Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 Bónus Gildir 25.-28. júní verð nú áður mælie. verð My samlokubrauð, fín, 770 g ...... 179 239 232 kr. kg Bónus ferskar kjúklingabringur .... 1.498 1.798 1.498 kr. kg Bónus ferskar kjúklingalundir...... 1.598 2.338 1.598 kr. kg Ali ferskt grísagúllas................... 898 1.259 898 kr. kg Ali ferskt grísasnitsel .................. 898 1.259 898 kr. kg G.v ferskt grísahakk ................... 498 629 498 kr. kg Egils 7-up, 2 ltr.......................... 129 169 64 kr. ltr Pepsí í dós, 500 ml.................... 69 89 138 kr. ltr Frosinn steinbítur, roð/beinlaus .. 598 798 598 kr. kg K.f hrossasnitsel í raspi .............. 798 0 798 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 25.-27. júní verð nú áður mælie. verð Lambaprime úr kjötborði ............ 1.898 2.298 1.898 kr. kg Hamborgarar, 4x80 g, m/brauði . 456 548 456 kr. pk. Móa kjúklingaleggir.................... 569 949 569 kr. kg Móa kjúklingalæri ...................... 569 949 569 kr. kg SS kryddlegnar lambatvírifjur ...... 1.910 2.388 1.910 kr. kg Fk grill-lambalærisneiðar ............ 1.897 2.476 1.897 kr. kg Ali úrb. hunangs svínakótilettur ... 1.924 2.565 1.924 kr. kg Móa kjúklingavængir.................. 285 475 285 kr. kg Hagkaup Gildir 25.-28. júní verð nú áður mælie. verð Hagkaups grilllæri...................... 1.429 2.199 1.429 kr. kg Íslandsnaut kryddlegin vöðvi....... 1.494 2.298 1.494 kr. kg Jensen svínarif .......................... 1.799 2.399 1.799 kr. kg Hversdagsteik m/sólþ. tómötum. 623 959 623 kr. kg New Orleans rif .......................... 1.026 1.579 1.026 kr. kg Bláberjalegin helgarsteik, framp.. 1.731 2.308 1731 kr. kg Pagen kanilsnúðar, 260 g........... 299 378 299 kr. stk. Myllu rúlluterta, brún.................. 599 729 599 kr. stk. Fjallabrauð................................ 249 499 249 kr. stk. Egils mix, 2 ltr............................ 179 242 179 kr. stk. Krónan Gildir 25.-28. júní verð nú áður mælie. verð Lambalæri, kryddað................... 1.069 1.798 1.069 kr. kg Lambaframhryggur, kryddaður .... 1.499 1.998 1.499 kr. kg Lúxus grísakótilettur, beinlausar .. 1.199 1.998 1.199 kr. kg Lambafille með fiturönd ............. 2.898 3.898 2.898 kr. kg Eðalf. rækjur og reyktur lax, 200 g .............................................. 199 319 995 kr. kg Eðalf. hangikjötssalat, 200 g ...... 199 309 995 kr. kg Móa kjúklingabringur ................. 1.679 2.798 1.679 kr. kg KEA gamaldags kindakæfa, 200g ........................................ 199 269 995 kr. kg Agúrkur. íslenskar ...................... 69 109 69 kr. stk. Meistara hrískaka ...................... 589 758 589 kr. stk. Nóatún Gildir 25.-28. júní verð nú áður mælie. verð Nóatúns þurrkryddað lambalæri.. 1.598 1.998 1.598 kr. kg Holta kjúklingabringur ................ 1.799 2.998 1.799 kr. kg Lambalærissneiðar, kryddaðar .... 1.499 2.498 1.499 kr. kg Grísakótilettur............................ 998 1.398 998 kr. kg Laxasneiðar .............................. 998 1.298 998 kr. kg Lambahryggur ........................... 1.399 1.998 1.399 kr. kg Gunnars piparsósa, 200 ml ........ 199 265 199 kr. stk. Maísstönglar, forsoðnir, 2 stk ...... 179 249 179 kr. pk. Heilsubrauð .............................. 229 439 229 kr. stk. Emmess hversdagsís, vanillu ...... 298 379 298 kr. ltr helgartilboðin Leggir og læri Morgunblaðið/Golli Gestkvæmt hefur verið í höfuðstað Norðurlands undanfarnar vikur og verður líklega fram á haust. Hver viðburðurinn rekur annan.  Bíladagar voru mjög vel heppnaðir í síðustu viku. Fjöldi fólks kom í bæ- inn en ég vissi ekki að bílanætur hefðu líka verið á prógramminu. Einhverjir höfðu þörf fyrir að spyrna og spóla yfir blánóttina og höfðu svefn af fólki.  Pilturinn á myndinni hér að ofan, Atli Rúnar Arason, rakst á þenna skrýtna fisk í fjörunni út með firði um daginn. Fiskurinn, vogmær, er sjaldséður hér um slóðir.  Það hefði verið stórfrétt fyrir þrem- ur árum ef vogmær hefði sést við Norðurland, segir Hreiðar Valtýs- son, líffræðingur við Háskólann á Akureyri og Hafró. En með hlýnun sjávar er þetta breytt og þeir Hreið- ar fá nú fréttir af vogmey um það bil einu sinni í mánuði.  Ég hef gaman af því þegar eitthvað er óhefðbundið. Meira að segja þeg- ar kaffibollinn kostar 103 krónur, eins og í Strax við Byggðaveg... Ekki 100, heldur 103. Starfsmaður á kassa vissi ekki hvers vegna þetta verð var sett upp. Kannski yfirmað- urinn sé áhugamaður um smámynt.  Golfmótið skemmtilega, Arctic Open, hefst á Jaðarsvelli í kvöld og leikið verður tvær næstu nætur. Veðurspáin er frábær og ljóst að kylfingarnir leika í blóðrauðu sól- arlagi að þessu sinni. Um 140 kepp- endur eru skráðir til leiks í ár.  Ekki veit ég hvort Friðrik V spilar golf en hann verður í töluverðu hlut- verki á mótinu. Á setningarathöfn- inni í kvöld verða kynntar afurðir frá Eyjafjarðarsvæðinu í samstarfi við samtökin Matur úr héraði og í lokahófinu á laugardagskvöldið býð- ur Friðrik upp á veislumat unninn úr hráefni frá fyrirtækjum við fjörð- inn.  Ég iðrast þess stundum að stunda ekki þá göfugu íþrótt, golfið. Meðal annars þegar svona vel er veitt...  Flughelgi var í bænum um síðustu helgi; mjög skemmtilegur viðburður sem sífellt fleiri leggja leið sína á. Þar var sýnt flug af ýmsu tagi og ekki var síst gaman að sjá Magnús Norðdahl flugstjóra, rúmlega átt- ræðan, sýna listflug!  Mikla athygli vakti að þessu sinni þegar þulurinn, Ómar Ragnarsson, auglýsti eftir eiganda bíls sem þurfti að færa. Sá gaf sig ekki fram, enda um grín að ræða; flugmenn þyrlu Landhelgisgæslunnar brugðu á leik, hífðu bílinn upp og létu hann falla úr töluverðri hæð. Honum verður víst ekki ekið framar.  Um aðra helgi verður N1-mótið hjá KA, þar sem strákar í 5. flokki leika knattspyrnu, og á sama tíma verða heldri pollar á ferðinni hjá Þórs- urum. Helgina þar á eftir fyllist bærinn vegna Landsmóts Ung- mennafélags Íslands.  Svo er Listasumar byrjað. Djass í kvöld í Deiglunni, þar sem val- inkunnir snillingar túlka meistara Lester Young. Músík á Græna hatt- inum og ... ja, það er eiginlega eitt- hvað um að vera alltaf, alls staðar.  Eflaust er eitthvað fleira á döfinni en plássið er að verða búið.  Eitt enn. Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi hefst hér í dag. Hátt í 300 krakkar skráðir til leiks.  Það er gott að búa í Kóp... Akureyri. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Vogmær Atli Rúnar Arason og vogmærin sem hann fann við Árskógssand. Páll Bergþórsson skrifar á Fés-bókina, sem hann kallar „fas- bók“, að hann sé að hugsa um „sjó- inn og fasbók hans“ og hann bætir við í bundnu máli: Seint mun hann jafna sína lund svekktur af vinda þrasi, óður af bræði eina stund, aðra með blíðufasi. Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd orti á dögunum: Það er nöpur norðan átt, naumast fugl á eggjum. En ýmsir sýna eðli kátt undir suðurveggjum. Björn Schram var talinn fyrsta bæjarskáld Sauðárkróks, skáld- mæltur vel og oft illvígur í kveð- skap. Frá því segir á vísnavef Skag- firðinga að hann orti meðal annars þegar Bjarni nágranni hans á Framnesi giftist Sigríði: Á ekki að byrja á „bröðinu“ fyrst brúðguminn spurði gesti sína. Allgóða hafði á því lyst. Upp í munninn svo fór að tína. En hann brýndi þó fyrir mönnum að fara gætilega: Bendir á að ævin dvín allra má ég sanna. Hver einn gái og gæti sín gröf við dáinna manna. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Fésbók eða fasbók? Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Bodrum – Tyrkland 2 vikur frá kr. 114.900 Heimsferðir bjóða frábært sértilboð til sumarleyfisperlunnar Bodrum í Tyrklandi 3. og 17. júní í 2 vikur. Í boði er frábær sértilboð á gistingu með hálfu fæði á Hotel Turihan ***, einstaklega góðu og notalegu hóteli sem býður góðan aðbúnað og mjög góða staðsetningu. Bodrum bíður þín með einstakan menningararf, stórbrotna náttúrufegurð, töfra Eyja- hafsins, frábæran mat og ótrúlega hagstætt verðlag! Sumarleyfis- staðurinn Bodrum í Tyrklandi er einn eftirsóttasta áfangastaður Tyrklands. Bodrum er fallegur hafnarbær sem stendur á samnefnd- um skaga á Eyjahafsströnd Tyrklands. Bærinn skartar fallegum hvít- um húsum sem eru víða skrýdd blómum og þröngum heillandi göt- um sem bera fortíðinni vitni. Hér er endalaust úrval veitingastaða, bara, kaffihúsa, verslana og mikið nætur- og skemmtanalíf í boði. Verð kr. 114.900 með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði í 14 nætur á Hotel Turihan ***. Sértilboð 3. júlí. Brottför 17. júlí kr. 10.000 aukalega. 3. eða 17. júlí Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Ótrúlegt sértilboð Hotel Turihan *** · Frábær staðsetning · Góður aðbúnaður · Hálft fæði innifalið Hálft fæði innifalið – ótrúlegt verð! M bl 11 21 77 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.