Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 ✝ Þuríður Guð-mundsdóttir fæddist í Geirshlíð í Flókadal í Borg- arfirði 2. september 1919. Hún andaðist á Vífilsstöðum 16. júní 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Vernharðs- dóttir og Guðmundur Guðbrandsson, bæði ættuð úr Borgarfirði. Þuríður var elst 7 systkina, en hin voru: Guðrún, f. 23.6. 1923, d. 18.9. 1948, Halldóra, f. 8.4. 1927, Guðbjörg, f. 7.10. 1929, d. 1.2. 1905, Vernharður, f. 23.9. 1932, Guðbrandur, f. 22.10. 1934, d. 4.6. 1901 og Kristófer, f. 20.11. 1937. Sambýlismaður Þuríðar var Stefán Gíslason, f. 25.12. 1928, d. 19.5. 1995. Þuríður fór í vist um fermingaraldur, var einn vetur við nám í Reykholti og lauk námi frá Hús- mæðraskólanum að Staðarfelli. Til Reykjavíkur kemur hún 1946 og þar lærir hún fatasaum, sem hún vinnur við meiri- hluta starfsævi sinn- ar bæði í Feldinum og á Saumastofunni Elsu þar til fyrirtækið hætti starfsemi sinni. Síðustu starfsárin vann hún í Þvottahúsinu Grýtu. Útför Þuríðar fer fram frá Foss- vogskapellu í dag, 25. júní, kl. 13. Þuríður móðursystir mín, Þura, var góð kona, heiðarleg, hæglát og orðvör. Hún gat sjálf í fáum orðum birt yfivegaðar skoðanir sem sýndu hvað hún hugsaði og vildi. Það er því ábyrgðarhlutur að finna réttu orðin til að minnast hennar svo að góðir kostir hennar og tryggð við fjölskyldu og vini séu þökkuð sem skyldi. Eins og hinar systur hennar fór Þura í vist eftir fermingu og vann fyrir sér alla tíð síðan. Hún sótti lýðskólann að Reykjum einn vetur og var annan vetur á húsmæðra- skólanum að Staðarfelli. Síðar lærði hún sauma og vann við það árum saman enda var hún góð sauma- kona, nákvæm og vandvirk. Þura kynntist Stefáni Gíslasyni, hlýjum og þægilegum manni. Þau áttu skap saman og deildu sömu lífssýn, bæði vinstrisinnuð, vinnu- söm og vandaðar manneskjur. Stef- án andaðist árið 1995 og Þura sakn- aði hans. Þura var ráðagóð og reyndist Halldóru móður minni vel, bæði fyrst er hún fluttist til Reykjavíkur og oft síðar. Þær bæði unnu og bjuggu um skeið saman og Þura sem var eldri og reyndari hjálpaði systur sinni til að koma sér fyrir á nýjum og ókunnum slóðum. Þura var um margt á undan sinni samtíð. Hún keypti bíl laust eftir 1950 á tímum gjaldeyrishafta þegar bílar þóttu ekki nauðsynjavara, hvað þá fyrir einhleypar konur. Hún keyrði fram á síðustu ár og naut þess frelsis sem því fylgir að ráða sér sjálf og var fær um að fara þangað sem hún sjálf vildi. Ég veit ekki hvort það var hugsjón eða ís- lenskar efnahagsaðstæður sem réðu vali hennar á fyrsta bílnum en eftir Skodann átti hún alltaf franska bíla. Fyrsta endurminning mín um Þuru frænku var bíltúr og laut- arferð sennilega í Heiðmörk. Það var eftirvænting og tilhlökkun í lofti. Við systkinin 4 og 5 ára gömul ásamt móður okkar og bílstjóranum lögðum af stað í íslenskri sumar- rigningu og þokumóðu. Það sáust vart handaskil en ferðinni hafði ekki verið aflýst. Við borðuðum nestið fyrst á mosabarði en klár- uðum smurbrauðið inni í bílnum í grenjandi rigningu. Þura hélt tryggð við Skorradal- inn þar sem hún var fædd og uppal- in og hafði sérstaklega gaman af því að fara þangað til berja á hverju hausti. Úr berjunum gerði hún sæta saft og einnig frysti hún bláber til jólanna. Hæglæti Þuru var ekki vegna skorts á kímnigáfu. Hún sá oft spaugilegu hliðarnar á bæði mönn- um og málefnum. Hún var hæglát að eðlisfari og ónáðaði aldrei nokk- urn mann, var hinsvegar alltaf til staðar þegar þörf var á hjálp, þegar fjölskyldan hittist til að fagna af- mælum og öðrum tímamótum. Hún var örlát við systkinabörn sín og stolt yfir öllum árangri sem þau náðu, ekki hvað síst í námi. Ég held hún hafi glaðst yfir mörgu sem aldrei stóð hennar kynslóð til boða en nú þykir sjálfsagt að minnsta kosti í orði; menntun og jafnrétti. Við sem í dag syrgjum Þuru eig- um um hana margar góðar minn- ingar. En við erum ekki hrygg eins og þeir sem enga von eiga (1. Þess- aloníkubréf 4.14) heldur felum Þuru góðum Guði sem gaf henni líf og þökkum honum fyrir að hafa átt hana að. Hún hvíli í friði. Atli Gunnar Jónsson. Ég kynntist Þuru móðursystur minni á annan hátt eftir að Stefán sambýlismaður hennar og Jón faðir minn létust með skömmu millibili fyrir fjórtán árum. Þær systur, Halldóra móðir mín og Þura, höfðu oftar samskipti og eyddu þær sam- an jólum og áramótum með fjöl- skyldu minni í Jakaseli. Þar sem móðir mín keyrir ekki bíl, þá fór ég oftar en ella með henni í heimsókn- ir til Þuru frænku. Að heimsækja Þuru var afstressandi, íbúðin var búin húsgögnum sem keypt voru um 1960 og það var ekki verið að eltast við tísku eða annan hégóma. Hver hlutur átti sinn stað en Þura var snyrtileg með afbrigðum og vanaföst. Fyrst var sest inn í stofu og spjallað aðeins um daginn og veginn og svo var borið fram kaffi og með því í eldhúsinu og eins gott að gera góðgjörðunum vel skil. Það var svo rólegt og notalegt að koma í heimsókn að oft sofnuðu krakkarnir mínir í sófanum í stofunni. Þura var dugleg að bjarga sér og kom sjálf keyrandi langt fram á ní- ræðisaldur, þegar hún kom að heimsækja okkur. Henni var mein- illa við að láta sækja sig, það var allt of mikil fyrirhöfn. Hún fylgdist vel með aðaláhugamáli barna minna, hundahaldi, vissi hvað allir hundarnir hétu og deildi áhuga sín- um á þeim með börnunum. Þura var sjálfstæð og hjartahlý, fylgdist vel með þjóðmálunum og hafði gaman af að spjalla um málefni líð- andi stundar. Hún var heilsuhraust þar til fyrir u.þ.b. tveimur árum og sá að mestu leyti um sig sjálf fram að því. Ég og fjölskylda mín minn- umst Þuru frænku með þakklæti og virðingu. Anna María Jónsdóttir. Þuríður Guðmundsdóttir Frænka mín og góð vinkona, Sigur- veig Valdimarsdóttir eða Sissa frænka eins og hún var ávallt köll- uð, lést að morgni mánudagsins 15. júní eftir stutta sjúkdómslegu. Ekki hafði það hvarflað að mér að Sissa myndi kveðja þennan heim svo fljótt sem raun var á, en eng- inn veit sína ævi fyrr en öll er. Ég minnist þess í æsku er ég kom í heimsókn til foreldra Sissu á Leifsgötuna í Reykjavík með for- Sigurveig Valdimarsdóttir ✝ Sigurveig Valdi-marsdóttir fædd- ist á Þórshamri í Sandgerði 26. febrúar 1935. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 15. júní 2009 og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 22. júní. Meira: mbl.is/minningar eldrum mínum, að farið var í heimsókn til Sissu og Friðriks, en þau bjuggu í sama húsi, hve indæl hún var í alla staði, ljúf og alltaf brosandi og vildi allt fyrir litlu frænksystkinin sín gera. Sissa var mikil hannyrðakona eins og sést best er komið er á heimili hennar að Kirkjusandi. Mikil tengsl voru á milli þeirra frænkna, móð- ur minnar og Sissu, en Sissa var ætíð tilbúin að liðsinna og aðstoða móður mína ef á þurfti að halda. Ekki síst hin síðustu ár eftir að pabbi veiktist. Alltaf var hún reiðubúin að keyra mömmu í búð, til vina eða læknis. En einmitt í einni slíkri ferð veiktist mamma og Sissa keyrði með hana strax á spít- alann án allrar umhugsunar. Því miður var þetta þeirra síðasta öku- ferð og mamma lést stuttu síðar. Eftir það jók Sissa heimsóknir sínar til pabba á hjúkrunarheim- ilið í Sóltúni þar sem hann dvelur enn. Hann á eftir að sakna þeirra stunda sem þau Sissa áttu saman og ræddu gömlu tímana. Hún átti það til að koma með kökur og tertur í kaffitímum að Sóltúni til að gleðja pabba og ann- að vistfólk þar. Í hvert sinn er ég fór í frí í nokkra daga lét ég Sissu vita og bað hana að líta eftir pabba og var það auðsótt eins og alltaf og þurfti ég varla að biðja um slíkt að hennar mati. Aðstoð og fórnfýsi hennar sem hún gaf foreldrum mínum er ómetanleg. Eftir að ég frétti af veikindum Sissu var sem eldingu hefði lostið í höfuð mér og ég hugsaði: Hvað um pabba, þennan gamla og veika mann sem hafði svo mikið dálæti á henni Sissu sinni. Ótal hugsanir skutu upp kollinum þegar ég sat við dán- arbeð Sissu frænku ásamt henni Ósk, systur Sissu. Þær geymi ég með sjálfum mér um ókomna framtíð. Elsku Ósk, Villa og fjölskyldur. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Óskar Guðjónsson. ✝ Sigurþór Ísleiks-son fæddist í Reykjavík 31. mars 1927. Hann lést á Hjúkrunarheimili aldr- aðra í Víðinesi 12. júní sl. Foreldrar hans voru Ísleikur Þor- steinsson, f. 18. júní 1878, d. 28. nóvember 1967 og Fanný Þór- arinsdóttir, f. 7. maí 1891, d. 23. ágúst 1973. Hálfsystkini Sig- urþórs voru: Torfhild- ur Hólm Þorsteins- dóttir, f. 3. júní 1911, d. 14. september 1917, Berghildur Hólm Þorsteinsdóttir, f. 24. maí 1912, d. 8. febrúar 1981, Gunnhildur Þor- steinsdóttir, f. 11. júlí 1913, d. 11. febrúar 1974, Aðalsteinn Hólm Þorsteinsson, f. 22. ágúst 1914, d. 6. maí 1961, Matthildur Þorsteins- dóttir, f. 5. október 1915, d. í des- ember 1935, Þorleifur Þor- steinsson, f. 6. september 1917, d. 13. desember 1978, Kristín Ólöf, f. 25. mars 1983, og Birkir, f. 22. júní 1994. 3) Þóra, f. 7. ágúst 1958. Maki hennar er Bjarki Bjarnason og börn þeirra eru Bjarni, f. 3. júní 1982, Vilborg, f. 21. mars 1984 og Guðmundur, f. 18. júní 1989. Sambýliskona Sigurþórs var Ól- ína Kristín Guðjónsdóttir, f. 29. október 1934, d. 23. febrúar 2009. Þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er Fanný, f. 7. júlí 1975. Barn hennar er Harpa Hrund Harð- ardóttir, f. 16. apríl 1996. Maki Fannýjar er Ívar Bergmundsson, sonur þeirra er Bergþór, f. 17. júlí 2008. Sigurþór lauk námi í hús- gagnasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík og varð síðar hús- gagnasmíðameistari. Hann starf- aði alla ævi við húsgagna- og húsasmíði hjá ýmsum fyrirtækjum. Útför Sigurþórs fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin kl. 15. 1919, Ásthildur Þor- steinsdóttir, f. 26. október 1918, og Haukur Þorsteinsson, f. 10. desember 1921, d. 29. janúar 2002. Sigurþór átti tvær al- systur, þær eru Sess- elja Júlíana, f. 13. október 1928 og Ólöf, f. 2. júlí 1931. Sigurþór kvæntist 26. desember 1954 Ólafíu Kristínu Sigurðardóttur, f. 27. október 1935. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Ásdís, f. 23. febrúar 1954. Maki hennar var Flóki Kristinsson, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Birta, f. 29. febrúar 1976, og Hekla f. 8. apríl 1988. 2) Svanfríður, f. 5. desember 1955. Barn hennar er Jónas Örn Jónasson, f. 13. apríl 1972. Maki Svanfríðar er Grétar Indriðason og börn þeirra eru Huginn Þór, f. Elsku pabbi. Núna ertu búinn að fá langþráða hvíld frá veikindum þínum. Ég trúi að vel hafi verið tekið á móti þér þegar þú kvaddir þennan heim og þú munt hvíla við hlið mömmu þinnar, sem þér þótti svo vænt um. Mér finnst yndislegt að hugsa til þess að hafa haft þig svona lengi hjá mér, því þú varst orðinn svo fullorðinn þegar þú áttir mig. Það voru ógleymanlegar stundir þegar þú fórst með mig í sædýra- safnið þegar ég var lítil og þú stalst til að gefa háhyrningunum að éta, þú skaust á bak við og sóttir síld sem var þar í fötu. Allir héldu að þú værir einn af starfsmönnum þar. Oft leyndist smá grallari í þér. Við fórum oft saman í Ölfusborg- ir og tjaldútilegur á sumrin og var alltaf glatt á hjalla. Þú varst mjög handlaginn, enda húsgagnasmiður, og eitt skipti smíðaðir þú heilt hús handa mér til að leika mér í inni í herberginu mínu. Smíðaðir þú líka handa mér tölvuborð eftir að ég var farin að heiman að búa sjálf með Hörpu dóttur minni. Þá var sjónin farin að bregðast þér og þú gast ekki lengur ekið bílnum þín- um. Ekki taldir þú eftir þér að koma til mín með verkfæratöskuna í strætó. Síðustu árin voru þér erfið. Þú þurftir að dvelja langdvölum á sjúkrahúsum og það var þér ekki að skapi. Ég var vön að heimsækja þig á fimmtudögum og fékk ég því tæki- færi til að kveðja þig í síðasta sinn, daginn áður en þú yfirgafst þennan heim. Fyrir það er ég óendanlega þakklát. Ég læt þessa bæn fylgja með sem þú kenndir mér þegar ég var lítil. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Mig langar að þakka þér fyrir góðu stundirnar og hversu ynd- islegur faðir þú varst mér. Þín dóttir Fanný. Sigurþór Ísleiksson  Fleiri minningargreinar um Sig- urþór Ísleiksson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Alúðarþakkir fyrir vináttu og virðingu við minningu MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR, Gilsbakka. Ragnheiður Kristófersdóttir, Katrín Magnúsdóttir, Þorleifur Geirsson, Sigurður Magnússon, Vala Friðriksdóttir, Ólafur Magnússon, Anna Gunnlaug Jónsdóttir, Þorsteinn Magnússon, Guðmundur Magnússon, Elín Kristjánsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og kærleika við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, HALLDÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR Hlyngerði 12 Reykjavík Við þökkum þá virðingu sem minningu hennar hefur verið sýnd. Guð blessi ykkur öll kæru vinir. Sigtryggur Helgason Þórhildur Sigtryggsdóttir Hrafnkell Óskarsson Kristbjörg Hrund Sigtryggsdóttir Skapti Haraldsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.