Morgunblaðið - 07.06.2009, Síða 40
40 Útskriftir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI Íslands brautskráði 54
nemendur 29. maí sl. við athöfn sem fór fram í Reyk-
holtskirkju. Þetta er fimmta vorið sem nemendur eru
brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Árið
2009 er mikið tímamótaár fyrir skólann en nú eru 120
ár liðin frá því að fyrsti nemandinn innritaðist til náms
á Hvanneyri sem markar upphaf skólastarfs á staðn-
um. Þá eru nú liðin 70 ár frá því að garðyrkjumenntun
hóf göngu sína og markar þannig árið 1939 upphaf
starfsins á Reykjum í Ölfusi þar sem höfuðstöðvar
garðyrkjunáms eru. Í vor eru 60 ár liðin frá því að
fyrstu búfræðikandídatarnir útskrifuðust en þann lær-
dómstitil báru háskólamenntaðir Hvanneyringar allt til
ársins 1999.
Útskrift Landbúnaðarháskóla Íslands
FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti
var slitið í íþróttahúsi FB föstudaginn 22. maí
sl. í sjötugasta og fyrsta sinn en 174 lokaprófs-
skírteini afhent. Bestum árangri á stúdents-
prófi náði Ragna Ólöf Guðmundsdóttir, 9,09.
Athygli vekur að nú voru 35 rafvirkjar út-
skrifaðir, en þeir hafa aldrei verið fleiri. Krist-
ín Arnalds lætur í sumar af störfum við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti eftir 33 ára starf
við skólann.
Framkvæmdir við nýja viðbyggingu ganga
samkvæmt áætlun og er mikil tilhlökkun með-
al starfsfólks og nemenda að taka bygginguna
í notkun, en afhending er áætluð síðsumars.
Byggingin mun gerbylta aðstöðu kennara og
nemenda, því þar verða kennslustofur og góð
mötuneytisaðstaða fyrir nemendur.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti tekur þátt í
ýmsum þróunar- og samstarfsverkefnum.
Listnámsbraut skólans tekur þessi misserin
þátt í evrópsku Comenius-verkefni og voru
t.d. 32 nemendur og kennarar frá þremur
löndum gestir FB nú á vordögum. Þá fékk
skólinn m.a. styrk frá Evrópusambandinu
vegna Leonardo-verkefnis á innflytj-
endabraut, en hún tekur þátt í ýmsum verk-
efnum. Starfsbraut skólans hefur einnig feng-
ið góða styrki og tekið þátt í fjölda
þróunarverkefna.
Skólaslit í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
MENNTASKÓLINN á Egilsstöðum
brautskráði 34 stúdenta laug-
ardaginn 23. maí sl., 23 stúdentar
brautskráðust af félagsfræðibraut
en 10 af náttúrufræðibraut og
einn brautskráðist af báðum
brautunum. Fjórir nýstúdentar
luku listnámsbraut sem hluta af
stúdentsprófi og tveir luku
íþróttabraut á sama hátt.
Kristinn Kristinsson frá Hall-
ormsstað skilaði besta náms-
árangri og hlaut að auki við-
urkenningu fyrir góðan
námsárangur í raungreinum,
stærðfræði og spænsku. Kristinn
mun í sumar taka þátt í Ólympíu-
móti í eðlisfræði fyrir Íslands
hönd, en hann hafnaði í öðru sæti
í landskeppninni í eðlisfræði í vor.
Urður María Sigurðardóttir
hlaut viðurkenningu fyrir fram-
úrskarandi námsárangur í ís-
lensku, samfélagsgreinum og list-
greinum.
Leif Kristján Gjerde og Sig-
urður Páll Guttormsson hlutu við-
urkenningu fyrir góðan náms-
árangur í þýsku.
Saulius Genutis, litháskur nem-
andi, fékk viðurkenningu fyrir
góðan námsárangur í íslensku fyr-
ir erlenda nemendur og fyrir
spænsku.
Ásta Hlín Magnúsdóttir hlaut
einnig viðurkenningu fyrir góðan
námsárangur í spænsku.
Þá var þeim Ástu Hlín, Báru
Dögg Þórhallsdóttur, Birki Snæ
Mánasyni, Kristófer Nökkva Sig-
urðssyni og Heiðdísi Fjólu
Tryggvadóttur einnig veitt við-
urkenning vegna starfa í þágu fé-
lagslífs í skólanum.
Útskrift frá Menntaskólanum á Egilsstöðum
Sumarbrids hafinn á Akureyri
Fyrsta sumarbridskeppni ársins
var haldin hjá BA 26. maí og var spil-
aður impatvímenningur. Örlygur og
Stefán tóku snemma forystu og unnu
með nokkrum yfirburðum.
Efstu pör:
Örlygur Örlygsson – Stefán Vilhjálmsson 69
Ragnheiður Haraldsd. – Ólína Sigurjónsd. 33
Ingólfur P. Mattíasson – Víðir Jónsson 10
Síðastliðinn þriðjudag var spilað í
annað skipti og fór vel fram. Mótið var
mun jafnara en síðast þegar það
vannst með 66 impum í plús.
Hér er lokastaðan:
Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 19
Ragnheiður Haraldsd. - Ólína Sigurjónsd. 13
Sigurður Marteinss. - Þórh. Hermannss. 12
Spilað er í Lionssalnum á Skipa
götu 14 á þriðjudögum kl. 19:30.
Sumarbrids á Suðurnesjum
Spilað verður á þriðjudögum kl.
19:15 í allt sumar og til að byrja með
verður spilastaður veitingastaðurinn
Ráin, Hafnargötu 19 í Keflavík, en
unnið er að lagfæringum á húsnæði
okkar að Mánagrund.
Allir bridsspilarar eru boðnir hjart-
anlega velkomnir í léttan tvímenning.
Aðstoðað verður við myndun para ef
þarf. Hér er upplagt tækifæri fyrir
heimamenn og ferðalanga að grípa í
spil yfir sumartímann. Spilagjald er
800 kr. Ekki er posi á staðnum.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 29. maí var spilað á 15
borðum. Úrslit urðu þessi í N/S
Magnús Halldórsson – Rafn Kristjánss. 405
Sæmundur Björnsson – Örn Einarsson 380
Bragi Björnsson – Bjarnar Ingimarss. 378
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 362
A/V
Oddur Jónsson – Magnús Jónsson 346
Steinmóður Einarss. – Jón Sævaldss. 346
Jóhann Benediktsson – Pétur Antonss. 342
Þriðjudaginn 2 júní var spilað á 14
borðum.Úrslit urðu þessi í N/S
Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 371
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 344
Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónsson 342
A/V
Haukur Guðmundss. – Jón Gunnarss. 377
Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldsson 364
Knútur Björnss. – Jóhanna Gunnlaugsd. 353
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, fimmtud. 28. maí.
Spilað var á 10 borðum. Meðalskor
216 stig. Árangur N-S
Ragnar Björnsson – Jón Lárusson 255
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 230
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 227
Árangur A-V
Oddur Halldórsson – Oddur Jónsson 264
Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 257
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 253
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is