Morgunblaðið - 08.06.2009, Side 17
Umræðan 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009
FÆRÐUBRJÓSTSVIÐAEÐA
SÚRT BAKFLÆÐI?...
...Nú færðu Losec mups* án lyfseðils í næsta apóteki!
Nýtt!
annt um líf og líðan
Notkunarsvið: Losec Mups sýruþolnar töflur innihalda efnið omeprazol sem hemur magasýruframleiðslu. Losec Mups er notað við tilfallandi
brjóstsviða og súru bakflæði. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir omeprazoli eða einhverju öðru innihaldsefnanna eða samhliða lyfjum sem innihalda atazanavir. Gæta
skal varúðar ef þú færð einhver af eftirtöldum einkennum: Verulegt þyngdartap, endurtekin uppköst, kyngingarerfiðleika, blóðuppköst eða blóð í hægðum. Þá skal hafa samband
við lækni. Látið lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Meðganga og brjóstagjöf: Losec Mups má nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti
eiga að leita ráða hjá lækni áður en notkun hefst. Skömmtun: Ein Losec Mups 20 mg tafla ekki oftar en einu sinni á sólarhring. Ef einkennin hafa ekki horfið eftir 14 daga stöðuga
notkun skal hafa samband við lækni. Gleypa á töflurnar heilar með ½ glasi af vökva. Hvorki má tyggja þær né mylja. Töflurnar má leysa upp í vatni eða einhverjum súrum vökva
(t.d. ávaxtasafa) og taka þannig inn. Það skiptir ekki máli hvort Losec Mups er tekið inn með eða án matar. Algengustu aukaverkanir eru: Höfuðverkur, niðurgangur, ógleði/
uppköst, kviðverkir, hægðatregða og aukinn vindgangur. Lesið vandlega allan fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mars 2009.
*Omeprazol
Skattskrár vegna álagningar 2008 sem og
virðisaukaskattsskrár vegna tekjuársins 2007
Skrárnar liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi, hjá umboðsmönnum-
skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju skattumdæmi dagana
8. til 19. júní 2009 að báðum dögum meðtöldum.
Framlagning skattskrár er samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003
og 46. gr. laga nr. 50/1988.
8. júní 2009
Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson.
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Rósa Helga Ingólfsdóttir.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Hanna Björnsdóttir.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Steinþór Haraldsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.
Á ÍSLANDI ríkir neyðarástand.
Þetta ástand er ekki sjálfskapað og
hverfur því ekki sjálft, við þurfum
að vinna bug á því. Við höfum sog-
ast inn í stöðu þar sem allt okkar
fjármagn fer í að greiða niður lán
sem hafa tvöfaldast á skömmum
tíma. Við höfum ekkert milli hand-
anna til að lifa á, neysla hefur
dregist saman og við stöndum ráð-
þrota frammi fyrir hrúgu
ógreiddra reikninga.
Daglega missa fjölskyldur eignir
sínar, atvinnu og stolt og hafa
margir flúið land í þeirri von að
grasið sé grænna hinum megin.
Með þessu áframhaldi munu þeir
Íslendingar sem ekki láta bugast
sjá fram á endalausa baráttu við
arfa og illgresi. Þreytt og lúin ríf-
um við upp illgresið, en í lok hvers
dags sjáum við að í hvert sinn sem
við rifum upp arfa með rótum,
höfðu þegar tveir aðrir skotið rót-
um annars staðar í garðinum. Ráð-
þrota lítum við á stjórnvöld og
spyrjum „Hvað er til ráða?“ Við
fengjum svar ef yfirvöldin í land-
inu væru ekki upptekin við að ríf-
ast um hvað væri þeirra ferli fyrir
bestu. Alþingi hefur gleymt heilli
þjóð. Hvað er til ráða?
Við sitjum í kviksyndi skulda,
hægt og rólega sökkvum við í kaf.
Björgunaraðgerðir skila litlum ár-
angri, þeir sem rétt hafa hjálp-
arhönd sitja með okkur í svaðinu
eða hafa ekki bolmagn til að rífa
okkur upp. Þegar IMF rétti okkur
„hjálparhönd“ var í raun um bjarn-
argreiða að ræða. IMF rétti poka
fullan af peningum sem orsakar
það að við sökkvum hraðar. Þegar
stýrivextir verða ekki lækkaðir án
samþykkis IMF hlýtur eitthvað að
vera að. Það eina sem kom til
greina var að afþakka þetta lán, en
nú er réttast að skila því.
Það er þó engin galdralausn að
skila láni IMF, meira þarf til. Al-
þingi þarf að stíga inn og með
neyðarlögum festa gengi evrunnar
í 90 krónum, og endurskoða á sex
mánaða fresti. Reynslan sýnir að
það er nær ógerlegt að stöðva
mikla verðbólgu án þess að festa
gengið að minnsta kosti svo lengi
sem það tekur verðbólguna að
hjaðna. Fast gengi gæti örvað er-
lend viðskipti og fjárfestingu þar
sem dregið væri úr viðskiptakostn-
aði og gengisáhættu, og með því að
glæða hagvöxt hömlum við verð-
bólgu.
Fleira þarf til
Fylgja þarf fastagengi Seðla-
bankans eftir af hörku og festa
það í lögum að brot gegn því
fylgdu harðar refsingar. Setja á
laggirnar deild innan efnahags-
brotadeildar Ríkislögreglustjóra
sem hefði eftirlit með að geng-
islögum yrði framfylgt.
Umbreyta öllum erlendum fast-
eignalánum yfir í íslenskar krón-
ur með lögum. Með þessu
myndu lánin lækka og fjöl-
skyldur hefðu meira neyslufé
milli handanna. Með aukinni
neyslu aukum við hagvöxt!
Lækka vísitölu neysluverðs og
festa hana með lögum í sex mán-
uði í senn, auk þess að fella nið-
ur verðtryggingu
og ná þannig verð-
bólgu niður og
auka hagvöxt enn
frekar.
Festa vexti af lán-
um. Með því að
festa vexti af lán-
um í 5-7% og end-
urskoða þá á 6
mánaða fresti,
komum við til móts
við alla þar sem
greiðslubyrði af
lánum lækkar.
Færeyingar hafa lánað okkur 50
milljónir bandaríkjadala en meira
þarf til. Við þurfum að setja til
hliðar íslenska þjóðarrembinginn
og falast eftir aðstoð frænda okk-
ar. Ef frændþjóðir okkar eru láns-
fúsar getum við tekið upp banda-
ríkjadollar með lánsfé. Dollarinn er
mun öflugri en evran og sést það
best á krepputímum þegar doll-
arinn styrkist gegn evrunni. Það
er auðveldara að taka upp dollara,
þar sem ekki þarf að ganga í ESB,
auk þess sem við gætum tekið aft-
ur upp krónuna þegar öldurnar
lægir. Ekkert er því til fyrirstöðu
að ganga í ESB með dollara sem
gjaldmiðil.
Hvað á að gera
við gömlu
bankana?
Við sitjum uppi með skuldir
gömlu bankanna. Þrátt fyrir það
getum við komist hjá einhverjum á
siðlegan og löglegan hátt. Fyrst
þurfum við að greiða út innistæður
þeirra sem áttu fé í gömlu bönk-
unum. Samkvæmt tilskipun EES
er lágmarkstrygging innistæðna
20.887 evrur sem Tryggingasjóður
þarf að greiða út en við höfum
ekkert upp úr því að greiða út
innistæður að fullu.
Við þurfum að skilja eins mikið
af skuldum og lánum eftir í gömlu
bönkunum og við getum og keyra
þá í þrot. Gjaldþrot er eðlilegasta
og hreinlegasta leiðin til að hreinsa
skuldir. Við megum ekki færa
ónýtar skuldir í nýju bankana. Þeir
eru ný fyrirtæki, lítil en sterk.
Með brunaútsölu á eignum gömlu
bankanna getum við örvað við-
skiptalíf þar sem nýir fjárfestar
koma inn.
Til að greiða innistæður gömlu
bankanna þarf gríðarlegt fjármagn
sem gæti fengist að láni frá þjóð-
inni. Við getum lokað öllum lífeyr-
issjóðum og nýtt fjármuni þeirra
til að greiða út innistæður. Kenni-
tölureikningar í Seðlabankanum
yrðu stofnaðir þar sem fjármagn-
inu yrði skilað, í millitíðinni greið-
um við lífeyri á reikning í Seðla-
bankanum.
Með ofangreindum aðferðum
náum við fram verðstöðnun og með
samstöðu verkalýðsfélaga getum
við samið um litlar launahækkanir
á meðan skútan réttir sig við.
Það verða ekki allir sáttir við
þær aðferðir sem taldar hafa verið
upp hér en þegar 99% þjóðar þurfa
að borga skuldir 1% þjóðarinnar
gerum við það ekki þegjandi.
Skuldir þeirra eru margfalt hærri
en við gætum stofnað til sjálf.
Ísland, nú er að duga eða drep-
ast. Ekki gefa upp öndina án þess
að streitast á móti!
Snúum skipinu við
Eftir Sverri Garðarsson og
Brynjar Valdimarsson » Þegar IMF rétti
okkur „hjálp-
arhönd“ var í raun um
bjarnargreiða að
ræða. IMF rétti poka
fullan af peningum
sem orsakar það að
við sökkvum hraðar.
Sverrir
Garðarsson
Sverrir er framkvæmdastjóri. Brynj-
ar er eigandi Snóker og Poolstof-
unnar.
Brynjar
Valdimarsson
Sími 551 3010