Morgunblaðið - 07.06.2009, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
mbl.is/moggaklubburinn
GJAFABRÉF FRÁ
þú ert heppinn vin
ningshafi í Moggak
lúbbnum í maí 200
9
og vannst vikuferð
til Costa del Sol m
eð Heimsferðum:
Gegn framvísun þe
ssa gjafabréfs fær
ðu farmiðana
afhenta á næstu s
krifstofu Heimsferð
a.
Moggaklúbburinn
óskar þér til hamin
gju með vinninginn
.
Góða ferð!
Dags.
Fyrir hönd Moggakl
úbbsins
Vikuferð til Costa d
el Sol
Ásdís Pedersen
fyrir tvo fullorðna o
g tvö börn
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
Til hamingju
með vinningin
Vinningshafi Moggaklúbbsins
í maí fær viku ferð fyrir fjóra til
Costa del Sol
Langar þig að stunda hluta af vinnu-
staðanámi þínu á Norðurlöndum?
Ferða- og dvalarstyrkur
IÐAN fræðslusetur auglýsir eftir umsóknum til vinnu-
staðanáms á Norðurlöndunum. Norræna ráðherranefndin
styrkir nemendur í öllu iðn- og starfsnámi til að stunda
hluta af vinnustaðanámi sínu á Norðurlöndunum. Úthlutað
verður úr sjóðnum í júní 2009 og október 2009. Hámarks-
dvöl er sex mánuðir og lágmarksdvöl er tveir mánuðir.
Sækja þarf um fyrir 15. júní 2009 og seinni umsóknarfrestur
er 15. september 2009.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar er hægt að nálgast
á heimasíðu IÐUNNAR fræðsluseturs, http://idan.is/styrkir/
eða í síma 590-6400.
ÞRIÐJA júní skrif-
aði Áslaug Helgadótt-
ir fróðlega grein í
Morgunblaðið um
erfðatækni í landbún-
aði. Það er áhugavert
að hún telur ræktun á
erfðabreyttu byggi til
lyfja- og snyrtivöru-
framleiðsu vera land-
búnað. Í þessari grein
fer Áslaug mörgum
orðum um að und-
irrituð hafi andmælt því að líf-
tæknifyrirtækinu ORF Líftækni
verði veitt leyfi til þess að rækta
erfðabreytt bygg utandyra í
Gunnarsholti. Það er rétt að ég
skrifaði slíkt bréf – hins vegar er
grein Áslaugar um allt annað efni
en mitt bréf. Bréfið skrifaði ég til
þess að vekja athygli á því að ekki
hefði verið gefinn nægur tími fyrir
almenning til þess að koma með
athugasemdir um fyrirhugaða
ræktun. Umhverfisstofnun gaf
eina viku en samkvæmt Evr-
ópulögum þarf að gefa 30 daga (ég
sagði sex vikur í bréfinu – sem er
rangt). Síðan skrifaði ég að um-
sóknin væri ekki að fullu gefin til
umfjöllunar almenningi og því
væri erfitt að meta hvaða grunn-
rannsóknir liggja að baki umsókn-
inni. Samkvæmt ESB-lögum á að
gera umhverfisáhættumat áður en
leyfi er gert til útiræktunar á gen-
breyttum lífverum. Slíkt mat hef-
ur ekki farið fram. Þetta mat met-
ur míkró- og makrólvistkerfið
fyrir ræktun og svo á meðan á
ræktun stendur. Samkvæmt þeim
gögnum sem lágu fyrir á vefsíðu
UST hafa slíkar rannsóknir ekki
verið unnar og eru ekki skipulagð-
ar eftir að ræktun hefst. Síðan
ræddi ég í bréfi mínu um möguleg
áhrif á umhverfið en þau er ein-
ungis unnt að meta ef grunnrann-
sóknir á lífríkinu eru unnar. Þá
spurði ég um öryggi tilrauna-
reitsins svo að eng-
inn, hvorki dýr né
menn, gæti neytt
þessa byggs sem
kemur til með að
hafa vaxtarþætti úr
mönnum og er því
ekki til manneldis.
Í bréfi mínu
spurði ég einnig
hver myndi standa
að grunnrann-
sóknum á meðan á
tilraunum stendur
og hvaða trygginga-
félag tryggir fram-
kvæmdir ef eitthvað fer úr bönd-
unum. Gögn vantar um að meta
möguleika á að matvæli og fóður
í nágrenni tilraunareitanna
mengist. Þar sem grunnrann-
sóknir eru ekki fyrir hendi er
ekki hægt að svara þessum
spurningum.
Það er áhugavert að Ísland
átti að samþykkja löggjöf ESB
um ræktun erfðabreyttra lífvera
fyrir 28. mars, 2008. Þessi lög-
gjöf er Directive 18/2001 sem
dróst að samþykkja í Evr-
ópuþinginu vegna þess að Norð-
menn vildu að þessi lög yrðu enn
strangari. Nú er verið að fjalla
um að aðlaga þessi lög á alþingi
og þess vegna ætti ekki að gefa
nein leyfi til útiræktunar uns
löggjöfin hefur verið samþykkt.
Loks vek ég athygli á því í
bréfi mínu að ESB hefur aldrei
leyft útiræktun erfðabreyttra
lyfja- eða iðnaðarplantna til
framleiðslu fyrir markað. Núna
eru þrjár umsóknir um tilraunar-
æktun slíkra plantna til umfjöll-
unar hjá ESB og ORF-umsóknin
er ein þeirra. Evrópusambandið
leyfir aðeins ræktun einnar teg-
undar erfðabreyttra plantna til
framleiðslu fyrir markað. Þetta
er fóður- og matjurtin Mon 810
maís en nú hafa Austurríki,
Frakkland, Grikkland, Holland,
Sviss, Ungverjaland og Þýska-
land bannað ræktun hennar.
Á meðan grunnrannsóknir um
umhverfisáhættumat eru ekki
unnar á að mínu mati ekki að gefa
leyfi til utanhússræktunar gen-
breyttra plantna á Íslandi. Hér á
að beita varúðarreglunni til að
vernda náttúruna eins og gert er
ráð fyrir í lögum ESB og Samein-
uðu þjóðanna. Ég stend því enn
við hvert orð sem var í bréfi mínu
til UST og umhverfisráðherra í sl.
viku.
Eins og sjá má hér að ofan er
grein Áslaugar Helgadóttur í
Morgunblaðinu 3. júní um allt
annað efni en bréf mitt til UST og
umhverfisráðherra og er grein
hennar því ekki málefnaleg.
Fjaðrafok varðandi leyfi til
ræktunar á erfðabreyttu byggi
Eftir Kristínu Völu
Ragnarsdóttur »Mikilvægt er að
umfjöllun um
ræktun erfða-
breyttra lífvera sé
málefnaleg
Kristín Vala
Ragnarsdóttir
Höfundur er doktor í jarðefnafræði
og hefur 25 ára reynslu í umhverf-
isrannsóknum.
svipar helst til keðjubréfa eða pí-
ramídasvindls.
Auðlindir í almannaeigu
Auðlindir þjóða geta aldrei ver-
ið einkamál fárra, þær eru lífsvið-
urværi þjóða, sá grunnur sem
hvert samfélag hefur til að byggja
á. Þróa sína atvinnuvegi og ná
samfélagslegum árangri. Það að
afhenda fáum auðlindir heillar
þjóðar er vanviska og raunar ófyr-
irgefanlegt. Þjóðin öll á að njóta
auðlinda sinna og nýting þeirra á
að vera með hagsmuni samfélags-
ins að leiðarljósi. Ef við lítum á
aðra mikilvæga auðlind, orkuauð-
lindina, er það mikil gæfa að tvö
stærstu orkufyrirtæki landsins,
Landsvirkjun og Orkuveita
Reykjavíkur, eru enn að fullu í al-
mannaeigu. Orkufyrirtækin gegna
mikilvægu hlutverki sem liggur í
því að nýta mikilvægar auðlindir
landsins, auk þess að veita mik-
ilvæga grunnþjónustu. Nýting á
sameiginlegum orkuauðlindum
verður að vera sjálfbær og í sátt
við umhverfið og ráðstöfun ork-
unnar verður að fara saman við
þjóðarhagsmuni. Að fyrirtækin
verði áfram í opinberri eigu er
grundvöllur þess að tryggja að
svo verði. Ekki er nóg að orkufyr-
irtækin hafi viðunandi hagn-
aðarvon af orkusölunni heldur ber
okkur skylda til að beina notk-
uninni í þjóðhagslega hagkvæman
farveg. Horfa verður til fjöl-
breytni, mannaflsþarfar og um-
hverfissjónarmiða þegar við horf-
um til uppbyggingar á
raforkufrekum iðnaði.
Sú grunnþjónusta sem Orkuveit-
an veitir, rafmagn, hitaveita,
drykkjarvatn, gagnaveita og frá-
veita er þess eðlis að miklir sam-
félagslegir hagsmunir liggja í því
að þessi starfsemi sé á hendi op-
inberra aðila sem hafa fyrst og
fremst samfélagslega hagsmuni í
fyrirrúmi. Einkarekstur og sam-
keppni hafa vissulega kosti fyrir
uppgang í samfélaginu en einka-
rekstur er ekki sjálfkrafa betri en
opinber rekstur. Sérstaklega þegar
kemur að þáttum þar sem nauð-
synlegt er að hagsmunir heildar-
innar séu ávallt ofar einkahags-
munum, þetta á við um helstu
innviði samfélagsins og sameig-
inlegar auðlindir. Því verðum við
að ná þeim auðlindum til baka sem
stjórnir Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks hafa í leyfisleysi
gefið frá okkur og verja þær auð-
lindir og þá grunnþjónustu sem
enn er í almannaeigu.
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylk-
ingar og stjórnarmaður í Orkuveitu
Reykjavíkur. , ,magnar upp daginn
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni