Morgunblaðið - 07.06.2009, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 07.06.2009, Qupperneq 50
Tívolíið í Hveragerði er ekki eina tívolíið sem hefur verið sett upp á Íslandi. Í júlí árið 1946 var opnaður skemmtigarðurinn Tívolí í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Þar mátti finna margt spennandi, m.a. parísar- hjól, hestahringekju, bílabraut, speglasal, draugahús, rakettubraut, skotbakka og hægt var að sigla á fótstignum bátum á tjörn. Einnig var þar leiksvið þar sem ýmsir skemmtikraftar komu fram og sýndu listir sínar, eins og loftfim- leikamenn og kraftakarlar. Reglulega flaug flugvél yfir svæðið og dreifði sæl- gæti. Á tímabili var vísir að dýragarði í tív- olíinu og mátti þar sjá dýr sem fengin voru að láni frá dýragörðum erlendis, m.a. ljón, hlébarða, birni, apa, leðurblökur, fugla, fiska, skjaldbökur og froska. Fegurðardrottningar Íslands voru valdar í tívolíinu og einu sinni fór fram keppni um Herra Ísland. Í útjaðri skemmtigarðsins stóð öld- urhúsið Vetrargarðurinn þar sem full- orðna fólkið sótti í sinn ævintýraheim. Tívolíið var yfirleitt opið frá maí fram í september. Því var lokað endanlega árið 1965 eftir stopulan rekstur. Tívolí Einu sinni var hægt að fara hring eftir hring á hestahringekju í Vatnsmýrinni. Tívolí í Vatnsmýrinni us. Þar var tekist á í reiptogi og margoft tók Jón Páll reiptog einn gegn fjölda tívolígesta í einu og hafði jafnan betur. Einnig var sýnd vaxtarrækt, sem þá var nýmæli á Ís- landi. Þarna voru haldnir tónleikar með helstu hljómsveitum landsins. Hús- ið rúmaði allt að 3.000 manns, sem var sambærilegt við Laugardals- höllina,“ seg- ir Ólafur Rekið í átta ár Tívolíið í Hveragerði hóf starfsemi vorið 1986 og var lokað vorið 1994. Fyrsta árið var það á vegum Sigurðar Kára- sonar en síðan tók Ólaf- ur við allri starfseminni og kom henni undir þak. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is T ívolíið var fjölskyldugarður. Þarna voru klessubílar, speglasalir, drauga- hús, hringekjur, parísarhjól, járn- brautarlestir, kolkrabbi, þeytivindur, skotbakkar, bátatjörn, go-kart-bílabraut og fleiri tæki. Ný tæki voru keypt á hverju ári og mikið lagt upp úr endurnýjun. Trúðar völsuðu um svæðið og seldur var kandíflos í básum,“ segir Ólafur Ragnarsson hæstaréttarlögmað- ur sem rak Tívolíið í sjö ár. „Gestum gafst jafnframt tækifæri til að freista gæfunnar með því að taka þátt í alls- kyns uppátækjum á skotbökkum. Þá voru reglulega fluttir inn erlendir skemmtikraftar. T.d. var þar eitt sinn kínverskur fjöllistahópur og akróbatar í þrjá mánuði sem sýndu loftfim- leika og línudans. Sleggjuhamarinn var svo vinsælt tæki hjá hraustmennum sem komu helgi eftir helgi til að slá ný met frá helginni áður. Einnig sýndu aflraunamenn krafta sýna í Tívolíinu, m.a. Jón Páll Sigmarsson, Magnús Ver og Hjalti Úrs- Innandyra Barnafjölskyldur af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandsundirlendinu voru helstu viðskiptavinir tívolísins. Manstu eftir … Undir þak Burðarvirki bygginganna voru límtrésbogar og gagnsæ báruplast klæðning á milli. Ólafur segir að markmiðið með Tívolíinu hafi verið að bjóða fjölbreytta og nýja teg- und afþreyingar. „Tívolíið varð frá fyrsta degi gífurlega vinsælt. Barnafjölskyldur af höfuðborg- arsvæðinu og Suðurlandsundirlendinu voru helstu viðskiptavinir þess. Að- sókn var mikil fyrstu þrjú ár- in og á góðum degi komu fleiri þús- und manns. Óhætt er að fullyrða að Tívolíið hafi ver- ið metnaðarfull framkvæmd frá upphafi. Starfsemin var rekin undir þaki tveggja sérhann- aðra bygginga. Hvort hús var 3.000 fermetrar að grunn- fleti með yfir 20 metra lofthæð. Stór kaffistofa og veitingastaður var í miðju húss- ins. Tívolíð var opið daglega frá 1. maí til 15. september ár hvert. Fyrstu dagarnir sem var opið voru þó frídagarnir í kringum páskana og þá var aðsókn alltaf mjög góð.“ Ólafur segir að koma bresks farandtívolís til Íslands sumarið 1990 hafi dregið úr aðsókn í Tívolíið í Hveragerði. „Þetta farandtívolí var með mörg stór og öflug tæki sem þóttu spennandi hjá ungu kynslóðinni. Það ferðaðist um landið í nokkrar vikur hvert sumar í nokk- ur ár og þá fór að draga mjög úr aðsókn að Tívolíinu í Hveragerði. Vorið 1994 keypti breska tívolíið öll tækin frá Hveragerði og seldi þau svo til Afríku.“ Spurður að lokum hvað sé honum minn- isstæðast frá þessum rekstri segir Ólafur að í sínum huga sé þetta ævintýratími. „Vinnan og rekstur Tívolísins var stórskemmtileg til- breyting frá hefðbundnum lögmannsstörfum sem ég hef stundað fyrir og eftir þetta æv- intýratímabil,“ segir Ólafur og bætir við að viðkynning og umgengni við hina venjulegu íslensku barnafjölskyldu og þá ekki síst börn- in hafi verið skemmtilegasti hluti starfsins. Tívolíinu í Hveragerði 50 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 Þeytivindan var án efa eitt af vinsælustu tækjunum í Tívolíinu í Hveragerði. Fólk stóð í hálfgerðum bás inni í hringekju sem snerist svo á miklum hraða upp í loft og niður aftur. Hraðinn var mikill og sú saga gekk lengi að fólk ældi í hrönnum í þessu tæki og ælan fyki á hina sem í tækinu voru. Vissulega var mörgum óglatt eftir ferð með Þeytivind- unni en ælan fauk ekki um í hverri ferð eins og haldið var fram í sögunni. Á fullum snúning Allskonar gubbusög- ur gengu um þetta tæki. Þeytivindan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.