Morgunblaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2009
Umdeild Matera neitar orðrómi um
að hafa unnið sem sýningarstúlka.
ÞETTA byrjaði allt saman í leikja-
þáttum í sjónvarpi. Ungar, létt-
klæddar konur sem voru enn að
borga af lýtaaðgerðinni spígsporuðu
eins og fatafellur í skini ljóskast-
aranna. Bert hold og kæruleysisleg
framkoma varð að óskrifaðri reglu.
Allt var þetta gert til að auka
áhorfið. Og það tókst. Hugmyndin
breiddist eins og eldur í sinu um sjón-
varpsdagskrána og fyrr en varði var
enginn munur á leikþáttunum og
kvöldfréttunum.
Stundum voru fatafellutilburðir
ekki bundnir við upptökuverin. Sum-
ar fréttakonur þurftu ekki að skipta
um starfsvettvang. Hin umtalaða
Barbara Matera (sjá mynd) tók 18
ára gömul þátt í kepninni um ungfrú
Ítalíu og var ekki orðin 22 ára þegar
hún gerðist þula hjá ríkissjónvarps-
stöðinni Rai Uno. Sex árum síðar, nú í
sumarbyrjun, flaug hún inn á Evr-
ópuþingið sem fulltrúi hægri flokks
Silvios Berlusconi forsætisráðherra.
Sjálf lýsti hún sigrinum sem fem-
ínskum áfangasigri. Með kjörinu
hefði hún brotið niður þá fordóma að
fegurð og andlegt atgervi fari ekki
saman. Hún væri sporgöngukona
Mara Carfagna, fyrrverandi sýning-
arstúlku og núverandi jafnréttismála-
ráðherra Ítalíu.
Umdeildur áfangasigur
Fátt bendir til að áfangasigur Ma-
tera falli í kramið hjá femínistum, ef
marka má viðtal New York Times við
jafnréttissinnann Lorella Zanardo,
leikstjóra kvikmyndarinnar Il Corpo
delle Donne, eða Líkami kvenna í ís-
lenskri þýðingu.
Myndin er byggð á hundruðum
klukkustunda á sjónvarpsefni og
fjallar um stöðu og hlutverk ítalskra
kvenna í sjónvarpi, hvort sem þær
koma fram á ríkissjónvarpsstöðum
eða glansstöðvum fjölmiðlaveldis for-
sætisráðherrans umdeilda.
„Þetta var hræðileg reynsla því að
ég bjóst ekki við að sjá svo mikla nið-
urlægingu,“ segir Zanardo sem full-
yrðir að aðeins fyrirsætur eigi mögu-
leika á störfum í sjónvarpi.
Útsendingar minna á klámrásir
Hún er ekki ein um þessa skoðun.
„Ég hef heyrt erlenda gesti lýsa
furðu sinni á fjölda klámrása í ítölsku
sjónvarpi. Þá þarf ég að segja þeim
að þeir séu í reynd að horfa á ríkis-
sjónvarpið og Mediaset,“ segir Lo-
redana Lipperini, höfundur bók-
arinnar Ancora dalla parte delle
bambine, um ímynd ítalskra kvenna.
Blaðakonan Elisabetta Povoledo
skrifar í New York Times að á sama
tíma og upphafning fegurðarinnar sé
langt í frá ný af nálinni veki það
áhyggjur að þau skilaboð að líkamleg
fegurð sé forsenda þess að ná árangri
hafi neikvæð áhrif.
Cristina Sivieri Tagliabu, höfundur
bókarinnar Appena ho 18 anni mi ri-
faccio, eða Um leið og ég verð átján
ætla ég í lýtaaðgerð, færir rök fyrir
þessari skoðun í rannsókn sinni á því
hvers vegna ungar konur leggja á sig
kvalafullar lýtaaðgerðir til að falla að
útlitskröfum samtímans.
Niðurstaða hennar er að stúlkur
séu farnar að trúa því að óaðfinn-
anlegur líkami sé lykillinn að árangri.
Povoledo hefur eftir Aldo Grasso,
blaðamanni hjá Corriere della Sera,
að deilur um hlutgervingu kvenna
taki á sig pólitíska mynd, þar sem
margir hægrimenn líti svo á að Ítalir
eigi að vera stoltir af fallegu fólki.
Að sögn Povoledos hefur meint
samband Berlusconis við Noemi Le-
tizia, 18 ára gamla fyrirsætu sem
hann gaf hálsmen á afmælisdaginn,
ekki orðið til að draga úr óánægju
þeirra með bágborna stöðu kvenna í
ítölsku þjóðlífi. baldura@mbl.is
Ítalskar konur stöðugt niðurlægðar
Fjölmiðlar Berlusconis jafnt sem ríkisins þykja ýta undir neikvæðar staðalímyndir af konum
Táningsstúlkur dreymir um lýtaaðgerðir Sjónvarpskonur farnar að klæða sig eins og fatafellur
Fréttabann Reuters er líkt og öðrum erlendum fjölmiðlum meinað að fjalla um mótmælin utan skrifstofunnar. Reuters tók því þessar myndir af netinu.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„MARGT bendir til þess að þetta sé
að magnast. Stjórnvöld eru farin að
hringja heim til fólks þar sem vélræn
rödd varar við afleiðingum þess að
taka þátt í mótmælunum. Sumir tala
um að þetta verði mjög heitt og langt
sumar í Teheran. Föstudagur er
helgidagur hjá múslímum og því
gætu næstu klukkustundir orðið afar
athyglisverðar,“ segir Magnús Þor-
kell Bernharðsson, sérfræðingur í
málefnum Miðausturlanda, um
framhald mótmælanna í Íran.
– Er farið að hitna í kolunum?
„Almennt hafa mótmælin verið
friðsöm. Ég hef veitt því athygli að á
myndum sem hefur verið smyglað út
úr Íran má sjá að fólkið sest niður
þegar lögregla og byltingarverðir
nálgast, í stað þess að gefa tilefni til
ryskinga. Fólk er hvatt til að fara
upp á þök á heila tímanum á kvöldin
og hrópa „Allah Akbar“, eða „Guð er
mikill“, til að stappa í sig stálinu.
Fólk er að reyna að halda þessu
áfram, á sama tíma og stjórnvöld eru
að reyna að kveða þetta niður með sí-
fellt harðari aðgerðum.“
– Breska dagblaðið Guardian hef-
ur eftir heimildum í Íran að Mo-
hammad Asgari, starfsmaður innan-
ríkisráðuneytisins, hafi látist í
bílslysi eftir að hafa lekið því að
Mousavi hefði sigrað með 19 milljóna
atkvæða mun. Getur þetta verið?
„Ég held við munum heyra mikið
af svona fréttum. Á þessu stigi eru
óstaðfestar fregnir af vettvangi það
eina sem við höfum. Þetta er ekki
óhugsandi en ég hef ekki séð neina
staðfestingu á þessu.“
Víða óvenjumikil kjörsókn
– Hvað með fullyrðingar á írönsku
vefsíðunni Ayandeh, sem þykir á
miðjunni í írönskum stjórnmálum,
um að kosningaþátttaka í 26 kjör-
dæmum hafi annað hvort slegið öll
met eða verið umfram fjölda skráðra
kjósenda á kjörskrá?
„Svarið er það sama. Það eru eng-
ar staðfestar heimildir um þetta.
Hitt er annað mál að allir höfðu á
orði að kjörsókn væri óvenjumikil á
mörgum kjörstöðum í landinu.
Sjálfur hef ég fengið ótölulegan
fjölda tölvupósta þar sem beðið er
um að koma hinu og þessu á fram-
færi frá Íran. Það ríkir hálfgert
stjórnleysi í upplýsingamiðlun.
Það er nánast ómögulegt að fá að-
gang að erlendum fjölmiðlum í Íran.
Netsamband hefur legið niðri. Þeir
sem sjá um viðhald á gervihnöttum,
sem bjóða upp á aðgang að öðrum
stöðvum, hafa ekki mætt í vinnu.“
– Af hverju hefur Ali Larijani farið
fram á rannsókn á árásum á heima-
vist háskólanema í vikunni?
„Ali Khamenei erkiklerkur hefur
ekki sést opinberlega og því lítur út
fyrir að stjórnin sé með þessu að
reyna að kaupa sér tíma.“
Ekki hrifnir af sitjandi forseta
– Hluti klerkaveldisins er ekki
hrifinn af Ahmadinejad, ekki satt?
„Að mati innstu koppa í búri við-
skiptalífsins hefur forsetinn algjör-
lega klúðrað efnahagsmálunum og
er þar af leiðandi ekki talinn hæfur
til að stjórna áfram. Það væri mjög
klókt af Khamenei að fórna þessum
hrók, það er að segja Ahmadinejad,
til að tryggja stöðu klerkaveldisins.“
Búa sig undir langt sumar
Fjöldamótmælin á götum Írans halda áfram Óstaðfestar heimildir benda til
stórfellds kosningasvindls Líkur á að Ahmadinejad verði fórnað í valdatafli
Reuters
BARACK Obama
Bandaríkjaforseti
kynnti í gær
frumvarp um um-
fangsmiklar
breytingar á
rekstrarumgjörð
fyrirtækja sem
ætlað er að koma
í veg fyrir fjár-
málahrun líkt því
sem varð í haust.
„Þetta snerist um auðveldan að-
gang að fjármagni meðan á því stóð.
Kerfið var byggt á sandi,“ sagði
Obama í kynningu á frumvarpinu.
Forsetinn sagði óábyrga hegðun
hafa skotið rótum í kauphöllunum, í
stjórnkerfinu og á meðal almennings
og að regluverkið um fjármálamark-
aðina, sem smíðað var fyrir krepp-
una miklu, hefði reynst úrelt á tím-
um alþjóðavædds, netvædds
hagkerfis.
Hafi eftirlit með áhættutöku
Meðal þess sem lagt er til er að
bandaríska seðlabankanum verði
gert að hafa eftirlit með því hvort
kerfisbundin áhætta sé að myndast í
stærstu bönkunum, tryggingafyrir-
tækjum og öðrum fjármálafyrir-
tækjum. Jafnframt verður gagnsæi
aukið á þeim sviðum fjármálalífsins
sem leynd hefur hvílt yfir, ásamt því
sem stjórnvöldum verður heimilað
að taka yfir fjármálarisa á fallandi
fæti. Þá stendur til að sérstök stofn-
un hafi eftirlit með húsnæðislánum
og útgáfu kreditkorta í því skyni að
vernda hagsmuni neytenda.
Reglurnar
uppfærðar
vestanhafs
Ætlað að draga úr
líkum á öðru hruni
Barack Obama
EFTIR talningu atkvæða um laust
sæti í bæjarstjórn Cave Creek í Ari-
zona í Bandaríkjunum kom í ljós að
Thomas McGuire og Adam Trenk
höfðu báðir fengið 660 atkvæði.
Bæjarráðið lagði mat á stöðuna og
komst svo að þeirri niðurstöðu að
endurtalning væri of dýr.
Var þá brugðið á það ráð að dusta
rykið af gömlum hefðum frá dögum
villta vestursins. Það þótti hins veg-
ar of langt gengið að útkljá málið í
einvígi og var lendingin sú að dregið
var um sætið úr spilastokk. Fóru
leikar svo að Trent hafði betur.
Drógu spil
um úrslitin
Á SAMA tíma og írönsk stjórnvöld
reyna hvað þau geta að koma í veg
fyrir fréttir af mótmælunum eru Ír-
anir, innanlands sem utan, dugleg-
ir við að skipuleggja útifundi og
greina frá atburðum á netinu nær
því um leið og þeir gerast.
Meðal þess sem vakið hefur
mikla reiði í röðum andstæðinga
Ahmadinejads forseta er mynd-
skeið á vefveitunni YouTube sem
sýnir ungan mótmælanda stung-
inn til bana í hrottalegri árás sem
hrindir fullyrðingum lögreglu um
að hún hafi verið að verja sig.
Stjórnarandstæðingar hafa tek-
ið skrafskjóðuna, Twitter, í þjón-
ustu sína og hvöttu íranskir net-
verjar erlenda notendur til að skrá
heimili sitt í Teheran til að gera
eftirlit með umræðunni erfiðara.
Misvísandi fregnir berast af því
hversu vel stjórninni hafi orðið
ágengt að takmarka netnotkun.
Ein áreiðanlegasta heimildin er
YouTube þar sem umferðin í Íran
er aðeins einn tíundi á við venju-
lega. Á móti kemur að netnotkun í
Íran er mjög mikil og því margir á
bak við hið lága hlutfall.
Magnús Þorkell segir netið hafa
gegnt svo mikilvægu hlutverki.
„Þetta er netbylting en ekki
bylting þar sem fjöldahreyfing
kemur fram fyrir opnum tjöldum.“
„Þetta er netbylting“
YouTube Myndir frá Teheran.
» Kosningaþátttaka er
grunsamlega mikil
» Hún er álitin 132% í
Kouhrang-kjördæmi
» Mjög víða var þátt-
taka yfir 95%
» Vefsíðan Ayandeh
fullyrðir þetta
» Ómögulegt þykir að
staðfesta tölurnar
» Klerkahópar takast
á um völdin
» Stjórnvöld grípa til
harðarði aðgerða