Morgunblaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2009 Blessaður Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit heilsa upp á landann við forláta Packard-bifreið embættisins. Geir Jón Þórisson er við öllu búinn. Eggert Sigurður Þorsteinsson | 17. júní 2009 Þjóðhátíð? Það er eins og síðustu ár hafi tilefni 17. júní gleymst. Á fyrstu árunum eftir lýðveldisstofnunina var öllum ljóst hverju var verið að fagna. Valdið var komið heim til þjóðar- innar, frá Dönum, sem þrátt fyrir allt fóru alls ekki svo illa með okkur, ef grannt er skoðað. Með tímanum hefur inntakið í fagnaðarhöldunum gleymst. 17. júní er orðinn að fjölskylduhátíð, með blöðrum, andslitsmálun og sleikipinna. Aldrei er Ísland nær því en nú að glata sjálfstæðinu, sem barist var fyrir. Annars vegar erum við að taka á okkur skuld- bindingar og mjög erfitt er að sjá, að við stöndum undir þeim álögum, nema sem fátækt þriðjaheimsríki. Hins vegar hefur hluti þjóðarinnar haf- ið baráttu fyrir því að við afsölum okkur sjálfræðinu til Brussel, göngum í Evrópu- sambandið. Baráttan í Evrópu er að gera Evrópu- sambandið að þjóðríki og ef draumurinn rætist, gætum við tekið í framtíðinni þátt í Ólympíuleikunum undir fána USE (United States of Europa). Þá hættum við að sjálfsögðu að halda upp á 17. júní. Meira: ziggi.blog.is Gunnlaugur B. Ólafsson | 17. júní 2009 Mikil óánægja með aðferðir við val í framhaldsskóla Lykilorð síðustu ára var samkeppni. Framhalds- skólarnir lögðu fjármagn í að byggja upp ímynd og orðspor. Metnaður að ná í sterkustu nemendurna eða þá sem eru með hæstu einkunnir. En síðan er tekin sú ákvörðun að leggja af samræmd próf og þar með nákvæm við- mið í samanburði milli skóla. Nú erum við komin með þessa keppni skóla um „bestu“ nemana á villigötur. Nýútskrifaðir tíunda-bekkingar sem verið hafa saman í sínu hverfi alla skóla- gönguna eru látnir taka þátt í rússneskri rúllettu, fylla út umsókn og merkja við skóla í fyrsta, annað og þriðja val. Meira: gbo.blog.is Haraldur Hansson | 17. júní 2009 Hvers vegna 17. júní? Hvers vegna höldum við 17. júní hátíðlegan? Það er ekki vegna þess að þann dag árið 1397 var Ei- ríkur af Pommern krýnd- ur fyrsti konungur Kalm- arsambandsins, heldur vegna þess að þann dag árið 1811 fæddist Jón Sigurðs- son á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Eiríkur var aðeins unglingur þegar hann tók við völdum og varð konungur Íslands. Ísland hafði þá lotið stjórn er- lendra konunga allt frá því að Gamli sátt- máli var gerður 1262. Jón Sigurðsson var leiðtogi sjálfstæðisbaráttu Íslend- inga. Þó íslenska þjóðin væri sú fámenn- asta og fátækasta í Evrópu, var Jón sannfærður um að henni farnaðist betur ef hún réði sínum málum sjálf. Með bjartsýnina að vopni og óbilandi trú barðist hann fyrir sjálfstæði Íslands. Meira: maeglika.blog.is ÞEGAR ég ferðast á fjöllum þar sem að- stæður eru þannig, að ef ég dett, þá dett ég aldrei meir, fer ég sér- deilis varlega. Fæ mér jafnvel vað til að tryggja mig. Þess vegna get ég aldrei samþykkt þann samn- ing, sem okkur þing- mönnum er ætlað að samþykkja fyrir hönd þjóðarinnar vegna Icesave-deilunnar. Í þessari grein ætla ég ekki að ræða hvort við eigum að greiða Ice- save-kröfuna yfirleitt né hvort eðli- legt sé að reikna vexti á hana eða hvaða áhrif samningurinn um greiðslu hennar kann að hafa á láns- hæfimat ríkisins. Ég ætla eingöngu að horfa til þess hvaða líkur eru á að þessi samningur leiði örbirgð yfir þjóðina. Öll höfum við kastað tening og áttað okkar á að enginn veit áður en teningum er kastað hvaða tala kem- ur upp en líkindafræðin segir að það séu 1/6 eða 16,7% líkur á að t.d. sexan komi upp. Það eru tæplega 2% líkur á að draga laufás úr spila- stokk. Þegar metnar eru líkur í skoðanakönnunum eru menn ekki mjög nákvæmir enda tjón af röngu mati lítið. Þegar metnar eru líkur í lyfjarannsóknum að lyf sé ekki ban- vænt eru gerðar mjög strangar kröfur um öryggi. Líkur þess að lyf gæti verið banvænt mega ekki fara yfir 0,0001% sem dæmi. Þegar þing- menn taka ákvörðun um Icesave- samninginn hvaða líkur mega þeir leyfa á því að ákvörðunin steypi þjóðinni í áratuga örbirgð? Þekkja þeir þær líkur? Á meðfylgjandi töflu er gróft mat á því sem þjóðin þarf að greiða fyrir samninginn miðað við að eignir Landsbankans dugi fyrir mismun- andi hlutfalli af kröfunum. Vegna upplýsingaskorts er um mjög grófa nálgun að ræða. Gengið er út frá 660 milljörðum króna að frádregn- um 50 milljörðum í Englandsbanka sem með 5,55% vöxtum verða að 915 millj- örðum um mitt ár 2016 ef ekkert greiðist af eignum Landsbank- ans og verði svo jafn- dreift á 8 ár. Þegar peningum Landsbankans var ráðstafað til útlána myndaðist strax áhætta. Pappírar gætu verið falsaðir og veð gætu verið gölluð eða ekki til. Seinna bætist við alls konar áhætta. Lántakandinn gæti dáið, orðið gjaldþrota, farið í óreglu eða stung- ið af. Verðbólga getur étið upp fjár- hæðina ef hún er ekki verðtryggð. Opinberar ráðstafanir, t.d. skattar eða gjaldeyrishöft (já og ólögleg beiting hryðjuverkalaga) og neyð- arlögin, geta skert eignina. Geng- isfall gjaldmiðla og verðbréfa koma til viðbótar sem og óviðráðanleg ytri atvik (force majeure), styrjaldir, jarðskjálftar og flóð. Fé Lands- bankans var líka notað til kaupa á enn flóknari fjármálagerningum með fjölbreyttri áhættu. Tölfræð- ingar og líkindafræðingar hafa þró- að nokkuð góðar aðferðir til að meta allar þessar áhættur sem gefa hvert er meðaltal eignamatsins og alveg sérstaklega hvert er staðafrávik en það segir til um hversu mikið eigna- safnið víkur frá meðaltalinu með ákveðnum líkum. Eignum Landsbankans í fjöl- mörgum löndum er ætlað að mæta kröfum vegna Icesave reikning- anna. Eflaust hafa sérfræðingar bankans í áhættustýringardeild hans lagt mat á einstakar áhættur í eignasafni bankans og þar með mat á áhættudreifingu alls eignasafns- ins. Þó að slíkt mat sé alltaf háð grófum nálgunum og forsendum eru þær miklu betri heldur en ekki neitt, þegar tekin er ákvörðun um hvort samþykkja eigi samninginn um Icesave eða hafna honum. Samningurinn um Icesave er gerður í enskum pundum og evrum mats sem hlýtur að liggja fyrir í bönkum heimsins. Þegar öll þessi atriði eru lögð saman ætti að koma út mat á því hvað miklar líkur eru á því að Ís- land geti ekki efnt þennan samning vegna þess að skuldbindingin verði einfaldlega of mikil. Vilja þingmenn og mega þeir samþykkja slíkan samning ef einhverjar líkur eru á að þjóðin steypist í örbirgð? Það er ekki hagur Breta eða Hollendinga að slík staða komi upp og því er óskiljanlegt hvers vegna samning- urinn er ekki með einhverju há- marki þess sem við eigum að greiða, sem hlutfall af landsframleiðslu eða útflutningi, sem væri eflaust betra. Ég lagði til strax í nóvember sl. að sett yrði hámark á slíkan samning. Það að hægt er að endursemja þeg- ar slík staða kemur upp er ekkert merkilegt. Það gerist alltaf þegar skuldarinn verður gjaldþrota og heitir nauðasamningur. Viljum við hegða okkur eins og áhættufíkill sem veðjar á að hann dragi ekki upp laufás í þeirri von að við losnum undan Icesave? Það reddast. Kannski! Þurfum við ekki vað til að tryggja okkur í fjallgöng- unni svo að engar líkur séu á að þjóðin hrapi fyrir björg? Eftir Pétur H. Blöndal »…því er óskiljanlegt hvers vegna samn- ingurinn er ekki með hámarki þess sem við eigum að greiða, sem hlutfall af landsfram- leiðslu eða útflutn- ingi … Pétur Blöndal Höfundur er þingmaður. ICESAVE samningurinn – Áhætta fyrir þjóðina Heildarskuldbinding vegna Icesave ef ekkert greiðist af eignum Landsbankans er með vöxtum 915 milljarðar króna 2016. Athuga: Kemur til viðbótar við aðrar skuldir ríkisins! Forsenda:Engin verðbólga, óbreytt gengi. Ef allar stærðir eru línulegar verður skuldbindingin þessi: Eign Landsbanka dugar fyrir: Árleg greiðsla 2017- 2024, milljarðar kr. Hlutfall af verðmæti sjávarafla. Ca. 100% 0 0% 75% 36 27% 50% 73 55% 25% 109 82% 0% 145 110% og eru vextir 5,55% í báðum mynt- um. Þegar slíkur samningur er met- inn þarf að meta væntanlega verð- bólgu í báðum myntum í 15 ár. Það skiptir nefnilega miklu máli hversu mörg tonn af fiski eða áli eða hvað marga ferðamenn við þurfum að þjónusta til að afla evra og punda til að greiða fyrir lánið. Ef fiskurinn, álið og ferðaþjónustan hækkar í verði í þessum myntum vegna verð- bólgu minnkar það magn vöru og umfang þjónustu sem við þurfum að fórna fyrir greiðsluna. Þannig græðum við á hárri verðbólgu í þessum myntum en töpum á verð- hjöðnun. Spurningin er hvað 5,55% nafnvextir eru háir raunvextir. Til þess þarf að nota mat á með- alverðbólgu eða verðhjöðnun í þess- um myntum og staðalfrávik slíks BLOG.IS Baldur Kristjánsson | 17. júní 2009 Ömurlegar fréttir frá Belfast! Ömurlegt að sjá (á Sky) hvernig hópur af ras- istum, glæpamönnum hefur hrakið um eitt hundrað Rúmena, mest konur og börn, frá heimilum sínum í Belfast og fólkið hefur þurft að leita skjóls í kirkju. Þó að alkunnur urgur sé í fólki í Belfast út af fjölda aðkomumanna þá gengur þetta fram af flestum og gaman að sjá hvað stjórnmálamenn fordæma þetta glæpsamlega athæfi af miklum þunga. Það getur skipt máli um þróun samfélags að hafa stjórnmálamenn með skýra hugsun og bein í nefinu. Rasistarnir verða eltir uppi og dæmdir vonandi. Meira: baldurkr.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.