Morgunblaðið - 07.06.2009, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
• Deildarstjóri-meðeigandi óskast að meðalstóru þjónustufyrirtæki á sviði
tölvu- og tæknibúnaðar. Æskilegt að viðkomandi sé rafeindafræðingur eða
hafi svipaða menntun og starfsreynslu. Fyrirtækið er ört vaxandi og er nú
með 12 starfsmenn. Fyrirtækið er 100% í eigu starfsmanna.
• Ein þekktasta og elsta ísbúð borgarinnar. Ársvelta 50 mkr. EBITDA 8 mkr.
• Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). Ársvelta 260 mkr.
• Þekkt sérverslun með heimilisvörur. Ársvelta 170 mkr.
Góður leigusamningur.
• Sérhæft hugbúnaðarfyrirtæki með langtímasamninga. Hentugt til
sameiningar.
• Rótgróin heildverslun með fyrirtækjavörur. Ársvelta 140 mkr. Hagstæðar
skuldir.
• Trésmiðja til sölu eða leigu. Sérhæfð framleiðsla og góð tæki. Lítið skuldsett
og vel staðsett í 600 fermetra ódýru húsnæði.
Ráðgjöf
til fyrirtækja
! "
#
$
!
%
&' Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík.
Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766
info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is
Í Morgunblaðinu 3.
júní birtast tvær grein-
ar varðandi Orf líf-
tækni ehf. og umsókn
fyrirtækisins um leyfi
til að rækta erfða-
breytt bygg sem inni-
heldur lyfjaprótín.
Þessi prótín eru notuð
sem grunnefni í lyfja-
iðnaði og snyrtivöru-
iðnaði (sbr. greinar
sem birst hafa á heima-
síðu Samtaka iðnaðarins). Gríð-
arlega sterk viðbrögð hafa komið frá
almenningi að undanförnu gegn
þessari umsókn og fjölmargar at-
hugasemdir verið sendar, m.a. til
Umhverfisstofnunar, í þá veru.
Í umfjöllun um málið hafa hvorki
Orf líftækni né ýmsir fræðimenn
gætt nákvæmni til hins ýtrasta og
því miður villir það fyrir umræðunni.
Á fundinum sem haldinn var í Gunn-
arsholti h. 26. maí sl. var bent á að
Orf sækir um leyfi á Íslandi til fram-
leiðslu og tilrauna á 600 fm til 10 ha
en til ESB er sótt um 200 fm til 1 ha
– hvað er framleiðsla, hvað er tilraun
og vegna hvers þetta misræmi? Hér
er fátt um svör.
Örfá tilraunaleyfi
veitt í Evrópu
Í fyrsta lagi fullyrðir Björn L.
Örvar frá Orf um „104 leyfi veitt fyr-
ir svipaða ræktun í Evrópu“. Hið
sanna í málinu er að eina tegund eb-
plantna sem leyft er að rækta í Evr-
ópu fyrir markað er maísyrkið
Mon810 frá Monsanto, – allt hitt
varðar tilraunir. Hjá ESB eru í
gangi nákvæmlega 3 umsóknir um
leyfi til tilraunaræktunar á eb-
plöntum með lyfjaprótín, þar af um-
sókn Orfs, ein umsókn sem varðar
tóbaksplöntu með plöntugeni og ein
með lyfjaprótín frá Ungverjalandi
sem er óafgreidd. Það er allt og
sumt! Engin leyfi hafa verið veitt til
framleiðslu fyrir eb-plöntum með
lyfjaprótín í Evrópu þar sem áhrifin
þykja ekki nógu vel
rannsökuð.
Gagnrýni
óvelkomin
Í öðru lagi er gert
mikið úr töfum sem
hafi orðið á afgreiðslu
leyfisins og ástæðan
sögð sú að öll gögnin
hefðu ekki borist í tíma
til Umhverfisstofn-
unar. Hvers vegna
höfðu öll gögnin ekki
borist í tíma? Vegna
þess að Orf líftækni
ehf. kærði í gegnum lögfræðinga
sína setu Gunnars Á. Gunnarssonar
(fulltrúa ráðherra í nefndinni en
ekki fulltrúa hagsmunasamtakanna
eins og Orf kýs að láta það líta út
fyrir að vera – sbr. tilkynning frá
starfsgreinahóp, “Líftæknifyr-
irtæki“, hjá SI,www.si.is) í ráð-
gjafanefndinni. Eftir að því máli
lauk var sett pressa á UST til að af-
greiða málið eins fljótt og hægt var
og átti að fórna upplýsingaskyldu til
almennings í ferlinu. Í þriðja lagi
hefur verið ráðist á mannorð dr.
Kristínar Völu Ragnarsdóttur, for-
seta verkfræði- og náttúrusviðs Há-
skóla Íslands, fyrir að benda á að
áhættumat hefur ekki verið gert,
sem hún gerði með gildum rökum.
Ekki má gleyma að Orf líftækni hef-
ur gert samning við Háskóla Íslands
um samstarf á sviði rannsókna og
tækniþróunar á lífvirkum prótínum
(11.2.09 – sbr. www.orf.is). Því hljót-
um við að spyrja hvort Háskóli Ís-
lands sé þar með orðinn vanhæfur
og hvort starfsmönnum hans sé þar
með óheimilt að gagnrýna umsóknir
Orfs… eða mæla með þeim? Von-
andi hefur háskólarektor ekki verið
beittur þrýstingi úr þeirri átt, enda
hafa gagnrýnisraddir komið úr mjög
mörgum áttum.
Úreld löggjöf og
samfélagsleg ábyrgð
Umsókn Orf átti að afgreiða í
hljóði og í skugga úreltar löggjafar.
Evróputilskipun, sem afgreiða ber
umsóknir eftir, er frá árinu 2001. Sú
tilskipun var ekki samþykkt hjá
EES fyrr en 2007 vegna þess að
Norðmenn kusu að ganga lengra en
hún kveður á um. Íslendingar hafa
tekið hinn pólinn, sem sagt að horfa
framhjá þessari tilskipun og styðjast
í flýti við tilskipun frá 1990 rétt áður
en „nýja“ tilskipunin átti að komast
á dagskrá á Alþingi. Við erum ekki
lengur á árinu 2007 eins og menn
segja gjarnan í dag um slíka af-
greiðslu mála, í dag er 2009 og þetta
mál varðar okkur öll, umræðan verð-
ur að fara fram og almenningur hef-
ur fullan rétt að tjá sig og hafa sína
skoðun á þessu. Þar ríkir sú al-
menna skoðun að ekki skuli sleppa
erfðabreyttum lífverum út í náttúr-
una og er sú skoðun ekki frábrugðin
því sem þekkist í Evrópu og víðar.
Starfsemi Orfs getur aldrei orðið Ís-
landi til sóma nema því aðeins að
ræktun þess á erfðabreyttum plönt-
um verði haldið tryggilega innan-
dyra undir ströngu opinberu eftirliti
þannig að engin efni úr þessari
framleiðslu geti borist út í umhverfið
fyrir slysni eða með frárennsli, sorpi
eða öðru (Orf er reyndar ekki tryggt
fyrir tjóni af þessu tagi). Það kann
að vera eitthvað dýrara fyrir Orf –
kostnaður er raunveruleg ástæða
umsóknarinnar eins og skýrt kom
fram á fundi í Gunnarsholti. Ísland á
það hinsvegar ekki skilið að um-
hverfi þess og öryggi sé stefnt í
hættu með sleppingu erfðabreyttra
lífvera.
Erfðabreytt bygg með lyfja-
prótín – villandi upplýsingar?
Eftir Dominique
Pledel Jónsson » Sleppingar af EB-
plöntum með lyfja-
prótín fyrir markað eru
ekki leyfðar í Evrópu og
áhættumat um áhrif
þeirra hefur ekki farið
fram á Íslandi.
Dominique Pledel
Jónsson
Höfundur er formaður
Slow Food Reykjavík.
FRAMUNDAN er
mikið ferðasumar á
Íslandi, líklega eitt
það mesta í langan
tíma. Samkvæmt
könnun Ferða-
málastofu um ferða-
áform Íslendinga má
búast við að um 90%
Íslendinga ætli að
ferðast innanlands í
sumar, sem er nokkuð
hærra hlutfall en fyrri kannanir
hafa sýnt, en auk þess bendir
margt til þess að vænlega horfi í
komum erlendra ferðamanna.
Þegar sumarfrí er skipulagt má
gera ráð fyrir að ferðalangar sæki
í ýmiss konar afþreyingarferðir. Þá
er vert að huga að leyfismálum í
ferðaþjónustu og við hverja best er
að eiga viðskipti.
Þeir sem skipuleggja og/eða
selja ýmiss konar ferðir innan
lands sem utan verða að hafa til
þess leyfi frá Ferðamálastofu. Þeir
sem ekki hafa tilskilin leyfi stunda
því ólöglega starfsemi. Til að vita
hverjir hafa leyfi og hverjir ekki
þá ber söluaðilum ferða að nota og
birta auðkenni sem Ferðamálastofa
gefur út þannig að fólk getur á
auðveldan hátt gengið úr skugga
um hvort tilskilin leyfi séu fyrir
hendi eða ekki. Ferðaþjónustuað-
ilunum ber að birta auðkennin á
heimasíðum og í auglýsingum sín-
um.
Auðkenni Ferða-
málastofu fá einungis
þeir aðilar sem hafa
leyfi til að skipuleggja
og/eða selja ferðir.
Það er því ákveðinn
gæðastimpill fyrir við-
komandi aðila og stað-
festing á því að við-
komandi sé með
lögbundið leyfi. Leyfi
eru því ákveðin með-
mæli með starfsem-
inni, veita aðhald og
með því eru ákveðnir
hagsmunir neytenda verndaðir.
Gerður er greinarmunur á ferða-
skipuleggjenda- og ferðaskrif-
stofuleyfum. Hlutverk ferðaskipu-
leggjenda er að setja saman, bjóða
fram og selja í atvinnuskyni eft-
irfarandi ferðatengda þjónustu fyr-
ir almenning:
Skipulagningu ferða hópa og ein-
staklinga innan lands og erlendis,
skipulagningu funda, sýninga og
ráðstefna og hvers kyns þjónustu
því tengda, innan lands sem utan,
umboðs- og endursölu farmiða með
t.d. bifreiðum, skipum og flug-
vélum, dagsferðir sem fela í sér
ýmiss konar afþreyingu og frí-
stundaiðju s.s. hestaferðir, vél-
sleðaferðir, fljótasiglingar, jeppa-
ferðir, gönguferðir, hlaupaferðir,
hvalaskoðunarferðir, veiði í ám og
vötnum, veiði villtra dýra, báta-
leiga, köfun, seglbrettaleiga, kletta-
klifur, fallhlífarstökk, teygjustökk
o.s.frv., ferðir og veitingar sem
hluta af veittri þjónustu. Hlutverk
ferðaskrifstofa er að selja alferðir í
atvinnuskyni en alferð er fyrirfram
ákveðin samsetning tveggja eða
fleiri þátta sem seldir eru saman á
einu verði, t.d. flug og gisting eða
hestaferð með gistingu.
Mikil aukning hefur verið í út-
gáfu ferðaskipuleggjendaleyfa en
það sem af er þessu ári hefur verið
sótt um fleiri leyfi en gefin voru út
allt árið í fyrra. Um 165 slík leyfi
eru í gildi og fer þeim fjölgandi.
Því miður má reikna með að ein-
hverjir bjóði til sölu ferðir án þess
að hafa tilskilin leyfi. Ferða-
málastofu hafa borist fjölmargar
ábendingar um slíkt. Þá er um
ólöglega starfsemi að ræða. Tilvon-
andi ferðalangar eru hvattir til að
snúa viðskiptum sínum til aðila
sem hafa tilskilin leyfi en ekki
stuðla að því að ólögleg starfsemi
viðgangist. Á vef Ferðamálastofu,
www.ferdamalastofa.is, má finna
lista yfir ferðaskrifstofur og -skipu-
leggjendur sem hafa tilskilin leyfi.
Er ferðalag framundan?
Eftir Helenu Þ.
Karlsdóttur » Tilvonandi ferða-langar eru hvattir til
að snúa viðskiptum sín-
um til aðila sem hafa til-
skilin leyfi en ekki
stuðla að því að ólögleg
starfsemi viðgangist.
Helena Þ. Karlsdóttir
Höfundur er lögfræðingur
Ferðamálastofu