Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 31
Hjá Bjarti Steinunn Sigurðardóttir. RITHÖFUNDURINN Steinunn Sigurðardóttir hefur nú gengið til liðs við bókaforlagið Bjart og var samningur þess efnis undirritaður í Berlín í gær, en Steinunn er búsett þar í borg. Samningurinn felur í sér að Bjart- ur kemur til með að gefa út væntan- legar bækur Steinunnar, sem og þær sem komið hafa út áður. Steinunn er með nýja skáldsögu í smíðum sem Bjartur gefur út auk þess að annast kynningar á verkum hennar erlendis í samstarfi við um- boðsmenn Steinunnar. Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti, segir samninginn við Stein- unni mikinn happafeng fyrir forlag- ið. Hún sé einn virtasti og vinsælasti höfundur þjóðarinnar. Starfsmenn Bjarts hlakki til að vinna með Steinunni að nýju skáld- sögunni og næstu bókum ásamt því að kynna eldri verk hennar fyrir nýj- um lesendum. Á frönsku og þýsku Verk Steinunnar hafa undanfar- inn áratuginn komið út hjá Máli og menningu, meðal annars skáldsagan Hjartastaður, sem Steinunn fékk Ís- lensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 1995. Steinunn gaf út fyrstu bók sína, ljóðabókina Sífellur, 19 ára gömul en síðan þá hafa mörg verka hennar komið út víða erlendis, meðal annars í Frakklandi og Þýskalandi. Þess má svo að lokum geta að þessa dagana les Steinunn Tíma- þjófinn sinn sem sumarsögu í Víðsjá á Rás 1. Steinunn semur við Bjart Forlagið gefur út nýjar bækur hennar sem og hinar eldri Morgunblaðið/Kristinn Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is BJARNI Thor Kristinsson bassa- söngvari er á niðurleið. Því fer þó fjarri að hér sé átt við venjulega merkingu orðasambandsins, heldur er yfirskrift tónleika hans og Ástríðar Öldu Sigurðardóttur í Saln- um kl. 20 í kvöld: Á niðurleið. Skýringin? Jú, niðurleið Bjarna á við tónstigann, en á tónleikunum ætlar hann að feta sig niður hann í leit að djúpum bassatónum og merk- ingu þeirra. Útfyrir hefðbundinn ramma „Hugmyndin er sú að söngurinn stefni dýpra og dýpra eftir því sem líður á tónleikana,“ segir Bjarni. „Þetta er sérstök uppbygging, en vonandi forvitnileg um leið. Mig langaði að fara út fyrir hefðbundinn tónleikaramma, og ég ætla líka að spjalla við tónleikagesti. Á meðan verður söngurinn dýpri og dýpri og ekki aftur snúið. Við Ástríður Alda veljum allskonar áheyrilega tónlist, aríur, sönglög, ljóð og fleira.“ Það er spurning hversu djúpt Bjarni fer, því það er ekki bara að lögin dýpki hvert af öðru, heldur hafa sum þeirra í sér innbyggðar dýptarmælingar. „Sum þeirra bassalaga sem stefna niðurávið tengjast drykkju, önnur peningum, þannig á yfirskrift tónleikanna stundum við í tvöföldum skilningi.“ Bjarni hefur áður sest yfir nótna- safnið sitt og skipulagt efnisskrá tónleika með ákveðna hugmynd í huga. Það gerði hann til dæmis eft- irminnilega og með miklum stæl fyr- ir hartnær tíu árum í Salnum, þegar öll lögin á tónleikunum voru sungin í orðastað kónga, kjána eða illmenna. „Ég held að það sé lykillinn að góð- um tónleikum að í efnistökunum sé gott konsept, hvernig svo sem það er,“ segir Bjarni. „How low can you get?“ er al- mennt orðatiltæki í ensku, og í sam- tali við bassasöngvara gæti það verið spurningin um hversu djúpt hann komist, en þýðir í raun allt annað: hversu lágt ætlarðu að leggjast? Bjarni segir hugmyndina að baki efnisskránni einmitt hafa boðið upp á slíka orðaleiki, og ekki alla jafn við- urkvæmilega. „Tónleikarnir eiga að verða skemmtun, án þess að ég týni lista- manninum í mér,“ segir Bjarni. Einar Falur Ingólfsson Bjarni Thor á niðurleið  Fetar sig niður tónstigann í leit að djúpum tónum og merkingu þeirra  Heilræði fyrir fólk sem vill spara meðal sönglaga og aría á tónleikunum Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 Landslagsmyndir Thomasar Graics eru nú sýndar í Listasafni Ísafjarðar. Mynd- irnar eru allar teknar úr flugstjórnarklefa listamannsins. Bak- grunnurinn er mál- verkið og er nálgun ljósmyndanna þaðan. Thomas hefur margoft komið til Íslands í leit að litum, formi og munstri í okkar margbreytilega lands- lagi. Flestar eru myndirnar af íslenskri náttúru og í frétt um sýninguna segir að verk Thomasar Graics séu fullkomið dæmi um hið margþætta eðli ljósmyndunar þar sem bæði listrænt og skrásetn- ingarlegt gildi er samtvinnað. Opið er á hefð- bundnum tíma í Gamla sjúkrahúsinu. Myndlist Munstur og form úr náttúru Íslands Eitt af verkum Graics PÁLL Rósinkranz stígur á stokk með Bjössa Thor á Kaffi Rosenberg í kvöld. Páll kom fram sem blússöngvari á Jazz- og Blúshátíð Kópavogs í byrj- un júní og í frétt um tónleikana segir að þar hafi hann slegið rækilega í gegn. Bjössi Thor, með tróið sitt og Palli end- urtaka leikinn á Rosenberg í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 21.30. Í tríói Bjössa eru Jó- hann Hjörleifsson á trommur og Jón Rafnsson á bassa. Tríóið bregður líka á leik og flytur þekkt gítarlög eins og Hocus Pocus, Sverðdansinn, Veg- ir liggja til allra átta, o.fl. Það verður snarhækkað í mögnurunum hjá þessu nýja tríói Bjössa Thor. Tónlist Rósinkranz, Thor- oddsen, Rosenberg Páll Rósinkranz Fimmtudagsfyrir- lestur um bygging- arlist verður í Nor- ræna húsinu í kvöld frá kl. 20-22. Yfirskrift dagskrárinnar er: Byggt með náttúrunni - ljóðræn verkefni. Arkitektarnir Sami Rintala, Dagur Eggertsson og Ryo Yamada kynna eigin verk, þar á meðal for- vitnileg verk í vinnslu sem skírskota til japanskra og norrænna byggingarhefða. Í Norræna húsinu stendur nú yfir menningardagskráin Snerting við Japan, en hugmyndin með henni er að stuðla að nýjum tengslum milli Japans og Íslands. Jap- anskir listamenn og sérfræðingar á ýmsum svið- um sækja Norræna húsið heim. Byggingarlist Ljóðrænar bygg- ingar í náttúrunni Norræna húsið Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is KAMMERSVEITIN Ísafold er ný- komin frá Ísafirði, þar sem hún var í aðalhlutverki á tónlistarhátíðinni Við Djúpið. Í kvöld kl. 20 gleður sveitin þá sem ekki komust vestur með tónleikum á Kjarvalsstöðum þar sem flutt verður úrval þeirra verka sem leikin voru við Djúpið. Ungu tónskáldin eru í sviðsljós- inu; tónskáld, sem nú eru að skapa sér nafn og voru valin úr hópi um- sækjenda til að semja verk sér- staklega fyrir hátíðina. Þau eru Högni Egilsson, Viktor Orri Árna- son og Gunnar Karel Másson Tón- skáldin fóru öll vestur og unnu með Ísafold á æfingatímanum fyrir há- tíðina og þeim til halds og trausts var danska tónskáldið Bent Søren- sen. Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassaleikari Ísafoldar segir frumflutninginn fyrir vestan hafa gengið ákaflega vel. „Við gerðum þetta öðru vísi en venjan er, við fluttum verk, þá var tónskáldið tek- ið í viðtal um verkið og hver hugs- unin að baki því væri, og verkið svo flutt aftur – verkin voru því flutt tvisvar.“ Kristján Orri segir verk Gunnars Karels gagnvirkt. „Áheyrendur geta kosið um það hvaða kafla þeir vilja heyra og í hvaða röð. Fyrir vestan fór kosningin því fram tvisvar og áheyrendur heyrðu það á tvo mis- munandi vegu. Hann hugsar verkið eins og leikhús, og að það geti verið margar leiðir að því. Stundum fá hlustendur að kjósa, stundum hljómsveitin, hljómsveitarstjórinn, eða hann sjálfur,“ segir Kristján Orri, og segir tónskáldið enn undir feldi með það hverjum hann leyfi að stilla verkinu upp í kvöld. „Það kom okkur í Ísafold á óvart hvað verk strákanna voru fjölbreytt og persónuleg, og óhætt að lofa lit- ríkum tónleikum á Kjarvalsstöðum.“ Tvö önnur verk eru á efnisskrá tónleikanna. Í verki Daníels Bjarna- sonar leikur Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari einleikshlutverk en hún er ein af okkar efnilegustu sellóleik- urum. „Það er mikil orka í verki Daníels og mikið stuð. Það er byggt á stefi eftir Davíð Þór Jónsson. Það er skemmtilegt að hlusta á, og líka gaman að spila það, því það er mikið að gera hjá hljómsveitinni og reynir líkamlega á.“ Fimmta verkið er eftir Nico Muhly, en hann er þekktur að samstarfi sínu við íslenska útgáfu- fyrirtækið Bedroom Community. „Það er í áttina að minimalisma, en þó er meira bit í því en verkum am- erísku minimalistanna – það rennur ekki bara ljúflega hjá.“ Mikil orka, mikið stuð  Kammersveitin Ísafold leikur á Kjarvalsstöðum í kvöld  Verk- eftir tónskáld á þrítugsaldri  Sæunn Þorsteinsdóttir er einleikari Tónskáldin Högni Egilsson, Gunnar Karel Másson, Bent Sørensen tón- smíðakennari og Viktor Orri Árnason á hátíðinni Við Djúpið. Bjarni Thor Kristinsson er óefað meðal okkar bestu söngvara, og hefur sungið í óperuhúsum erlendis um ára- bil en líka hér heima. „Ég syng í haust í nýrri upp- færslu Meistarasöngvaranna í Köln. Þá kem ég heim og syng í uppfærslu Íslensku óperunn- ar á Ástardrykknum. Eftir það fer ég aftur til Kölnar til að syngja í Rósariddaranum, og þá með Kiri te Kanawa, sem ætlar að fara að syngja á sviði aftur. Ég verð í þessum sýn- ingum meira og minna í allan vetur, en syng þó líka í Rósa- riddaranum í Barcelona. Það er auðveldara að vera bassi í þessum bransa, því þeir eldast vel í honum. Þar er það enginn mínus þótt maður bæti á sig árum og kílóum.“ Eldast vel Á niðurleið Bjarni Thor Kristinsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir hvíla sig í tónstiganum miðjum áður en lagt verður á allradýpsta djúpið. Þetta er eins og grískur harm- leikur, með mig í aðal- hlutverki. 32 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.