Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND M EÐ ÍSLENS KU OG ENSKU TALI SÝND Í KRINGLUNNI Á MORGUN SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf, John Torturo og kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox „STÆRRI, FYNDNARI, FLOTTARI ... EF ÞÚ FÍLAÐIR FYRSTU MYNDINA, ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ DÝRKA ÞESSA!“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI TRANSFORMERS 2 kl. 4D - 7D - 10D POWERSÝNING KL. 7 10 DIGITAL THE HANGOVER kl. 4 - 6D - 7 -8D - 9:10- 10:20D 12 DIGITAL CORALINE 3D m. ísl. tali Engin sýning í dag L 3D DIGTAL PHEDRÉ kl. 6D LEIKRIT Í BEINNI ÚTSENDINGU L DIGTAL TRANSFORMERS THE HANGOVER TRANSFORMERS 2 kl. 5D - 8D - 11D - Powersýning kl. 11 10 DIGTAL ADVENTURELAND kl. 3:40 - 5:50 12 TRANSFORMERS 2 kl. 5 - 8 - 11 - Powersýning kl. 11 LÚXUS VIP STAR TREK XI kl. 10:20 10 THE HANGOVER kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 8:10 - 8:30 - 10:20 - 10:30 - 11 12 DIGTAL STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 4 - 6 L MANAGEMENT kl. 5:50 - 8 10 HANNAH MONTANA kl. 3:40 L Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is BLÚSBRÆÐINGSSVEITIN JJ Soul Band leikur á þrennum tón- leikum á Akureyri, í Ólafsfirði og Reykjavík um helgina. Það ætti að vera mörgum tilhlökkunarefni því sveitin hefur ekki leikið opinberlega í fjögur ár. „Þetta er svona hljóm- sveit sem vaknar af og til, gerir plöt- ur og heldur tónleika,“ segir Ingvi Þór Kormáksson sem er potturinn og pannan í JJ Soul Band ásamt John J. Soul, manninum sem hljóm- sveitin dregur nafn sitt af. Fjórða plata JJ Soul Band, Bright Lights, kom út í fyrra og segir Ingvi að þeir séu eiginlega að fylgja henni eftir núna, ári síðar. „Það verða að- allega leikin lög af nýju plötunni á þessum tónleikum, í bland við gamla standarda.“ Diskasölukarl og lagahöfundur Ingvi semur öll lög sveitarinnar á meðan Bretinn JJ Soul sér um textagerðina og sönginn. „Við tveir semjum tónlistina og fáum síðan strákana með okkur til að spila.“ Strákarnir sem Ingvi vísar til eru: Steingrímur Óli Sigurðarson trommuleikari, Stefán Ingólfsson á bassa, Eðvarð Lárusson á gítar og Kjartan Valdemarsson hljómborðs- leikari. „Það hefur nokkurn veginn verið sami kjarninn í hljómsveitinni frá upphafi. Ég var sjálfur á hljóm- borðinu í byrjun en er nú bara diska- sölukarl og sé náttúrlega um að semja lögin,“ segir Ingvi kankvís. JJ Soul Band hefur aldrei leikið fyrir utan landsteinana en Ingvi seg- ir þá hugsanlega hafa það í hyggju þegar tími gefst til. Diskar þeirra seljast þó eitthvað erlendis og eiga þeir aðdáendahóp í Póllandi, Þýska- landi, Ástralíu og Ameríku. Öðruvísi efni á leiðinni Ingvi og JJ Soul stofnuðu JJ Soul band árið 1994 og kom fyrsta plata þeirra út sama ár. JJ Soul bjó þá á Íslandi og dundaði sér við ljóðagerð, hann komst í kynni við Ingva sem leist vel á ljóðin og sá að hann gæti gert lög við þau, úr því varð bandið sem leikur bræðing af blús, djassi og fullorðinspoppi að sögn Ingva. En skyldu þeir vera farnir að vinna að næstu plötu? „Við höfum aðeins verið að semja saman en það verður öðruvísi efni. Það kemur í ljós hvað það verður,“ segir Ingvi leyndardómsfullur að lokum. Bræðingur af blús, djassi og poppi  Ingvi Þór Kormáksson og John J. Soul stofnuðu JJ Soul Band 1994  Með þrenna tónleika um helgina  Leika meðal annars á Blúshátíð í Ólafsfirði Morgunblaðið/Jakob Fannar Bræðingur John J. Soul og Ingvi Þór Kormáksson hafa starfað lengi saman, annar syngur og semur textana en hinn er lagahöfundurinn. JJ Soul Band leikur á eftirtöldum stöðum: Græna Hattinum á Ak- ureyri í kvöld, 25. júní, Blúshátíð, Ólafsfirði, 27. júní og Kaffi Rósen- berg, Reykjavík, sunnudags- kvöldið 28. júní kl. 21. Blúshátíð í Ólafsfirði verður haldin í tíunda skipti dagana 26. og 27. júní. Hátíðin hefst annað kvöld kl. 21 með tón- leikum í Tjarnarborg. Þar koma fram Hljómsveitin Roð- laust og beinlaust, Manhattan, Guito Thomas and band og Tregasveitin. Laugardagurinn hefst kl. 14 með lifandi tónlist á útimarkaði við Tjarnarborg. Ragnheiður Gröndal og Guð- mundur Pétursson koma svo fram á tónleikum í Ólafsfjarð- arkirkju kl. 17. Tónleikar laugardagskvölds- ins í Tjarnarborg hefjast kl. 21. Þar spila JJ-Soul Band, Johnny and the rest og Landsliðið en það skipa: Halldór Bragason, Ragnheiður Gröndal, Guð- mundur Pétursson, Jón Ólafs- son og Birgir Baldursson. Blús Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson. Blúshátíð í Ólafsfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.