Morgunblaðið - 18.06.2009, Page 26

Morgunblaðið - 18.06.2009, Page 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2009 Á KREPPAN að valda því, að stjórnvöld skerði kjör aldraðra og öryrkja? Svarið er nei. Samfylkingin hefur marglýst því yfir að hún vilji verja velferð- arkerfið og nýja rík- isstjórnin, stjórn Sam- fylkingar og VG segir að hún muni standa vörð um velferð- arkerfið. Samkvæmt því á ekki að ráðast á kjör aldraðra og öryrkja. Auk þess segir í upphafi stjórnarsáttmálans að ríkisstjórnin vilji skapa hér norrænt velferðarkerfi. Velferðarkerfið best í Svíþjóð Hvað þýðir norrænt velferðarkerfi, norrænt velferðarsamfélag, fyrir eldri borgara og öryrkja? Það þýðir m.a., að ekki á að skerða lífeyri aldr- aðra og öryrkja frá almannatrygg- ingum vegna atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. Svíþjóð hefur verið í forustu fyrir norræna velferð- arkerfinu. Þar tíðkast engar skerð- ingar á tryggingabótum lífeyrisþega vegna tekna á vinnumarkaði eða úr lífeyrissjóði. Þar greiðast bætur al- mannatrygginga öllum 65 ára og eldri að fullu óháð tekjum af atvinnu, líf- eyrissjóði eða fjármagni. Þetta er norræna velferðarkerfið. Í Danmörkju fá 70% ellilífeyr- isþega óskertar bætur. Í Noregi eru mjög litlar skerðingar á tryggingabótum eldri borgara vegna tekna og þar fá t.d. ellilífeyr- isþegar fullan grunnlíf- eyri án tillits til tekna. Íslendingar sem búa í Noregi njóta þessa eftir að þeir hafa búið 3 ár í Noregi. Á Íslandi njóta aðeins 3% ellilífeyr- isþega óskertra bóta. Ef ríkisstjórnin ætlar að jafna kjör lífeyrisþega hér til jafns við kjör líf- eyrisþega annars staðar á Norðurlöndum og af- nema tekjutengingar að mestu eða öllu leyti á hún talsvert verk fyrir höndum. Að sjálfsögðu má gera þetta í áföngum. Ég á ekki von á því að rík- isstjórnin skapi hér norrænt velferð- arsamfélag í einum áfanga. En mark- miðið er skýrt. Og það verður að reikna með því að ríkisstjórnin viti hvað það þýðir og að hugur fylgi máli. Kjör lífeyrisþega skert um síðustu áramót Um síðustu áramót áttu lífeyr- isþegar að fá fulla verðlagsuppbót á lífeyri sinn frá almannatryggingum samkvæmt eldri lögum. En þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar breytti þessu og ákvað að ¾ lífeyrisþega fengju aðeins 9,6% vísi- töluuppbót eða um það bil helming af fullri verðlagsuppbót. ¼ lífeyrisþega fékk fulla verðlagsuppbót, ca. 20%. Þetta var fyrsta skerðingin á kjörum eldri borgara og öryrkja í kreppunni. Ríkisstjórnin sagði að hún hefði varið kjör þeirra lífeyrisþega sem allra verst voru settir og það er út af fyrir sig rétt en almennt eru eldri borgarar og öryrkjar ekki of sælir af þeim líf- eyri sem þeir hafa. Það voru að mínu mati mistök að skerða kjör eldri borg- ara og öryrkja á þennan hátt. Krepp- an á ekki að bitna á þessum hópum. Þetta verður að leiðrétta. Endurskoðun ekki í átt til nor- ræna velferðarkerfisins Í stjórnarsáttmálanum er vitnað í endurskoðun laga um almannatrygg- ingar. Endurskoðunarnefndin átti að skila áliti 1. nóvember sl. En hún hef- ur ekki skilað áliti enn. Formaður nefndarinnar, Stefán Ólafsson pró- fessor, kom á fund Félags eldri borg- ara og kynnti það sem hann kallaði umræðutillögur. Þessar tillögur ollu mér miklum vonbrigðum og benda ekki til þess að nefndin sé að nálgast norræna velferðarkerfið í störfum sínum.Ein umræðutillagan var sú að sett yrði 30 þús. kr. frítekjumark á mánuði fyrir tekjur úr lífeyrissjóði. Það er of lítið. Skerðing er engin í Sví- þjóð og í Noregi. Frítekjumark fyrir atvinnutekjur hér á landi er 100 þús. kr. og er óskiljanlegt hvers vegna frí- tekjumark vegna lífeyrissjóðstekna á að vera lægra. Rétt er að halda því til haga að skerðing tryggingabóta vegna tekna af séreignalífeyrissparn- aði er engin. Hvers vegna er sér- eignalífeyrissparnaður rétthærri en venjulegur lífeyrissjóðssparnaður? Frítekjumark vegna fjármagnstekna er 98 þús. kr. á ári. Það er svo lágt að það skiptir nánast engu máli. Ef þetta frítekjumark verður ekki stórhækkað mun eldra fólk og aðrir lífeyrisþegar hætta að geyma sparifé í banka. End- urskoðunarnefnd almannatrygginga ráðgerir einhverja litla hækkun á frí- tekjumarki vegna fjármagnstekna en alltof lága. Endurskoðunarnefndin ráðgerir að sameina grunnlífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót í einn bótaflokk. Það er út af fyrir sig í lagi en bætir ekki kjör lífeyrisþega. Svo virðist meira að segja sem í leið- inni eigi að skerða kjör þeirra lífeyr- isþega sem hafa haft tekjur yfir vissu marki, þ.e. skerða meira en nú er gert (ef til vill á þannig að fá fjármagn til þess að standa undir 30 þús. kr. frí- tekjumarki vegna lífeyrissjóðstekna þ.e. taka með annarri hendinni það, sem látið er með hinni). Því miður virðist ekki sem endurskoð- unarnefndin sé að nálgast norræna velferðarkerfið. Lífeyrir allt of lágur Enda þótt sett hafi verið lágmarks- framfærsluviðmið fyrir lífeyrisþega er lífeyrir aldraðra og öryrkja alltof lágur og dugar ekki til framfærslu. Þessi upphæð er nú rúmar 150 þús. kr. á mánuði eftir skatta. Það lifir enginn sómasamlegu lífi af þeirri fjár- hæð í dag. Þetta verður að leiðrétta og ekki kemur til greina að níðast á kjörum aldraðra og öryrkja á þeim forsendum að kreppa sé í landinu. Kreppan á ekki að bitna á öldruðum og öryrkjum Eftir Björgvin Guðmundsson » Þar (í Svíþjóð) tíðk- ast engar skerð- ingar á tryggingabótum lífeyrisþega vegna tekna á vinnumarkaði eða úr lífeyrissjóði. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. JÆJA, þá virðist hið svokallaða frelsi á dag- blaðamarkaðinum handan hornsins. Í dag eru gefin út tvö dagblöð á Íslandi. Annað þeirra, Fréttablaðið, hefur lengi verið tengt Baugi og fallið undir skil- greininguna um að vera einn Baugsmiðlanna. Hitt, Morgunblaðið, hefur lengst af talið sig vera frjálst og óháð blað en með nýj- um eigendum, sem margir tengjast sjávarútvegi, hefur orðið breyting á. Nú hefur miðopnan í tvígang verið undirlögð af fjölradda grátkór út- gerðarmanna sem keppast við það, hver á fætur öðrum, að lýsa því yfir að ef hin svokallaða fyrningarleið verði að veruleika verði öll útgerð í núverandi mynd komin undir ham- arinn innan tíðar og hið fjölbreytta atvinnulíf sem henni tengist, ein rjúk- andi rúst. Hér vitna blessaðir útgerðarmenn- irnir hver í kapp við annan greinilega með það að markmiði að koma í veg fyrir að lýðræðislega kjörinn meiri- hluti Alþingis standi við gefin fyr- irheit um endurskoðun kvótakerfisins með það að markmiði að ná um það víðtækari sátt á meðal þjóðarinnar. Aðferðin minnir nokkuð á framgöngu stjórnarandstöðunnar á liðnu þingi. Þá fylltu þingmenn hennar mæl- endaskrá þingsins í nokkra daga, héldu allir sömu ræðuna í síbylju, í þeim tilgangi einum að koma í veg fyrir að frumvarp stjórnarinnar til breytinga á stjórnarskránni fengi lýðræðislega afgreiðslu þ.e. færi í at- kvæðagreiðslu þar sem meirihluti þingheims hefði síðasta orðið. Í stað- inn var sama tuggan endurflutt dag eftir dag, með breytilegu orðalagi, áherslum og leikrænni tjáningu. Hér vekur einnig athygli að fullyrðingar samkórs LÍÚ eru settar fram áður en nokkuð liggur fyrir um hvernig fyrn- ingarleiðin verður útfærð enda marg- yfirlýst af formönnum stjórnarflokk- anna að um útfærsluna verði haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila. Að vísu eru þessi viðbrögð LÍÚ, síður en svo ný af nál- inni þar sem hin síðari ár hafa einstakir út- gerðarmenn litið svo á, undir dyggri forystu LÍÚ, að fiskarnir í sjón- um séu þeirra eign, þeir eigi að ákveða hversu mikið sé veitt árlega úr hverjum stofni fyrir sig og að stjórn Hafró eigi að vera skipuð fulltrú- um sem lúta vilja innsta kjarna LÍÚ hverju sinni. Þ.e. þjóðinni kemur það bara ekkert við hvernig farið er með þessa sameiginlegu auðlind sem hald- ið hefur í henni lífinu í áranna rás. Er hægt að komast öllu lengra í frekju og yfirgangi? Það eina sem nú liggur fyrir um væntanlega endurskoðun er að það á að hafa víðtækt samráð við hags- munaaðila. Því hefur nýr sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason (JB) lýst yfir æ ofan í æ og einnig því að engu verði breytt nema í fullri sátt við hagsmunaaðila. Sú yf- irlýsing JB, að sátt eigi að ríkja um kerfið, staðfestir breytingar þar sem engin sátt er um það í núverandi mynd. Ég verð að játa það að ég átta mig ekki á því hvernig JB ætlar sér að koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem algjör sátt og eining ríkir um. Það held ég að sé borin von þar sem greinin er fjölbreytt og margir, bæði innan hennar og utan, sem telja sig hafa farið frá borði á liðnum árum, með skertan hlut. Allt um það, engu að síður er nauðsynlegt að hafa þetta kerfi í stöðugri endurskoðun til þess að sníða af því augljósa vankanta, vankanta sem hvað mestar deilur hafa staðið um. Frjálsa framsalið er þar efst á blaði; því verður að setja þröngar skorður a.m.k. þegar verið er að færa veiðirétt á milli óskyldra útgerða t.d. þannig að væntanlegur kaupandi geri grein fyrir því, áður en millifærslan er heimiluð, hvernig hann hyggst standa skil á lög- og samningsbundnum greiðslum m.v. uppgefið leigugjald fyrir kvótann. Komi í ljós að reksturinn ræður ekki við leigugjaldið hefur verðlagsstofa ekki heimild til þess að heimila milli- færsluna. Þrátt fyrir að frjálsa framsalið sé forsenda hagræðingar í greininni verður að setja því skýrar skorður. Af hverju? Vegna þess að græðg- isvæddir handhafar kvótans hafa á liðnum árum misnotað þessa heimild sér til ávinnings sem nú mun koma niður á öllum í greininni, ekki bara þeim græðgisvæddu heldur einnig þeim sem af hófsemi hafa rekið sín fyrirtæki í áranna rás. Í allri umræðunni um fyrning- arleiðina vekur það athygli að ekkert heyrist frá talsmönnum sjómanna um afstöðu þeirra og þeirra samtaka til málsins. Sjómannasambandið (SSÍ) sem til þessa hefur talið sig nafla alheimsins þegar kemur að hagsmunum sjó- manna þegir nú þunnu hljóði, hefur enga skoðun, ekkert um málið að segja. Ég kíkti inná heimasíðu sam- bandsins, ssi.is, ef þar væri að finna upplýsingar um afstöðu þess til máls- ins. Þar kom ekkert fram umfram fiskverðsbreytingar ásamt öðrum tölulegum upplýsingum um fjárhæð fæðispeninga o.s.frv. Taldi saman færslurnar á heimasíðunni, á þessu ári, sem voru 7 talsins, eða 1,4 á mán- uði að meðaltali. SSÍ fer greinilega afar sparlega með miðlun upplýsinga til sinna manna. Hvergi var að finna stafkrók frá formanni samtakanna, Sævari Gunnarssyni, um hin ýmsu álitamál sem ætið brenna á sjó- mannastéttinni. Sá mæti maður hefur greinilega tamið sér hið fornkveðna að fæst orð beri minnsta ábyrgð. Kórinn endurborinn Eftir Helga Laxdal »Þ.e. þjóðinni komi það bara ekkert við hvernig farið er með þessa sameiginlegu auð- lind sem haldið hefur í henni lífinu í áranna rás. Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur. ALLUR kvóti í ís- lensku lögsögunni verður innkallaður 31. ágúst 2009 og úthlutað aftur sama dag. Þeir aðilar, sem sem höfðu fiskveiðikóta í ís- lensku lögsögunni, myndu fá sama magn og í sömu hlutföllum skiptingu fisktegunda sem þeim hafði verið úthlutað áður. Veiðiskylda verði sett þannig að útgerð sem fær úthlutað aflaheimildum verður að veiða árlega 85% af því sem hún fær úthlutað, þau 15% sem útaf standa er einungis heimilt að nýta til tegundaskipta og geymslu vegna ófyrirséðra atvika. Þetta fyrirkomulag myndi gilda til 31. ágúst 2018. Eftir þann tíma verð- ur innheimt leigugjald. Leigugjald verði 4% af aflaverð- mæti, sem greiðist mánaðarlega fyrir næsta mánuð á undan. Útgerðin greiðir auðlindarentuna, þar sem hún fer algerlega með forræði afla- heimildanna og hvernig hún skiptir sínum aflaheimildum á milli sinna skipa. Jafnframt stjórnar útgerð sölu aflans og sagan sýnir að ekki er alltaf leitast við að fá hæsta mögulega verð eins og kveðið er á um í sjó- mannalögum. Ekki verður leyfilegt að leigja frá sér fiskinn en útgerðir mega skipta milli sín tegundum innbyrðis eftir þeim stuðlum sem Fiskistofa hefur ákveðið. Ef ákveðið er að skerða kvótann, mun skerðingin koma hlutfallslega jafnt á alla þá sem hafa afnot af hon- um. Munu þessir aðilar fá sama magn aftur þegar og ef kvótinn verður auk- inn aftur. Í þorski upp að 180 þúsund tonnum. Útfærslan á öðrum teg- undum verður með sams konar þaki. Fari ráðgjöf Hafró t.d. á þorski yfir 180 þúsund tonn má Alþingi eða stofnun sem Alþingi gefur umboð til, úthluta 60% af því magni til út- gerða sem eru með kvóta fyrir og 40% af því magni til útgerða sem hafa sannanlega allt of lítinn kvóta, en hafa fiskveiðar að aðalat- vinnu. Þessir aðilar munu greiða strax auð- lindagjald af úthlut- uðum kvóta. Útgerðir sem hafa selt allan sinn kvóta fá ekki úthlutað. Engin ein útgerð má hafa til afnota meira en 9% af úthlutuðum aflaheim- ildum sem Fiskistofa hefur gefið út, úthafsveiðikvóti er undanskilinn. Fiskveiðiárið verður óbreytt, frá 1. sept. til 31. ágúst ár hvert. Leyfilegt er að skilja eftir 10% aflans og veiða á næsta fiskveiðatímabili en ekki má fara nema 5% umfram, sem verður þá dregið frá næsta tímabili. Sá afli sem skip hafa aflað utan lögsögu Íslands (þorskur í Barents- hafi, karfi, síld, kolmunni og makríll) og Fiskistofa hefur úthlutað, skal deila út til þeirra sem skapað hafa veiðireynslu á viðkomandi tegund, og fá skip úthlutað í samræmi við afla- reynslu. Sama gildir um veiðar á deilistofn- um sem samið hefur verið um varð- andi veiðiskyldu. Útgerð verður ár- lega að veiða 85% af úthlutun, en 15% má leigja frá sér ef ófyrirséð atvik valda því að ekki er hægt að sækja í viðkomandi tegund (t.d. skip bilar). Ef útgerð nýtir ekki úthafskvóta sinn sjálf skal hún skila honum inn og kvótanum úthlutað til þeirra sem stunda þessar veiðar. Færa má rök fyrir því að útgerðir sem lagt hafa í kostnað til að ná í aflareynslu hafi fengið hann til baka í því formi að kostnaðurinn hafi komið til frádrátt- ar frá hagnaði og því greitt lægri skatta en ella. Sumarveiðar handfærabáta, sem sjávarútvegsráðherra úthlutar, deil- ist niður á þá báta sem teljast hafa rétt til þeirra veiða. Veiðitími handfærabáta hefst 1. júní og lýkur 31. ágúst, ár hvert. Að- ilar sem selt hafa kvóta áður fá ekki úthlutað. Auðlindargjald af afla verður inn- heimt frá 1. júní 2009. Það verður 10% af aflaverðmæti og verður inn- heimt eftir hvern mánuð og er miðað við meðalverð á fiskmörkuðum við- komandi mánuð. Handfærakvótinn verður alltaf vandamál, það er mjög nauðsynlegt að hafa aðeins eitt aflamarkskerfi og úthluta hverjum handfærabát u.þ.b. 20 tonnum eftir eitt til tvö ár. Að láta alla bátana veiða úr sam- eiginlegum potti verður mikill ójöfn- uður þar sem mislangt er á miðin og ganghraði misjafn. Það mun leiða til þess að margir munu hætta að róa úr sinni heimabyggð, sem yrði slæmt fyrir viðkomandi byggðir. Verði þessi leið valin, mun skapast víðtækari sátt um auðlindina. Út- gerðarmenn munu vita hvað þeir geta veitt næstu árin. Þeir sem ætla að selja, munu þá væntanlega selja veiðiskipið með þeim kvóta sem það hefur haft. Söluverð skipa verður mun hærra en smíðaverð þeirra og mun verðið verða þeim mun hærra sem aflamark skipsins hækkar. En það mun myndast ásættanlegt verð sem kaupendur og seljendur munu sætta sig við og útgerðar- grundvöllur mun verða fyrir hina nýju kaupendur. Telja má að við þetta geti orðið eðlileg endurnýjun, sem er forsenda þess að ungir menn geti tekið við af þeim sem fullorðnast og vilja hætta. Breytt stefna í sjávarútvegsmálum Eftir Braga Ólafsson Bragi Ólafsson » Verði þessi leið valin, mun skapast víðtæk- ari sátt um auðlindina. Höfundur er fv. skipstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.