Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 ✝ Halldór KristinnVilhelmsson fæddist í Reykjavík 24. apríl 1938. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala að- faranótt 17. júní sl. Foreldrar hans voru Árný Marta Jóns- dóttir húsmóðir, f. á Stokkseyri 1902, d. 1989 og Vilhelm Stef- án Sigurðsson tré- smiður, f. á Sauð- árkróki 1905, d. 1973. Systkini Halldórs eru Jón Magnús vélstjóri, f. 1937, kvæntur Steinunni Gísladóttur, og Kristín Sigríður, f. 1949, d. 1999. Halldór kvæntist árið 1962 Ás- laugu Björgu Ólafsdóttur tón- menntakennara, f. 1939. Foreldrar hennar voru Hildigunnur Halldórs- dóttir, f. í Reykjavík 1912, d. 1992 og Ólafur Þórðarson, f. á Ölfusvatni í Grafningi 1905, d. 1983. Börn Ás- laugar og Halldórs eru þrjú: 1) Sig- urður tónlistarmaður, f. 1963, kvæntur Stefaníu Adolfsdóttur búningahönnuði, f. 1960, börn þeirra eru Viktoría, f. 1993, Klara, f. 1995, og Tómas, f. 2002. 2) Hildi- gunnur fiðluleikari, f. 1966. 3) Marta Guðrún söngkona, f. 1967, þar langt og farsælt samstarf með píanó- og orgelleikaranum Gústaf Jóhannessyni. Halldór kom fram með öllum helstu kórum og hljóm- sveitum hérlendis á ferli sínum og flutti með þeim mörg af helstu stór- virkjum tónbókmenntanna auk fjöl- margra nýrra íslenskra verka, en Halldór var ötull flytjandi íslenskr- ar samtímatónlistar. Hann var t.d. í miklu samstarfi við Gunnar Reyni Sveinsson tónskáld. Halldór söng sitt fyrsta óperu- hlutverk 1962. Hann var einn af stofnendum Íslensku óperunnar og söng burðarhlutverk í allflestum uppfærslum hennar fyrsta áratug- inn. Þá söng Halldór einnig mörg hlutverk í óperuuppfærslum Þjóð- leikhússins. Margar hljóðritanir voru gerðar af Ríkisútvarpinu með söng Halldórs. Hann var virkur í fé- lagsmálum tónlistarmanna og var m.a. í stjórn Samtaka um byggingu tónlistarhúss um tíma. Eftir farsælan feril sem ein- söngvari sneri hann sér aftur að trésmíðinni í meira mæli. Einnig lagði hann stund á útskurð og hljóðfærasmíði. Halldór var einn af stofnendum sönghópsins Hljómeykis, sem hóf starfsemi fyrir 35 árum, og söng hann sína síðustu tónleika með þeim í janúar sl. Halldór söng einn- ig í Kór Vídalínskirkju hin síðari ár. Halldór verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 25. júní, og hefst athöfnin klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar gift Erni Magnússyni píanóleikara, f. 1959, börn þeirra eru Hall- dór Bjarki, f. 1992 og Ásta Sigríður, f. 1998. Sonur Arnar er Máni, f. 1985. Halldór lærði tré- smíði hjá föður sínum og lauk fyrst sveins- prófi og síðar meist- araprófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Halldór starfaði við smíðar, bæði á verk- stæði föður síns og afa og hjá Húsasmiðjunni, en lengst af var hann sjálfstætt starfandi. Halldór gekk til liðs við Pólýfón- kórinn og söng með honum í 20 ár. Þar kynntist hann Áslaugu eig- inkonu sinni. Hann fékk snemma tækifæri til að syngja einsöng með kórnum, m.a. í passíum og óratórí- um Bachs og Händels. Halldór hóf ungur nám í söng, fyrst hjá Kristni Hallssyni en árið 1962 hóf hann nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík þar sem aðalkennari hans var Engel Lund. Hann tók síðar við kennslu af henni við tónmennta- kennaradeild skólans og kenndi þar frá 1982 til 2002. Halldór starfaði í KFUM og hófst Það eru um fimmtíu ár síðan leiðir okkar Halldórs Vilhelmssonar lágu fyrst saman. Kynni okkar hófust í tengslum við sameiginleg áhugamál, söng og tónlist. Stofnaður var kór fyrir ungt og áhugasamt fólk, sem hlaut nafnið Pólýfónkórinn. Æfingar fóru fram á efstu hæð Iðnskólans við Vitastíg í þá nýrri og reisulegri bygg- ingu. Það var ekki talið eftir sér að labba upp alla stigana og menn blésu ekki úr nös á þeim árum en voru til- búnir til að hefja raddæfingar um leið og upp var komið. Unga fólkið gerði sér margt til gamans og á skemmt- unum var sungið og spilað á ýmis hljóðfæri eftir færni hvers og eins. Þarna heyrði ég fyrst hina hljómfal- legu bassa/barýtón-rödd Halldórs, sem átti svo eftir að fylgja mér í gegnum árin; á æfingum einu sinni eða oftar í viku heilu veturna, á tón- leikum þar sem hann var í forustu í bassanum og ekki síst í þeim fjöl- mörgu einsöngs-hlutverkum sem Halldór söng í uppfærslum Pólýfón- kórsins á stórverkum Bachs og Händels. „Grosser Herr, du starker König“ (Mikli Drottinn, þú voldugi konungur) mun hljóma í eyrum mér meðan lífsandi treinist í nösum. Hall- dór söng oft hlutverk Krists í passí- unum og óratoríum og gerði það af slíkri snilld að mörgum fannst að ein- mitt svona hefði fas og framkoma Jesú frá Nasaret verið. Helst báru menn brigður á að Halldór Vilhelms- son hefði nokkurn tíma ráðist inn í hús eða musteri og velt þar um borð- um og stólum. Hann hefði að líkind- um farið hægar, reynt að laða menn til réttrar breytni með hógværum fortölum. Ekki var þó um það efast að Halldór hafði mjög ákveðnar skoðanir á flestum málum og var ófeiminn við að halda þeim fram. Hann var hagur á tré og járn og fékkst mikið við smíðar, enda sonur trésmiðs. Margir leituðu til hans og var ekki örgrannt um að hann gæfi sér meiri tíma til að hjálpa vinum og kunningjum en dytta að heima hjá sér. Í nokkur ár áttum við Halldór samleið í sönghópi, sem gaf sér nafn- ið Hljómeyki og starfar enn í dag, því yngri kynslóðir hafa þar tekið við merkinu og halda því hátt á lofti. Þriðji og síðasti kórinn, þar sem við Halldór áttum samleið í um 20 ár, var messukórinn í Garðasókn, sem ýmist er kenndur við kirkju höfuðbólsins í Görðum á Álftanesi eða kirkju ræðu- snillingsins Jóns Vídalín, sem þar fæddist og ólst upp. Á allra síðustu árum unnum við svo saman, þá sjö- tugir karlar, í stjórn félags, sem var stofnað til að varðveita minningu um starf Pólýfónkórsins og að útgáfu geisladiska með upptökum af söng kórsins í gegnum tíðina. Ég held að ég mæli fyrir munn allra þeirra hundraða eða jafnvel þúsunda ein- staklinga, sem áttu samleið með Halldóri Vilhelmssyni í tónlistinni og félagsstörfum, þegar ég þakka al- mættinu fyrir að hafa átt þess kost að kynnast þvílíkum mannkostamanni, sem Halldór var. Samúð okkar allra er hjá eigin- konu og fjölskyldu, en í sorginni mega þau vera stolt af hinum gengna, þótt hann að vísu tapaði ein- víginu við illvígan sjúkdóm eftir stutta en snarpa viðureign. Blessuð sé minning hans. Ruht wohl, ruht wohl (Hvíl í friði). Guðmundur Guðbrandsson. Við Halldór verðum ekki oftar samferða á Hljómeykisæfingu. Nokkur undanfarin ár höfum við keyrt til skiptis á æfingar, við bjugg- um nálægt hvor öðrum og því var þægilegt að skiptast á að keyra. Við vorum líka iðulega samferða í Skál- holt, bæði fyrir sumartónleika og þegar Hljómeyki var að taka þar upp. Einnig vorum við gjarna her- bergisfélagar. Ég kynntist Halldóri fyrst sem unglingur er ég söng í Passíukórnum á Akureyri. Hann kom þá oft norður og söng einsöng með kórnum. Mér fannst það alltaf jafn eftirtektarvert að þegar hann mætti kunni hann sinn part algjörlega, oft á tíðum nær utan- bókar. Þegar ég fór til náms við Tón- listarskólann í Reykjavík kenndi Halldór mér söng. Við urðum strax miklir mátar og fannst mér einstak- lega gott að njóta leiðsagnar hans. Er ég tók við starfi sem organisti og kórstjóri við Vídalínskirkju í Garðabæ var ég svo heppinn að þar var gott fólk í kórnum, þar á meðal Halldór og Áslaug. Með okkur tókust mjög góð kynni. Undir niðri var Halldór mikill húmoristi en fór ekki hátt með það. Þetta fann ég iðulega þegar hann kenndi mér og á öllum ferðum okkar. Halldór var búinn ýmsum góðum eiginleikum. Hann var mjög stundvís (ef við mættum ekki á réttum tíma á æfingar var það mér að kenna!), hóg- vær og jákvæður. Ég heyrði hann aldrei hallmæla nokkrum manni. Æðruleysi hans var líka einstakt, hann var aldrei að trana sér fram, studdi þá sem yngri voru og kom með föðurlegar ábendingar ef honum fannst að eitthvað mætti betur fara. Ég heimsótti hann nokkrum sinn- um á líknardeildina og það var alltaf jafn erfitt að kveðja hann því ég fann í hvert skipti að honum hrakaði. Þrátt fyrir þessi miklu veikindi fann ég alltaf að húmorinn var til staðar og aldrei kvartaði hann. Þótt við Halldór eigum ekki eftir að fara oftar á æfingar saman er ég viss um að hann kemur oft upp í hug- ann á leið á æfingu. Kæri vinur, takk fyrir samfylgdina. Elsku Áslaug, Sigurður, Hildi- gunnur, Marta Guðrún og fjölskyld- ur. Megi minning um góðan mann lifa í hjörtum ykkar og okkar allra. Guð blessi minningu Halldórs Vilhelms- sonar. Jóhann Baldvinsson. Halldór Kristinn Vilhelmsson  Fleiri minningargreinar um Halldór Kristinn Vilhelms- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minn- ingargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Minningargreinar ✝ Okkar ástkæri HJALTI ÞÓR KJARTANSSON, Lóurima 14, Selfossi, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 12. júní, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 27. júní kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á SÁÁ. Sigríður Haraldsdóttir, Óskar Jóhann Björnsson, Kjartan Ólason, Andrés Pálmarsson, Haraldur Óli Kjartansson, Guðrún Helga Andrésdóttir, Magnús Arnar Andrésson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sambýlismaður, afi og langafi, GUÐGEIR JÓNSSON bifreiðarstjóri, Hlíðargötu 21, Neskaupstað, síðast til heimilis Drápuhlíð 24, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 26. júní kl. 14.00. Guðný Guðgeirsdóttir, Bragi Finnbogason, Jón Grétar Guðgeirsson, Bryndís Helgadóttir, Marteinn Már Guðgeirsson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Bentey Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, DAGNÝ SVERRISDÓTTIR, Sléttuvegi 9, áður Hátúni 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 16. júní. Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 26. júní kl. 13.00. Þökkum starfsfólki hjartadeildar 14G fyrir frábæra umönnun. Sverrir Halldórsson, Steinunn Ingvarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Magnús Hafsteinsson, Guðrún G. Sverrisdóttir, Chris Frankish og frændsystkini. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JAKOBÍNA ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR, Úthlíð, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnuninni Vestmannaeyjum mánudaginn 22. júní. Útför hennar fer fram frá Landakirkju Vestmanna- eyjum þriðjudaginn 30. júní kl. 13.00. Sigþóra Björgvinsdóttir, Bragi Júlíusson, Jóna Björgvinsdóttir, Leifur Ársæll Leifsson, Björgvin Björgvinsson, Valgerður Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og lang- afa, EGILS JÓNS BENEDIKTSSONAR fyrrv. bónda og hreppstjóra frá Sauðhúsum, Laxárdal, Dalasýslu, Ögurási 3, Garðabæ. Benedikt Egilsson, Sigrún Eyjólfsdóttir, Jón Egilsson, Sigurborg Valdimarsdóttir, Herdís Egilsdóttir, Brynjólfur J. Garðarsson, Birgir Símonarson, María K. Lárusdóttir, Johnny Símonarson, Hugrún Á. Elíasdóttir, Helen Gunnarsdóttir, Steindór Stefánsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.