekki síður dularfullar, opnast,
þegar stundin er komin, og þú færð að fara út um þær
þangað, sem Guð kallar þig þá.
Náðarríki hans er þar fyrir handan. Þar verður það
opinbert, sem hér er hulið: Að hann er „yfir og allt um
kring með eilífri blessun sinni“, yfir fæðingu þinni og
hverju fótmáli ævinnar, yfir dauða þínum og því sem þá
tekur við. Það er náð að fá að vita þetta og mega treysta
því. Taktu þetta til greina, taktu það til þín, sem
Guð segir við þig í náð sinni. Ljúk þér upp, þú hefur
lykilinn: Biðjið og yður mun gefast, sérhver öðlast, sem
biður, sá finnur, sem leitar, það er opnað fyrir þeim, sem
knýr á, segir Jesús (Matt, 7), enginn fyrirvari um það,
enginn vafi.
Getur hann sagt þetta? Getur það verið satt? Getur
það staðist í ljósi áþreifanlegra, jarðneskra staðreynda?
Hvað heyrir maður og sér í daglegum fréttum? Hvað
getur maður orðið að horfa upp á af mannlegum raunum
og þrautum, hörku, blindu og grimmd? Og hverju getur
maður ekki þurft að mæta af vonbrigðum, óleysanlegum
vandamálum, áföllum, þjáningum, sorg? Hvað skyldi
verða úr þessum fagnaðarboðskap, þegar maður mætir
algeru miskunnarleysi, þegar grimmdin urrar upp á
mann úr öllum áttum, þegar allir snúa baki við manni,
öll sund lokast, ekkert virðist vera til nema kvöl og
myrkur?
Það var nú einmitt þetta, sem Jesús lifði sjálfur. Og
sjálfur Guð í honum. Sá Guð, sem Jesús opinberar, er
ljós og myrkur er ekki í honum (1. Jóh. 1,5).
En ljósið skín í myrkrinu (Jóh. 1,5). Guð sjálfur er í
myrkrinu, neyðinni, kvölinni, örvæntingunni.
Guð lifir alla skelfingu, af því að hann þyrstir að
hjálpa. Því vill hann segja við hvern, sem þjáist: Ég er
hjá þér, ég stend með þér, ég líð með þér og í þér, þín
synd og þraut er mín, við líðum saman, við sigrum sam-
an. Ég er að endurfæða sköpunarverkið mitt með þraut.
Með krossins kvöl og þraut, sem fæðir af sér upprisuna,
sigur lífsins, sigur kærleikans. Sjá, ég gjöri alla hluti
nýja.
Þannig er náðin mín, segir Guð. Og það er þráin mín,
að þú, litla barn, viljir verða barn náðar minnar að fullu,
vitandi vits, og að eilífu.
Leit og svör
Sigurbjörn
Einarsson
» Og ríki hans er náð. Þar semGuð ríkir og ræður þar er allt
náð, eilíf náð.
Pistlar sr. Sigurbjörns Einarssonar, sem Morgunblaðið birti á
sunnudögum á síðasta ári, vöktu mikla ánægju meðal lesenda. Um
það samdist, milli sr. Sigurbjörns og Morgunblaðsins, að hann
héldi áfram þessum skrifum og hafði hann gengið frá nýjum
skammti áður en hann lést.
ÞAÐ er skoðun mín
að grynnka mætti
verulega á pen-
ingavandræðum þjóð-
arinnar með því að
nýta geymdar skatt-
tekjur ríkissjóðs í sér-
eignarsparnaði. Ég hef
ekki heyrt þá hugmynd
að taka skattpeningana
út úr séreignarsparn-
aði.
Hugmynd mín er sú að rík-
isstjórnin breyti lögum þannig að
hún geti tekið út skatt af séreign-
arsparnaði sem liggur inni hjá líf-
eyrissjóðum og staðgreiðsla skatta
af séreignarsparnaði verði tekin
upp.
T.d. er hægt að ákveða að staðan á
séreignarreikningum verði tekin um
áramót og skatturinn greiddur þá
strax. Þá fær ríkissjóður væntanlega
nokkra tugi milljarða. Síðan er stað-
greiðsla tekin af séreignarsparnaði
svo skatttekjur hvers mánaðar
aukast þó nokkuð. Að lokum greið-
um við fjármagnstekjuskatt af vöxt-
um séreignarsparnaðar eins og er
um venjulegar innistæður.
Þarna er hægt að ná
í verulegar tekjur fyrir
ríkissjóð án þess að það
komi niður á nokkrum
manni.
Eflaust er hægt að
útfæra þetta á margan
hátt en þarna er um
töluverðar fjárhæðir að
ræða.
Mér er spurn, af
hverju hefur engin um-
ræða farið fram um
þetta?
Það eina sem ég hef heyrt minnst
á er að fólk taki út séreignarsparn-
aðinn. Þess gerist ekki þörf ef þessi
leið er farin. Það er betra að nýta
þetta fé strax og koma okkur áleiðis
út úr vandanum.
Fjármálaráðherra: Verður þetta
ekki komið í lög í næstu viku?
Fjármálaráðherra:
Hér er lausnin
Eftir Hrein
Hreinsson
»Eru geymdar skatt-
tekjur ríkissjóðs
lausnin? Af hverju er
engin umræða um þær?
Hreinn Halldórsson
Höfundur er gagnasafnsstjóri
hjá Skýrr.
SUNNUDAGINN
24. maí síðastliðinn
skrifaði ég grein um
ASÍ, Samfylkinguna og
ESB. Þar kom ég inn á
hið svo kallaða Vax-
holms-mál í Svíþjóð og
afleiðingar þess fyrir
launþegahreyfinguna á
ESB-svæðinu. Aðdrag-
andi þessa máls var að
bæjarfélagið Vaxholm í
Svíþjóð ákvað árið 2004
að fara í endurbyggingu á skóla-
húsnæði í bænum. Gerð voru tilboðs-
gögn þar sem meðal annars var kveðið
á um að þau fyrirtæki sem áhuga
hefðu á að gera tilboð í verkið skyldu
skrifa undir samning við Byggnads
um launakjör og aðbúnað (koll-
ektivavtal) en það var hinn almenna
regla á sænskum vinnumarkaði.
Lettneska fyrirtækið Laval un Part-
neris átti lægsta boðið í verkið og fékk
það. Laval hafði þegar þetta var þegar
starfað á sænskum byggingamarkaði
um nokkurt skeið en þá í gegnum
dótturfélag sitt sem hét Baltic AB og
á árunum 2002/03 hafði það veltu upp
á um 20 milljónir sænskra króna. Bal-
tic AB hóf síðan störf við endurbygg-
ingu skólans sem undirverktaki fyrir
hönd Laval un Partneri en í júní árið
2004 hefur Byggettan samband við
Baltic AB og fer fram á að þeir skrifi
undir launasamninga við þá eða svo
kallaðan tímabundinn kjara- eða
vinnuréttarsamning (hängaftal) en
það er vaninn í svona tilfellum. Byg-
gettan komst fljótt að því að Baltic AB
hafði ekki áhuga á slíkum samningi þó
að þeir hafi áður undirgengist það við
tilboðið að slíkt skyldi
gert. Í september sama
ár slitnar svo upp úr
samningaviðæðum við
Baltic AB og í nóvember
sama ár er fyrirtækið
sett í „frost“ (blockad).
Útilokunin stóð í einar 7
vikur og um jólin 2004
hættir Baltic AB störf-
um við skólabygginguna
og fer til Lettlands.
Þetta mál fór síðan fyrir
sænska vinnudómstól-
inn sem dæmdi Bygg-
nads og LO í fullum rétti í þessum
átökum, en þar sem dómurinn var
ekki einhuga var ákveðið að sækja eft-
ir áliti frá Evrópudómstólnum og
settu fulltrúar LO sig ekki upp á móti
því. Niðurstaða Evrópudómstólsins
var sú að heimilt var og er að greiða
laun samkvæmt lettneskum launa-
samningum þó svo unnið væri í Sví-
þjóð. Forsenda dómsins er sú að ESB
lítur svo á að þjónusta fyrirtækja og
vinnuafls skal geta farið óhindrað um
ESB-svæðið án hafta og afskipta
stéttarfélaga í viðkomandi landi og án
þess að þurfa að gangast undir kjara-
samninga viðkomandi lands. Þetta á
við öll fyrirtæki og launþega í ESB-
löndunum. Í svari sínu 25. maí 2009
við grein minni sem birtist í Mbl. 24
maí 2009 segir Gylfi Arnbjörnsson
orðrétt:
ASÍ gerði sérstakan kjarasamning
við SA 2004 um málefni erlendra
starfsmanna sem auðvelda okkur að
koma í veg fyrir undirboð. Einnig höf-
um við í samstarfi við SA og félags-
málaráðherra staðið fyrir innleiðingu
ýmissa reglna sem er ætlað að koma í
veg fyrir að fyrirtæki geti misnotað
aðstöðu sína til að ná samkeppn-
isforskoti með því að grafa undan lög-
um og kjarasamningum. Að okkar
mati hefur skipulag íslensks vinnu-
markaðar, þar sem saman fer mikil
þátttaka í verkalýðsfélögum, samstarf
við samtök atvinnurekanda um trausta
kjarasamninga sem eru studdir nauð-
synlegri löggjöf, reynst skila bestum
árangri í að tryggja hagsmuni bæði
launafólks og fyrirtækja. Aðild að ESB
ógnar þessu fyrirkomulagi ekki á
nokkurn hátt nema síður sé.
Ég get ekki betur séð en að LO og
Byggnads í Svíþjóð hafi talið sig vera í
svipaðri stöðu á sænskum vinnumark-
aði áður en til Vaxholms málsins kom.
Sjá grein á heimasíðu LO. http://
www.lo.se/home/lo/home.nsf/uni
View/4CA5C8558AA549D2C1256
F720060D909
Málalok Vaxhólms málsins hafa sett
af stað mikið umrót á meðal sænsku
verkalýðshreyfingarinnar sem finnst
gróflega vegið að launþegum landsins
og að það ógni velferð sænskra laun-
þega. Nú í aðdraganda kosninganna til
ESB-þingsins er þróun þessara mála
mótmælt harðlega af sænska
Sósíaldemókrataflokknum og LO/
Byggnads og þess krafist að afstöðu
ESB til þessara mála verði breytt eins
og má sjá á heimasíðum félaganna.
Sjá: http://www.socialdemokra-
terna.se/Webben-for alla/EU/
maritaulvskog/MediaKontakt/
Artiklar/EU-kommissionens-
ordforande-bor-avga/ og http://
www.byggnads.se/Europaparla-
mentsvalet/Byggnads-argument-for-
att-du-ska-rosta/
Í dag 28. maí 2009 fór hópur fé-
lagsmanna Byggnads og LO með Ma-
ritu Ulvskog í broddi fylkingar út til
Vaxholms til að greiða atkvæði til
ESB-þingsins utankjörstaðar. Það var
gert til að minna á Vaxhólms-málið og
þá hættu sem þessir aðilar telja að
steðji að sænskum launþegum og
sænsku velferðarkerfi. Það er augljóst
að Sósíaldemokrataflokknum og aðild-
arfélögum LO finnst ástæða til að ótt-
ast þessa framvindu mála. Það er mér
óskiljanlegt að ASÍ skuli ekki óttast
þessa þróun eða telja að hana þurfi að
taka alvarlega. Hvað gerir okkur betur
í stakk búna til að takast á við slík mál
innan ESB en önnur aðildarlönd sam-
bandsins?
Hver verður staða launþega-
hreyfingarinnar innan ESB?
Eftir Rafn Gíslason » Það er mér óskilj-
anlegt að ASÍ skuli
ekki óttast þessa þróun
eða telja að hana þurfi
að taka alvarlega.
Rafn Gíslason
Höfundur er húsasmiður.
, ,