Morgunblaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2009 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn fimmtudaginn 25. júní 2009 í Jósafatssafni í Neskaupstað kl. 14:30. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til staðfestingar 3. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins 4. Kosin stjórn félagsins 5. Kosnir endurskoðendur 6. Önnur mál, löglega fram borin Stjórn Síldarvinnslunnar hf. Til leigu Nauðungarsala Uppboð Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, föstudaginn 26. júní 2009, kl. 14:00: SA-853, Suzuki LTF, árgerð 2005. ZP-164, IsuzuTrooper, árgerð 1999. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 15. júní 2009 Bjarni Stefánsson, sýslumaður. Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Sumarhúsalóðir í Kjósinni Til sölu eignarlóðir Möðruvöllum 1 (Norðurnes) í Kjós. Upplýsingar í síma 561 6521 og 892 1938. Rotþrær-siturlagnir Heildarlausnir - réttar lausnir. Heildarfrágangur til sýnis á staðnum ásamt teikningum og leiðbeiningum. Borgarplast, www.borgarplast.is s. 561 2211 - Völuteigi 31 - Mosfellsbæ. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum til sölu Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Tékkneskar og slóvenskar gæða gjafavörur á góðu verði. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Matador heilsársdekk tilboð 165R13 kr. 3.900 155/70R13 kr. 5.500 165/65R14 kr. 7.900 185/65R14 kr. 8.900 195/65R15 kr. 9.900 215/55R16 kr. 16.900 Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði, Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Óska eftir KAUPI GULL Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, er að kaupa gull, gullpeninga og gullskartgripi og veiti ég góð ráð og upplýsingar. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Upplýsingar hjá demantar.is og í síma 699-8000, eða komið í Pósthússtræti 13. Þjónusta MÓÐUHREINSUN GLERJA Er komin móða eða raki á milli glerja? Móðuhreinsun ÓÞ. Sími 897-9809. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Málarar Málningarvinna Þaulvanur málari getur bætt við sig verkefnum. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Málningarvinna og múrviðgerðir Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. Tilboð eða tímavinna. Lítið Mál ehf. S. 896-5758. Ýmislegt Nýkomnir mjög fallegir sumarskór úr leðri, fyrir dömur á öllum aldri. Margar gerðir. Stærðir 36 - 40 Verð frá 10.200.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is James Burn International Allt efni og vélbúnaður til járngormainnbindingar. Allt efni og vélbúnaður frá Fujifilm til plasthúðunar. Klöckner pentaplast Kápuplastefnið vinsæla - rispfrítt og engin fingraför. Vönduð vara frá viðurkenndum framleiðendum á mjög góðu verði. Skútuvogi 1,G. Sími 533-3535 Bílar Citroen Xsara Combi ´01 1,6i 16V Ekinn 112.000 km, búinn góðum aukahlutum. Verð: 580 þús. eða skipti á dísel jeppa, árgerð 1999 eða yngri að hámarki 800 þús. GSM: 665-6206. Bílaþjónusta Hjólbarðar Til sölu, 20 tommu felgur með nýjum dekkjum (Continental) 275 / 35 R20. Passar fyrir Audi og Benz. Verð 195.000 þús. Upplýsingar í síma 847- 1373. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR. Hvert sem er hvenær sem er. 16 manna. 9 manna. Með eða án ökumanns. Fast verð eða tilboð. CC bílaleigan sími 861-2319. Húsviðhald Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. Einkamál Chat.is Við spjöllum saman og kynnumst nýju fólki á Chat.is. Það kostar ekkert og vefurinn er í boði á fjölda tungumála. ✝ Snorri Benedikts-son fæddist á Húsavík 12. maí 1979. Hann lést á heimili sínu 5. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Mekkín Kjart- ansdóttir, f. 30. jan- úar 1958, sambýlis- maður Einar Haukur Einarsson, og Bene- dikt Bjarnason, f. 1. október 1957, unn- usta Hjördís Svava Sigurðardóttir. Systkini Snorra eru Bjarni Þór, f. 29.10. 1981, Kjartan, f. 14.6. 1988, í sambúð með Agnesi Þóru Kristþórsdóttur, f. 19.8. 1989, sonur þeirra Elmar Blær, og hálf- systir, sammæðra Steinunn María Auðunsdóttir, f. 12.7. 1999. Fyrstu tvö æviárin átti Snorri heima á Bjarnastöðum í Öxarfjarð- arhreppi en flutti þá til Akureyrar. Þar átti hann heima til 25 ára aldurs er hann flutti til Reykjavíkur en átti heima í Kópa- vogi síðustu árin. Um tvítugsaldurinn fór Snorri að vinna við byggingarvinnu, lengst af sem verka- maður en einnig á byggingarkrana. Í Reykjavík vann hann um tíma í bygging- arvinnu en lengst af starfaði hann hjá Húsasmiðjunni í Grafarholti. Snorri stundaði ís- hokkí í nokkur ár og æfði með skautafélaginu Birninum. Einnig var hann í trúnaðarmannaráði VR. Útför Snorra verður gerð frá Glerárkirkju á Akureyri í dag, 18. júní, kl. 13.30. Elsku drengurinn minn. Minning- ar streyma fram. Fyrstu minning- arnar eru um lítinn dreng, um tveggja ára, trítlandi eftir fjárhús- garðanum heima á Bjarnastöðum. Á Akureyri var leiksvæði krakkanna í Innbænum, umhverfis tjörnina og þau svæði sem þá voru óbyggð. Fyrstu skólaárin, þegar lítill maður labbaði upp brekkuna í skólann sinn, Barnaskóla Akureyrar. Stund- um var snjór sem fauk í andlit en þú labbaðir samt. Svo varstu allt í einu orðinn stór strákur sem langaði að verða kokk- ur. Byrjaðir í kokkanáminu í Verk- menntaskólanum á Akureyri. Laukst því ekki alveg, en annað tók við. Byggingarvinna á Akureyri og síðar einnig í Reykjavík. Verslunarstörfin í Húsasmiðjunni áttu vel við þig. Ég fann það að þar hafðir þú fundið þinn vettvang. Upp rifjast ferðir okkar feðga í sumarbústað í Húsafelli þegar við gengum á Strútinn. Einnig ferð austur á land þegar gamli Nissan brotnaði undan okkur á leið frá Mjóafirði og við lögðum af stað gangandi áleiðis til Egilsstaða. Dvöl í sumarbústað í Vatnsfirði og ferðir þaðan á Látrabjarg og út á Rauða- sand. Fyrir allar þessar ferðir er ég óendanlega þakklátur. Þú hafðir svo mikið að gefa. Tvítugur eignaðistu nýjan bíl, rauðu Toyotuna þína sem þú hugs- aðir svo vel um, enda alltaf snyrti- legt í kringum þig. Þú varst félagslyndur og tókst þátt í ýmsum uppákomum. Allir eiga sér sína stund. Þín stund var komin. Minningin um þig er svo tandurhrein og falleg. Alltaf tilbúinn að aðstoða pabba gamla. Tilbúinn að gefa eitthvað af þér. Þannig varstu og þannig geymi ég best minninguna um þig. Elsku vinur, hafðu þökk fyrir allt. Megi góður Guð varðveita þig. Pabbi. Ég vil í örfáum orðum minnast frænda míns, Snorra Benediktsson- ar. Það er sviplegt að hann skuli hafa farið svona ungur, á því áttum við ekki von. Snorri var afskaplega ljúfur og þægilegur drengur í allri umgengni og ætíð tilbúinn að leysa hvers manns vandræði. Mér var hann oft- ar en ekki innan handar við ým- islegt, sem ég hafði ekki tök á að leysa sjálf, eins og t.d. ýmis viðvik við bílinn minn. Allt var svo sjálf- sagt og hann leysti úr öllu með bros á vör. Það er eflaust mikið til í þeim orð- um sem föðuramma hans hafði eitt sinn um hann að hann hefði hjarta úr gulli. Þannig held ég að flestir hafi upplifað Snorra. Að leiðarlokum langar mig að þakka almættinu fyrir að hafa feng- ið að eiga samleið með Snorra þessi 30 ár og bið þess að algóður guð styrki foreldra hans og systkini. Þeirra sorg er mest og veit ég að þau munu standa saman og styrkja hvert annað þau þungu skref sem nú eru framundan. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hinsta kveðja, Guðrún Bjarnadóttir. Snorri Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.