Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Stóra sviðið) Vertu í góðu skapi með okkur í kvöld Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Lau 27/6 kl. 19:00 Fös 3/7 kl. 19:00 Lau 11/7 kl. 19:00 Fim 25/6 kl. 19:00 U Fös 26/6 kl. 20:00 Ö Fim 2/7 kl. 20:00 Ö Fös 3/7 kl. 20:00 Ö Fim 9/7 kl. 20:00 Fös 10/7 kl. 20:00 Fim 16/7 kl. 20:00 Fös 17/7 kl. 20:00 Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Lau 26/9 kl. 14:00 Ö Það á eftir að vekja mikla at-hygli að Gennadí Rosdest-venskí skuli hafa verið ráð- inn aðalgestastjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Það breytir engu þótt ráðningin sé ekki nema til eins árs. Gennadí Rosdestvenskí er nafn sem hefur fylgt mér alla ævi, eða allt frá því að áhugi minn á klassískri tónlist kviknaði, þá var hann aðal- hljómsveitarstjóri í Bolshoi-leikhús- inu, höfuðvígi óperutónlistarinnar í Rússlandi. Eftir að múrinn féll, og samskipti austurs og vesturs urðu vinsamlegri, fóru plötur með rússneskri klassík að berast í miklum mæli til Vestur- Evrópu, – tónlist sem hafði verið hljóðrituð í Rússlandi, en hafði aldrei verið markaðssett á Vestur- löndum. Þar var nafn hans á annarri hverri plötu í upptökum rússnesku Útvarpshljómsveitarinnar, því hann var aðalstjórnandi hennar á sama tíma og jafnvel lengur en hann var í Bolshoi.    Það hlýtur að vera góð hljómsveitsem Gennadí Rosdestvenskí fellur svo fyrir, að hann vill skuld- binda sig til að koma. Hann þyrfti varla annað en að taka upp tólið til að fá að stjórna hvaða hljómsveit sem er, skuldbindingarlaust, bara til að hafa gaman af því. Þeim mun ánægjulegra er að hann skuli sýna Sinfóníuhljómsveit Íslands þann heiður að vilja ráða sig til hennar. Enn meiri heiður hlýtur það að telj- ast í ljósi þess að hann er mjög kröfuharður stjórnandi, og lætur sig hverfa umsvifalaust ef aðstæður eru ekki eins og best verður á kosið. Þegar Gennadí Rosdestvenskí sagði upp í Bolshoi árið 2001 sagði hann ástæðuna vera þá, að hann hefði ekki nógu góða tónlistarmenn lengur, og að rússneska pressan hefði þá meiri áhuga á öðru enn klassískri tónlist. Eftir hrunið opn- uðust gáttir fyrir rússneska lista- menn til að spreyta sig á Vestur- löndum, þar sem þeir urðu eftir- sóttir með nýfengnu ferðafrelsi. Rosdestvenskí sætti sig ekki við að sitja uppi með þá næstbestu og hætti. Í haust gekk hann á dyr hjá Sinfóníuhljómsveitinni í Boston, ekki fyrir það að hljómsveitin væri ekki nógu góð, heldur mislíkaði hon- um að nafn hans væri ekki nægilega áberandi í kynningu á tónleikunum.    Gennadí Rosdestvenskí kann þvíað verða erfiður og kröfu- harður, en fáum blandast þó hugur um að hann er frábær hljómsveit- arstjóri, og það vita þeir fyrir víst sem hlustuðu á tónleika Sinfóníu- hljómsveitar Íslands undir hans stjórn á Listahátíð. Það er kannski til marks um tím- ana sem við lifum, að um klukkutíma eftir tónleikana logaði fésbókin af ummælum þeirra sem höfðu verið á tónleikunum, og fundu hjá sér hvöt til að deila þessari ótrúlegu upplifun með vinum sínum. „Geðveikir tón- leikar!“, „Ótrúlegur snillingur!“, „Magnaður Sjostakovits!“ var meðal þess sem tónleikagestir sögðu, en stærsta verkið á tónleikunum var Leningrad-sinfónían eftir Sjostako- vits. Og Jónas Sen tónlistargagnrýn- andi var líka hrifinn og sagði túlkun Rosdestvenskís „magnaða“ og bætti því við það þetta hefðu verið með mestu tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar frá upphafi.    Árni Heimir Ingólfsson, tónlistar-stjóri Sinfóníuhljómsveitar- innar, segir mér að Rosdestvenskí hafi áhuga á að stjórna fleiri rúss- neskum verkum þegar hann kemur næst, og að líklega verði áttunda sin- fónían eftir Sjostakovits þar fyrst í röðinni, en hann ætlar líka að flytja verk eftir minna þekkt rússnesk tón- skáld. Árni Heimir sagði mér líka að þau hjá Sinfó hefðu verið á nálum í ár fyrir tónleikana, vegna þeirra sagna sem af tiktúrum meistarans fara meðal annarra hljómsveita. Ég get ímyndað mér að með þessa ráðningu ríki mikil gleði og til- hlökkun hjá Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og tónleikagestum líka. Árni Heimir líkti ráðningunni við það að landi Rosdestvenskís, leikhússgoð- sögnin Konstantín Stanislavskí, hefði á sínum tíma verið ráðinn til Þjóðleikhússins.    Ráðningu Rumons Gamba semaðalhljómsveitarstjóra Sin- fóníuhljómsveitar Íslands lýkur senn og óvíst er hver verður ráðinn í hans stað. Að hafa nafn jafn virts stjórn- anda og Rosdestvenskíjs efstan á lista gestastjórnenda hlýtur, fyrir utan frábæran leik hljómsveitar- innar á undanförnum misserum, að vera besta meðmælabréfið sem hljómsveitin gat fengið áður en nýr aðalhljómsveitarstjóri verður ráðinn og til hans getur hljómsveitin gert miklar kröfur. Snillingur sem gerir kröfur » Gennadí Rosdest-venskí kann því að verða erfiður og kröfu- harður, en fáum bland- ast þó hugur um að hann er frábær hljóm- sveitarstjóri. Gennadí Rosdestvenskí Í Bolshoi sætti hann sig ekki við að sitja uppi með næstbestu óperusöngvarana og ákvað frekar að hætta þar störfum. AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ er nóg í gangi í hinu svokallaða innrásarverkefni tónlistarsjóðsins Kraums, sem miðar að því að aðstoða hljómsveitir við að koma tónlist sinni á framfæri annars staðar en í Reykja- víkinni. Árstíðir og fleiri hefja sína yf- irreið í kvöld, Mógil fer af stað á laug- ardaginn og í kvöld hófst Innrás rokksveitanna Nögl, Endless Dark, At Dodge City og Gordon Riots. Ferðalagið ber yfirskriftina Rokk- innrásin og eru fyrstu tónleikarnir í kvöld, í Reykjavík, á Dillon RockBar. Aðrir viðkomustaðir eru svo Grundarfjörður, Ísafjörður, Keflavík, Sauðárkrókur og Egilsstaðir. Auk sveitanna fjögurra munu heimamenn á hverjum stað spila og verða til dæmis sigurvegarar Músiktilrauna, Bróðir Svartúlfs, með á tónleikunum á Sauðárkróki. Innrás Nögl er á meðal þeirra sveita sem ætlar að rokka landsbyggðina. Íslensk rokkinnrás Fjórar ungsveitir spila víða um land fyrir tilstuðlan tónlistarsjóðsins Kraums Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „VIÐ erum fyrst og fremst að hugsa um að skemmta allri fjölskyldunni og reyndum að hafa eins mikla fjölbreytni og mögulegt er á þessari plötu,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari um plötuna Í túrett og moll sem kom í búðir hér- lendis í vikunni. Þetta er fyrsta sólóplata Stefáns Karls, en hann vann hana með Gísla Rúnari Jónssyni, sem skrifaði allt laust mál og bundið, og Veigari Margeirssyni, sem annaðist all- ar útsetningar. „Þetta er fyrsta sólóplata mín þó svo ég líti á þetta sem verk okkar þriggja. Mig hefur alltaf dreymt um að gera svona plötu með Gísla og eftir að ég kynntist Veigari fannst mér tilvalið, úr því við erum allir nágrannar í Los Angeles, að við myndum gera þetta og hvenær er betra að koma með léttmeti á markaðinn en einmitt núna.“ Sannleikur og grín Á Í túrett og moll má finna fjórtán létt lög sem sum segja litlar sögur. „Svo fylgir disknum heilmikil textabók sem geymir bæði sannleik og grín um hvert lag,“ segir Stefán Karl. Í textabókinni má lesa að grínleikararnir Óm- ar Ragnarsson, Bessi Bjarnason, Halli og Laddi, Edda Björgvins og Gísli Rúnar séu Stefáni Karli innblástur við gerð þessarar plötu. „Mig langaði að platan yrði pínulítill óður til eldri grínleikara, þeirra sem ég er alinn upp við,“ segir Stefán, en þegar hlustað er á plötuna er eins og margar ólíkar persónur syngi inn á hana. „Þó svo að þetta komi allt úr einum barka þá langaði okkur að hvert lag hefði sinn blæ. Ég er mjög ánægður með útkomuna og held að okkur hafi tekist að gera það sem við ætluðum okkur í upphafi, vandaða plötu með flottri tónlist.“ Tileinkað Tourette Athygli vekur að í nafni plötunnar kemur Tourette fyrir og fyrsta lagið er tileinkað þeim sjúkdómi. „Við Gísli Rún- ar erum báðir haldnir Tourette-heilkenni og höfum gert mikið grín hvor að öðrum fyrir það. Þegar þetta lag var í smíðum vorum við að hugsa um undirtitil á það og fannst tilvalið að það yrði „áráttusöngur í túrett og moll“, okkur fannst það svo fyndið að við settum það í titilinn líka. Um leið vildum við vekja athygli á Tourette-samtökunum og gefa þau skilaboð út að þó þú sért með Tourette eða ADHD eða hvað eina, þá getur þú alveg náð langt í lífinu.“ Stefán Karl er kominn heim til Íslands yfir sumartím- ann til að kynna plötuna og leika í tveimur bíómyndum. „Annarri myndinni er leikstýrt af Þorsteini Gunnari Bjarnasyni og þar leik ég á móti Ladda og síðan fer ég með aðalhlutverkið í Laxdælu Lárusar Skjaldarsonar sem Ólafur Jóhannesson er að fara að gera.“ Morgunblaðið/RAX Kominn á klakann Stefán Karl verður á Íslandi í sumar til að kynna nýju plötuna og leika í tveimur bíómyndum. Stefán Karl og Gísli Rúnar senda frá sér plötuna Í túrett og moll, sem þeir lýsa sem skemmtun fyrir alla fjölskylduna Fjölbreytt og fyndin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.