Morgunblaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2009 Bros Guðs til þín Kristilegt fjölskyldumót í Hlíðardalsskóla, Ölfusi, á vegum Kirkju sjöunda dags aðventista 19. - 21. júní Mótsgjald: 0 kr. Stök máltíð: 1.500 kr. Ókeypis gisting Verð: 6.000 kr. fyrir fullorðna (6 máltíðir) 3.000 kr. fyrir 5-15 ára (6 máltíðir) Ókeypis fyrir 0-4 ára (6 máltíðir) Skemmtileg dagskrá fyrir börnin. Ræðumaður mótsins er Jiri Moskala frá Tékklandi. Komdu og upplifðu Guð brosa til þín! Sk rá ðu þi g á: sd a@ ad ve nt is ta r.i s eð a í s ím a 58 8- 78 00 HJÁLMTÝR Heiðdal svaraði ný- lega grein minni „Fjölda-ærumorð fjölmiðla á Gaza“ og er greinilegt að hann hefur þar mislesið ýmislegt. Hvergi í grein minni fullyrti ég að Ísraelar hefðu borið allan kostnað af framförum þeim sem orðið hafa hjá Palestínumönnum. Að þessum framförum hafa margir komið, Ísrael, ýmsir aðilar alþjóða- samfélagsins, UNRWA-stofnun SÞ og Palestínumenn sjálfir auk fjölda einkarekinna mannúðar-og hjálparsamtaka. En hver sem skipting kostnaðar er af umræddum framförum, þá er alveg ljóst að þær hafa orðið undir yfirstjórn Ísraels, hinu „grimma“ hernámi, eins og palest- ínskir öfgamenn lýsa því. Yf- irstjórn þessara svæða skiptir að sjálfsögðu verulegu máli. Dæmi: Á um það bil tuttugu ár- um frá 1948 til 1967, meðan Vest- urbakkinn, hin forna Júdea- Samaría, var hersetinn af Jórd- aníu, var enginn háskóli reistur þar fyrir Palestínumenn og enginn háskóli var fyrir á svæðinu. Skóla- og menntamál lágu í dróma. Eftir að Ísraelar tóku svæðin í stríðinu 1967 voru reistir á Vest- urbakkanum sjö eða átta háskólar, tveir að vísu ætlaðir gyðingum, en allir hinir fyrir Palestínumenn. Mestöll menntun og menning Palestínumanna, auk sjúkrahúsa þeirra og heilsugæslu, hefur byggst upp undir hinu „grimma“ hernámi Ísraels! Hvar er grimmd- in í þessu hjá Ísraelum, má ég spyrja? Ætluðu vondu síonistarnir kannski að sprengja höfuð grandalausra Palestínuarabanna með lærdómi, eða lækna þá í hel? En þó svo að menntun Palest- ínumanna og almenn siðmenning hafi vaxið hröðum skrefum í umsjá Ísraels, þá hefur heima- ræktuð haturs-ómenning öfga- hreyfinga þeirra, sem rætur eiga í eldspúandi „friðarboðskap“ spá- mannsins frá Mekka, gert það einnig. Þar liggur meinið! Hjálmtýr lofar í bréfi sínu að leita vitna um góðverk Ísr- aelsmanna meðal Gaza-búa. Kannski hann heyri orðróm um Erez-iðnaðarsvæðið sem Ísraelar ráku í 30 ár og veittu þúsundum Gaza-búa atvinnu og iðnþekkingu? Sömuleiðis gæti hann heyrt orð- róm um iðngarðana á Vesturbakk- anum, sem veitt hafa tugþús- undum Palestínumanna launaða vinnu! Á heimasíðu UNRWA, þar sem starfa u.þ.b. 29.000 Palestínumenn og 120 aðrir, segir um árangur síðustu sextíu ára: „Barnadauði hefur minnkað úr 160 á hverjar 1.000 fæðingar í 22 á hverjar 1.000 fæðingar. Þar segir einnig um almennt ástand flótta- mannabúða Palestínuaraba í Pal- estínu, Jórdaníu, Sýrlandi og Líb- anon: „Flóttamannabúðirnar þar sem UNRWA starfar líkjast almennt borgar-fátækrahverfum (slums) annars staðar á svæðinu.“ Ástand húsnæðis Palest- ínuflóttamanna er því ekki verra en almennt gerist á svæðinu hjá efnalitlu fólki, hvort sem það býr í Egyptalandi, Sýrlandi, Líbanon eða jafnvel Ísrael. Þó er tekið fram að átak til bóta á húsnæði þeirra hafi hafist árið 2005. Ekki má gleyma að margir Palest- ínumenn eru ekki flóttamenn. Á palestínsku heimasíðunni www.paltrade.org eru fróðlegar tölulegar upplýsingar (mest frá 2007) um ýmsa þætti í palestínsku samfélagi. T.d.: Skólakerfið: Grunn- skólar á vegum heima- stjórnarinnar eru 1.493, á vegum UNRWA 269, einka- skólar 244. Fjöldi nemenda í (10) háskól- um: Karlar 49.950, konur 48.489, samtals 98.439. Menningarlífið: Fjöldi dagblaða (2006) 13. Fjöldi svæðisbundinna útvarpsstöðva 39. Fjöldi svæð- isbundinna sjónvarpsstöðva 33. Fjöldi menningarmiðstöðva 161. Leikhús níu. Árlegur fjöldi gesta menningarmiðstöðva 176.637, gestir leikhúsa voru 134.067 ÁR- IÐ 2006. Gervihnattasjónvarps- diskar, þau grunnþarfaþing, eru á 80,4% palestínskra heimila. Far- símar á 81% heimila, Sjónvörp á 93,5% þeirra, tölvur á 32%. Heilbrigðismálin: Sjúkrahús eru 78. Á vegum heimastjórnarinnar 26, á vegum annarra 52 (auk um 500 heilsugæslustöðva). Efnahags- og atvinnumálin: Út- flutningur til Ísraels var árið 2006 að verðmæti 296 milljónir Banda- ríkjadala, til arabaríkja 34 millj- ónir dala og til annarra sjö millj- ónir. Það vekur athygli að arabaríkin, sem sífellt hóta heims- endi verði ekki allar pólitískar kröfur Palestínuaraba gegn Ísrael uppfylltar, skuli kaupa margfalt minna af þessum skjólstæðingum sínum en erkióvinurinn Ísrael, sem þar að auki er að sögn í út- rýmingarherferð gegn þessum palestínsku nágrönnum sínum. Lokalausnin fundin? Getur verið að síonistarnir hafi fundið ótrúlega slóttuga loka- lausn: Að drekkja bókstaflega Pal- estínuþjóðinni í peninga- og lífs- gæðaflóði með viðskiptum við hana? Kannski er það plan B ef menntunar-hausasprengiáætlunin klikkar? Nú veit ég ekki hvort mikið eða lítið vantar af gervilimum á Gaza, en hitt veit ég að nauðsyn er á róttækri genabreytingu á haturs- fullu hjartalagi liðsmanna Hamas og Fatah og annarra ógnarsam- taka, sem öllu ráða í Palestínu. Bráðalækningu hugarfarsins þarf líka hjá íslenskum stjórnvöld- um, sem sýkst hafa af svæsnu gyðingahatri íslensku Hamas- vinanna. Þau vísa sendimönnum Ísraels, yfirlýsts vinaríkis Íslands, hiklaust á bug og sýna þeim fing- urinn, en bjóða palestínskum hryðjuverkamönnum til dýrlegs fagnaðar á Bessastöðum. Geðveikt góð diplómatía, geðveikt góð framkoma við vini okkar. Svo verða íslensk stjórnvöld steinhissa þegar aðrar þjóðir rugla okkur óvart saman við þessa nýju arabísku vini okkar. Er það furða? Bendi fólki á hina frábæru mynd „Exodus“ frá 1960 með Paul Newman um stofnun Ísraels. Hefur öfgaáróður Palestínuvina villt okkur sýn? Eftir Hreiðar Þór Sæmundsson Hreiðar Þór Sæmundsson » Bráðalækningu hugarfarsins þarf líka hjá íslenskum stjórnvöldum, sem sýkst hafa af svæsnu gyðingahatri íslensku Hamas-vinanna. Höfundur er kaupmaður. ÞAÐ er fallegt í ís- lenskum sveitum þegar sólin skín, fuglarnir syngja og grasið sprettur. Þrátt fyrir alla feg- urðina skapar hún ekki ein og sér verð- mæti til handa bónd- anum sem landið byggir. Til að sjá sér og sínum farborða verður hann að fara út að slá og lifa af landinu sínu. Að sama skapi verður íslensk þjóð að skapa verðmæti úr þeim gæð- um sem til staðar eru. Lykillinn að bættri stöðu þjóðarbúskaparins er að skapa meiri gjaldeyristekjur og afla meira en eytt er. Sterkar stoðir Við Íslendingar megum aldrei gleyma því að þrátt fyrir erfiða stöðu eigum við margar sterkar stoðir sem við munum byggja á til framtíðar. Aldurssamsetning þjóð- arinnar er hagstæð, mennt- unarstig hátt og grunnstoðir sam- félagsins eru sterkar. Sú gnótt af hreinu ferskvatni sem við búum að er auðlind sem ekki skal vanmeta. Þá eigum við mikið af góðu rækt- unarlandi og enn meira af ónýttu ræktanlegu landi sem kemur til með að nýtast okkur vel í framtíð- inni svo sem við ræktun repju til lífdísilframleiðslu, ræktunar erfða- breytts byggs til lyfja- gerðar og svo mætti lengi telja. Sjávar- útvegurinn er sterkur enda fiskurinn okkar sá besti í heimi en gæta þarf að því að hlúa að greininni í stað þess að ráðast að henni með fyrning- arhugmyndum. Erlendar fjárfestingar Orkan í iðrum jarð- ar er gríðarleg auðlind og mikil tækifæri eru til frekari gjaldeyrissköpunar í orkufrekum iðnaði. Erlendir fjárfestar hafa áhuga en hlutverk stjórnvalda er að skapa þau skilyrði að hægt sé að hrinda hugmyndum í fram- kvæmd. Meginmarkmiðið í þeim efnum er að stjórnsýslan þvælist ekki fyrir þegar kemur að því að hrinda verkefnum af stað líkt og gerðist þegar Sunnlendingar þurftu að sá á bak stórri manna- flsfrekri kísilverksmiðju, sem til stóð að staðsetja í Ölfusi, til Kan- ada þar sem umhverfisráðherrann Þórunn Sveinbjarnardóttir treysti sér ekki til að gefa út yfirlýsingu um að ráðuneytið myndi geta af- greitt umhverfismat vegna verk- efnisins innan lögbundins tíma- frests. Við höfum ekki efni á fleiri slíkum „fyrirgreiðslum“ af hálfu stjórnvalda. Seinagangur núver- andi umhverfisráðherra við af- greiðslu aðalskipulags í tengslum við virkjanir í neðri hluta Þjórsár vekur þó ugg um að fleiri tækifæri gangi okkur úr greipum. Í hnotskurn Nú sem aldrei fyrr ríður á að stjórnvöld átti sig á þeirri skyldu sinni að skapa skilyrði sem liðka fyrir þeim tækifærum sem til staðar eru til uppbyggingar í ís- lensku atvinnulífi. Það dugir ekki að horfa á fallega sprettuna bylgj- ast í sunnanvindinum. Allir þurfa að leggja sitt af mörkum, fara út að slá og koma ilmandi töðunni í hús. Allir út að slá Eftir Unni Brá Konráðsdóttur » Við Íslendingar meg- um aldrei gleyma því að þrátt fyrir erfiða stöðu þá eigum við margar sterkar stoðir sem við munum byggja á til framtíðar. Unnur Brá Konráðsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi. @ Fréttirá SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.