Morgunblaðið - 18.06.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 18.06.2009, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2009 Eyðilegging Húsið er gjöreyðilagt eftir aðfarir gröfunnar en hún var aðeins tíu mínútur að rífa niður um helming byggingarinnar, að sögn sjónarvotta. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HÚSEIGANDI á Álftanesi var hand- tekinn í gær og færður til skýrslu- töku á lögreglustöð eftir að hann hafði stórskemmt húsið með gröfu og grafið bílinn sinn á lóðinni. Kvik- myndatökumenn tóku atburðinn upp að beiðni mannsins. „Ég var inni í bílskúr og heyrði ein- hverja skruðninga. Þá stóð grafa upp úr miðju húsinu. Hann var búinn að rústa því og grafa bílinn sinn niður,“ segir Árni Már Björnsson, íbúi við Hólmatún, sem varð vitni að eyði- leggingunni. „Þetta hefur verið úthugsað því hann kom með gröfuna í gærkvöldi og var búinn að panta myndatöku- menn,“ bætir hann við. Lögreglunni barst tilkynning rétt fyrir klukkan fjögur í gær um að maður væri með stóra beltagröfu að brjóta niður hús við Hólmatún á Álftanesi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn á leið í burtu. Bíllinn urðaður Húsið er einbýlishús úr timbri með bílskúr, svokallað kanadískt eininga- hús. Það er mikið skemmt, ef ekki ónýtt. Búið var að brjóta í sundur helming þess. Jafnframt gróf maður- inn holu, setti bíl þar í og gróf yfir hluta hans. Húsið er tæplega 180 fermetrar að stærð með bílskúr. Brunabótamat eignarinnar er rúmlega 50 milljónir. Óheimilt er að rífa hús nema með leyfi skipulagsyfirvalda. Það leyfi mun ekki hafa legið fyrir. Hópur fólks fylgdist með, meðal annars nágrannar. Kvikmyndatökumenn frá Kukli ehf. fylgdust með framkvæmdinni, að beiðni mannsins. Bjarni Felix Bjarnason kvikmyndagerðarmaður segist ekki hafa skýringar á málinu. Fyrirtækið hafi verið beðið að mynda framkvæmd á þessum stað. Maður- inn hafi látið gröfuna vaða beint í hús- ið og verið að í mesta lagi tíu mínútur. Nágrannar mannsins telja, að hann hafi verið búinn að missa húsið vegna fjárhagserfiðleika. „Það hlýtur að vera eitthvað þann- ig. Það er sorglegt að sjá þetta gerast í næsta húsi,“ sagði Árni Már. Frá því atburðurinn spurðist út hefur verið mikil bílaumferð um göt- una. Eftir skýrslutöku hjá lögregl- unni var manninum sleppt. Eyðilagði húsið með gröfu  Um 180 fermetra einingahús með bílskúr og brunabótamatið um 50 millj. kr.  Urðaði einnig bílinn og fékk kvikmyndatökumenn til að fylgjast með verkinu Morgunblaðið/Heiddi Grafinn Maðurinn kom bíl sínum fyrir í holu á bílastæðinu og gróf yfir. ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta tveimur útboðum hjá Vegagerðinni sem hafa verið auglýst og átti að opna eftir helgi. Frestunin tengist nið- urskurði í útgjöldum ríkisins. Um er að ræða lagningu Arn- arnesvegar frá nýja hringtorginu á Reykjanesbraut og austur fyrir Fífu- hvammsveg og Reykjabraut í Húna- vatnssýslu. Kaflinn á Arnarnesvegi er nokkuð stórt verk, tæplega 2 km langur með tveimur akreinum, fern- um gatnamótum og fjórum steyptum undirgöngum. Reykjabraut liggur frá hringveginum austur fyrir Steinakot í nágrenni Húnavalla. Útboðum frestað Vegagerðin bíður vegna niðurskurðar Hringtorgið Kafla á Arnarnesvegi hefur nú verið frestað. „ALLT í Fókus“ er heiti ljós- myndasýningar sem nú stendur yfir í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Sýningin er haldin í tilefni af tíu ára afmæli ljósmyndafélagsins Fókuss. Á sýningunni eru tæplega 100 ljósmyndir eftir þrjátíu félaga. Eins og heiti sýningarinnar gefur til kynna er efnið fjölbreytt. Fókus stendur reglulega fyrir ljósmyndasýningum, auk annarrar starfsemi. Sýningin í Ráðhúsinu er sú fimmta sem félagið heldur þar og sautjánda sýning félagsins frá upp- hafi. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag, 21. júní. Allt í Fókus í Ráðhúsinu Keðja Myndefni er víða sótt á sýn- ingu Fókusfélaga. Ljósmynd/Friðrik Þorsteinsson Frjálsi fjárfestingarbankinn eignaðist íbúðarhúsið við Hólmatún á Álftanesi á nauðungaruppboði í nóvember en fyrri eigandi reif það að mestu í dag. Bankinn hafði ekki fengið lyklavöldin. Gengið var í það í gær að hreinsa byggingarefnið af lóðinni og ganga frá umhverfinu. Haft var eftir fyrri eiganda hússins í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld, að honum hefði nýlega verið birt útburð- artilkynning. Hann hefði ekki haft neinu að tapa, ekki skipti máli hvort hann færi á hausinn vegna 60 milljóna króna skuldar eða 120 milljóna. Með þessu gæti hann líka vakið athygli á slæmri stöðu sinni sem skuldari. Bjarni S. Einarsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Álftaness, segir að sækja þurfi um byggingarleyfi þurfi að rífa niður hús, en engin umsókn um það hafi borist vegna þessa húss. Hann segist hafa komið fyrst að þessu máli sem íbúi, í gönguferð um götuna. „Ég sá hvað var að gerast og kallaði lögreglu og eig- endur til,“ segir Bjarni. „Ég er orðlaus yfir þessu,“ bætir hann við. Ingólfur Friðjónsson hjá Frjálsa fjárfestingarbank- anum segir, að bankinn hafi eignast húsið á uppboði í nóvember 2008 en það hafi ekki verið komið í vörslu hans. Til hafi staðið að taka við lyklunum og vörslunni af fyrri eiganda næstkomandi föstudag. „Þetta kom okkur algerlega í opna skjöldu eins og öðrum,“ segir Ingólfur. Ingólfur og Bjarni telja húsið ónýtt. Bílskúrinn sé það eina sem eftir standi. Í gærdag hafði verið samið við verktaka um að hreinsa upp húsleifarnar svo þær yllu ekki hættu og tjóni fyrir nágranna og átti að vinna það verk síðar þá um daginn. Bankinn eignaðist húsið í nóvember STEINUNN Sigurðardóttir fata- hönnuður var í gær útnefnd borg- arlistamaður Reykjavíkur árið 2009. Það er menningar- og ferða- málaráð borgarinnar sem velur borgarlistamann ár hvert og það var Áslaug Friðriksdóttir, formað- ur ráðsins, sem gerði grein fyrir valinu við athöfn í Höfða í gær. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri afhenti Steinunni verðlaunin, sem eru ágrafinn steinn og heiðursskjal auk verðlaunafjár. Steinunn á að baki langan og far- sælan feril sem tísku- og fatahönn- uður og hafa verk hennar vakið at- hygli og hlotið viðurkenningar víða um heim. Hún var yfirhönnuður hjá Gucci, Calvin Klein og La Perla en stofnaði árið 2000 sitt eigið fyr- irtæki, STEiNUNNI. Steinunn tileinkaði syni sínum, Alexander Viðari Pálssyni, verð- launinn. Steinunn borgarlistamaður Morgunblaðið/Eggert Í Höfða Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Áslaug Frið- riksdóttir og Alexander Viðar Pálsson, sonur Steinunnar. Tileinkaði syn- inum verðlaunin VÍKINGAHEIMAR í Reykjanesbæ voru opnaðir með hátíðlegri athöfn í gær. Þar er víkingaskipið Íslend- ingur og sýningin Víkingar Norð- ur-Atlantshafsins sem sett er upp í samvinnu við Smithsonian- stofnunina í Bandaríkjunum. Verk- efnið hefur kostað um 360 milljónir og er það að fullu fjármagnað. Rík- ið leggur til um þriðjung sam- kvæmt samkomulagi sem gert var á sínum tíma. Ljósmynd/Víkurfréttir Víkingaheimar formlega opnaðir í Reykjanesbæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.