Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009
Danski rithöfundurinn Marianne
Krogh Andersen, höfundur bókar-
innar „Grænland, öflugt og aflvana“,
segir, að Grænlendingar muni ekki
komast af án danska styrksins en
hann er rúmlega helmingur útgjalda
grænlensku heimastjórnarinnar og
um þriðjungur af landsframleiðslu.
„Fullkomlega óháð
Grænland er blekking“
Pia Vedel Ankersen, kennari við
háskólann í Nuuk, er á sama máli.
Segir hún, að hyrfi danski styrkur-
inn, yrði um samfélagslegt hrun að
ræða. Á það myndu landsmenn aldrei
fallast.
„Aðeins efnahagslíf byggt á olíu og
öðrum jarðefnum gæti gert draum-
inn um fullt sjálfstæði að veruleika,“
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
GRÆNLAND fékk aukna sjálf-
stjórn 21. júní sl. og hafa landsmenn
þar með eignast sinn þjóðhátíðardag.
Þá dreymir hins vegar um fullt sjálf-
stæði en jafnvel oddvitar þeirra
sjálfra sem og ýmsir aðrir telja, að
langt sé í, að sá draumur rætist.
„Við munum verða sjálfstæð þjóð,
ég er viss um það, en það er ekki á
dagskrá þessarar stjórnar,“ sagði
Kuupik Kleist, nýr forsætisráðherra
og leiðtogi vinstriflokksins Inuit
Ataqatigiit. Kleist segir, að sjálf-
stæðismálin muni „taka sinn tíma“ en
Hans Enoksen, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, vildi, að Grænland fengi
fullt sjálfstæði 2021.
segir Ankersen en bætir við, að
vegna fámennis sé það á mörkunum,
að unnt sé að halda uppi sjálfstæðu
ríki. Telur hún, að það geti dregist í
50 ár enn nema farnar verði aðrar
leiðir. Í því sambandi telur Ankersen
vænlegast fyrir Grænlendinga að
ganga í Evrópusambandið og njóta
þeirrar aðstoðar, sem það býður upp
á.
„Fullkomlega óháð Grænland er
blekking,“ segir hún og Kleist tekur
undir það: „Aukin sjálfstjórn þýðir
ekki, að við ætlum að einangra okkur
hér á norðurhjaranum, heldur mun-
um við opna dyrnar fyrir umheim-
inum og gerast virkir samstarfsmenn
og þátttakendur á þeim vettvangi.“
Aukin sjálfstjórn en
langt er í sjálfstæðið
Helmingur grænlensku fjárlagaútgjaldanna frá Dönum
Aðalgatan í Nuuk Íbúar höfuðstaðarins eru 15.000 en landsmenn allir um
57.000. Grænland er stærsta eyja heims, rúmlega tvær millj. ferkílómetra.
Í HNOTSKURN
» 2021 verða liðnar þrjáraldir frá því Grænland
varð dönsk nýlenda.
» Grænland sagði sig fráEvrópusambandinu 1985
vegna sjávarútvegshagsmuna
en ýmsir spá því, að það muni
leita eftir inngöngu.
Úrkoman
ræður
vextinum
PLÖNTUR, sem
vaxa í hitabelt-
inu, verða miklu
hávaxnari en
þær, sem heima
eiga í tempruðu
beltunum eða á
norðurhjara.
Eru það engin
ný tíðindi en ein
meginástæðan kemur þó dálítið á
óvart.
Plöntur, sem vaxa við miðbaug,
eru til jafnaðar 30 sinnum hærri en
þær, sem vaxa á norðurhjaranum.
Verða þær að meðaltali 7,8 m en að-
eins 27 sm á breiddargráðunni 45 til
60 og ekki nema 25 sm á milli 60. og
70. gráðu norðlægrar breiddar.
Hér er um að ræða meðaltal en
frávikin eru mikil. Hæstu plöntur á
jörðinni er ekki að finna í hitabelt-
inu, heldur í barrskógum á norð-
urhveli. Þá er átt við rauðviðartrén í
Kaliforníu en þau geta orðið meira
en 100 metrar.
Rannsókn á þessu náði til meira
en 7.000 tegunda um allan heim og í
ljós kom að besta forsögnin um hæð
plantna er ekki hitafarið eða gæði
jarðvegs, heldur það hve mikið rign-
ir í votasta mánuði ársins. Það skýrir
það líka hvers vegna svo lítið er um
lágvaxinn gróður í regnskógum hita-
beltisins. svs@mbl.is
Hitafarið segir ekki
allt um hæð trjáa
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
MINNST 60 manns létu lífið í
sprengjutilræði í Sadr-hverfi í Bag-
dad í gær og alls féllu 29 manns í til-
ræðum í Írak á mánudag. Hryðju-
verkamenn hafa sig nú mjög í
frammi í landinu en eftir tæpa viku
munu Bandaríkjamenn hefja brott-
flutnings herliðs frá borgum. Stefnt
er að því að síðustu Bandaríkja-
mennirnir yfirgefi landið árið 2011.
Í Sadr-hverfi búa aðallega sjía-
múslímar en rösklega helmingur
Íraka er úr röðum þeirra. Sprengj-
unni hafði verið komið fyrir undir
gærkvöld að þarlendum tíma.
„Ég sá bíla þeytast um loftið, svo
mikill var krafturinn,“ sagði sjón-
arvottur, Najim Ali sem er 30 ára
karlmaður. Fólk í um 600 metra
fjarlægð varð fyrir sprengjubrotum.
Talið er að hryðjuverkamenn vilji nú
minna á sig þegar verið er að hefja
brottflutning erlenda herliðsins.
Vilji þeir líklega sýna að öryggi í
landinu sé minna en margir hafi talið
en eins og oft áður er samt erfitt að
sjá hvert markmið öfgamanna er
Nouri al-Maliki forsætisráðherra
sagði að þótt meira væri um tilræði
breytti það ekki áætlunum um brott-
för Bandaríkjamanna.
Tilræðum fjölgar
Um 60 manns féllu í sprengjuárás á markað í Sadr-hverfi í
Bagdad í gær og alls féllu nær 30 manns í Írak á mánudag
vélknúnum vagni sem notaður var til
að flytja grænmeti og sprakk hún á
annatíma á útimarkaði, um hálf-sjö í
Í HNOTSKURN
»Bandaríkjamenn áttu árið2004 í geysihörðum bar-
dögum við uppreisnarlið í
borginni Fallujah. Þar hefur
verð kyrrt um langt skeið.
»En í maí varð öflug veg-sprengja þrem íröskum
embættismönnum að bana er
þeir óku hjá í fylgd Banda-
ríkjamanna.
EVRÓPUSAMBANDIÐ skýrði frá
því í gær að það hefði frestað um
óákveðinn tíma aðildarviðræðum við
Króata vegna þess að landamerkja-
þrætur þeirra við Slóvena græfu
undan ferlinu. Slóvenía varð aðild-
arríki árið 2004 og Króatía hefur
gert sér vonir um að fá aðild árið
2011. Deilan stendur um örlítið land-
svæði og hafið við það og hefur stað-
ið yfir frá 1991 þegar ríkin tvö lýstu
yfir sjálfstæði. Þau voru bæði hluti
gömlu Júgóslavíu. Hafa Slóvenar
krafist þess að deilan verði leyst áð-
ur en aðildarviðræður hefjist á ný.
Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt
til sérstakan dómstól til að útkljá
málið en ekkert hefur þokast.
kjon@mbl.is
Króatar
út í kuldann
STUNDUM virðist sem ekki gangi á öðru en eilífum há-
tíðum í hindúasið enda er goðafjöldinn mikill og lægra
settar goðverur hvorki meira né minna en 330.000. Hér
er verið að skreyta fíl í tilefni af Hátíð vagnsins en hún
er haldin til að minnast þess er goðið Jagannath eða
Krishna vitjaði bernskuslóðanna í borginni Mathura.
Var búist við, að hundruð þúsunda manna tækju þátt í
hátíðarhöldunum. svs@mbl.is
Reuters
FÍLL Í HÁTÍÐARBÚNINGI
BARACK Obama, forseti Banda-
ríkjanna, sagði í fyrradag, að hann
ætti í stöðugri baráttu við tóbaks-
fíknina og hefði stundum fallið fyrir
freistingunni.
Kom þetta fram á blaðamanna-
fundi eftir að Obama hafði und-
irritað lög, sem ætlað er að vinna
gegn reykingum ungs fólks.
„Fyrrverandi reykingamenn
þekkja þetta stríð og mikilvægi
þessara laga felst ekki síst í því að
hlífa ungu fólki við að standa í því,“
sagði Obama og ávítaði blaðamann-
inn, sem hafði spurt um reykingar
hans. „Lögin snúast ekki um mig,
heldur æskuna.“ svs@mbl.is
Obama í
einkastríði
HARÐLÍNUMENN í Íran virðast
nú að mestu hafa bælt niður and-
ófið í landinu, samt var skýrt frá
mótmælum í Teheran í gær. Mynd-
in er af knattspyrnulandsliði Írans
fyrir landsleik í S-Kóreu 17. júní,
nokkrir leikmenn sýndu stuðning
sinn við stjórnarandstöðuna með
grænum armböndum. Fjórir þeirra
hafa nú fengið ævilangt leikbann.
Andóf á fótboltavellinum
Reuters