Morgunblaðið - 08.06.2009, Síða 4

Morgunblaðið - 08.06.2009, Síða 4
FULLORÐINN hnúfubakur er um 13-17 metra langur og vegur um 25-40 tonn. Veiðar á hnúfubak við Íslandsstrendur voru al- gengar í upphafi 20. aldar og þeir voru friðaðir um miðja öld- ina. Hnúfubökum hefur fjölgað mjög á síðustu áratugum og í dag er Norður-Atlantshafsstofn- inn talinn vera á bilinu 12.000 til 14.000 dýr. Stofninn stækkar jafnt og þétt Hvalur Hnúfubak- ur er friðaður. 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol 9. og 16. júní í 1 eða 2 vikur. Í boði er stökktu tilboð, með eða án fæðis, þar sem þú bókar sæti (og fæðisval- kost) og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í sumarfríinu á vinsælasta sumar- leyfisstað Íslendinga á ótrúlegum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku. Stökktu tilboð 9.júní. Brottför 16. júní kr. 5.000 auka- lega. Aukavika kr. 20.000. Aukalega fyrir hálft fæði í viku kr. 20.000 fyrir fullorðna og kr. 10.000 fyrir börn. Allra síðustu sætin! Stökktu til Costa del Sol 9. eða 16. júní frá kr. 49.990 – með eða án fæðis Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is HNÚFUBAKUR flæktist í einni netatrossunni á Nunna EA-87 frá Grímsey um helgina. Hvalurinn var dreginn til lands af öðrum báti. Gröfur voru meðal annars not- aðar til að koma dýrinu á land. „Þetta var stærðarinnar skepna. Hann var örugg- lega nálægt því að vera um átta metra langur og hann var með rosaleg bægsli,“ segir Garðar Ólason, útgerð- armaður í Grímsey. Hann segir jafnframt að hvalurinn hafi verið hinn spakasti meðan hann var dreginn að landi. „Hann blés bara aðeins frá sér meðan við drógum hann.“ Í landi var hafist handa við að losa hnúfubakinn en hann var nokkuð rækilega flæktur í netunum. Þegar sagt var frá því í útvarpsfréttum að Grímseyingar væru með hnúfubak við bryggjuna hjá sér hafði sjáv- arútvegsráðherra samband við lögregluna á Akureyri og bað hana að kanna málið. Hnúfubakur er enda frið- að dýr. Grímseyingar brugðust vel við tilmælum lög- reglu um að sleppa skepnunni. Var hvalurinn því los- aður úr fjötrum sínum og dreginn aftur á haf út. „Hann synti svo rólega í burtu frá okkur, það má segja að hann hafi sloppið með skrekkinn í þetta sinn,“ segir Garðar og hlær. Miskunnuðu sig yfir hnúfu- bak á sjómannadaginn Um átta metra löng skepna festist í færi við Grímsey Staðfesta óformlegar viðræður Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „ÉG get staðfest að rektorar þess- ara skóla hafa óformlega rætt sam- an sín á milli um þessa hugmynd og auðvitað hefur umræðan um há- skólakerfið verið ofarlega á baugi,“ segir Hjálmar Helgi Ragnarsson, rektor Listaháskólans, um hug- mynd Ágústs Einarssonar, rektors á Bifröst, um hugsanlega samein- ingu Háskólans á Bifröst, Listahá- skólans og HR. „Við erum núna í Listaháskól- anum að skoða skýrslurnar tvær frá menntamálaráðuneytinu og munum þá ákveða næstu skref. Skólinn okkar stendur afar vel en það er alveg sjálfsagt að skoða aðra möguleika.“ Svava Grönfeldt, rektor Háskól- ans í Reykjavík, staðfestir að óformlegar viðræður milli rekt- oranna hafi farið fram. „Það er hægt að skoða ýmsa möguleika. Þessir tímar eru tæki- færi til þess að stokka upp í há- skólakerfinu en jafnframt að byggja á öllu því góða sem gert hefur verið í málefnum háskólanna á síðustu árum.“ „Byggja á því góða sem gert hefur verið“ KARLMAÐUR á þrítugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi að kröfu lög- reglu á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um að hafa átt aðild að inn- flutningi á umtalsverðu magni af fíkniefnum. Maðurinn var upphaflega hand- tekinn hinn 22. maí og hnepptur í gæsluvarðhald til 2. júní. Það var svo framlengt til 12. júní í þágu rannsóknarhagsmuna. Maðurinn kærði báða gæsluvarðhalds- úrskurðina til Hæstaréttar. Dóm- urinn staðfesti fyrri úrskurðinn en hefur enn ekki tekið afstöðu til síð- ari kæru mannsins. Lögreglan hef- ur unnið að rannsókn málsins í samvinnu við lögregluna á Suð- urnesjum og tollgæsluna. Grunur um innflutning UM 80 björgunarsveitarmenn leit- uðu á laugardagskvöld að konu sem hafði villst í þoku á Esjunni. Konan hafði jafnframt rekist á tvo Kan- adamenn sem einnig voru villtir. Símasamband var við hópinn og var afráðið að hann skyldi halda kyrru fyrir þar til björgunarsveit- armenn fyndu hann. Íslendingur þaulkunnugur fjallinu gekk fram á hópinn skömmu síðar og fylgdi hann fólkinu niður til móts við björgunarsveitarmenn. haa@mbl.is Villtust í þoku á Esjunni ÞESSIR vösku drengir voru við veiðar í góðu veðri á bryggjunni á Siglufirði á dögunum. Aflinn var lítill „en við náðum þó einum“, sögðu þeir við blaðamann Morg- unblaðsins. Frá vinstri eru þetta Mikael Már Unnars- son, Jóakim Birgir Andersen Ákason og Gísli Marteinn Baldvinsson, kannski sjómenn framtíðarinnar. VASKIR POLLAR Á SIGLUFIRÐI Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is JÓN Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, sagði í ræðu sinni í tilefni sjó- mannadagsins í Reykjavík í gær að eitthvað væri að, þegar menntaskólakrakkar segðu að sjávarútvegurinn skipti gríðarlega miklu máli fyrir íslenskt samfélag og íslenskt atvinnulíf í framtíðinni en samt vildi aðeins lítill hluti þess- ara krakka starfa við hann eða fara í nám sem honum tengdist. Þessi höfuðatvinnugrein ætti greinilega við ímyndarvandamál að stríða hjá ungu fólki. Sjávarútvegsráðherra lagði út frá könnun sem Háskólinn á Akureyri lét gera hjá menntaskólanemum og greint var frá í liðinni viku. Hann sagði að stjórnendur í atvinnuveg- inum hlytu að taka þessi skilaboð mjög alvar- lega. Ein skýring gæti verið sú að þessar hörðu deilur sem hefðu staðið meðal þjóðarinnar um stjórn fiskveiða og ráðstöfun aflaheimilda í meira en tvo áratugi ættu hér einhvern hlut að máli og yllu því að ungt fólk vildi síður takast á við verkefni og möguleika sem svo sannarlega væru í þessari atvinnugrein. Ráðherra rifjaði upp að hann hefði skipað vinnuhóp til þess að fara yfir þessi mál og leggja fram valkosti til úrbóta sem sátt gæti orðið um. Sjávarútvegsráðherra ítrekaði mikilvægi sjávarútvegs fyrir byggðir og atvinnulíf í land- inu. Miklar væntingar væru við hann bundnar í sambandi við öflun gjaldeyris og hann myndi leggja sig allan fram við að treysta og bæta ímynd greinarinnar þannig að höfuðatvinnu- vegur þjóðarinnar hefði þann sess að ungu fólki væri ekki aðeins ljóst mikilvægi hans heldur hefði einnig löngun til þess að starfa og takast á við þau tækifæri sem hann byði upp á. Mikil áhætta með fyrningu Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og stjórnarformaður Faxaflóa- hafna, sagði í sinni ræðu að eðlilegt væri að endurskoða kvótakerfið til að um það ríkti sátt meðal þjóðarinnar. Umhverfi útgerðarfyrir- tækja skapaði þeim hins vegar engar forsend- ur til þess að takast á við þá miklu fyrningu veiðiréttar sem ríkisstjórnin boðaði. „Sú áhætta sem að er stefnt er gríðarleg og vegur ekki aðeins að undirstöðum eins atvinnuvegar heldur að undirstöðum heillar þjóðar,“ sagði hann. Júlíus Vífill áréttaði að fyrningarleiðin væri feigðarflan. Bæta þarf ímynd sjávarútvegsins Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra vill stuðla að því að atvinnugreinin verði eftirsótt hjá ungu fólki Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir að fyrningarleiðin sé feigðarflan Morgunblaðið/Golli Ræða Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.