Morgunblaðið - 18.06.2009, Side 20

Morgunblaðið - 18.06.2009, Side 20
20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2009 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is R eynslan hefur kennt okkur að það skilar yf- irleitt litlum árangri að skammast í þjóðum eða ráðamönnum með vísi- fingurinn á lofti. Árangursríkasta leiðin til að tryggja dýravernd er að koma á samræðum, auka skilning manna á málefninu og bjóða heima- mönnum aðstoð við að breyta högum sínum,“ segir Robbie Marsland, yfir- maður IFAW (International Fund for Animal Welfare) í London, sem nýverið dvaldi hérlendis og átti m.a. fundi Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Þetta var tólfta heimsókn Mars- lands til Íslands á rúmum fimm árum en hann hefur verið vakinn og sofinn í baráttunni gegn hvalveiðum hér- lendis síðan hvalveiðar í vísindaskyni hófust á ný árið 2003. Á þeim tíma hefur IFAW, að sögn Marslands, lát- ið vinna fyrir sig úttekt á hvalkjöts- markaði hérlendis, sem mun hafa leitt í ljós að innan við 1% lands- manna hafði á síðustu sex mánuðum fyrir könnun neytt hvalkjöts. Þá hafa samtökin látið taka saman fyrir sig kostnað landsins vegna vísindaveiða, sem reyndist á árabilinu 1989-2005 vera einn milljarður króna, og látið kanna áhrif hvalveiða á orðspor ís- lenskra fyrirtækja sem starfa á al- þjóðavettvangi. Meiri tekjur af hvalaskoðun „Við gerðum okkur fljótlega grein fyrir því að í hugum margra Íslend- inga voru hvalveiðar tengdar þjóð- arímyndinni, vegna þess að hval- veiðar tengjast nýtingu sjávar- afurða. Við sáum því að ábendingar okkar þess efnis að hvalveiðar væru grimmúðlegar myndu ekki nýtast sem best í baráttunni, heldur væri vænlegra til árangurs að tala í krón- um og aurum. Við höfum því ítrekað bent á að hægt er að hafa mun meiri tekjur af hvalaskoðun en hvalveið- um, bent á að lítill sem enginn mark- aður sé fyrir hvalkjöt á heimsvísu sem svo aftur þýðir að störf tengd hvalveiðum eru hverfandi en ónýtt tækifæri felast í atvinnusköpun tengdri hvalaskoðun,“ segir Mars- land. Segir hann IFAW hvetja félags- menn sína og dýravini almennt til að fara í hvalaskoðunarferðir á Íslandi, auk þess sem IFAW hefur starfað náið með Samtökun hvalaskoð- unarfyrirtækja hérlendis og m.a. staðið fyrir alþjóðlegri ráðstefnu hvalaskoðunarfyrirtækja hér á landi. Í júlí nk. munu samtökin kynna nið- urstöður alþjóðlegrar úttektar á hvalaskoðun hérlendis. „Á síðustu árum hef ég skynjað ákveðna hugarfarsbreytingu. Svo virðist vera sem Íslendingar séu orðnir sér meðvitaðri um hversu grimmúðlegar hvalveiðar eru,“ segir Marsland og ítrekar að IFAW legg- ist ekki gegn því að dýr séu veidd til matar svo fremi að hægt sé að tryggja skjótan dauða þeirra. „Það á hins vegar ekki við um hvaladráp, því enn hefur ekki fundist veiðiaðferð sem tryggir að dýrin þurfi ekki þjást,“ segir Marsland og bendir á að rannsóknir sýni að 15-30 mínútur taki fyrir hval að deyja eftir að hann hefur verið hæfður með skutli. Bíða svars umboðsmanns Í samtali við Morgunblaðið segist Marsland afar ánægður með jákvæð viðbrögð íslensku ráðherranna tveggja sem hann átti fundi með í vikunni. „Markmið fundanna var annars vegar að hlusta og hins vegar Skynjar aukinn skilning Morgunblaðið/Ómar Baráttumaður Robbie Marsland hefur verið vakinn og sofinn í baráttunni gegn hvalveiðum hérlendis síðan hvalveiðar í vísindaskyni hófust 2003.  Yfirmaður IFAW fundaði með tveimur íslenskum ráðherrum í nýlegri heimsókn sinni til landsins  Segir það hvetja samtökin til dáða að vita að núverandi ríkisstjórn sé ekki fylgjandi hvalveiðum IFAW (International Fund for Animal Welfare) fagna 40 ára afmæli sínu á þessu ári, en sam- tökin voru upphaflega stofnuð til þess að berjast gegn sela- drápi Kanadamanna. Í dag eru samtökin með sautján skrif- stofur víðs vegar um heiminn og starfa í um þrjátíu löndum. Á þeirra vegum starfa um tvö hundruð baráttumenn, en í þeim hópi eru lögfræðingar, stjórnmálafræðingar og al- þjóðlega virtir vísindamenn. Samtökin njóta stuðnings 1,2 milljóna manna, þar af er um hálf milljón í Bretlandi. „Okkar helsta markmið er annars vegar að reyna að tryggja að dýr þjáist ekki og hins vegar að tryggja varðveislu dýrategunda,“ segir Robbie Marsland, yfirmaður IFAW í London. Meðal þeirra verkefna sem samtökin standa fyrir eru verndun fíla í Afríku og Asíu, sem drepnir hafa verið vegna beinsins, bætt umönnun gælu- dýra á borð við hunda og katta í Suður-Afríku þar sem boðið hef- ur verið upp á ókeypis dýra- læknaþjónustu, og barátta gegn refaveiðum með hundum í Bret- landi sem skilaði þeim árangri fyrir fjórum árum að þær voru bannaðar þar í landi. Dýr eiga ekki að þjást með hljómlistarmönnum sem sjá munu um að skemmta fólki. Eigendur húsins eru þeir Magn- ús Sigurðsson og Einþór Skúlason, en þeir keyptu það og hafa leigt fyrir húsbíla og vagna á veturna og hefur það staðið autt yfir sum- artímann. Höfðu þeir hug á að lífga upp á staðinn yfir sumarið með því að vera með myndasýn- ingar í húsinu en til þess hefði þurft gæslufólk og því buðu þeir handverksfólki að nýta húsið end- urgjaldslaust til reynslu í sumar sem það þáði. Húsið er 1.000 fermetrar og hýsti áður fiskverkun, en það heyrir sögunni til á Stöðvarfirði. Þær stöllur höfðu á orði, að þeir, sem áhuga hefðu á að koma með söluvarning, væru velkomnir. Eftir Albert Kemp Stöðvarfjörður | Á Stöðvarfirði hafa 12 einstaklingar opnað mark- að með alls konar handverk auk þess sem myndasýning frá síld- arævintýrinu á Stöðvarfirði hangir uppi í einum sal húsins og í öðrum sal eru lifandi myndir frá vinnslu sjávarfangs. Þegar fréttaritara Morgunblaðs- ins bar að garði voru þær Sara Jakobsdóttir og Guðný Sigurjóns- dóttir við afgreiðslu á markaðnum, en þeir sem sjá um markaðinn skiptast á að standa vaktina, en hann er opinn frá 10 til 16 alla daga. Ráðgert er að vera með uppá- komur úti í sumar þegar vel viðrar og hefur hópurinn gert ráðstafanir Síldarævintýrið endurvakið Á markaðnum Þær Sara Jakobsdóttir og Guðný Sigurjónsdóttir á vaktinni. Salthúsmarkaðurinn á Stöðvarfirði Morgunblaðið/Albert Kemp Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Í hverfinu Amagerbro í Kaupmannahöfn er umþessar mundir að myndast lítil íslensk nýlenda.Þekkt er hér á landi og víðar að fólk af erlendubergi brotið hópi sig saman í samfélaginu og myndi sín etnísku hverfi. Dæmi um þetta eru Kínahverfi víða um heim, litlar Ítalíur í bandarískum og kanadísk- um borgum og spænska Harlem í New York. Má segja að eitthvað í líkingu við þetta, nokkurs kon- ar Litla-Reykjavík, sé nú að fæðast í kóngsins Kaup- mannahöfn. Í húsi númer 21 við götuna Svinget eru þrettán íbúðir og eru allir íbúarnir Íslendingar, allt að þrír saman í hverri. Þetta virðist smita út frá sér en í næsta húsi búa mestmegnis Íslendingar og fáir ef ein- hverjir Danir. Daði Þ. Sveinbjörnsson, meistaranemi í eðlisfræði við Kaupmannahafnarháskóla, elur manninn í húsinu merktu 21 við Bugðuna eins og Svinget myndi útleggj- ast á ástkæra ylhýra. Hann segir að ef hann vildi kæm- ist hann með góðu móti gegnum daginn án þess að rek- ast á aðra en samlanda sína og tuldra stakt orð í dönsku. Auk þess sem leigusalar hans og allir nágrannar séu Frónverjar fari allt hans nám fram á ensku og heima- menn séu mjög fúsir til að tala hana við útlendinga. „Ef ég ætla að tala dönsku verð ég sjálfur að bera mig eftir því, ákveða sjálfur að tala hana, því það er mjög auðvelt að komast af án þess,“ segir Daði. Kokteilsósa og vinalegar veigar Í etnískum hverfum um allan heim er gjarna hægt að gæða sér mat frá menningarheimi íbúanna í hverju skoti, matmiklum kebab í Arabahverfum, súrsætum núðlum í Kínahverfum, dýrindis pizzum í litlum Ítalíum og framandi karríréttum í hverfum Indverja. Inntur eft- ir því hvort hægt sé að kaupa kjamma og kók á hverju horni á sama hátt svarar Daði neitandi. Hann segir þó stutt að fara í fiskbúð þar sem krækja má í ferskt íslenskt fiskmeti og aðrar nauðþurftir frá landinu bláa. Íslensk fjölskylda rekur verslunina og sel- ur þar meðal annars íslenskan lakkrís, kokteilsósu, malt og appelsín. Í hinum gamla íslenska höfuðstað hefur til langs tíma verið aragrúi af svokölluðum Íslendingabörum. Þar koma Íslendingar gjarna saman til að hitta landa sína. Vafalaust er feimni við að mæla á danska tungu hluti af hefðinni að baki þeim en þekkt er að Frónbúar eigi til að panta sér einn vingjarnlegan eða almennilegan öl (d. venlig øl) í stað venjulegs (d. almindelig). Daði segir að til að byrja með hafi hann ekki verið laus við þessa feimni og ekki hafi aðstæður hjálpað. Hann hafi þó tekið sig taki og tali nú dönsku sem mest þegar honum gefst á því færi. Litla-Reykjavík í Kaupmannahöfn Ljósmynd/Daði Þ. Sveinbjörnsson Svinget nr. 21 Í íbúðunum 13 búa aðeins Íslendingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.