Morgunblaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2009
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,forseti Alþingis, fer ágætlega
af stað í forsetastörfum sínum,
kannski þvert á væntingar
margra, eftir skamman og litlaus-
an ráðherraferil. Það verður því
ekki annað um nýjan forseta Al-
þingis sagt en að hann byrji vel.
Vísbendingarum hvernig
hún mun höndla
hið virðulega
embætti að vera
forseti Alþingis
gaf Ásta R. í
fyrradag, þegar
hún af skörungs-
skap og festu tók
tvo baldna og
óreynda þingmenn Framsóknar í
kennslustund um þingsköp.
Forseti Alþingis sló yfir fjörutíu
sinnum í bjöllu sína á meðan fram-
sóknarþingmennirnir Eygló Harð-
ardóttir og Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson kvöddu sér hljóðs
um fundarstjórn forseta!
Forseti benti réttilega á og ítrek-aði reyndar í máli sínu gagn-
vart Sigmundi Davíð, að hvorugur
ræðumaður væri að ræða fund-
arstjórn forseta og að lokum vísaði
forseti formanni Framsókn-
arflokksins úr ræðustól!
Þetta voru réttar og þarfarábendingar frá Ástu R. Jó-
hannesdóttur, sem býr yfir ákveð-
inni þingreynslu, sem hún á og
reyndar má til með að miðla til
óreyndari þingmanna.
Þeir eru margir að stíga sínfyrstu skref inni á hinu háa
Alþingi og þurfa á leiðsögn að
halda.
En eru þeir, nýir þingmenn, karl-ar og konur, tilbúnir til þess að
taka leiðsögn og hlusta á þá sem
vita betur? Það er því miður fátt
sem gefur vísbendingar um það,
a.m.k. við fyrstu sýn.
Ásta R.
Jóhannesdóttur
Bjöllutaktur byrjar vel
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 11 alskýjað Lúxemborg 23 heiðskírt Algarve 28 skýjað
Bolungarvík 8 alskýjað Brussel 23 heiðskírt Madríd 33 léttskýjað
Akureyri 10 rigning Dublin 17 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað
Egilsstaðir 9 rigning Glasgow 14 léttskýjað Mallorca 27 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 13 léttskýjað London 21 léttskýjað Róm 30 léttskýjað
Nuuk 6 skýjað París 24 heiðskírt Aþena 35 heiðskírt
Þórshöfn 11 skýjað Amsterdam 22 heiðskírt Winnipeg 20 alskýjað
Ósló 18 heiðskírt Hamborg 20 heiðskírt Montreal 23 léttskýjað
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Berlín 19 heiðskírt New York 19 heiðskírt
Stokkhólmur 17 heiðskírt Vín 23 léttskýjað Chicago 20 alskýjað
Helsinki 15 heiðskírt Moskva 13 alskýjað Orlando 32 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
18. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 1.51 3,0 8.12 1,1 14.29 3,1 20.50 1,2 2:55 24:04
ÍSAFJÖRÐUR 3.45 1,7 10.17 0,6 16.35 1,7 22.59 0,8 1:34 25:34
SIGLUFJÖRÐUR 6.07 1,0 12.22 0,4 18.50 1,1 1:17 25:17
DJÚPIVOGUR 5.02 0,8 11.30 1,8 17.54 0,8 23.58 1,6 2:10 23:48
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á föstudag
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8
m/s og léttskýjað með köflum,
en norðvestan 10-15 m/s við
norðausturströndina og skúrir
fram eftir degi. Hiti 8 til 16 stig,
hlýjast suðvestantil.
Á laugardag
Suðlæg átt, 5-13 m/s og rign-
ing, en þurrt og bjart veður á
NA-landi. Hiti 10 til 20 stig, hlýj-
ast NA-lands.
Á sunnudag
Suðvestan 5-13 m/s og rigning
eða skúrir, en léttir til A-lands
þegar líður á daginn. Hiti breyt-
ist lítið.
Á mánudag og þriðjudag
Sunnan- og suðvestanátt,
vætusamt á vestanverðu land-
inu, en bjart með köflum og
fremur hlýtt NA- og A-lands.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Norðan og norðvestan 8-15 og
væta N- og A-lands en léttir til
á Vestur- og Suðurlandi. Hiti 5
til 16 stig, svalast við norður-
ströndina en hlýjast syðst.
MENNTASKÓLANUM á Ak-
ureyri var slitið í gær. Skólameist-
ari, Jón Már Héðinsson, braut-
skráði 143 stúdenta.
Flestir stúdentar útskrifuðust af
félagsfræðibraut, 71, 24 af mála-
braut, 48 af náttúrufræðibraut,
þar af 16 af eðlisfræðilínu og einn
jafnframt af tónlistarkjörsviði list-
námsbrautar. Að þessu sinni var
ennfremur brautskráður fyrsti
hópur nemenda, sem komu í skól-
ann rakleitt úr 9. bekk grunn-
skóla.
Í vetur voru nemendur skólans
726. Meðaleinkunn á stúdentsprófi
var 7,44. Miklar kröfur eru gerðar
til nemenda og sérhver einkunn
reiknast að lokum til stúdents-
prófs.
Í lokaorðum til nýstúdenta
minnti Jón Már þá á að rækta sig
áfram og undir því formerki sem
þeir hefðu sýnt hér í skóla, að
setja sér verðug markmið. Ham-
ingju öðlaðist enginn nema fyrir
eigin kraft. Hann þakkaði þeim
góða samveru og bauð að leita til
skólans hvenær sem á þyrfti að
halda.
143 útskrifast frá MA
Morgunblaðið/Skapti
Brosa Páll Pálsson ljósmyndari og „hljómsveitarstjóri“ stillir upp
LISTA- og menningarnefnd Snæ-
fellsbæjar útnefndi Veronicu Oster-
hammer mezzósópransöngkonu frá
Brimilsvöllum bæjarlistamann Snæ-
fellsbæjar árið 2009 í gær. Veronica
hefur lagt mikið til tónlistarlífs í
Snæfellsbæ á undanförnum árum.
Hún byrjaði ung að syngja. Vero-
nica er fædd í Þýskalandi og 17 ára
gömul hóf hún söngnám þar úti.
Veronica flutti til Íslands árið 1994
og hóf nám í tónlistarskóla Reykja-
víkur. Árið 2005 hefur hún nám í
Listaháskóla Íslands og lýkur því
námi vorið 2008 með glæsilegum út-
skriftartónleikum þar sem færustu
listamenn Íslands léku undir söng
hennar.
Veronica hefur verið stjórnandi
kirkjukórs Ólafsvíkur frá árinu
2000, stjórnað barnakór Snæfells-
bæjar frá 2005 ásamt því að hafa
haldið fjölda einsöngstónleika og
jólatónleika kirkjukórsins Á mynd-
inni er Veronica ásamt lista- og
menningarnefnd Snæfellsbæjar
Osterhammer bæjarlista-
maður Snæfellsbæjar
Morgunblaðið/Alfons
Listamaður Þórdís Björgvinsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Veronica
Osterhammer og Guðrún Fríða Pálsdóttir við hátíðarhöldin í Snæfellsbæ.