Morgunblaðið - 07.06.2009, Page 52

Morgunblaðið - 07.06.2009, Page 52
52 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn 8. júní, kl. 18.15 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd: sunnudag 12–17 og mánudag 10–17 SigurðurG uðm undsson Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is Þ egar kemur að kvikmynd- um á orðatiltækið „tón- list er tilfinning í hljóði“ einstaklega vel við. Fyrir hundrað árum var leikið á píanó undir þöglum kvikmyndum til þess að kæfa annars æpandi þögn hvíta tjaldsins. Þegar kvikmynda- gerðarmenn hitta naglann á höfuðið hvað tónlistarval varðar við lyk- ilsenur getur það haft slík áhrif á áhorfandann að hár rísa á höndum og tárin leka niður vanga þeirra. Stundum styðjast leikstjórar við tónlist poppara eða rokkara sem smellpassa svo vel að senurnar verða ógleymanlegar og lögin öðlast jafn- vel annað líf. Rifjum upp nokkrar slíkar. Apocalypse Now / The Doors – The End. Leikstjórinn Francis Ford Cop- pola gefur tóninn á vonleysislega sýn sína á Víetnam-stríðið strax í opn- unaratriði myndarinnar þar sem þyrlur fljúga yfir þykkan skóg sem brennur hægt til kaldra kola við heimsendaóð rokksveitarinnar The Doors. Hippasveitin hefði líklegast aldrei samþykkt lagið í myndina ef ekki hefði verið um stríðsádeilu að ræða. Pulp Fiction / Urge Overkill – Girl, You’ll be a Woman Soon Þessi afar kynörvandi útgáfa af smelli Neils Daimonds smellpassar til þess að fanga spennuna er ríkir á milli Miu Wallace (Umu Thurman) og Vincents Vega (Johns Travolta) eftir að þau koma heim af veitinga- staðnum Jack Rabbit Slim. Á meðan Vincent reynir að tala losta sinn nið- ur á klósettinu stelst Mía í heróínið hans sem hún taldi ranglega kókaín. Lagið fjarar svo út um leið og Mía missir meðvitund með blóð seytlandi niður nasirnar. Fight Club / Pixies – Where is my Mind? Atriðið sem kynnti Pixies fyrir nýrri kynslóð rokkunnenda. Persóna Edwards Nortons (sem aldrei er nefnd með nafni í myndinni) er fyllt blöndu af hryllingi og aðdáun þegar hann fylgist með hryðjuverki níhíl- istans Tylers Durdens (Brad Pitt). Áhorfandinn fyllist einkennilegu æðruleysi á meðan skýjakljúfar sem hýsa höfuðstöðvar helstu greiðslu- kortafyrirtækja heims falla einn af öðrum. Magnolia / Aimee Mann – Wise Up Á viðkvæmum tímapunkti í þess- ari mögnuðu mynd þegar allar per- sónur virðast ná botni sínum gerist hið ótrúlega. Í eymd sinni raula þær allar með þessum tilfinningaþrunga óði sem fjallar um að gefast upp fyrir eigin sjálfi. Meira að segja sjálfur Tom Cruise syngur og það virkar. Almost Famous / Elton John – Tiny Dancer Hljómsveitin Stillwater sækir gít- arleikarann Russell Hammond (Billy Crudup) í partí eldsnemma um morguninn. Hljómsveitarmór- allinn er í botni eftir heljarinnar rifrildi kvöldið áður. Russell er leiddur inn í rútuna á bömmer og sveitin heldur tónleikaferðalagi sínu áfram. Þegar þessi gullni slag- ari Eltons Johns ómar í rútunni er hann eins og plástur á sárin. Wayne’s World / Queen – Bohemian Rhapsody Þetta frábæra byrjunaratriði á fyrri Waynés World-myndinni gef- ur tóninn í þessari frábæru gam- anmynd. Wayne (Mike Mayers) eru í bílnum að syngja með í fíling. Létt grín sem gerir þó, ótrúlegt en satt, ekki lítið úr laginu sjálfu. Donnie Darko / Gary Jules – Mad World Það er lítið um orð síðustu fjórar mínúturnar í vísindaskáldsögunni Donnie Darko. Enda algjör óþarfi, þessi ábreiðsla Garys Jules á gamla Tears for Fears-laginu segir allt sem segja þarf. O Brother, Where Art Thou / Oh Death – Ralph Stanley Óborganleg sena þar sem stroku- fangarnir Everett (George Cloo- ney), Pete (John Turturro) og Delm- ar (Tim Blake Nelson) rata óvart inn á útiþing Klux Klux Klan. Atriðið er listavel sett upp og er spaugilegur óður til nasistamynda Lene Riefen- stahl. Romeo + Juliet / Des’ree – Kissing You Leikstjórinn Baz Luhrman ber einstakt skynbragð á að blanda sam- an popptónlist við kvikmyndun. Það sannar þessi listfengna og róm- antíska sena þegar augu dæmdu elskhuganna Rómeós (Leonardo Di- Caprio) og Júlíu (Clare Daines) mæt- ast fyrst í gegnum fiskabúr á sal- ernum skemmtistaðar. Easy Rider / The Band – The Weight Ekkert spes að gerast í myndinni. Wyatt (Peter Fonda) og Billy (Denn- is Hopper) keyra á mótorhjólum sín- um í gegnum Arizona og tónlist The Band smellpassar. 10 eftirminnileg lög í kvikmyndum Magnolia Tom Cruise syngur. O Brother Lagið Oh Death hljómaði í óborganlegri senu. Almost Famous Elton John bjargar hljómsveitarmóralnum. Pulp Fiction Lagið fangaði senuna. Fight Club Kynnti Pixies fyrir nýrri kynslóð rokkunnenda. Wayne’s World Bohemian Rhapsody hljómaði í skemmtilegu byrjunaratriði. STÓRSTJÖRNURNAR Jessica Biel og Justin Timberlake eyddu mikl- um tíma í símanum áður en þau fóru á sitt fyrsta stefnumót. Biel, sem hefur verið á föstu með Timberlake síðan 2007, hefur sagt frá því að þeim hafi verið komið saman af vini en þau hafi viljað kynnast betur áður en þau hittust. „Við höfum verið saman í nokk- ur ár, ég vil ekki tala mikið um það en við hittumst í gegnum sameiginlegan vin. Við töluðum mikið við hvort annað í síma áður en við hittumst svo við náðum að kynnast á þann háttinn,“ sagði Biel í spjallþætti David Letterman. Biel sagði líka að hún hefði eng- an sérstakan áhuga á því að gifta sig í nálægri framtíð því hún vill frekar einbeita sér að vinnunni. Sameiginlegum vini að þakka Ástfangin Justin Timberlake og Jessica Biel á rauða dreglinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.