Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is FRAMTÍÐ samstarfs Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks í Kópa- vogi virðist velta á því hvort Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, snúi aftur í bæjarstjórn að loknu leyfi. Mjög skiptar skoðanir eru inn- an framsóknarfélaganna í bænum um hvort rétt hafi verið að halda áfram samstarfinu við sjálfstæðis- menn enda óttast margir að „fleira gruggugt“ eigi eftir að koma upp úr dúrnum er varðar Gunnar og við- skipti bæjarfélagsins. Í gær gengu Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna og Gunn- steinn Sigurðsson, bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna, frá samkomulagi um áframhaldandi samstarf, en þess- ir flokkar hafa verið í meirihluta í bænum síðastliðin 19 ár. Sem kunnugt er var tillaga Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, um að rifta samstarfinu felld með sjö atkvæða mun á flokks- ráðsfundi framsóknarmanna í vik- unni. Að sögn Unu Maríu Óskars- dóttur, formanns Freyju, treystir þorri framsóknarkvenna í bænum því ekki að Gunnar komi ekki til starfa aftur nema slík tillaga sé sam- þykkt. Það sé þó ekki á valdi fram- sóknarmanna að koma í veg fyrir að hann komi aftur. „Hann er pólitískt kjörinn og það voru kjósendur í Kópavogi sem kusu hann. En Kópa- vogsbúar eru almennt orðnir mjög þreyttir á þessu pólitíska upplausn- arástandi sem hefur verið í bænum sl. tvo mánuði.“ Margt í samstarfi flokkanna hafi vissulega verið farsælt en óljósara sé um framhaldið. „Samstarfið gæti staðið tæpt. Það fer eftir því hvaða ákvarðanir sjálfstæðismenn taka um málefni fyrrverandi bæjarstjóra.“ Trúnaðarbresturinn mikill Undir þetta tekur Baldvin Sam- úelsson, sem situr í stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Kópavogi. Komi Gunnar hins vegar ekki aftur standi samstarfið traustum fótum, að hans mati. Heimildir Morgunblaðsins herma þó að framsóknarmenn séu hræddir um að fleira „gruggugt“ eigi eftir að koma í ljós er varðar Gunnar og við- skipti bæjarins. Þetta staðfestir Baldvin. „Menn óttast það mjög og það var talað mjög frjálslega um það á fulltrúaráðsfundinum.“ Hann bendir á að í áskorun Félags ungra framsóknarmanna í Kópavogi sé meðal annars farið fram á að bæj- arráð óski eftir óháðri rannsókn á málefnum Klæðningar, sem unnið hefur fjölmörg verk fyrir Kópa- vogsbæ, en Gunnar er fyrrverandi framkvæmdastjóri þess fyrirtækis. Fleiri framsóknarmenn nefna Klæðningu í þessu sambandi. Þá hafi orðið mikill trúnaðar- brestur í máli Lífeyrissjóðs starfs- manna Kópavogs, þar sem Gunnar hafi vísvitandi blekkt aðra bæjarfull- trúa. Vegna þess sé ógerlegt fyrir fulltrúa flokksins að starfa með hon- um í framtíðinni. Þá má heyra á flokksmönnum að þeir óttast ekki eingöngu að þau mál sem hafa komið upp og gætu komið upp í framtíðinni skaði bæjarfélagið og orðstír þess heldur einnig Fram- sóknarflokkinn sjálfan, sem hafi eftir allt saman setið í meirihluta á þess- um tíma. Aðrir eru bjartsýnir, eins og Einar Kristján Jónsson, sem er í Fram- sóknarfélagi Kópavogs. „Ég tel að samstarfið sé á traustum grunni, enda er þetta orðið 19 ára hjónaband. Og komi upp erfiðleikar í hjónabandi þá reyna menn að leysa þá.“ Óttast fleiri mál Skiptar skoðanir eru meðal Framsóknar í Kópavogi hvort rétt hafi verið að halda áfram samstarfi við Sjálfstæðisflokk Viðmælendur Morgunblaðsins segja að innan Framsóknarflokksins séu skiptar skoðanir um hvort oddviti hans og eini bæjarfulltrúi, Ómar Stef- ánsson, hafi staðið sig sem skyldi í sínu embætti. „Mér eins og mörgum finnst að þetta snúist ekki bara um Gunnar heldur slæma stjórnunarhætti,“ segir einn þeirra, Hjalti Björnsson, sem á sæti í fulltrúaráðinu. „Ómar er formaður bæjarráðs og ber sem slíkur ábyrgð, ekki síður en sitjandi bæjarstjóri. Hann getur ekki horft fram hjá því.“ Sem stjórnarmaður hafi hann m.a. þegið laun fyrir að halda sér upplýstum um málefni lífeyrissjóðsins. „Mér finnst hallærislegt að ætla að taka einn mann og hengja hann og úthrópa. Þeir bæjarfulltrúar, sem sátu í stjórn lífeyris- sjóðsins, hefðu allir átt að fara frá og láta sína varamenn taka við meðan málið er rannsakað. Það eru engin vinnubrögð að sitja bara sem fastast, óháð því hvort maður er sekur eða saklaus.“ Inntur eftir því hvort hann hyggist segja af sér sem bæjarfulltrúi segir Ómar Stefánsson að málið sé í eðlilegum farvegi og meðan svo sé hyggist hann ekki breyta stöðu sinni sem bæjarfulltrúi. Flosi Eiríksson, sem einnig átti sæti í stjórn lífeyrissjóðsins, mun líka sitja áfram. „Ég sé ekki ástæðu til að segja af mér af því að Gunnar Birgisson hafi beitt mig blekkingum.“ Vill að Ómar víki úr bæjarstjórnFramsóknarmenn óttast að fleirimál eigi eftir að koma í ljós er varða Gunnar Birgisson sem gætu skaðað Kópavogsbæ. Þeim er því mikið í mun að hann snúi ekki aftur í bæjarstjórn. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is „ÉG tel fullvíst að yfir 1.000 manns yfir 18 ára aldri hafi ekki fengið pláss í framhaldsskóla næsta vetur.“ Þetta segir Ólafur Hjörtur Sig- urjónsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. Þar þurftu skólastjórnendur að hafna yfir 300 eldri nemendum sem gert höfðu hlé á námi en vildu snúa aftur í framhaldsskóla. „Við höfðum ekki pláss fyrir þau. Ég hef aldrei séð annað eins. Þessi hópur er á vergangi núna. Hann fær hvergi inni,“ segir Ólafur. Hann get- ur þess að reynt hafi verið að taka við nemendum sem hafi verið í skól- anum áður. Nánast öllum öðrum hafi verið hafnað. Almennt voru umsóknir um nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla miklu fleiri en í fyrra. Gott ef þeir kæmust í skóla Bryndís Sigurjónsdóttir, skóla- meistari Borgarholtsskóla, segir að hafna hafi þurft umsóknum 379 nemenda yfir 18 ára aldri eða 28 prósentum þeirra sem sóttu um. Í fyrra hafi rúmlega 17 prósentum nemenda eldri en 18 ára verið hafn- að. „Manni finnst að á þessum tímum væri gott fyrir þá sem ekki hafa vinnu að geta komið í framhalds- skólana en plássleysið leyfir það ekki,“ segir Bryndís. Hún segir aðsókn að skólanum hafa verið 21% meiri í ár en í fyrra. „Þetta er heildaraukning þeirra sem höfðu skólann sem fyrsta val, bæði nýnema og eldri. Við ætluðum að taka inn 1.100 nemendur en þeir eru orðnir 1.202.“ Tækniskólinn þurfti að hafna um 250 eldri nemendum, að sögn Bald- urs Gíslasonar skólameistara. „Aðsókn að skólanum almennt var verulega meiri en í fyrra en alls þurftum við að hafna nærri 400 nemendum,“ segir Baldur. Kristín Arnalds, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, segir aðsókn að skólanum hafa verið mun meiri nú en í fyrra. „Það er aukin aðsókn í allt nám í skólanum og væntanlega er það út af ástandinu í þjóðfélaginu. Við samþykktum 589 umsóknir. Við lítum á einkunnir og svo hafa nemendur í hverfinu for- gang. Í heildina höfnuðum við 590 umsóknum.“ Sjúkraliðanám er ein þeirra greina sem miklu meiri áhugi er á nú en verið hefur undanfarin ár. „Það sóttu 29 um sjúkraliðanám í fyrra og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. Núna sóttu 62 um sjúkraliðanámið og við tókum inn 33 eftir einkunnum,“ segir Kristín. Þurftu að hafna hundruð- um eldri nema Telur að yfir 1.000 séu án skólavistar Morgunblaðið/Golli Útskrift Fleiri vilja taka á ný upp nám sem þeir höfðu gert hlé á. Í HNOTSKURN »Umsóknir nemenda semeru eldri 18 ára um pláss í framhaldsskólum, voru miklu fleiri í ár en verið hefur. »Skólameistarar telja vístað fjölgun umsóknanna tengist slæmu atvinnuástandi. »Meiri áhugi var á all-flestum greinum í skól- anum en áður. „ÉG HEFÐI viljað starfa út ráðningarsamninginn minn en pólitíkin er skrýtin tík,“ sagði Gunnar Birgisson í gær á síðasta degi sínum í bæjarstjórastóli þar sem hann hefur setið frá 1. júlí 2005. „Þetta var krafa sam- starfsflokksins þannig að það varð ekki við það ráðið, nema menn hefðu viljað vera í minnihluta og ég vildi það ekki. Ég tók mína hagsmuni ekki fram yfir hags- muni flokksins míns og Kópavogsbúa.“ Inntur eftir því hvort hann hyggist snúa aftur í bæj- arstjórn svarar Gunnar játandi. „Um leið og þessi lög- reglurannsókn er búin og ég verð búinn að jafna mig á hnéaðgerðinni þá kem ég auðvitað til baka. Til þess var ég kosinn.“ Gunnar mun kveðja starfsfólk á skrif- stofum Kópavogsbæjar formlega á föstudag en sjálf- stæðismenn hafa útnefnt Gunnstein Sigurðsson í hans stað. Það er síðan bæjarstjórnar að ganga frá ráðningu hans, en gert er ráð fyrir að á fundi bæjarráðs í dag verði ákveðin dagsetning fyrir auka bæjarstjórnarfund í því skyni. Fram að því mun bæjarritari, Páll Magnús- son, gegna skyldum bæjarstjóra. ben@mbl.is Morgunblaðið/Jakob Fannar Ætlar að snúa aftur í bæjarstjórn Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 6. flokkur, 24. júní 2009 Kr. 1.000.000,- 715 F 1901 E 6266 F 12035 G 14224 G 20496 F 22528 B 37890 F 41010 B 44018 B Til hamingju vinningshafar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.