Morgunblaðið - 07.06.2009, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 07.06.2009, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 – meira fyrir áskrifendur Kraftar Norðurlands Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Fólkið og fyrirtækin skoðuð og dregin upp mynd af möguleikum og framtíð þessa landshluta í veglegu sérblaði 25. júní Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569-1134/ 692-1010 eða sigridurh@mbl.is Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 22. júní. Viðskiptablað Morgunblaðsins tekur púlsinn á atvinnulífi Norðurlands Meðal efnis verður : • Menntun og rannsóknir • Hönnun, handverk og saga • Matur, drykkur og menning • Landbúnaður, ferðaþjónusta, náttúra og haf • Framleiðsla, nýsköpun og norðlenskt hugvit www.veggfodur.is Á ÁRUNUM 1998- 2008 voru 36 banaslys í umferðinni rakin til ölvunaraksturs. Ölv- unarakstur er þriðja algengasta orsök bana- slysa í umferðinni á Ís- landi á eftir hraðakstri og vanrækslu á notkun bílbelta. Árin 2005- 2007 fórust 6 í bana- slysum þar sem orsök- in var ólögleg fíkniefni. Önnur „lögleg“ lyf koma einnig við sögu í banaslysum, þá helst slævandi verkjalyf sem fólk misneytir eða varar sig ekki á. Hliðarverkun ölv- unar- og fíkniefnaaksturs er sú stað- reynd að oft eru ökumenn í andlegu ójafnvægi sem leiðir til þess að þeir rjúka af stað eftir rifrildi eða deilur við annað fólk. Af því leiðir að dóm- greindin skerðist sem verður m.a. til þess að fólk notar ekki bílbelti og ek- ur hratt og glæfralega. Um leið set- ur það sig og aðra í hættu í umferð- inni eins og slysin sanna. Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur rannsakað 1-2 svona slys á hverju ári. Þau verða gjarnan að næturlagi eða undir morgun á sumr- in. Nýlegar tölur frá Umferðarstofu vekja einnig ugg. Á síðustu tveimur árum hefur umferðarslysum, þar sem ölvun við akstur kemur við sögu, fjölgað um helming. Á sama tíma berast tölur frá lögreglunni um fækkun kæra vegna ölvunaraksturs. Af því mætti ætla að ölvunarakstur væri á undanhaldi – en svo er því miður ekki miðað við þann mikla fjölda sem lendir í umferðarslysi undir áhrifum áfengis. Ég hef lengi haldið því fram að umferð- arlöggæsla á Íslandi sé engan veg- inn viðunandi miðað við fjölda um- ferðarslysa og ökutækja. Ástæða þess að kærum vegna ölvunarakst- urs fækkar er augljóslega sú að um- ferðarlöggæslan er ekki nægilega mikil. Menn komast einfaldlega upp með að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Að undanförnu hef ég í starfi mínu sem for- varnafulltrúi VÍS heimsótt fjölda grunn- skóla með fræðslu um afleiðingar umferðar- slysa. Í samtali við nemendur hef ég orðið vör við að akstur án ökuréttinda virðist vera allt of algengur í aldurshópnum 15-16 ára. Börnin segja að bílar foreldra eða systkina séu „fengnir að láni“ – oft að nóttu til þegar enginn verður þess var. Í mörgum tilfellum eru börnin einnig skilin eftir ein heima á meðan foreldrar eða aðrir for- ráðamenn eru að heiman í lengri eða skemmri tíma, e.t.v. erlendis, og þá nota börnin tækifærið og aka heim- ilisbílnum. Nú kann margur að ætla að þetta sé orðum aukið en því miður hef ég ástæðu til að ætla að svo sé ekki. Þegar ég spyr hvort þau óttist ekki að verða stöðvuð af lögreglunni er svarið einfalt: „Maður er aldrei stoppaður og svo eru heldur engir löggubílar á ferðinni.“ Varla þarf að taka fram hversu varhugavert það er fyrir barn að aka vélknúnu ökutæki án þess að hafa hlotið lögbundna ökukennslu. Ég vil hvetja foreldra til þess að vera vel á verði gagnvart þessu og skilja bíl- lyklana sína ekki eftir á glámbekk. Best af öllu er þó að gera börnunum grein fyrir þeirri hættu sem af slík- um háskaakstri getur hlotist. Þá vil ég vara eindregið við niðurskurði á löggæslu og þá sérstaklega umferð- arlöggæslu. Enginn einn þáttur í samfélaginu er eins hættulegur og akstur vélknúinna ökutækja. Árlega deyja að meðaltali 24 í umferðar- slysum á Íslandi og hundruð slasast alvarlega. Á síðustu fimm árum hafa 9 ungmenni látist af völdum ofsa- aksturs en sá hraði sem skilgreindur er sem „ofsaakstur“ er kominn langt yfir öll mörk og ávísun á örkuml eða dauða ef eitthvað út af ber. Slíkt háttarlag í umferðinni er hægt að fyrirbyggja með forvörnum sem ná til mjög margra en alltaf eru til ein- staklingar sem láta sér ekki segjast. Til þess að koma böndum á þá dugar fátt annað en öflugt lögreglueftirlit og haldlagning á ökutækinu í verstu tilfellunum. Svo virðist sem þeirri heimild hafi ekki enn verið beitt þótt margir einstaklingar hafi ítrekað brotið gróflega af sér í umferðinni og ættu alls ekki að hafa forráð yfir vélknúnu ökutæki. Hert viðurlög við alvarlegum umferðarlagabrotum og hækkun sekta eru ekki til neins ef þeim meðulum er ekki beitt til þess að uppræta ökuníðinghátt í umferð- inni. Í hönd fer líklega eitt mesta ferða- sumar í langan tíma. Landinn virðist ætla að flykkjast út á þjóðvegina í sumar og því hefur oft verið þörf en nú er nauðsyn. Við sem förum að reglum í umferðinni, og það gerum við flest, eigum skýlausan rétt á að ferðast um vegi þessa lands án þess að við og ástvinir okkar séu í bráðri lífshættu vegna þeirra sem beita of- beldi í umferðinni með ofsaakstri, ölvunar- eða fíkniefnaakstri eða bara vegna þess að þeir álíta sig ódauðlega einræðisherra á vegum landsins. Þá ber að stöðva með öllum tiltækum, löglegum ráðum. Hremm- ingar undanfarinna mánuða hafa reynt á þolrif almennings svo ekki sé harmleikjum umferðarinnar bætt við. Nóg er nú samt. Ökuníðinga þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum Eftir Ragnheiði Davíðsdóttur » Til þess að koma böndum á þá dugar fátt annað en öflugt lög- reglueftirlit og hald- lagning á ökutækinu í verstu tilfellunum. Ragnheiður Davíðsdóttir Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS. ÞVÍ hefur verið haldið að okkur und- anfarin ár að einka- rekstur sé í eðli sínu betri en opinber rekstur. Að einkaað- ilar fari betur með sitt eigið fé og eignar- auðlindir, en rík- isstarfsmenn með al- mannafé og sameig- inlegar auðlindir. Nú höfum við fengið að sjá að þetta er alls ekki algilt. Einkaaðilar fara ekki endilega bet- ur en opinberir aðilar með fjár- magn, fyrirtæki, orðspor eða auð- lindir. Einkavæðing auðlinda Við höfum slæma reynslu af einkavæðingu auðlinda hér á Ís- landi. Allt frá því að framsal afla- heimilda var heimilað og aflaheim- ildir sem útgerðir höfðu fengið úthlutaðar án endurgjalds urðu að seljanlegri og veðsetjanlegri „eign“, hefur skuldsetning sjáv- arútvegsins margfaldast. Þau byggðarlög sem treyst hafa á sjáv- arútveg til atvinnusköpunar hafa með framsalinu orðið háð velvilja, siðgæði og nennu útgerðarmanna á hverjum stað. Möguleiki á veðsetn- ingu kvóta hefur vissulega gert það að verkum að útgerðir hafa getað skapað sjó- mönnum sínum betra og öruggara vinnuum- hverfi en skuggahliðin er sú að marga hefur brostið siðferðisþrek þegar milljarðar eru boðnir í aflaheimildir og gildir þá einu þó að það kosti aðrar fjöl- skyldur í byggðarlag- inu lífsviðurværi sitt. Þannig hefur einka- væðing á auðlindinni orðið til þess að einkahagsmunir hafa verið teknir fram yfir hagsmuni heildar- innar, sem er grátlegt þegar um sameginlega auðlind þjóðar er að ræða. Fyrningarleiðin Afskriftaleið ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að 5% aflaheimilda séu endurheimt árlega, það er mildileg leið til þess að ná auðlind- inni aftur í almannaeigu og endur- úthluta á öðrum grunni. Verði afla- heimildir endurheimtar þurfa þeir sem vilja koma að sjósókn ekki að kaupa sig inn í greinina með því að borga útgerðarmönnum sem fyrir eru „eignarverð“ fyrir kvótann, eða leigja kvóta af þeim tímabund- ið, á uppsprengdu verði. Þá greiða þeir sem vilja stunda sjávarútveg hinu opinbera, almenningi, sem á auðlindina, hóflegt „afnotagjald“. Sjávarútvegur mun ekki leggjast af með fyrningarleiðinni, fiskur verður áfram veiddur og verkaður og samhliða fyrningarleiðinni verð- ur að sjá til þess að stöðugleiki at- vinnuvegarins sé að öðru leyti tryggður. Framsalið eykur skuldsetningu Það er rétt að flestir sem í dag „eiga“ aflaheimildir keyptu þær (með skuldsetningu atvinnuveg- arins) af öðrum, sem tóku þá pen- inga út úr sjávarútvegi og skildu eftir skuldirnar. Það voru sjálfsagt mistök þeirra sem keyptu að halda að óveiddur fiskur í sjónum, sam- eign þjóðarinnar, yrði einkaeign um ókomna tíð. Það væru enn stærri mistök að leyfa þessari hringrás að halda áfram, að þeir sem nú „eiga“ kvóta selji, taki pen- inga úr atvinnuveginum, sem verð- ur fyrir vikið enn skuldsettari. Það verður að losa undirstöðu- atvinnuveg og helstu auðlind þjóð- arinnar út úr þessari hringrás sem Auðlindir og eignarhald Eftir Sigrúnu Elsu Smáradóttur » Fiskur verður áfram veiddur og verk- aður. Samhliða fyrning- arleiðinni verður að sjá til þess að stöðugleiki atvinnuvegarins verði tryggður Sigrún Elsa Smáradóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.