Morgunblaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 44
Ljósmynd/Lilja Sif Magnúsdóttir Afli Garðar Ólason, útgerðarmaður í Grímsey, sló ekki slöku við á þjóðhátíðardaginn og landaði þorski úr þremur bátum. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is GESTKVÆMT er í Grímsey þessa dagana en fjöldi aðkomubáta á höttunum eftir ufsa hefur þar viðveru í höfninni. Að auki fer nú mesti annatími ferðaþjónustu í eynni í hönd, enda fýsir marga að upplifa það tímabil sem sólin gengur aldrei til viðar í eynni. „Það er búið að vera mikið af aðkomu- bátum hér undanfarið enda mikill afli hérna,“ segir Garðar Ólason útgerðarmað- ur, sem stóð í ströngu á hafnarbakkanum við að landa þorski úr tveimur bátum þeg- ar blaðamaður sló á þráðinn til hans á þjóðhátíðardaginn. „Svo á ég eftir að landa úr einum í við- bót í dag. Þú sérð hvað við höldum mikið upp á þjóðhátíðardaginn – við erum alltaf að reyna að afla gjaldeyris meðan hinir leika sér og heimta meira kaup,“ segir hann og skellihlær en segir þó flaggað á öllum bátum í tilefni dagsins. „Ég gæti trúað því að það væru einir tíu aðkomubátar núna sem eru allir á hött- unum eftir ufsa, því það á enginn þorsk- kvóta,“ heldur hann áfram. „Svo er fullt af línubátum hér í kringum eyjuna sem liggja kannski á nóttinni hér í höfninni, svo það er mikið líf og fjör.“ Og sýnt er að fjörið heldur áfram því um helgina verður haldin sólstöðuhátíð í Grímsey, sem laðar að fjölmargan ferða- manninn, en á þessum tíma gengur sólin aldrei til viðar í eynni. „Þá verða hér fleiri hundruð manns að ég held. Svo er ætt- armót um þarnæstu helgi og sjóstöng helgina þar á eftir. Þannig að það er mikið um að vera.“ Þess má geta að íbúar Grímseyjar eru sjálfir innan við 100 manns svo fólksfjöld- inn í eynni margfaldast við slíkar uppá- komur á sumrin. Gestafjöld í Grímsey  Fjöldi aðkomubáta í höfninni enda góður afli í ufsa  Von á hundruðum manns á sólstöðuhátíð um helgina  Ferðamenn vilja sjá sól sem aldrei sest FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 169. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SKOÐANIR» Staksteinar: Bjöllutaktur byrjar vel Ljósvakinn: David lætur til skarar skríða Forystugrein: Þröng sýn á vandann Pistill: Sauðskinnsskór eru ekki lausnin Heitast 16° C | Kaldast 5° C Norðan og norð- vestan 8-15 og væta N- og A-lands en léttir til á Vestur- og Suður- landi. » 10 Gallery Turpentine verður flutt til á Skólavörðustígnum í haust þegar það verður sameinað nýrri verslun. »35 MYNDLIST» Turpentine flytur í haust SJÓNVARP» Fleiri horfðu á Popppunkt en landsleikinn. »36 Helgi Snær Sigurðs- son fjallar um þá leikara sem skýla takmörkuðum leik- hæfileikum á bak við fagra kroppa. »37 AF LISTUM» Leikið með rassinum TÓNLIST» Hermigervill klæðir lög í nýjan búning. »37 ÚTVARP» Aðdáendur Tvíhöfða geta gubbað af gleði. »36 Menning VEÐUR» 1. Eyðilagði íbúðarhúsið 2. Bankinn fékk ekki lyklana 3. Vaknaði með 56 stjörnur í andliti 4. Tíu sæmdir fálkaorðunni »MEST LESIÐ Á mbl.is ÞEIR norrænu listamenn sem hljóta alþjóðlegu Carnegie- myndlist- arverðlaunin sitja ekki við sama borð þegar að skattlagningu verðlaunanna kemur. Á Íslandi greiðir verð- launahafi tekjuskatt og útsvar af verðlaunafénu, eins og lög gera ráð fyrir, en lög á hinum Norðurlönd- unum kveða á um skattfrelsi sömu verðlauna. Þetta kemur fram í sam- tali við Jerker Lövgren, lögfræðing í Svíþjóð. Skúli Eggert Þórðarson rík- isskattstjóri segir frávik frá skatta- lögum á Íslandi óheppileg. Íslensk lög kveða þó á um skattfrelsi ann- arra norrænna verðlauna, en það eru verðlaun Norðurlandaráðs og Nóbelsverðlaunin. Kristján Guðmundsson myndlist- armaður hlýtur í ár fyrstu verðlaun Carnegie-myndlistarverðlaunanna, fyrstur Íslendinga.  Misræmi | 35 Misræmi í skatt- lagningu Verðlaun íslenskra listamanna skattlögð Kristján Guðmundsson ÍSLENDINGAR unnu glæsilegan sigur á Makedóníu- mönnum, 34:26, í þéttskipaðri Laugardalshöllinni í gær og tryggðu sér með því sæti í úrslitakeppni Evr- ópumótsins í handknattleik karla sem fer fram í Aust- urríki í janúar á næsta ári. Íslenska liðið fór á kostum í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleiknum þegar það náði mest tólf marka forskoti, 30:18. Þjóðhátíðar- stemmning var á meðal áhorfenda sem studdu við bak- ið á íslenska liðinu með ráðum og dáð og íslenski fáninn var alls ráðandi á áhorfendapöllunum. | Íþróttir Morgunblaðið/hag STÓRSIGUR OG ÍSLAND FER Á EM Skoðanir fólksins ’Hjálmtýr lofar í bréfi sínu að leitavitna um góðverk Ísraelsmannameðal Gaza-búa. Kannski hann heyriorðróm um Erez-iðnaðarsvæðið semÍsraelar ráku í 30 ár og veittu þús- undum Gaza-búa atvinnu og iðnþekk- ingu? Sömuleiðis gæti hann heyrt orð- róm um iðngarðana á Vesturbakk- anum, sem veitt hafa tugþúsundum Palestínumanna launaða vinnu! » 25 HREIÐAR ÞÓR SÆMUNDSSON ’Orkan í iðrum jarðar er gríðarlegauðlind og mikil tækifæri eru tilfrekari gjaldeyrissköpunar í orkufrek-um iðnaði. Erlendir fjárfestar hafaáhuga en hlutverk stjórnvalda er að skapa þau skilyrði að hægt sé að hrinda hugmyndum í framkvæmd. » 25 UNNUR BRÁ KONRÁÐSDÓTTIR ’Þrátt fyrir að frjálsa framsalið séforsenda hagræðingar í greininniverður að setja því skýrar skorður. Af hverju? Vegna þess að græðgis-væddir handhafar kvótans hafa á liðn- um árum misnotað þessa heimild sér til ávinnings sem nú mun koma niður á öllum í greininni, ekki bara þeim græðgisvæddu heldur einnig þeim sem af hófsemi hafa rekið sín fyr- irtæki í áranna rás. » 26 HELGI LAXDAL ’Verði þessi leið valin, mun skap-ast víðtækari sátt um auðlindina.Útgerðarmenn munu vita hvað þeirgeta veitt næstu árin. Þeir sem ætlaað selja, munu þá væntanlega selja veiðiskipið með þeim kvóta sem það hefur haft. Söluverð skipa verður mun hærra en smíðaverð þeirra og mun verðið verða þeim mun hærra sem aflamark skips- ins hækkar. » 26 BRAGI ÓLAFSSON ’Sýnt er að þessu fylgi áhættasem augljóst er að borgi sig ekkifyrir Ísland að taka með því að hleypaþessu út í umhverfið. Almenningur ogvísindamenn munu líklega ávallt hafa ólíkar skoðanir á því hvaða rétt mað- urinn hafi til að krukka í lífríkið með þessum hætti. » 27 EYGLÓ BJÖRK ÓLAFSDÓTTIR ’Ráðherrar, alþingismenn, dóm-arar, æðstu embættismenn hinsíslenska stjórnkerfis eru á öxli hins illavalds með auðvaldsherra einkabank-anna og græðgisfyrirtækjanna sér við hlið, sem rænt hafa þjóðina áratuga sparnaði án afskipta þeirra sem töldu sig hafa valdið. » 27 KRISTJÁN GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.