Morgunblaðið - 08.06.2009, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Nú er aðkomastmynd á
það hvað þurfi að
gera til að komast
út úr þeim vanda,
sem hrun bankakerfisins í
haust hafði í för með sér.
Eins og kemur fram í máli
Steingríms J. Sigfússonar í
frétt í Morgunblaðinu í dag er
stefnt að því að ná sparnaði
upp á 20 milljarða króna á
þessu ári og síðan 150 millj-
arða til viðbótar á árunum
2010 til 2113. Í gær hélt fjár-
málaráðherra fundi með að-
ilum vinnumarkaðarins og
öðrum vinnuhópum. Í dag á að
funda með stjórnarandstöð-
unni og sveitarstjórnum.
Um tíma leit út fyrir að við-
ræður aðila vinnumarkaðarins
um stöðugleika væru að fara
út um þúfur, en það er nýr
tónn hjá Vilhjálmi Egilssyni,
framkvæmdastjóra Samtaka
atvinnulífsins, í Morg-
unblaðinu í dag þegar hann
segir: „Til þess að ná þessu
þurfa allir að standa saman.
Allir sem hafa einhvern snefil
af ábyrgð í samfélaginu.“
Gert er ráð fyrir að sjálfar
sparnaðartillögurnar liggi
fyrir 20. júní og á næstu dög-
um og vikum mun væntanlega
skýrast hvaða útreikningar
liggja að baki
þeim sparnaði,
sem ætlunin er að
ná fram. Slíkur
samdráttur hefur
orðið í íslensku
samfélagi eftir hrunið að ljóst
er að tekjustofnar ríkis og
sveitarfélaga munu dragast
saman. Nú er búið að koma
því þannig fyrir að ekki þarf
að byrja að borga af skuldum
vegna Icesave-reikninganna
fyrr en eftir sjö ár, en ýmsar
aðrar skuldbindingar lenda á
ríkinu vegna hrunsins og þær
bíða ekki.
Hins vegar er nú mikilvæg-
ast að sameinast um að ná
settum markmiðum. Það þýð-
ir ekki að hefja eigi stjórnvöld
yfir gagnrýni. Það á að hefja
verkefnið yfir flokkadrætti.
Sátt næst aðeins með opnum
umræðum og uppbyggilegri
gagnrýni allra, sem hlut eiga
að máli. Sömuleiðis þarf að
leggja spilin á borðið fyrir
þjóðina því að hún mun þegar
upp er staðið bera hitann og
þungann af uppbyggingunni.
Auðveldara verður að vinna
að settum markmiðum og
sætta sig við niðurskurð ef
heildarmyndin er skýr –
hvernig sem hún lítur út – og
nú virðist hún loksins vera að
skýrast.
Mikilvægt að sam-
einast um sett
markmið }
Myndin skýrist
Getur einhversvarað því
hver afstaða Jóns
Bjarnasonar, sjáv-
arútvegsráðherra,
er til fiskveiði-
stjórnunarkerfis Íslendinga?
Ráðherrann getur augljóslega
ekki svarað því sjálfur, eins og
kom berlega á daginn í viðtali
Orra Páls Ormarssonar við
hann hér í Morgunblaðinu á
laugardag.
Svör ráðherrans við ágæt-
um spurningum blaðamanns-
ins voru efnislega svo rýr að
lesandinn er engu nær eftir
lestur viðtalsins, um það
hvaða skoðun hann hefur á nú-
verandi fiskveiðistjórnunar-
kerfi, eða fyrir hvaða breyt-
ingum ráðherrann vill beita
sér á kerfinu.
Skoðanaleysi ráðherrans er
bæði hróplegt og pínlegt.
„Sjávarútvegsráðherra vill
gera breytingar á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu. Hann segir
að annað væri í hrópandi
ósamræmi við öll skilaboð sem
berast frá þjóðinni,“ segir í
upphafi viðtalsins við ráð-
herrann, en ráðherrann hefur
engar skoðanir á því hvaða
breytingar eigi að gera.
Ráðherrann hefur ákveðið
að skipa starfshóp sem mun
hafa það verkefni
að skilgreina álita-
mál sem uppi eru
varðandi stjórn
fiskveiða og nýt-
ingu auðlindar-
innar, sem eigi að ljúka störf-
um 1. nóvember nk. sam-
kvæmt frétt Morgunblaðsins.
Aðild að hópnum eiga fulltrú-
ar allra flokka á Alþingi og
hagsmunaaðilar í sjávarút-
vegi.
„Ég er ekki að biðja um
margar álitsgerðir heldur eina
heildarniðurstöðu,“ segir ráð-
herrann. Hann útlistar hins
vegar ekki hvernig hann gerir
sér í hugarlund að slíkur
starfshópur skili einni „heild-
arniðurstöðu“.
Ráðherrann vísar því sömu-
leiðis til starfshópsins að kom-
ast að niðurstöðu hvað varðar
fyrningarleiðina sem kveðið er
á um í stjórnarsáttmála. Hann
hefur enga afstöðu í þeim efn-
um fremur en öðrum: „Það er
verkefni hópsins að fara yfir
þessi mál í heild,“ er hið efn-
isrýra svar ráðherrans við
spurningu um innköllun á
aflaheimildum í áföngum. Eru
þetta svörin sem ráðherra
sjávarútvegsmála ætlar að
bjóða þjóðinni upp á næstu
fjögur árin?
Skoðanaleysi ráð-
herrans er bæði
hróplegt og pínlegt}
Lýst eftir afstöðu ráðherra
G
rafin andabringa, kjúklingalifr-
arkæfa, hvalatartar, sviða-
pressa og foie gras, hrein-
dýrapaté frá Húsavík,
kryddjurtasalat og dillolía,
birki- og hindberjasósa. Og þetta var bara
forrétturinn.
Skötuselur og þorskur í aðalrétt.
Krafturinn úr Jöklinum.
Í eldhúsinu á Hótel Búðum er heimamað-
urinn Pétur Þórðarson, sonur Siggu í Fjöru-
húsinu, sem er rómað fyrir fiskisúpu. Bragð
af hafinu, landinu og nytjum þess.
Íslendingar eru sér meðvitandi um arf-
leifðina í bókmenntunum. En arfleifðin felst
ekki síður í lærdómi kynslóðanna, sem sótt
hafa sjóinn og nytjað landið mann fram af
manni, í þúsund ár.
Nú er svo komið að aðrar þjóðir öfunda Íslendinga af
sjávarútvegnum.
Ekki að ástæðulausu, því hér á landi greiðir sjávar-
útvegurinn með sér, en innan Evrópusambandsins er
sjávarútvegur niðurgreiddur, fiskurinn víða ofveiddur
og umgengni við auðlindina stórlega ábótavant – til
dæmis er brottkast lögbundið.
Víst er greitt með íslenskum landbúnaði,
en það er ekkert frábrugðið því sem gengur
og gerist annars staðar í Evrópu, til dæmis í
Frakklandi, þar sem skilyrði eru þó mun
betri til ræktunar en hér á landi. Og Frakk-
ar leggja mikið upp úr þeirri arfleifð sem
skapast hefur í nytjum landsins. Þeir
hreykja sér af vínum, ostum, pylsum, jafn-
vel fiskinum. Allt samgróið franskri þjóð-
arvitund.
Hvergi á íslensk þjóðarvitund dýpri ræt-
ur en á Snæfellsnesi. Þar sameinast útgerð
og landbúnaður og ferðamennska í náttúru
eins og hún verður fegurst.
Ég botna eiginlega ekkert í því, að í stað
þess að byggja undir rótgróið atvinnulífið
standi til að grafa undan því með fyrning-
arleið – eins og hrunið á fjármálamörkuðum,
hrap á fiskverði og möguleg aðild að Evrópusamband-
inu sé ekki næg áskorun. Þeir útgerðarmenn eru eftir í
greininni sem ekki seldu, margir þeirra hafa lagt allt að
veði til þess að kaupa aflaheimildir; það streymir saltur
sjór um æðarnar, og þeir sækja björg í úfinn mar.
Sem gestir Péturs á Hótel Búðum og Siggu í Fjöru-
húsinu njóta góðs af. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Bragðið af Íslandi
Pistill
Grundvallarspurning
um mann og náttúru
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
H
elstu hluthafar í ORF
Líftækni, sem sótt
hefur um leyfi til til-
raunaútiræktunar á
erfðabreyttu byggi,
eru Valiant Fjárfestingar með 25%,
Landbúnaðarháskóli Íslands með
hátt í 12%, Björn Lárus Örvar og
Einar Mäntylä með 5% hvor og svo
á fjórða tug minni hluthafa. Búið er
að leggja á annan milljarð króna í
fyrirtækið og því um miklar upp-
hæðir að tefla. Á sama tíma eru m.a.
rannsóknir LbhÍ notaðar til rök-
stuðnings með umsókninni. Því er
spurt, er mark takandi á vís-
indaráðgjöf hluthafa í sjálfu fyr-
irtækinu?
Þessa gagnrýni segir Björn Lárus
Örvar, framkvæmdastjóri ORF,
ósanngjarna og nánast árás á starfs-
heiður vísindamanna sem komu að
rannsóknum LbhÍ. „Þeir hafa engra
hagsmuna að gæta og eiga ekkert í
fyrirtækinu. Það sem skiptir þá
mestu máli er að ekki falli blettur á
þeirra fagþekkingu.“ Eignarhlut-
urinn sé þannig tilkominn að við
upphaf verkefnisins, árið 2001, hafi
það verið framkvæmt á rannsókn-
arstofu skólans. Sú þjónusta og
kostnaður sem hann innti af hendi
hafi verið metinn til eignar í fyr-
irtækinu. Síðan þá hafi skólinn ekki
lagt til meira fé og hlutur hans stöð-
ugt minnkað. „Jú, við hefðum kosið
annað eignarhald og að skólinn
kæmi kannski með öðrum hætti að
málinu,“ segir Björn. Hins vegar sé
erfitt að byggja upp nýtt þekking-
arfyrirtæki án nokkurrar aðkomu
háskóla á Íslandi. Þetta sé því afleið-
ing þeirra aðstæðna sem fyrirtæk-
inu voru búnar í upphafi.
Einnig er gagnrýnt að íslensk lög-
gjöf um erfðabreyttar lífverur sé úr-
elt. Tilskipun ESB um erfðabreyttar
lífverur frá 2001 hefur enn ekki ver-
ið lögfest hér, en frumvarp þess efn-
is er nú til meðferðar á Alþingi.
Björn segir ORF starfa eftir gild-
andi reglum hverju sinni, en hin
nýja tilskipun muni ekki breyta
miklu gagnvart fyrirtækinu. Þar sé
fyrst og fremst hert á reglum um
markaðsleyfi og sett inn stíft
áhættumat fyrir veitingu þeirra.
Með markaðsleyfum á hann við leyfi
til að nota erfðabreyttar plöntur í
fóður og matvæli. Það er ekki til-
gangurinn hjá ORF, heldur fram-
leiðsla próteina fyrir lyfjagerð og
iðnaðarnot.
Þess ber þó að geta að hið nýja
frumvarp bætir sérstökum kafla við
lög um erfðabreyttar lífverur, sem
gerir auknar kröfur til Umhverf-
isstofnunar um að upplýsa almenn-
ing um leyfisveitingar.
Hvað má eiginlega í ESB?
Hér er komið að öðru álitamáli.
Sagt er að ESB hafi aldrei leyft úti-
ræktun erfðabreyttra lyfja- eða iðn-
aðarplantna til framleiðslu fyrir
markað. Aðeins ein gerð maísplöntu
sé leyfð til slíks, en sjö Evrópulönd
hafi nú þegar bannað hana.
Þarna segir Björn að blandað sé
saman ólíkum hlutum. Markaðsleyfi
séu allt annað en það sem ORF sæk-
ist eftir. Á markaðsleyfi sé útsæði
plöntunar falt hverjum þeim sem
vilji rækta hana til matvælafram-
leiðslu. Slíkt sé vissulega bannað
víða og aðeins leyft með maís í ESB.
Hins vegar hafi 104 tilraunaleyfi
eins og það sem ORF sækist eftir
verið veitt í ESB, þar sem hin nýja
tilskipun er í gildi, á þessu ári.
Vefur framkvæmdastjórnar ESB
staðfestir þetta. Þar sést að fjöldi
leyfa hefur verið veittur á árinu,
flest vegna maís en einnig vegna
byggs, kartaflna, sykurrófna, bóm-
ullar og fleiri tegunda.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þörf umræða Opinn kynningarfundur verður haldinn á Grand hótel á
morgun, þriðjudag, klukkan eitt. Þar verða sjónarmið í málinu kynnt.
Erfðabreyttum lífverum má ekki
sleppa út í umhverfið nema með
fyllstu varúð. Hér er tæpt á álita-
efnum um ræktun ORF Líftækni á
erfðabreyttu byggi, sem snúa að
öðru en sjálfri erfðatækninni.
SVOKÖLLUÐ varúðarregla, í Ríó-
yfirlýsingunni um umhverfismál,
segir að þegar vísindaleg óvissa sé
til staðar um afleiðingar fram-
kvæmda fyrir umhverfið skuli
náttúran njóta vafans. Nú er á Al-
þingi verið að bæta þessu inn í lög
um erfðabreyttar lífverur.
Þetta þýðir í raun, samkvæmt
Vísindavef Háskóla Íslands, að
ekki sé talið nauðsynlegt að sanna
með óyggjandi hætti að náttúran
beri skaða af, heldur liggi sönn-
unarbyrðin frekar hjá fram-
kvæmdaraðila, í þessu tilfelli ORF
Líftækni, sem eigi að sýna fram á
að framkvæmdin valdi ekki skaða.
Þetta er mikilvægt atriði, sem
styður kröfur um upplýsta al-
menna umræðu um mál eins og
þetta, áður en ákvörðun er tekin.
Þetta þýðir ekki að hafna beri um-
sókninni. En gild rök má færa fyr-
ir því að þessi umræða hafi enn
ekki farið fram á Íslandi, þótt
málefni erfðabreyttra lífvera séu
vel þekkt í afmörkuðum hópum.
Sú umræða væri þáttur í að ná
sátt um svona mál til framtíðar.
AÐGÁT SKAL
HÖFÐ
››