Morgunblaðið - 08.06.2009, Page 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009
Sjómannadagurinn
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur
um allt land í gær. Að vanda tóku lands-
menn almennt virkan þátt í gleðinni með
hetjum hafsins, sem nutu þess að vera í
faðmi fjölskyldunnar.
Veðrið var misjafnt eins og gengur en á
mörgum stöðum lífgaði góða veðrið enn
frekar upp á góðan dag og gerði þennan 71.
sjómannadag hátíðlegri og skemmtilegri.
Víða var boðið upp á fjölbreytta dagskrá
fyrir unga sem aldna og var ánægjan í fyr-
irrúmi.
Morgunblaðið/Golli
Reykjavík Rigning og þoka settu svip sinn á umhverfi hátíðarhaldanna í höfuðborginni.
Fjör á hátíðisdegi sjómanna
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Stykkishólmur Kristinn Ólafur Jónsson, fyrrverandi skipstjóri, og Konráð
Ragnarsson, fyrrverandi hafnarvörður, á sýningunni í Norska húsinu.
Morgunblaðið/Golli
Hafnarfjörður Gestum og gangandi var boðið upp á fiskisúpu við höfnina og fékk Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, ann-
ar frá hægri, súpu hjá Ingvari Viktorssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, sem er fremst til vinstri.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Eskifjörður Fiskverkakonan Hulda Rósmundsdóttir var heiðruð og var eig-
inmaðurinn, Sigtryggur Hreggviðsson, ánægður með það.
Morgunblaðið/Alfons
Ólafsvík Trillukarlar lýstu upp trukkadráttinn við mikinn fögnuð áhorf-
enda, en þess má geta að á þriðja tug barna tók þátt í flekahlaupi.
Morgunblaðið/Golli
Reykjavík Hátíð hafsins er haldin í tengslum við sjó-
mannadaginn og þar er gjarnan margt að sjá.
Ljósmynd/Júlíus G. Ingason
Vestmannaeyjar Íbúar í Eyjum fjölmenntu á hátíð-
arhöldin og sumir tóku besta vininn með.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Akureyri Belgjaslagur getur reynst hin besta skemmtun en að mörgu þarf að hyggja.