Morgunblaðið - 07.06.2009, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 07.06.2009, Qupperneq 60
EINELTI á vinnustað er al- varlegt vandamál en talið er, að allt að 8% launþega verði fyrir barðinu á því. Getur það haft mjög slæmar af- leiðingar fyrir þann, sem fyrir því verður, og verið mjög dýrt fyrir fyrirtækin. Kemur þetta fram í viðtali í At- vinnublaði Morgunblaðsins við Brynju Bragadóttur, mannauðs- ráðgjafa hjá Par-X, sem sérhæfir sig í streitu- og eineltismálum. Brynja segir, að mörkin á milli aga og samkeppni á vinnustað og einelt- ishegðunar geti verið óglögg en ein- eltið hafi ávallt slæm áhrif á lík- amlega og andlega líðan þolandans. Afleiðingarnar birtist í auknum veik- indum og fjarvistum, minni afköstum og verri ímynd fyrirtækisins. Vitnar Brynja í enskar og sænskar rannsóknir, sem sýna, að einelti kost- ar meðalstóran vinnustað 3,5 til 12 milljónir króna árlega. | Atvinna Eineltið alvarlegt vandamál Dýrt og skaðar ímynd fyrirtækja Brynja Bragadóttir EINAR Ólafsson var barnastjarna og viðurnefnið sem hann fékk, „Einar áttavillti“, eftir slagaranum kunna, Þú vilt ganga þinn veg, átti hreint ekki illa við. Það tók Einar nefnilega þrjá áratugi að gera upp við þetta skeið í lífi sínu. Á þessu tímabili leið honum oft illa. Vatnaskil urðu þegar hann fór á samkomu hjá Krossinum árið 2000 en allar götur síðan hefur Einar gengið með Guði. Nú eru heilbrigði og lífsgleði í fyrirrúmi, auk þess sem Einar er með ólæknandi veiðidellu. Hann hefur fyrirgefið því fólki sem lagði hann í einelti. | 12 Morgunblaðið/Árni Sæberg Einar náði áttum „Hættur að láta skömm vegna lags stjórna lífi mínu“ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 158. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 15°C | Kaldast 7°C  Hæg, suðlæg eða breytileg átt, léttir til um norðaustanvert landið, annars skýjað og væta. » 10 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Meint mismunun Forystugrein: Hátíð sjómanna Pistill: Vörslumenn duftsins Staksteinar: Er einhver ástæða til að fagna? Reykjavíkurbréf: Orð eru til alls fyrst Streitulaust og uppbyggjandi líf á milli starfa Laus störf á Starfatorgi Penni er ekki bara penni ATVINNA» TÓNLIST» Iggy Pop syngur með vælandi klarínetti. »53 Gott silfur gulli betra, með sínum já- kvæða boðskap og trú á að ekkert sé útilokað, á að vera til á hverju heimili. »56 KVIKMYNDIR» Ekkert er útilokað FÓLK» Allir vilja láta Aniston passa gæludýrið sitt. »51 KVIKMYNDIR» Eftirminnileg lög í kvik- myndum rifjuð upp. »52 Gríðarleg gróska er á vefnum þegar mat- ur er annars vegar, þar er legíó af síðum sem helgaðar eru matargerð. »54 Mannsins megin VEFSÍÐA VIKUNNAR» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sjö ára stúlka svelt í hel 2. Leiddi kynlífsathöfn til dauða? 3. Fannst látinn í fangaklefa 4. Tveir handteknir á Akureyri ’Starfsemi Orfs getur aldrei orðiðÍslandi til sóma nema því aðeins aðræktun þess á erfðabreyttum plöntumverði haldið tryggilega innandyra undirströngu opinberu eftirliti þannig að eng- in efni úr þessari framleiðslu geti borist út í umhverfið fyrir slysni eða með frá- rennsli, sorpi eða öðru (Orf er reyndar ekki tryggt fyrir tjóni af þessu tagi). » 37 DOMINIQUE PLEDEL JÓNSSON ’Þeir sem skipuleggja og/eða seljaýmiss konar ferðir innan lands semutan verða að hafa til þess leyfi fráFerðamálastofu. Þeir sem ekki hafa til-skilin leyfi stunda því ólöglega starf- semi. Til að vita hverjir hafa leyfi og hverjir ekki þá ber söluaðilum ferða að nota og birta auðkenni sem Ferða- málastofa gefur út þannig að fólk geti á auðveldan hátt gengið úr skugga um hvort tilskilin leyfi séu fyrir hendi eða ekki. » 37 HELENA KARLSDÓTTIR ’Til þess að koma böndum á þá dug-ar fátt annað en öflugt lögreglueft-irlit og haldlagning á ökutækinu í verstutilfellunum. Svo virðist sem þeirri heim-ild hafi ekki enn verið beitt þótt margir einstaklingar hafi ítrekað brotið gróflega af sér í umferðinni og ættu alls ekki að hafa forráð yfir vélknúnu ökutæki. » 38 RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR ’Afskriftaleið ríkisstjórnarinnar gerirráð fyrir að 5% aflaheimilda séuendurheimt árlega, það er mildileg leiðtil þess að ná auðlindinni aftur í al-mannaeigu og endurúthluta á öðrum grunni. Verði aflaheimildir endurheimtar þurfa þeir sem vilja koma að sjósókn ekki að kaupa sig inn í greinina með því að borga útgerðarmönnum sem fyrir eru „eignarverð“ fyrir kvótann, eða leigja kvóta af þeim tímabundið, á upp- sprengdu verði. » 38 SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR ’Það er áhugavert að Ísland átti aðsamþykkja löggjöf ESB um ræktunerfðabreyttra lífvera fyrir 28. mars2008. Þessi löggjöf er Directive 18/2001 sem dróst að samþykkja í Evr- ópuþinginu vegna þess að Norðmenn vildu að þessi lög yrðu enn strangari. » 39 KRISTÍN VALA RAGNARSDÓTTIR Skoðanir fólksins Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is AFGREIÐSLU Póstsins í Flatey á Breiðafirði var lokað um síðustu mánaðamót og er sú breyt- ing liður í nauðsynlegri hagræðingu í rekstri Ís- landspósts. Í Flatey þjónar ferjan Baldur sem landpóstur hér eftir. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslands- pósts, segir að afgreiðslunni í Flatey hafi verið lokað þar sem umsvif hafi verið lítil og starfsem- in þar engan veginn staðið undir sér. Lengi hafi verið tilefni til að loka, en látið var verða af því núna þegar afgreiðslustjórinn lætur af störfum vegna aldurs. Í Flatey verða útburðar- og móttökumál leyst með þeim hætti að póstkassar hafa verið settir upp við bryggjuna og þjónar Breiðafjarðarferjan Baldur Flateyingum sem landpóstur. Tvær fjölskyldur búa í Flatey allt árið, en fólk er í flestum húsum yfir sumarið. Talsvert er um ferðamenn í Flatey og hafa þeir gjarnan fengið póststimpil í eynni, en héðan í frá verður póstur stimplaður um borð í Baldri. Ingimundur segir að Íslandspóstur hafi lokað afgreiðslum á nokkrum stöðum á undanförnum árum og tekið upp samstarf við rekstraraðila á öðrum stöðum, þar sem tilefni hefur verið til. Fyrirtækið sé stöðugt með í endurmati hvar þörf sé á rekstri pósthúsa eða -afgreiðslna. Póstafgreiðsla á hjólum „Við höfum tekið upp póstafgreiðslu á hjólum í auknum mæli með landpóstunum,“ segir Ingi- mundur. „Það er okkar mat og við heyrum ekki annað frá viðskiptavinum en að þjónustan hafi í flestum tilvikum batnað með þessum breyt- ingum. Hlutverk landpóstanna, þar sem ekki eru af- greiðslur, er að taka á móti sendingum og skila heim á bæi. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel, til dæmis á Borgarfirði eystra, í Eyjafirði og víð- ar um land,“ segir Ingimundur. Langflestir bæir á Íslandi njóta þjónustu Póstsins fimm daga vikunnar. Frá því er þó 81 undantekning þar sem þjónustan er þrjá daga í viku og eru undantekningarnar einkum á Barða- strönd, í Arnarfirði, Inn-Djúpi, á Ströndum, í Grímsey og á Möðrudal. Ferjan sem landpóstur í Flatey  Starfsemi Póstsins í Flatey á Breiðafirði stóð ekki undir sér  Afgreiðslu- stjórinn lét af störfum vegna aldurs  Póstur stimplaður um borð í Baldri Morgunblaðið/G.Rúnar Lokað Starfsemi pósthússins í Flatey hefur verið hætt, en umsvif þar hafa ekki verið mikil. Í HNOTSKURN »Tvær fjölskyldur búa í Flatey á Breiða-firði árið um kring en yfir sumarið fjölgar íbúum allverulega. »Flatey er vinsæll áningarstaður ferða-manna á sumrin en nú verða þeir að fá póstinn stimplaðan um borð í Baldri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.