Morgunblaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is SAMNINGAVIÐRÆÐUR vegna reksturs Egilshallar eru nú á loka- stigi en með nýjum leigusamningi vonast borgin til að tryggja áfram- haldandi íþróttastarfsemi og aðra þjónustu í húsinu. Frágangur bílastæðaplans við húsið er skilyrði borgarinnar fyrir áframhaldandi leigusamningi. Viðræður um áframhaldandi leigu borgarinnar á aðstöðu í Egilshöll hafa staðið yfir í allan vetur en við- semjendur hennar eru skiptaráðandi Nýsis, Landsbankinn og íþrótta- félagið Fjölnir. Markmiðið er að tryggja áfram starfsemi í húsinu en fram kom í svari sem lagt var fram í umhverfis- og samgönguráði borgar- innar í síðustu viku við fyrirspurn Samfylkingar, að allra leiða hefði verið „leitað til að koma í veg fyrir að rekstur í húsinu stöðvaðist“. Þetta staðfestir Kjartan Magnús- son, formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs, sem er bjartsýnn á nið- urstöður viðræðnanna fljótlega. „Við vonumst til að hægt verði að nýta höllina áfram í þágu íþróttastarfsemi í Grafarvogi og annarra íþrótta- félaga í borginni. Eins er önnur mik- ilvæg starfsemi þarna, t.d. frístunda- heimili fyrir fötluð börn á vegum ÍTR. Okkar markmið er að tryggja að það verði sem minnst rask á þess- ari starfsemi.“ Hann segir borgina gera það að kröfu í samningunum um að unnið verði í lóð Egilshallar. „Það er eitt af meginmarkmiðum okkar í þessum málum að það verði sem fyrst gengið frá henni þannig að til sóma sé.“ Sem kunnugt er hefur lóðin staðið ófrá- gengin í allan vetur og hefur verið bent á slysahættu vegna þess. Viðræður um rekstur á lokastigi  Frágangur bílastæðaplans við höllina skilyrði fyrir áfram- haldandi leigu borgarinnar á aðstöðu í íþróttahúsinu Morgunblaðið/Eggert Bílastæðin Ófrágengin lóðin við Egilshöll gæti skapað slysahættu en með nýjum rekstarsamningi gerir borgin kröfu um að úr því verði bætt. „VIÐ erum bara að reyna að gera þetta aðeins huggulegra, við sjáum að þarna verður ekki byggt í einhvern tíma og ákváðum því að laga þetta til,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, fram- kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Framkvæmdir hafa staðið yfir í vikunni á svæðinu þar sem áður stóð til að reisa höfuðstöðvar Landsbankans. Lóðin hefur verið notuð sem bílastæði og hefur Bílastæðasjóður því tekið sig til og malbikað. Óvíst er hversu lengi svæðið verður bílastæði en að sögn Kolbrúnar munu framkvæmdirnar að óbreyttu borga sig upp á sex árum. Morgunblaðið/RAX HUGGULEG BÍLASTÆÐI Í STAÐ HÖFUÐSTÖÐVA FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is TAP Á REKSTRI sveitarfélaga á landinu nam um 20 milljörðum króna í fyrra skv. bráðabirgðaniðurstöðu ársreikninga þeirra. Þetta er um 68 milljörðum verri afkoma en árið 2007. Við þetta bætist tap á rekstri þeirra fyrirtækja sveitarfélaganna sem rekin eru fyrir þjónustugjöld (sk. B-hluta rekstursins) en þar nem- ur tapið rúmum 92 milljörðum króna, samanborið við 5 milljarða árið á undan. Tapið má að mestu leyti skýra með stórauknum fjármagnsgjöldum vegna erlendrar lántöku auk þess sem tekjur hafa ekki haldið í við verðbólgu. Er búist við enn meiri tekjusamdrætti í ár vegna aukins at- vinnuleysis og lægri framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Kristján Möller, ráðherra sveit- arstjórnarmála, segir ríkisstjórnina þegar hafa gripið til ýmissa ráða til að styðja við bakið á sveitarfélög- unum. „Sveitarfélögin hafa t.a.m. fengið að hækka útsvarið og mörg hafa nýtt sér það. Jafnframt tókst okkur að tryggja eins milljarðs auka- framlag í Jöfnunarsjóð, en sam- komulag um 1,4 milljarða auka- framlag í sjóðinn átti að renna út um síðustu áramót.“ Þó er ljóst að framlög úr Jöfn- unarsjóði munu dragast töluvert saman vegna samdráttar í tekjum hins opinbera. Kristján bendir á að á móti aukist útsvarstekjur vegna út- tektar fólks á séreignarlífeyris- sparnaði sínum, auk þess sem hækk- un skatta muni einnig skila auknum tekjum í Jöfnunarsjóð. Mikilvægustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar felist hins vegar í að skapa skilyrði til að lækka vexti og styrkja gengið. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tekur undir þetta. „Ef krónan styrk- ist batnar staðan, ekki bara hjá okk- ur, heldur öllum,“ segir hann og bæt- ir því við að vonir standi frekar til þess en hins gagnstæða. „Ég hef þó ekki útilokað að það þurfi að aðstoða einhver sveitarfélög, sérstaklega varðandi fjármögnun. Maður er viðbúinn ýmsu en vonar það besta.“ Ekki sátt um fjármálareglur Slæm staða sveitarfélaganna vegna erlendra lána vekur spurn- ingar um hvort ekki þurfi sambæri- lega lagasetningu hér og á Norð- ulöndum þar sem sveitarfélögum er óheimilt að taka lán í erlendri mynt. Jóhannes Finnur Halldórsson, sérfræðingur í samgönguráðu- neytinu, segir illa hafa gengið að komast að niðurstöðu í nefnd um fjármálareglur sveitarfélaganna. Meðal annars hafi verið rætt um há- marksskuldsetningu miðað við tekjur, áhættu í skuldsetningu m.a. varðandi gengistryggingu lána, vöxt útgjalda, jöfnun hagsveiflna o.s.frv. „Það er allt undir og við horfum mik- ið til Norðurlandanna í þessum efn- um.“ Menn hafi hins vegar ekki kom- ist að neinni niðurstöðu. „Viðhorfin gætu þó verið að breytast,“ segir hann og bætir því við að hann telji að ekki þurfi að vera svo langt í land með reglurnar. Áfram verði unnið að málinu. Viðbúinn en vonar það besta  Ársreikningar sveitarfélaga sýna dökka fjárhagsstöðu, ekki síst vegna erlendra lána  Lækkun vaxta og styrking krónunnar lykilatriði svo að úr rætist Bráðabirgðaniðurstaða úr árs- reikningum sveitarfélaga sýnir dökka stöðu en samhliða því sem útgjöld fara vaxandi, m.a. vegna erlendra lána, dragast tekjurnar saman. Í HNOTSKURN »Tekjur sveitarfélaga juk-ust um 2,1% í fyrra en verðbólgan var 12,4%. »Mörg sveitarfélög skilarekstrartapi jafnvel áður en tekið er tillit til fjármagns- gjalda, sem sýnir slæma stöðu þeirra fyrir gengishrun. »Langtímaskuldir hækkaúr 57,9 milljörðum í 106,1 milljarð, eða um 83%. »Tap sk. B-hluta fyrirtækja(sem rekin eru fyrir þjón- ustugjöld) vegna fjármagns- liða er 123 milljarðar, miðað við tæpa 3 milljarða árið 2007. Mest munar um fjármagns- gjöld Orkuveitu Reykjavíkur. KOSTNAÐUR við byggingu menn- ingarhúss og kirkju í Mosfellsbæ getur orðið á bilinu 1.500 til 2.000 milljónir að sögn Haralds Sverr- issonar bæjarstjóra. Ekkert er þó fast í hendi enn og segir hann að eftir sé að ákveða hvernig kostn- aður deilist milli bæjarins og Mos- fellsprestakalls. Líklegt er að skipt verði til helminga eða þar um bil. „Þetta er ekki verkefni sem verð- ur hrist fram úr erminni,“ segir Haraldur en hönnunartillaga sem nýverið var ákveðið að byggja á gerir ráð fyrir 6.000 fermetra byggingu. Haraldur segir að fram- kvæmdin gæti tekið tíu ár og kostn- aðurinn muni dreifast á þann tíma. 1,5-2 milljarða framkvæmd á tíu ára tímabili Veglegt Kirkjuskipið í nýrri kirkju samkvæmt hönnunartillögu. ÞAÐ horfir ekki til vandræða nú en gæti orðið áhyggjuefni í haust þeg- ar skólafólkið hættir að vinna,“ segir Arnar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslustöðva. Brögð eru að því að illa gangi að fá starfsfólk til fiskvinnslu. Vandinn virðist ekki bundinn ákveðnum landshlutum fremur en öðrum. Farið var yfir stöðuna á stjórn- arfundi SF í síðustu viku, í ljósi þess að stjórnvöld áforma að hækka tryggingagjald á atvinnurekendur um allt að eitt og hálft prósent. Hluti gjaldsins rennur til atvinnu- leysistryggingasjóðs. Arnar segir nokkuð sérstakt að erfitt sé að manna stöður þegar atvinnuleys- istölur eru eins og raun ber vitni. Sem dæmi hafi í einu sveitarfélagi reynst hinn mesti barningur að fá fjóra starfsmenn. Þar voru áttatíu manns atvinnulausir. „Þessi staða er ekki bara uppi í fiskvinnslu heldur einnig í öðrum greinum. Við gerum okkur grein fyrir því að ekki geta allir unnið hvaða vinnu sem er en teljum engu að síður vert að benda á þetta.“ halldorath@mbl.is Barningur að fá fólk til fiskvinnslu þrátt fyrir atvinnuleysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.