Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ýmis álitamálhafa komiðupp vegna innritunar nem- enda í framhalds- skóla að undan- förnu. Í ár fer þrennt saman; stór árgangur, óvenjuhátt hlutfall hans sem sækir um skólavist, að hluta til vafalaust vegna lélegra at- vinnuhorfa, og loks að í fyrsta sinn um árabil hafa fram- haldsskólarnir ekki niður- stöður úr samræmdum próf- um til að meta umsækjendur um skólavist. Undanfarið hafa komið fram í fjölmiðlum margir gagnrýnendur þess kerfis, sem notað er til að velja nem- endur inn í framhaldsskólana. Mörg dæmi eru um ágæta námsmenn, sem komust ekki inn í neinn þeirra skóla, sem þeir sóttu um og röðuðu í for- gangsröð. Morgunblaðið hefur áður bent á þá hættu, sem afnám samræmdu prófanna skapar á „einkunnaverðbólgu“; að grunnskólar hækki einkunnir nemenda sinna til að hjálpa þeim að komast inn í vinsæl- ustu framhaldsskólana. Fanný Gunnarsdóttir, námsráðgjafi í Álftamýrarskóla, bendir á það í Morgunblaðinu í gær að leið- beiningar vanti frá mennta- málaráðuneytinu um það hvernig skólaeinkunn skuli fundin. Framhaldsskólarnir hljóta að sjálfsögðu að kjósa að einhver sameiginleg viðmið gildi um skólaeinkunnir þann- ig að þær séu nokkuð sam- bærilegar milli skóla. Það er rétt ábending hjá Fannýju að nauðsynlegt er að skoða strax hvort dreifing einkunna hafi breytzt í grunnskólunum eftir að samræmdu prófin voru af- lögð. Annað álitamál snýr að því, sem Magnús Þorkelsson, að- stoðarskólameistari í Flens- borg, kallar „rúllettu“; náms- menn geta lent í því að ef skólinn sem þeir hafa efst í forgangsröðinni á umsókn sinni um skólavist hafnar þeim, séu einkunnir þeirra ekki einu sinni teknar til skoð- unar í skólunum sem eru neð- ar í röðinni hjá þeim, af því að þeir séu þegar fullir af fólki sem hafi sett þá sem fyrsta val. Magnús telur nóg að nem- endur hafi val um tvo skóla. Það má líka spyrja hvort ekki ætti einfaldlega að draga úr miðstýringunni og leyfa fólki að sækja um skólavist í eins mörgum framhalds- skólum og því sýnist, án þess að þurfa að raða þeim upp. Þá gæti fólk fengið jákvætt svar frá fleiri en einum skóla og fengi stuttan frest til að svara því hvort það þægi plássið. Þetta yrði flóknara fyrir framhaldsskólana, en kæmi hugs- anlega í veg fyrir að góðir nemendur dyttu niður á milli, eins og talsverð dæmi virðast hafa verið um. Í þessum umræðum hefur borið á því að fólk tali á nei- kvæðum nótum um að sumir skólar „fleyti rjómann ofan af“ og séu „elítuskólar“. Og sömu- leiðis ber á hugmyndum um að eitthvað annað en einkunnir eigi að ráða því hvort fólk sé tekið inn í skólana. Er nokkuð óeðlilegt við að sumir skólar skapi sér betri orðstír en aðrir og séu þar af leiðandi eftirsóttari? Verður það ekki einmitt öðrum skól- um hvatning að standa sig bet- ur og laða þannig til sín fleiri nemendur? Og hvað ætti að ráða því hvort fólk er tekið inn í framhaldsskóla, ef ekki ein- kunnir? Ef eitthvað annað en einkunnirnar gildir, er hætta á að klíkuskapur eða geðþótta- ákvarðanir ráði. Það er ekki eftirsóknarvert að hverfa aft- ur til gömlu hverfaskipting- arinnar, þar sem fólk gat oft ekki komizt í þann framhalds- skóla, sem hentaði því bezt. Fleiri spurningar vakna. Framhaldsskólarnir eru ólíkir og gera verður ráð fyrir að fólk velji fyrst og fremst skóla eftir því hvort hann býður upp á nám, sem því hugnast. Þætt- ir eins og nálægð við skólann skipta hins vegar líka máli. Segir það okkur eitthvað að langmesta ásóknin skuli vera í skólana í vesturhluta Reykja- víkur? Getur verið að í þeim borgarhluta sé einfaldlega of lítið framboð af plássum í framhaldsskólum? Tveir af skólunum þar, Menntaskólinn í Reykjavík og Kvennaskólinn, búa við gamlan og þröngan húsakost, sem lengi hefur ver- ið vandamál. Sömuleiðis hljóta yfirvöld menntamála að velta vöngum yfir þeirri staðreynd, að svo mikil ásókn skuli vera í þá fáu framhaldsskóla, sem starfa eftir bekkjakerfi. Það fyrir- komulag hefur lengi átt undir högg að sækja hjá þeim, sem ráða ferðinni í menntamálum, eins og sést á því að áratugir eru liðnir síðan síðast var stofnaður nýr menntaskóli sem starfar samkvæmt hefð- bundnu bekkjakerfi. Það er jákvætt að framhaldsskól- arnir séu reknir samkvæmt fjölbreytilegu formi, en þarf ekki framboðið að vera í sam- ræmi við eftirspurn? Ætti eitthvað annað en einkunnir að ráða innritun í fram- haldsskóla?} Framboð og eftirspurn í framhaldsskólum E ins og fleiri fórnarlömb krepp- unnar leita ég nú dauðaleit að ráðum til að laga stöðuna. Ein hugmyndin mín er að bjóða fólki að græða rosalega mikið á örlítilli fjárfestingu, blekkja það vísvitandi og hirða síð- an sjálfur peningana. Einn markhópurinn er líklegri en aðrir til að láta blekkjast. Geðsjúkir. Auðvitað veit ég að sumir munu spyrja hvort ég sé virkilega svona andstyggilegur, að ætla að sparka í bágstadda. Menn hóta vafalaust að tala aldrei oftar við mig, hundsa mig, jafnvel berja mig. En allir verða að bjarga sér og tilgang- urinn helgar meðalið, segi ég. Einhver rifjar kannski upp 253. grein almennra hegning- arlaga þar sem lagt er bann við því að nýta sér bágindi annarra til að hafa af þeim fé. Viðurlög eru fangelsi allt að tveim árum. En nú veit ég rétta svarið, ég ætla að benda á fordæmi mér til varnar. Um 20 ár eru síðan spilafíkn var skilgreind sem geðsjúkdómur. Um 0,5% þjóðarinnar eru haldin al- varlegri fíkn og um 1% berst við nokkurn vanda, segja fræðimenn sem rannsakað hafa málið. Hvarvetna eru dæmi um þann skelfilega harmleik sem spilafíknin veldur; fjölskyldur í sárum, sumar í rúst. Fíklarnir eru oft snill- ingar í að leyna sjúkdómnum; skrökva að sjálfum sér og sínum nánustu. En skömmin er mikil og fæstir koma fram og segja sögu sína. Þarf að banna allt peningaspil, megum við ekki einu sinni kaupa lottómiða? Bara róleg, langflestir geta skropp- ið í spilakassa eða keypt happdrættismiða án þess að fara af hjörunum og ánetjast. Aðeins örfáir eru sjúkir og þeim er hægt að hjálpa. Þeir geta fengið meðferð eftir á en áhrifaríkara er að fækka freistingum. Spilakassana, helsta vett- vang fíklanna, er auðvelt að gera þannig úr garði að aðeins sé hægt að nota greiðslukort sem fíklar hafa oft ekki lengur. Þeir hafa glat- að trausti í bönkum og vilja auk þess ekki að á yfirliti sjáist hvað þeir hafa verið að gera. Norðmenn hafa sett skorður við spilakassa- notkun og ríkisvætt þá, um hríð voru þeir bannaðir. Þá snarfækkaði þeim sem leituðu sér aðstoðar vegna spilafíknar, segja norskir læknar. Nýlega voru settar strangar, tækni- legar skorður við netspilamennsku í Banda- ríkjunum til að stugga við fíklunum – og hluta- bréfaverð í spilafyrirtækjum hrundi um leið og lögin voru samþykkt! Markaðurinn vissi að megnið af tekjunum kom frá fíklunum. Sama er að segja um milljarðana þrjá sem koma árlega frá spilakössum hérlendis. Fíklar halda þeim uppi. Og um leið Rauða krossinum, SÁÁ, HÍ og Landsbjörg, stofn- unum sem allir eru sammála um að eru bráðnauðsynlegar en fá því miður tekjur sínar að verulegu leyti úr köss- unum. Ráðamenn hér vita ofur vel um aðgerðirnar vestra og í Noregi. Getum við sætt okkur lengur við að traðkað sé á veiku fólki, er nóg að tilgangurinn sé góður? Tilgangurinn helgar ekki meðalið, fjármagna verður stofnanirnar með öðrum hætti. Við munum aldrei útrýma fíkninni en getum hætt að gera út á hana. kjon@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Mig langar að gera út á geðsjúka Aðferðinni breytt til að hækka tollinn FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is F rá árinu 1995 hefur land- búnaðarráðuneytið gef- ið út tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum í samræmi við aðild Íslands að samn- ingum Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar (WTO). Nú hefur Jón Bjarna- son landbúnaðarráðherra ákveðið að úthluta þessum WTO-tollum ekki „að sinni“ en með því vill hann vernda innlenda framleiðslu. Samtök versl- unar og þjónustu segja að ráðherra hafi ekki heimild til að ákveða, upp á sitt eindæmi, að úthluta ekki þessum kvótum og að ákvörðun hans feli í sér brot á samningnum við WTO. Samkvæmt samningi WTO (Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar) frá 1995 skuldbundu aðildarríki sig m.a. til að úthluta tollkvóta, þ.e.a.s. heim- ild til innflutnings á landbúnaðar- afurðum á lægri tollum. Samkvæmt upplýsingum frá land- búnaðarráðuneytinu er hægt að leggja toll á magn, þ.e. ákveðna upp- hæð á hvert kíló, eða leggja toll á kaupverðið, verðtoll. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur þessum aðferðum verið blandað saman en í meira mæli verið stuðst við magntollinn. Breytti reikningsaðferðinni Nú hefur Jón Bjarnason landbún- aðarráðherra á hinn bóginn ákveðið að miða tollinn eingöngu við verðið. Afleiðingin er sú að upphæðin sem myndi leggjast ofan á vörurnar verð- ur mun hærri en ef miðað væri við magntoll. Það staðfesti Jóhann Guð- mundsson, aðstoðarmaður ráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að það væri ekkert launung- armál að tilgangurinn með þessum breytingum væri að draga úr inn- flutningi á erlendum landbúnaðar- afurðum. „Það er nú bara ekkert flóknara en það,“ sagði Jóhann. Væntanlega hefði innflutningur einn- ig orðið erfiður þótt engar breyt- ingar hefðu verið gerðar sökum þess hversu mjög gengi krónunnar hefur fallið. Segja verðtoll útiloka úthlutun Í tilkynningu frá ráðuneytinu seg- ir að þar sem ákveðið hafi verið að notast eingöngu við verðtollinn og vegna stöðu gengis krónunnar og hækkunar á innflutningsverði land- búnaðarvara, séu ekki forsendur til að úthluta sérstaklega WTO- tollkvótum. Sýnt þyki að tollur „inn- an tollkvóta“ yrði hærri en almennir tollar. Samtök verslunar og þjónustu hafa harðlega mótmælt þessari ákvörðun. Þau hyggjast benda Jóni Bjarnasyni á að með aðild að WTO- samningnum hafi Ísland skuldbundið sig til að úthluta tollkvótum fyrir inn- flutningi landbúnaðarafurða. Ráð- herrann hafi með öðrum orðum ekki heimild til að sleppa því að úthluta tollkvótanum. Samkvæmt WTO-samningnum ber Íslandi að tilkynna um allar meiriháttar breytingar sem gerðar eru á framkvæmd hans. Að hætta við að úthluta tollkvótunum telst án vafa vera meiriháttar breyting og einnig má velta því fyrir sér hvað öðrum WTO-ríkjum kunni að finnast um til- gang aðgerðanna. Háir tollar eru lagðir á erlendar landbúnaðarafurðir sem gerir það að verkum að þær eru mun dýrari í innkaupum en ella væri. Landbúnaðarráðherra vill að þær verði enn dýrari. 18 " &0)5 4 9 & 4: !=( " (@ 49 '5 &0)5 9 & 4: 9)&9 " (@ 49 '5 &0)5 6'%% +  % ;#   < 0% + A0 0)( =+ /% %%  >. ?  ?%/ %% @ A / %% BCA %% @ A / %% D-EA %% 1 %% . F A %% @ %%                ;$, $:#$# $:8 :-, : 8 #, 11$ $:.; $: ;, :-,1 ,:-,1 ,:-,8 Andrés Magn- ússon, fram- kvæmdastjóri samtakanna, seg- ir að landbún- aðarráðherra geti ekki einfald- lega ákveðið að auglýsa ekki toll- kvóta til úthlut- unar án þess að færa fyrir því nokkur málefnaleg rök. Með því sé brotið á neytendum og gegn samningi Íslands við WTO. „Það getur haft alvarleg áhrif á orð- spor og virðingu Íslands sem er búið að byggja upp um árabil hjá stofn- uninni,“ segir hann. Ákvörðun ráðuneytisins sé al- gjörlega óskiljanleg. „Rökin eru þau að gengi krónunnar sé þannig að út- hlutun myndi ekki skila lægra verði. Það er bara ekki ráðuneytisins að vega það og meta.“ Ákvörðunin sé á skjön við það meginverkefni stjórn- valda að leita allra leiða til að al- menningur í landinu geti keypt nauðsynjavörur á sem hagstæðustu verði. „Neytendur hljóta að eiga þá kröfu til þess að stjórnvöld leggi því lið að í boði séu matvæli sem eru eins ódýr og kostur er.“ BROT GEGN NEYTENDUM Andrés Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.