Morgunblaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2009 ÚTSALA YFIR 1000 VÖRULIÐIR Á LÆKKUÐU VERÐI Nýtt kortatímabil 2 fyrir 1 af Simple handklæðum einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Office 1 í greiðslustöðvun  Skuldir eru í erlendri mynt og því kom fall krónunnar mjög illa við fyrirtækið  Forstjórinn segir að gjaldþrot Pennans og A4 hafi bitnað á rekstrinum Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is EGILSSON hf., sem meðal annars rekur Office 1 verslanirnar, hefur ákveðið að óska greiðslustöðvunar meðan fjárhagur félagsins verður endurskipulagður. Greiðslustöðv- unin verður í samráði við stærsta kröfuhafa félagsins, Nýja Lands- banka Íslands. Stefnt er að því að ljúka endurskipulagningu félagsins fyrir lok ágúst þannig að framtíð rekstursins og hagsmunir lánar- drottna verði öruggir. Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu. „Við erum komin á þennan stað útaf utanaðkomandi aðstæðum, undirliggjandi rekstur hjá okkur er ágætur,“ segir Kjartan Örn Sig- urðsson, forstjóri Egilsson hf. Fé- lagið er að mestu leyti fjármagnað með erlendri mynt og kom hrun krónunnar því mjög illa við eig- infjárstöðu þess. Skuldar félagið nú meira en það á. Gjalda fyrir gjaldþrot annarra Í kjölfar falls íslensku bankanna og tímabundins banns við gjaldeyr- isviðskiptum var þrengt töluvert að Þá hafði gjaldþrot Pennans og A4 þau áhrif að birgjar hérlendis hertu útlánakröfur sínar. Vegna stöðu íslensku bankanna var ekki hægt að fá fyrirgreiðslu til að mæta þessu. „Það hjálpar ekki seinasta félag- inu sem stendur eftir í baráttunni að allir birgjar eru brenndir af gjaldþroti hinna tveggja,“ segir Kjartan Örn um gjaldþrot Pennans og A4 en þau hafa að hans sögn bitnað nokkuð á Egilsson hf. Hann segir þó að ástæður þess að svo er komið fyrir félaginu sem raun ber vitni séu margþættar. Egilsson hf. Traust erlendra birgja minnkaði og greiðslukjör versn- uðu. Krafist var greiðslu útistand- andi skulda og fyrirframgreiðslu. ALDREI hefur staðið til að Ice- save-samningur- inn yrði leyndar- mál. Líklega er það spurning um daga hvenær samkomulag sem nú er unnið að næst við Breta og Hollendinga um að aflétta leynd yfir samningnum, meðal annars til að þingmenn geti kynnt sér hann. Þetta segir Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær kom fram að í Icesave-samningnum væri kveðið á um að leita skyldi til breskra dómstóla til að leysa úr hugsanlegum ágreiningi. Indriði segir það almenna reglu í lánasamn- ingum milli ríkja að leitað skuli til dómstóla í landi lánveitanda. „Ef aðilum samninga hugnast það ekki, er iðulega notast við bresk lög og dómstóla, jafnvel þó Bretland hafi enga aðkomu að viðkomandi samn- ingi,“ segir Indriði. Breskir dómstól- ar eiga sér langa sögu og þar er ekki síst styrkur lagarammi um fjármál. Þetta hafi því verið mjög eðlileg ráð- stöfun. Í Icesave-samningnum er að auki kveðið á um að ef Íslendingar standa ekki við sinn hlut, svo sem ef ekki tekst að greiða af láninu, geti lán- veitendurnir, Bretar og Hollending- ar, gengið að eigum íslenska ríkisins að því marki sem stjórnarskrá leyfir. Indriði segir þetta ákvæði vera nánast staðalákvæði í milliríkja- samningum. „Lítils virði annars“ Líkt og í venjulegum lánaviðskipt- um getur eigandi skuldarinnar, lán- veitandinn, leitað réttar síns og farið fram á fjárnám í eigum skuldarans ef hann stendur ekki í skilum. „Hér er ríkið að gera sig ábyrgt fyrir þeim eignum sem það hefur. Þess konar ákvæði geta menn fundið í flestum ef ekki öllum lánasamning- um milli ríkja, og raunar væri samn- ingurinn lítils virði annars,“ segir Indriði. halldorath@mbl.is Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave Hefð er fyrir því að dómstólar í landi lánveitanda leysi úr hugsanlegum ágreiningsmálum vegna milliríkjasamninga Indriði H. Þorláksson „ÞAÐ er bara verið að fara yfir stöðuna og reyna að átta sig á því hvað gerist á næstu dögum,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, formað- ur Samtaka at- vinnulífsins, eftir fund með ríkis- stjórninni í gær. Vilhjálmi sýnist að nú sé að takast að ná utan um ríkisfjármálin og seg- ir hann vinnu hafna við aðkomu líf- eyrissjóða að fjárfestingum og slíku. Endurskipulagningu bankanna seg- ir hann skemmra á veg komna. „Það er í rauninni ekkert sem hönd á fest- ir í því, það vantar alveg skýra stefnumörkun af hálfu ríkisstjórn- arinnar í þá átt,“ segir Vilhjálmur. Þá segir hann að engra breytinga sé að vænta hvað varðar gjaldeyrishöft og stýrivexti Seðlabankans. Svartsýnn á kjarasamninga Vilhjálmur er ekki bjartsýnn á kjarasamninga sem framundan eru. „Ég myndi segja að það væru meiri líkur en minni á að [samningurinn] verði ekki framlengdur,“ segir hann. Ástæðu þess segir hann vera að eng- ar hreyfingar séu á gjaldeyris- höftum og stýrivöxtum. Hann segir þó að reynt verði að ljúka samningum áður en gildandi samningur rennur út og munu til- lögur þar að lútandi þegar liggja fyr- ir. skulias@mbl.is Bankamál skammt á veg komin Vilhjálmur Egilsson Ekkert fast í hendi ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gær konu sem slasaðist á göngu í Reykjadal innan við Hveragerði. Svo virðist sem konan hafi fallið, samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Selfossi, en þar sem hún var öftust í göngunni sá enginn hvernig það vildi til. Konan fékk höfuðhögg og vank- aðist en þegar hún komst til meðvit- undar aftur var hún illa áttuð. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu var nokkuð löng ganga niður að bílum og því þótti ráðlegt að sækja hana með þyrlu. helgi@mbl.is Slasaðist í Reykjadal SKÚMINUM þykir vænt um egg sín og unga eins og öðrum fuglum. Ræðst hann hiklaust á óboðna gesti og kemur þá oftar en ekki á fleygiferð í augnhæð. Þessum skúmi kippti í kynið þegar hann varaði fuglaljósmyndara við nú í vikunni er sá síðarnefndi hætti sér of nærri hreiðri. Á haustin fara skúmar héðan til S-Evrópu, þaðan til S-Ameríku og svo norður um og aftur hingað. Þeir sem hætta sér of nærri hreiðrum skúma fá óblíðar móttökur Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Skúmurinn snýst til varnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.