Morgunblaðið - 18.06.2009, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 18.06.2009, Qupperneq 37
Kroppaleikur Þau Matthew McConaughey og Kate Hudson eru afskaplega hugguleg á að líta en eru alveg vonlausir leikarar. Sagan segir að leikarinnLaurence Olivier hafi undr-ast aðferðir Dustins Hoff- man við tökur á Marathon Man. Hoffman hafi m.a. farið fram á að sér yrði haldið sérstaklega lengi á kafi í vatni, í einu af pynting- araðferðum myndarinnar, svo við- brögð hans yrðu sem allra eðlileg- ust. Hoffman mun einnig hafa sofið lítið sem ekkert nóttina fyrir tökur á atriði þar sem persóna hans átti að vera svefnlaus og ör- þreytt. Mun Olivier þá hafa spurt Hoffman af hverju hann léki sig ekki bara þreyttan. Það hefur Hoffman sjálfsagt þótt gamaldags aðferð.    Það hefur löngum þótt merki-legt þegar leikarar, einkum bandarískir, láta sér ekki nægja að túlka hlutverk sín, heldur taka bókstaflega hamskiptum. Sem dæmi má nefna Robert DeNiro sem hljóp í spik með ógnarhraða fyrir hlutverk sín í Raging Bull og Untouchables og Christian Bale sem grennti sig svo svaka- lega fyrir kvikmyndina Machinist að hann stefndi sér í hættu. Bale var vissulega hræðilegur á að líta, líkt og fangi í útrýmingarbúðum nasista, og sjálfsagt hefur hann lítið þurft að túlka vanlíðan sína. Honum leið einfaldlega mjög illa. Það er hins vegar spurning hvort leikarar þurfi að ganga svona langt til að vera sannfærandi í hlutverkum sínum. Þarf maður að vera vannærður til að leika van- nærðan mann? Verður leikari að einhverju leyti betri leikari með því að leggja slíkar raunir á sig? Eða hefur hann ekki nógu mikla trú á sjálfum sér til að leika van- nærðan mann án þess að vera vannærður? Bíógestum til mikillar furðu sneri Bale svo aftur verulega stæltur örfáum mánuðum síðar, líkt og fyrir kraftaverk, og hlaut auðvitað mikið lof fyrir. Enda í raun afrek út af fyrir sig þó það komi leiklistinni ekkert við. Hér er ekki verið að halda því fram að Bale sé slakur leikari, síður en svo, en það má velta því fyrir sér hvort slík líkamleg hamskipti komi leiklist eitthvað við. Líkams- beitingin er aðalatriðið, ekki lík- aminn, ekki satt?    Leikarar sem beita slíkum að-ferðum, að grenna sig gíf- urlega, fita eða stæla, fá iðulega stóran plús í kladdann hjá áhorf- endum fyrir það eitt að leggja svona svakalega mikið á sig lík- amlega. Sjálfsagt er þetta ekki síður auglýsingabrella markaðs- stjóra en uppátæki stjarnanna, snoppufríðir og stæltir skrokkar selja aðgöngumiða og draga líka athyglina frá frammistöðu leik- arans og það kemur sér vel þegar leikarinn er slakur eða takmark- aður. Nægir þar að nefna hinn hörmulega lélega Matthew McCo- naughey, hæfileikalausan sætilíus sem virðist leika meira með vöðv- unum en heilabúinu. Leikkon- urnar eru líka nokkrar sem setja má í slíkan flokk, Jessica Alba t.d. Hún leikur eiginlega bara með rassinum. En þetta er auðvitað Holly- wood. Þess vegna er Hugh Jack- man svona vinsæll (sérstaklega meðal kvenna) og það er nú ekki leiðinlegt að horfa á Megan Fox. Hver er það? Æ, þú veist, þessi með rassinn. helgis@mbl.is Að leika með rassinum »Mun Olivier þá hafaspurt Hoffman af hverju hann léki sig ekki bara þreyttan. Það hefur Hoffman sjálfsagt þótt gamaldags aðferð. AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson Megan Fox Ofarlega á kynþokkalistum en lítt hampað fyrir leiklistarhæfileika. Menning 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2009 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Stóra sviðið) Ekki missa af Djúpinu, aðeins þrjár sýningar eftir! Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Djúpið (Litla sviðið) Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Lau 20/6 kl. 19:00 stóra svið Lau 27/6 kl. 19:00 stóra svið Fös 3/7 kl. 19:00 stóra svið Lau 11/7 kl. 19:00 stóra svið Fim 18/6 kl. 20:00 Fös 19/6 kl. 20:00 Sun 21/6 kl. 20:00 Fim 18/6 kl. 20:00 Ö Fös 19/6 kl. 19:00 Fim 25/6 kl. 19:00 Fös 26/6 kl. 20:00 Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is FYRIR áratugum kom út á vegum SG útgáfunnar afar nýstárleg vínyl- plata þar sem Þórir Baldursson lék þekkt íslensk lög. Í stað söngs ljáði Þórir laglínunum rödd hammond- orgels síns á sinn einstaka hátt. Það væri orðum aukið að segja að platan hefði lifað af tímans tönn en engu að síður fetar nú ungur maður í hans spor. Sá heitir Sveinbjörn Thor- arensen er gefur í vikunni út plötu sína Hermigervill leikur vinsæl Íz- lensk lög. HG útgáfan (hans eigin) gefur út. Þetta er þriðja breiðskífa hans undir listamannsnafni sínu en lítið hefur heyrst frá drengnum eftir að hann fluttist til Hollands þar sem hann lærir hljóðupptöku. „Ég hef ekkert aftengst mínum rótum,“ segir Hermigervill að- spurður hvort heimþráin sé kveikjan að gerð plötunnar. „Þetta er raf- tónlist, en þetta er ekki teknó. Ég er að byggja þetta á miklu eldri raf- tónlist. Frá sjöunda og áttunda ára- tugnum. Ég er að spila á fullt af eld- gömlum rafhljóðfærum sem ég hef sankað að mér þarna úti.“ Lög úr plötusafni foreldranna Hermigervill segir að lögin sé öll að finna í plötusafni foreldra sinna. Þarna sé hann því að votta þeirri tón- list er hann ólst upp með á heimili sínu virðingu. Þarna má því heyra út- gáfur hans af lögum á borð við Sveit- in á milli sanda, Starlight, Í bláum skugga, Vegir liggja til allra átta, Garden Party og Þorparinn. „Þetta er óður til tónlistaruppeldis míns. Það má segja að þetta séu allt áhrifavaldar. Ég hef heyrt að það sé móðins núna að fara aftur í ræturnar, sérstaklega þar sem það er kreppa. En ég er búinn að vera vinna að þess- ari plötu í tvö ár. Þetta er búið að vera þvílík þrautaganga. Það er allt búið að fara úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis.“ Tónlist við öll tækifæri Lögin fá mjög sérstakan blæ í höndum Sveinbjarnar. Oft mýkri en aðdáendur Hermigervils eiga að venjast og því ekki spurning að hægt er að nýta þessa tónlist við alls kyns tækifæri. Hvort sem er í auglýs- ingar, í lyftur eða á milli dagskrárliða í sjónvarpi. „Þetta er tónlist við öll tækifæri. Ég reyndi að ganga eins langt í furðulegheitunum á þessari plötu og ég gat. Ég býst alveg við því að sumum finnist þetta of furðulegar útgáfur af lögunum. En það eru svo margir sem gefa út tökulög og gera ekkert nýtt fyrir þau. Ég er virkilega að reyna að fara með þessi lög í nýjar áttir og að þau hljómi eins og ég.“ „Lögin hljóma eins og ég“ Hermigervill setur þekkt íslensk lög í nýjan og rafmagnaðan búning Hermigervill „Ég hef heyrt að það sé móðins núna að fara aftur í ræturnar.“ VEFSÍÐAN tonlist.is og Rás 2 hafa undanfarið staðið fyrir valinu á 100 bestu plötum Íslandssögunnar, hvorki meira né minna. Valið stóð á milli 485 íslenskra platna sem innihéldu frumútgefnar upptökur og uppfylltu hefðbundin skilyrði um að teljast breiðskífur eða LP plötur. Það var 100 manna dóm- nefnd, auk atkvæða frá almenningi, sem úrskurðaði hvaða 100 plötur þættu bestar í þessum hópi. Í gær voru lokaniðurstöður svo kunngjörðar, Ágætis byrjun Sigur Rósar þótti besta plata Íslandssög- unnar. Á hæla hennar fylgdu svo Lif- un með Trúbroti og Á bleikum nátt- kjólum Megasar og Spilverks þjóðanna. Samskonar listi 2001 Samskonar könnun var gerð upp- úr aldamótum við útgáfu bókar Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, Dr. Gunna, Eru ekki allir í stuði? Þar voru valdar bestu plötur síð- ustu aldar og Ágætis byrjun kom sér fyrir í efsta sæti þess lista. Í næstu sætum voru Debut með Björk og Á bleikum náttkjólum. Þrettán þeirra platna sem rötuðu á topp 20 árið 2001 er að finna á hin- um nýja lista yfir 20 bestu plöturnar en þá komu að sjálfsögðu ekki til greina plötur sem komið höfðu út eftir aldamót. Fimm plötur á listan- um nú komu út eftir árið 2001. Ágætis byrjun best allra Ágætisbyrjun Besta plata Íslands- sögunnar kom út fyrir 10 árum. Vali á 100 bestu plötum Íslands- sögunnar lokið 1. Ágætis byrjun - Sigur Rós 2. Lifun - Trúbrot 3. Á bleikum náttkjólum - Megas & Spilverk þjóðanna 4. Hinn íslenzki Þursaflokkur - Þursaflokkurinn 5. Sumar á Sýrlandi - Stuðmenn 6. Debut - Björk 7. Gling-Gló - Björk Guðmunds- dóttir & Tríó Guðmundar Ing- ólfssonar 8. Ísbjarnarblús - Bubbi Morthens 9. Með suð í eyrum við spilum endalaust - Sigur Rós 10. Sturla - Spilverk þjóðanna 11. Me and Armini - Emilíana Torrini 12. Hana nú - Vilhjálmur Vilhjálms- son 13. Fishermańs Woman - Emilíana Torrini 14. Lifés Too Good - Sykurmolarnir 15. Með allt á hreinu - Stuðmenn 16. Einu sinni var - Vísur úr Vísna- bókinni - Björgvin Halldórsson og Gunnar Þórðarson 17. Lög unga fólksins - Hrekkjusvín 18. Kona - Bubbi Morthens 19. Mugimama is this monkeymusic - Mugison 20. Takk - Sigur Rós 20 bestu plötur Íslandssögunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.