Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 ✝ Guðbrandur Þor-steinsson fæddist í Reykjavík 18. maí 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 19. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Steinunn Guðbrands- dóttir, f. 9. júní 1899, d. 23. apríl 1982, og Þorsteinn Guðbert Sigurðsson skóla- stjóri, f. 14. maí 1886, d. 19. ágúst 1954. Guðbrandur var þriðji elstur af 5 systkinum, þrjú eru látin og yngsti bróður hans lifir hann. Þau eru: Egill, f. 1920, d. 1976, María, f. 1924, d. 1988, Guðný, f. 1934, d. 1989, Sigurður, f. 1936. Guðbrandur kvæntist 8. mars 1952 Þóru Erlendsdóttur, Ísfirð- ingi, f. 23 júlí 1930. Faðir hennar var Erlendur Jónsson skósmiður (Lindi Skó), f. 1. apríl 1894, d. 7. september 1958. Móðir hennar var Gestína Guðmundsdóttir, f. 14. maí 1895, d. 7. febrúar 1978. Börnin eru fjögur: Steinunn, f. 18. júní 1952, flokkinn. Guðbrandur rak skrif- stofu ASÍ um tíma, þar til pólitísk umskipti urðu og Sósíalistaflokk- urinn varð öflugri. Síðar gerðist Guðbrandur aðalbókari hjá emb- ætti Lögreglustjórans á Keflavíkur- flugvelli, það starf varð hans ævi- starf. Guðbrandur tók einnig aukavaktir sem lögregluþjónn. Seinna meir tók hann að sér bók- hald fyrir nokkur minni fyrirtæki. Kynnist í Reykjavík Þóru Er- lendsdóttur, sínum lífsförunaut til 59 ára. Þóra hafði komið til eldri systur sinnar frá Ísafirði til Reykja- víkur og þau Guðbrandur felldu hugi saman og stofnuðu heimili. Fyrst bjuggu þau hjá Margréti Jónsdóttur, skáldkonu og vinkonu foreldra Guðbrands í Þorfinnsgötu, en síðar hjá Halldóri, bróður Þóru, í Mávahlíð. Árið 1953 kaupa Þóra og Guðbrandur neðri hæð á Kirkju- vegi í Keflavík, fokhelda, af Sigurði bróður Þóru og hefjast þau handa við að ljúka við íbúðina. Bjuggu svo lengst af á Faxabrautinni og nú síð- ast í Vatnsholti. Guðbrandur og Þóra eignuðust sumarhús, Asp- arlund 1980 í landi Efri-Reykja í Biskupstungum. Þau höfðu mikið yndi af því að dvelja þar á sínum efri árum. Þóra Erlendsdóttir lést 26. maí og var jarðsungin í kyrrþey 3. júní 2009. Guðbrandur verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, 25. júní, kl. 11. Kristín, f. 11. maí 1953, m. Ken Sout- hon, þau slitu sam- vistum, þau eiga 2 dætur og eitt barna- barn. Ásdís, f. 8. maí 1961, m. Óskar Fær- seth, þau eignuðust 4 börn. Er eitt þeirra látið. Þau eiga 5 barnabörn. Erlendur Þorsteinn, f. 30. maí 1965, m. Rósa Braga- dóttir, þau eiga 2 börn, áður átti Rósa eina dóttur og á dótt- irin 2 syni. Guðbrandur ólst upp í Reykjavík í kreppunni miklu, fjölskyldan var á hrakhólum með leiguhúsnæði og bjó víðsvegar um borgina. Hann var 12 ára þegar Bretar hertóku borgina og þá má segja að atvinnu- þátttaka hans hefjist. Guðbrandur gekk í Samvinnuskólann, þar sem Jónas frá Hriflu var skólastjóri. Þetta nám nýtti hann sér vel. Guð- brandur gekk snemma í Alþýðu- flokkinn og var krati alla tíð. Hann var formaður FUJ og gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu- Elsku pabbi, ekki datt okkur í hug í byrjun apríl að við yrðum búnar að missa báða foreldra okkar í kringum miðjan júní, þetta er búið að vera mjög erfitt fyrir okkur og við söknum ykkar sárt, en við hugg- um okkur við það að ykkur líður vel núna og eruð saman á ný. Þú kenndir okkur gildi lífsins svo sem að vera heiðarlegar, áreiðanlegar, leysa öll verk vel af hendi og hugsa vel um okkar fjölskyldur, eins og þú gerðir. Þetta hefur verið mjög gott veganesti fyrir okkur út í lífið. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún.) Við þökkum öllu því góða fólki sem hefur stutt okkur á þessum erfiða tíma. Sérstakar þakkir fær starfsfólk D-deildar Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Elsku pabbi, við erum mjög þakk- látar fyrir hvað við fengum að hafa ykkur mömmu lengi hjá okkur, það eru ekki allir svo lánsamir. Þínar dætur Steinunn, Kristín og Ásdís. Sambúð mömmu og pabba var sambúð gagnkvæmrar virðingar og trausts, sem varði til æviloka. Þau voru orðin heilsuveil, hvort á sína vísu, en afar samstillt náðu þau að búa í eigin húsi þar til yfir lauk. Fyrir rétt tæpum tveim vikum skrifaði ég minningargrein um móð- ur mína, Þóru Erlendsdóttur. Þar kom fram að fráfall hennar hafði verið föður mínum afar þungbært. En ekki gat mig grunað að faðir minn myndi fara á eftir henni rétt 24 dögum síðar. Faðir minn fór sáttur, andaðist víst með bros á vör, því væntanlega hefur móðir mín sótt hann og nú fá þau aftur að hvíla saman. Minningargreinar um móður mína eru öllum aðgengilegar á minningargreinasafni www.mbl.is. Þær voru ekki prentaðar, þar sem hún var jörðuð í kyrrþey. Faðir minn fæddist í upphafi kreppunnar miklu og bjó við þröng- an kost en átti engu að síður góða æsku. Ég man að hann talaði um að þrátt fyrir fátæktina sem fylgdi kreppunni þá var síst minni gleði hjá börnunum á jólahátíðinni, en er hjá okkar börnum, sem lifa við alls- nægtaborð. Þessi æskuár mótuðu hann fyrir lífstíð og gerðu hann að félagslyndum jafnaðarmanni. Hann einsetti sér að koma sér vel áfram í lífinu og sjá vel fyrir sinni fjöl- skyldu þannig að hún liði engan skort. Með útsjónarsemi, dugnaði og vinnusemi tókst honum ætlunar- verk sitt að gera vel við sig og sína og hann hefur alltaf stutt alla sína niðja með ráðum og dáð. Snemma beygist krókurinn segir máltækið. Ég hef verið að hugsa töluvert til baka um hvernig pabbi mótaði mig og mín áhugamál. Man sumarleyfin í Húsafelli, þar fórum við í ótal fjallgöngur og spiluðum manna á kvöldin. Fórum margar helgarferðir í bústaðinn hans Konna til veiða í Þingvallavatni. Einnig var ég ekki hár í lofti þegar ég fékk að vera kaddíinn hans pabba hjá GS úti í Leiru. Man laug- ardagsmorgna, þegar aðrir sváfu, þá lagaði pabbi fyrir okkur te. Ekki má svo gleyma bókunum. Faðir minn var kennarasonur og því mjög áhugasamur um bókmenntir og átti gott bókasafn. Í fyrstu hugkvæmd- ist mér að nota bækurnar til að styðja við bílabrautir sem ég átti, en fékk bágt fyrir uppátækið, fékk svo að vísu að nota gamalt danskt lexicon til þess brúks. Lærði svo á námsárunum að meta innihald bókaeignar föður míns; það sem nema skyldi, það átti pabbi. Úrval bóka föður míns gerði mig og í raun okkur systkinin öll bókhneigð. Ég lít upp til karls föður míns og hann er fyrirmynd mín að mörgu leyti, hann var agaður og skipulagður maður, sem vann með fjármál og kenndi mér m.a. lífsreglurnar á því sviði. Aldrei skrifa upp á fyrir neinn, nema þú sért reiðubúinn að borga fyrir viðkomandi. Skuldaðu helst ekki neinum neitt. Það er dýrt að vera fátækur og svo framvegis. Þannig að ég hef mína varfærni í fjármálum frá föður mínum. Elsku pabbi og mamma líka, takk fyrir allt ykkar ástríki og allt sem þið gerðuð fyrir okkur. Það var ríkidæmi okkar að eiga ykkur og þið voru rík af ykkar fjölskyldu. Söknuður og missir fjölskyldunnar allrar er mikill, blessuð sé minning ykkar. Hinsta kveðja, ykkar sonur Erlendur Þorsteinn Guðbrandsson. Kæri tengdafaðir, orð fá ei lýst hve sárt mig tekur að sjá á eftir þér svo skömmu eftir andlát Þóru þinn- ar. Eftir stendur tómleikinn og það verður erfitt að koma til Keflavíkur án þess að hitta ykkur hjónin. Að ég tali nú ekki um sumarbústaða- ferðirnar þar sem þið voruð algjör- lega ómissandi. Þú kunnir ógrynni af sögum, varst hafsjór af fróðleik og nutum við hin góðs af. Á köflum gastu verið örlítið þrasgjarn og það gustaði oft af þér en inni fyrir sló hjarta úr gulli. Mér og mínum varstu alltaf góður og að lokum vil ég þakka þér samfylgdina. Rósa. Guðbrandur Þorsteinsson  Fleiri minningargreinar um Guð- brand Þorsteinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengda- faðir og afi, JÓHANN ÞORSTEINSSON frá Miðsitju, Ferjuvaði 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag nýrnasjúkra. Sólveig Stefánsdóttir, Alma María Jóhannsdóttir, Eiríkur Jónsson, Berglind Jóhannsdóttir, Jóhannes Ævar Hilmarsson, Freyja Jóhannsdóttir, Oddur Sævar Andersson, Margrét Jóhannsdóttir, Þórhallur Ottesen, Gunnhildur Jóhannsdóttir, Stefán Ingvar Stefánsson, Stefán Sturla Sigurjónsson, Petra Högnas, Sigurfinnur Sigurjónsson, Elsa Björk Pétursdóttir, Kristján Sigurjónsson, Lena Lindegarth, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR BERGMANN RUNÓLFSSON bakarameistari, Vallarási 1, Reykjavík, lést að morgni sunnudagsins 21. júní. María Emma Suarez, Blængur Sigurðsson, Allan Sigurðsson. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST HALLDÓR GUÐMUNDSSON frá Múla, Hlíf 1, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugar- daginn 20. júní. Útför hans verður gerð frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 27. júní kl. 11.00. Erla Ágústsdóttir, Garðar Steinsson, Rebekka Margrét Ágústsdóttir, Ástþór Ágústsson, Józefa Nieduzak, Trausti Ágústsson og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar ástkæri RAFN BENEDIKTSSON, Sléttuvegi 9B, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hulda Hjaltadóttir, Baldur Rafnsson, Elinóra Kristín Guðjónsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Brynhildur Björk Rafnsdóttir, Sigursteinn Magnússon, Arnheiður Edda Rafnsdóttir, Erling Erlingsson, Benedikt Rafn Rafnsson, Magnea Sif Agnarsdóttir, Laufey Björg Rafnsdóttir, Justin Henry Rebbeck, Hjalti Reynisson, Jóna Birna Reynisdóttir, Arnar Reynisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HAFDÍS R. SVAVARSDÓTTIR, Engjadal 4, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 16. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki sjúkrahússins, félagsþjónustu Suðurnesja, vinum og vandamönnum færum við alúðarþakkir fyrir stuðning og hlýhug í hennar garð og okkar. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Tobíasdóttir, Magnús Tobíasson. Móðir mín, amma og langamma, SIGRÚN STRAUMLAND, lést á öldrunardeild Landspítalans mánudaginn 15. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigurlaug Straumland, Andrés Eiríksson, Deborah Spence, Ólafur F. Eiríksson, Valgerður Vilmundardóttir, Sigrún Elva, Kolbrún Dögg, Kári og Freyja langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.