Morgunblaðið - 08.06.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.06.2009, Qupperneq 2
Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ÁRNESHREPPUR á Ströndum er eitt fámennasta sveitarfélag lands- ins og því er fjölgun í hreppnum eðlilega fagnað af Oddnýju Þórð- ardóttur oddvita. „Unga fólkið er fullt af hugmyndum og þeirra er framtíðin. Við getum bara verið já- kvæð og bjartsýn,“ segir Oddný, oddviti í Árneshreppi. Ein fæðing kom af stað keðju- verkun, sem leiðir til fjölgunar og í skólanum í Trékyllisvík fjölgar um hvorki meira né minna en 50% þeg- ar nýr nemandi byrjar í skólanum í haust. Nemendur verða þrír í stað tveggja á þessu skólaári. Elín Agla Briem skólastjóri og Hrafn Jökulsson eignuðust stúlku 20. maí sl. Skólastjórinn verður því í barneignarfríi næsta vetur. Elísa Ösp Valgeirsdóttir frá Árnesi 2 hef- ur verið ráðin skólastjóri næsta skólaár. Hún flyst ásamt fjölskyldu sinni í gamla prestssetrið í Trékyll- isvík í næsta mánuði, en maður hennar er Ingvar Bjarnason og börnin Kári og Þórey. Kári byrjar í skólanum í haust. Verða senn 52 að tölu Skráðir íbúar í Árneshreppi voru 49 hinn 1. desember sl. Frá þeim tíma hefur einn íbúi flust úr sveit- inni og einn hefur látist á þessu tímabili. Íbúatalan hækkar samt í 52 innan skamms. Gunnsteinn Gíslason og Margrét Jónsdóttir hættu nýverið störfum við verslunina í Norðurfirði. Edda Hafsteinsdóttir hefur tekið við rekstrinum en hún rak kaffihúsið þar á síðasta sumri. Við því hefur tekið Einar Óskar Sigurðsson, nemi í ferðamálafræðum við HÍ. Kona hans, Rakel Valgeirsdóttir frá Ár- nesi 2, hefur séð um safnið og versl- unina Kört í Árnesi síðustu sumur. Fjölgar í Árnes- hreppi 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is NÝ TÆKNI, svokölluð ljósdíóðu- tækni, gæti lækkað kostnað vegna raflýsingar í gróðurhúsum um allt að helming, gefi tæknin góða raun. Þetta segir Ásbjörn Torfason, framkvæmdastjóri Vistvænnar orku ehf., sem áætlar að tæknin muni verða á sambærilegu verði og núverandi raflýsing með háþrýstum natríumlömpum. Líftíminn verði hins vegar miklu meiri, eða allt að 100.000 klukkustundir. Það er gífurleg ending eða um 11 ár miðað við stöðuga notkun. Ávinningurinn gæti orðið mikill enda myndi helmingi minni raf- orkuþörf spara ríkinu um 80 millj- ónir króna á ári í formi niður- greiddrar raf- orku til greinar- innar. Spurður um hina tæknilegu hlið búnaðarins segir Ásbjörn lampana verða vatnskælda sem gefur einnig möguleika á ein- faldri þjófavörn. Þar sem lamparnir eru vatnskældir þá verður auðvelt að skynja þegar lampi er rofinn frá vatnsleiðslu enda verður sírennsli um lampana. Stuldur á gróðurhúsalömpum til ræktunar á kannabis gæti heyrt sögunni til, enda skiptir ekki máli hvort kveikt er á lömpunum eða ekki. Orkuþörfin er sem fyrr segir miklu minni en í háþrýstum natrí- umlömpum og segir Ásbjörn skýr- inguna þá að ljósdíóðurnar lýsi á þröngu sviði á rauða og bláa hluta litrófsins, sem vel falli að þörfum plantna. Því fari ekki orka í að geisla ljósi á græna hluta litrófsins líkt og natríumlampar geri með þeirri orkusóun sem því fylgi. Geta verið nær plöntunum Þá sendi straumstýribúnaður raf- orku til ljósdíóðulampanna í „púls- um“ sem spari bæði orku og lengi líftíma lampanna. Einnig sé hægt að staðsetja lampana nær plönt- unum en natríumlampa sem auki enn frekar á ljósnýtnina og þar með raforkusparnaðinn sem notk- unin felur í sér. Gæti lækkað orkukostnað um helming  Ljósdíóðutækni gæti dregið verulega úr rekstrarkostnaði garðyrkjubænda og um leið skapað svigrúm til verðlækkana Ásbjörn Torfason HEIMILISIÐNAÐARDAGURINN var haldinn með pompi og prakt í Árbæjarsafni í gærdag. Þar sýndu nemendur Heimilisiðnaðarskólans verk sín frá námskeiðum haust- og vorannar. Um 30 námskeið eru í boði hverju sinni og hægt að læra hvaðeina sem tengist þjóðbún- ingagerð. Einnig sátu félagsmenn í Heimilisiðn- aðarfélaginu í Lækjargötu 4 og Hábæ og sýndu vinnu sína eins og hefð er komin á. Þá var jafnframt opnuð sýning á faldbún- ingum í Líkn. Að sögn talsmanna Heimilisiðn- aðarfélagsins gekk dagskráin vel fyrir sig. Veð- ur var milt og gott og fólk fjölmennti í þjóðbún- ingum í Árbæjarsafnið til að kynna sér íslenskan handiðnað. haa@mbl.is Heimilisiðnaðardagurinn haldinn hátíðlegur Morgunblaðið/Golli Þjóðlegt um að litast í Árbæjarsafni STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að rík- isstjórnin stefni að því að spara 20 milljarða króna það sem eft- ir lifir árs og síðan 150 millj- arða 2010 til 2013. Mikil fundahöld voru í fjár- málaráðuneytinu í gær auk þess sem fjármálaráðherra átti fundi með fulltrúum vinnu- markaðarins og öðrum vinnu- hópum. Farið var yfir stöðu mála og grein gerð fyrir tímaáætlunum. Stein- grímur segir að góður andi og samstarfsvilji hafi ríkt í viðræðunum. Um viðamikið verkefni sé að ræða og miklu máli skipti að ná tökum á ríkisfjár- málunum, en ekki sé hlaupið að því að ná 20 millj- arða sparnaði á hálfu ári. Fjármálaráðherra segir að óskað hafi verið eft- ir fundi með stjórnarandstöðunni árla dags í dag og síðar með fulltrúum sveitarfélaga. Í vikulok verði tilkynnt hvernig ná eigi 20 milljarða sparn- aði á þessu ári og síðar í mánuðinum verði lögð fram skýrsla um sparnað upp á 170 milljónir árin 2010 til 2013. „Til að ná þessu þurfa allir að standa saman. Allir sem hafa einhvern snefil af ábyrgð í sam- félaginu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, og bætir við að heildarmyndin sé smám saman að skýrast. steinthor@mbl.is Stjórnin ætlar að spara 170 milljarða á þremur árum Fjármálaráðherra segir góðan anda ríkja í viðræðum við vinnumarkaðinn Í HNOTSKURN » Viðræðurnar snúast annars vegar umefnahags- og atvinnumálin og hins veg- ar um ríkisfjármálin. » Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að allir reyni að gera sitt besta og séu að átta sig á því hvað verkefnið sé risastórt, en rík- isstjórnin hafi frumkvæðið og forystuna. Gert er ráð fyrir að sparnaðartillögur til næstu ára liggi fyrir 20. júní. Steingrímur J. Sigfússon „Margir garð- yrkjubændur horfa fram á framleiðslu- stöðvun í sum- ar vegna hækk- andi raforku- verðs. Ef þessi tækni kæmist í notkun á morg- un gæti það haft úrslitaþýðingu fyrir greinina,“ segir Bjarni Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands garð- yrkjubænda, um þá þýðingu sem ljósdíóðutæknin gæti haft fyrir at- vinnugreinina. „Ég veit um marga bændur sem eru í startholunum með að stækka framleiðslueiningar sínar en munu ekki gera það að óbreyttri 25% hækkun á raforkuverðinu í febrúar síðastliðnum,“ segir Bjarni Spurður um raforkuþáttinn í rekstri garðyrkjubænda segir Bjarni þá árlega verja um 500 milljónum króna í raforkukaup, þar af fáist um 170 milljónir endur- greiddar í formi niðurgreiðslna frá íslenska ríkinu. Með því að lækka jafn stóran útgjaldalið um helming megi þannig skapa bændum sem í mörgum tilvikum búi við lítið hagnaðarhlutfall nýtt rekstrar- umhverfi sem aftur skapi svigrúm til verðlækkana. Inntur eftir stærð greinarinnar segir Bjarni um 900 manns starfa í greininni á landinu öllu, að við- bættum afleiddum störfum. Lífsspursmál fyrir greinina Bjarni Jónsson KARLMAÐUR á sextugsaldri var fluttur lífshættulega slasaður á sjúkrahús í Reykjavík eftir að hann keyrði út af veginum við botn Súg- andafjarðar á sjötta tímanum í gær- morgun. Að sögn lögreglu var mað- urinn einn í bifreiðinni þegar slysið varð. Hann var fluttur með sjúkra- flugi frá Ísafirði á slysadeild Land- spítalans í Reykjavík. Málið er í rannsókn. haa@mbl.is Í lífshættu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.